Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 14
P14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Sérstakt skógræktarþing verður haldið á morgun, laug- ardag, á Hótel Sögu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Skógræktarfélagi íslanas og Skógrækt ríkisins, sem standa að þinginu, að rösklega 20 aðil- um, félögum, félagasamtökum og stofnunum hefur verið boðið til þingsins. Hefur fulltrúum allra hópa verið boðið sem tengjast skógrækt hérlendis á einn hátt eða annan, eða eins og stendur í umræddri tilkynn- ingu: „t.a.m. áhugamannasam- tök um endurheimt gróðurlend- is, rannsókna- og menntastofn- anir og opinbera aðila er ráða fjárveitingu til landgræðslu og skógræktarstarfa. Dagskrá þingsins tekur mið af þessu.“ Steingrímur Hermannsson Sveinn Hallgrímsson Björn Friðfinnsson Vilhjálmur Lúðvíksson Skógræktarþing á morgun: Ræktun nytj a- og útivistar- skóga verður í brennidepli í tilefni af þingi þessu ræddi Morgunblaðið við nokkra aðila úr þeim hópum sem að framan er get- ið og voru þeir fyrst spurðir hver afstaða þeirra væri til hugmynda um veru’egt fjárframlag til átaks í skógræktarmálum á íslandi, hvort heldur væri til nytja, yndis eða gróð- urvemdar. Ef viðkomandi reyndust jákvæðir var spurt í framhaldi af því, hvað viðkomandi teldi árang- ursríkustu leiðina til þess að gera mest gagn og hvemig viðkomandi hygðist beita sér í málinu. Hér fara á eftir svör þeirra sem leitað var til: „Skógardauði á meginlandinu smámál miðað við ...“ Bjöm Friðfinnsson, formaður ísl. sveitarfélaga, sagði eftirfarandi: „Landnámsmenn komu að eyju með 65.000 ferkílómetra gróins lands að því að talið er. Nú munu um 20.000 ferkílómetrar vera eftir og víða er gróðurþekja landsins enn að rýma. Skógardauðinn sem nú er rætt um á meginlandi álfunnar er hlutfallslega smávandi miðað við þá geigvænlegu gróðureyðingu sem hér er. Friðun lands fyrir lausagöngu búfjár ásamt markvissum aðgerð- um til landgræðslu eru mikilvæg- ustu verkefni núlifandi Islendinga og eftirkomenda okkar og þar má engan tíma missa. Skógrækt gegn- ir lykilhlutverki í landgræðsluað- gerðum." Svarið var því jákvætt og hér tjáir Bjöm sig um síðari hluta spumingarinnar: „Hér þarf þjóð- arátak til sem verður að byggjast á opinberum aðgerðum jafnt og sjálfboðnu starfi. Vegna samdráttar í hefðbundnum búgreinum er nú tækifæri til þess að ráða starfslið til landgræðsluverkefna, starfslið sem skortir störf í heimabyggðum sínum. Ég vil beita mér fyrir aukinni áherslu sveitarfélaga á skógrækt og aðra þætti gróðurvemdar og einnig vil ég vekja athygli á að- ferðum Skota, sem sameinað hafa skógrækt og aðgerðir á sviði byggðastefnu með því að skapa fjárhagslegan grundvöll fyrir stór- felldri skógrækt í hálöndum Skot- lands." Sérfræðingar eiga ekki að sitja á skrifstofu í Reykjavík „Ég get verið fljótur að svara fyrsta lið spumingarinnar Ég er því mjög hlynntur að verulegu fjár- magni verði varið til skógræktar," segir Sveinn Hallgrímsson, skóla- meistari Bændaskólans á Hvann- eyri, en síðustu árin hefur skógrækt verið kennd við skólann og ekki gert lægra undir höfði en hinum hefðbundnari búgreinum. Sveinn heldur áfram: „Eg geri ráð fyrir því að um margar leiðir sé að ræða þegar rætt er um heppilegustu framkvæmdina, en ég myndi byija á því að færa tijárækt til yndis- og gróðurvemdar meira út til ein- staklinga og sveitarfélaga. Skóg- rækt og Landgræðsla ríkisins eiga líka að láta slíkt til sín taka, en tveir fyrmefndu aðilamir hljóta að bera þungann af tijárækt til vemd- ar og yndis. Hvað varðar ræktun nytjaskóga vil ég færa framkvæmdina út í hémðin, þeim á ekki að stjóma úr Reykjavík. Ég get nefnt þessu til áhersluauka, að skógrækt hefur verið kennd sem fullgild búgrein við Bændaskólann á Hvanneyri síðustu tvö árin, en það sem helst vantar er að geta sýnt nemendum okkar alvöru framkvæmdir. Það er skógrækt í Skorradal, en hún er ríkisrekin. Við viljum sjá alvöru bændur starfandi við skógrækt og við viljum geta farið með nemendur okkar til slíkra skógræktarmanna til að spyija þá spjörunum úr. Þeg- ar ég tala um skógrækt annars vegar og tijárækt hins vegar tala ég um skógrækt í tugum hektara, en tijárækt þegar einhveijir taka sig til og setja niður tré á einn hektara eða svo. Við viljum kenna nemendum hvemig þeir eigi að setja niður ekki 10 tré, heldur 10.000 tré Lög um lengt fæðingarorlof: Hvergi búið eins vel að heima- vinnandi konum og á Islandi - segja heilbrigðisráðherra og for- maður Kvenréttindafélags Islands „ÉG FAGNA því mjög að frum- að vera færðar til f starfi án varp um fæðingarorlof sé nú þess að laun skerðist ef starfs- orðið að lögum. Hér er í fyrsta aðstaða þeirra ofbýður heilsu sinn lögfestur ótvíræður réttur þeirra," sagði Ragnhildur til þess að fá leyfi frá störfum Helgadóttir, heilbrigðisráð- í fjóra mánuði, síðar sex, og herra, í samtali við Morgun- réttur barnshafandi kvenna til blaðið. Hin nýju lög kveða á um að fæðingarorlofs frá árinu 1954 og fæðingarorlof lengist í fjóra mán- það var mikið bil á milli kvenna á uði um nk. áramót, í fímm mánuði vinnumarkaðinum eftir því hvort í ársbyijun 1989 og í sex mánuði þær unnu hjá hinu opinbera eða í byijun árs 1990. Ragnhildur hjá öðrum. Konur í ASÍ til dæmis sagði að fæðingargreiðslur til höfðu ekki rétt til eins langs tíma heimavinnandi kvenna myndu fyrr en árið 1975 þegar lög voru hækka um 50%. Til útivinnandi sett um að greiðslumar skyldu kvenna hækka þær minna. „Konur greiddar úr endurgreiðslutrygg- í hópi opinberra starfsmanna hafa ingasjóði og fengu þær þá sem haft þriggja mánaða réttindi til svarar 90 bótadögum. Árið 1980 komu ákvæði um heimavinnandi konur, en þetta er aftur á móti geysimikið framfaraspor og lög- gjöfín um fæðingarorlof orðin miklu skýrari en áður,“ sagði Ragnhildur. I lögunum er gert ráð fýrir fæðingarstyrk annars vegar sem greiðist öllum fæðandi konum í fjóra mánuði, síðar í fimm og sex mánuði. Hinsvegar er gert ráð fyrir fæðingardagpeningum, sem greiðast aðeins þeim, sem verða af Iaunatekjum vegna bamsburðar og þá verður tekið mið af atvinnu- þátttöku viðkomandi móður. Miðað er við að fæðingarstyrkur verði verulega hærri'en greiðslur fæðingarorlofs til heimavinnandi foreldra eru nú, eða kr. 15.000 á mánuði í stað 10.771. Tekjutap útivinnandi foreldra verður bætt með fæðingarstyrk og fæðingar- dagpeningum, þannig að upphæð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.