Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Verðkönmm Verðlagsstofnunar: Lítill verðmunur á milli verslana í Vestmannaejjum Verðlag'sstofnun kannaði seinnihluta febrúarmánaðar verð á 86 vörutegundum í sjö matvöruverslunum í Vest- mannaeyjum og á sama tíma var til samanburðar gerð verðkönnun í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. í fréttatilkynningu frá Verðlagsstofnun segir að í öllum tilvikum hafi í könnuninni verið borið saman verð á sömu vörumerkjum, að sykri og eggjum undanskildum. Ennfremur segir í fréttatil- kynningunni: Á það hefur verið bent í fyrri athugunum að fremur lítil verðdreifing sé á matvörum og öðrum nauðsynjavörum í Vest- mannaeyjum, þ.e. að fremur lítill verðmunur sé á milli verslana. Þessi könnun staðfestir þetta. f flestum þeim tilvikum sem verð- munur er yfir 15% skýrist hann með misgömlum vörusendingum. — Ekki verður séð að nokkur verslun í Vestmannaeyjum skeri sig úr hvað verð áhrærir. Það m.a. bendir til þess að verðsam- keppni sé ekki ráðandi þáttur í verðlagningu i verslunum þar. — Vöruverð í matvöruverslunum í Vestmannaeyjum er að jafnaði nokkru hærra en í Reykjavík. Ef gerður er samanburður á vöru- verði í Vestmannaeyjum og höfuðborgarsvæðinu kemur m.a. eftirfarandi í ljós: • Meðalverð á vörum í Vest- mannaeyjum var hærra en meðalverð á höfuðborgar- ' svæðinu í 84 tilvikum af 86. # Meðalverð í Eyjum var einnig hærra en meðalverð í stór- mörkuðum á höfuðborgar- svæðinu á 84 vörutegundum af 86. # Meðalverð í Vestmannaeyjum var í 75 tilvikum af 86 hærra en meðalverð í stórum hverfa- verslunum á höfuðborgar- svæðinu. # Meðalverð í Vestmannaeyjum var í 47 tilvikum af 83 hærra en í litlum hverfaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. — í kjölfar þeirrar umræðu sem orðið hefur í Vestmannaeyjum um verðlag þar og annars staðar hafa flutningstaxtar Heijólfs hf. verið lækkaðir á a.m.k. gosdrykkjum. Gerðist það eftir að sú könnun Verðlagsstofnunar sem hér er fjallað um var gerð. Af þeim sök- um kemur fram í könnuninni meiri verðmunur á gosdrykkjum en vænta má að sé nú.“ Strasykur 2kg Molasykur Dansukksr 'ókg Puftursykur Dansukker brun 'ikg Florsykur Dansukktr '1 kg Haframjól OU 950 g Hrisgrjón Lassie boil In the bagrice 226.8 g s* | a | X X Rasp Paxo golden bread crumbs 142 g Sattkex Maarud 200 g Kremkex Frón 200 g Korafleks Ketlogs 375 g pakki Cheerios 7 02 Appel- sinusafi Trópi 0.251 Evi«*iöf 42.90 27.70 24.80 21.70 89.50 31,00 38,00 67,00 60,20 121,40 78,00 23,00 Heimaver 41.00 27.30 24.40 21.30 87,90 30,50 34,80 38,10 66,20 67,50 119,60 76,00 22,30 Jónsborg 45.80 29.20 29.00 22.00 97,00 30,20 37,20 57,80 118,80 74,00 22,00 Kaupf. Vestmannaeyja, Barustig 46.90 26.75 24.30 21.10 94,30 30,95 31,85 37,95 61,45 75,40 24,30 Kaupf. Vestmannaeyja, Foldahraun 44.80 26.60 25.55 19,70 94,45 32,75 37,95 57,40 61,45 115,35 75,40 24,35 Matvöruval 45.70 26.60 24.30 21,10 95,45 36,10 68,30 58,20 109,20 23,00 Tanginn 42.20 26.80 24,40 20,40 94,70 30,50 28,90 37,40 66,20 56,90 71,30 22,60 Hæsta verft i Vestmannaeyjum 46.90 29,20 29,00 22,00 97,00 31,00 36,10 38,10 68,30 67,50 121,40 78,00 24,35 Laegsta verð i Vestmannaeyjum 41.00 26,60 24,30 19,70 87,90 30,20 28,90 37,20 57,40 56,90 109,20 71,30 22,00 Mismunur á haesta og lægsta verói 14.4% 9,8% 19,3% 11,7% 10,4% 2,6% 24,9% 2,4% 19,0% 18,6% 11,2% 9,4% 10,7% HÖFUOBOHGARSVÆÐrt) Meóalverð 41.54 26,20 23,03 19,72 79,11 26.56 27.29 35.62 58,24 56,43 105,46 65,99 22,10 Meðalverð i litlum hvertaverslunum 46.40 27,05 24,95 22,20 82,25 26.00 27.25 37,96 65,30 60,40 116,25 72,27 23,73 Meðalverð i storum hverfaveraJunum 41.78 27,46 23,61 20,22 81,26 27.33 27.93 36.36 57,60 57,21 107,34 66,89 21,87 Meðalverð i stormörkuðum 38.03 24,66 21,56 18,05 75,66 25,98 26.66 33.81 56,00 53,87 99,49 62,85 21,38 Nióursoðnir Appd- Appal- Franskar Franskar KartOflu- Kaffi Kaffi Kaffi Kaffi Kaffipokar Bofóv»n Maiskom tomatar sinusafi sinusafi kartöftur kartoftur ftogur Braga Braga Braga Kaaber Melitta Katla Ora Moriey Topp Egils Fransmann Þykkvabaejar Maarud (gulur) (gulur) Columbia Rió no. 102 1 kgpoki - öos 400 g II 0,961 700 g 700 g 100 g Ikg 250 g 250 g 250 g 40 pokar Eyjakjor 28,00 77,40 92,50 94,00 75,00 376,20 93,50 94,90 94,60 Heimaver 72,50 87,00 90,70 99,00 105,00 73,50 369,00 95,20 100,80 92,90 Jónsborg 31,50 75,80 48,00 85,50 89,00 91,80 105,50 95,90 104,50 92,80 27,10 Kaupf. Vestmannaeyja, Barustig 27,70 77,50 48,30 95,20 99,15 92,40 105,70 67,40 395,60 92.65 94,00 94,65 40,20 Kaupf. Vestmannaeyja, Foldahraun 27,70 77,50 48,30 98,00 99,25 99,80 107,80 72,30 360,00 96,90 92,65 40,30 Matvöruval 76,30 48,30 92,90 94,10 114,00 69,90 359,00 92,60 94,10 47,10 Tanginn 31,50 76,30 48,30 91,00 92,00 81,00 99,00 73,50 376,20 96,90 102,60 94,60 41.35 Hæsta verð í Vestmannaeyjum 31,50 77,50 48,30 98,00 99,25 99,80 114,00 95,90 395,60 96,90 104,50 94,65 47,10 Lægsta verð í Vestmannaeyjum 27,70 72,50 48,00 85,50 89,00 81,00 99,00 67,40 359,00 92,60 94,00 92,65 27,10 Mismunur a hæsta og lægsta verði 13,7% 6,9% 0,6% 14,6% 11,5% 23,2% 15,2% 42,3% 10,2% 4,6% 11,2% 2,2% 73,8% HÖFUÐBORGARSVÆDIÐ Meðalverð 25,38 69,26 38,80 88,81 90,61 88,40 95,20 62,91 364,03 93,39 96,31 93,99 31,75 Meðalverð i litlum hverfaverslunum 27,13 75,19 40,17 93,11 96,03 94,00 102,37 378,00 96,28 100,38 96,83 32,60 Meðalverð i stórum hverfaverslunum 25,74 71,30 41,32 89,77 91,24 87,45 94,88 64,68 366,79 93,30 95,64 93,81 31,70 Meðalverð i stórmörkuðum 24,19 64,50 36,87 85,81 86,89 88,09 92,36 61,36 358,12 92,02 95,28 92,73 31,64 Pilsnar Suöusukku- Atsukku- Þvotta- Þvotta- Þvotta- Þvotta- Þvotta- Þvotta- Þvotta- Mykingar- Pilíner Carfsbarg laöi laði Tyqgiaummi duft duft duft duft duft duft duft efni Egils light Sinus Sinus Wrigleys Ajax Bold 3 C-11 Dlxan Iva Vex Prana Dun 33 d 50ddos 100 g lOOg 7 plotur 20 dl 930 g 650 g 900 g 550 g 700 g 70 dl 11 Eyjakjör 34,00 68,00 67,00 19,00 115,50 129,50 66,30 188,40 80,20 74,80 Heimaver 34,00 60,00 60,00 67,00 20,00 108,60 126,00 62,40 182,70 65,60 77,80 424,00 70,40 Jónsborg 35,00 58,40 67,00 20,00 111,70 121,50 61,30 179,30 315,80 60,30 Kaupf. Vestmannaeyja, Bárustig 65,00 61,00 56,50 22,00 63,35 177,70 66,60 73,10 337,40 72,60 Kaupf. Vestmannaeyja, Foldahraun 34,00 60,00 61,00 68,00 108,05 138,55 63,35 177,70 66,60 73,10 337,40 72,60 Matvöruval 34,00 55,00 58,40 64,00 109,95 180,70 76,40 80,70 329,45 Tanginn 59,30 63,50 20,00 115,60 73,50 63,40 185,60 66,30 78,90 341,35 71,50 Hæsta verð i Vestmannaeyjum 35,00 65,00 68,00 68,00 22,00 115,60 138,55 66,30 188,40 76,40 80,70 424,00 74,80 Lægsta verð i Vestmannaeyjum 34,00 55,00 58,40 56,50 19,00 108,05 73,50 61,30 177,70 65,60 73,10 315,80 60,30 Mismunur á hæsta og lægsta verðl 2,9% 18,2% 16,4% 20,4% 15,8% 7,0% 88,5% 8,2% 6,0% 16,5% 10,4% 34,3% 24,0% HOFUÐBORGARSVÆOIÐ Meðalverð 29,05 57,74 60,39 67,82 17,37 104,95 118,22 60,61 186,05 66,67 69,35 306,63 68,09 Meðalverð i litlum hverfaverslunum 29,25 58,90 63,00 69,00 17,75 110,25 128,40 64,80 206,80 71,90 73,59 331,90 72,75 Meðalverð i stórum hverfaverslunum 29,00 56,92 60,86 68,29 17,50 108,56 120,95 61,59 186,51 68,39 70,86 313,11 69,65 Meðalverð í stórmörkuðum 29,00 57,77 58,44 66,81 17,06 100,35 113,79 57,82 176,70 61,95 65,41 300,23 64,59 Minning: Guðrún Jónsdóttir frá Seljavöllum í dag verður til moldar borin Guðrún Jónsdóttir frá Seljavöllum. Guðrún amma var fædd 16. maí 1893, dóttir Jóns Jónssonar, völ- undar og bónda á Seljavöllum og Ragnhildar Sigurðardóttur konu hans. Amma var aðeins 9 ára göm- ul er móðir hennar dó. Giftist faðir hennar síðar Sigríði Magnúsdóttur og áttu þau 7 börn. Fram að 26 ára aldri var amma í föðurhúsum og tók hún virkan þátt í bústörfum og uppeldi systkina sinna. Árið 1920 flutti amma frá Eyja- fjöllum, þeim §öllum sem hún unni svo alla tíð, til frænku sinnar Dýr- finnu Gunnarsdóttir og Páls Bjama- sonar skólastjóra í Vestmannaeyj- um. Síðar réðst hún í kaupavinnu til sr. Einars Pálssonar í Reykholti og þar kynntist hún Siguijóni Jóns- syni úrsmið, ættuðum undan Vestuh-Eyjafjöllum. Þau giftust árið 1925. Afí og amma bjuggu alla tíð í Reykjavík og vann afí við úrsmíðar og rak eigin vinnustofu frá 1937 til dauðadags, en hann lést 22. sept. 1969. Þau áttu 4 böm, þau eru: Jón Ragnar, Ágústa Kristín, Ólöf og Ása. Ég kynntist ekki ömmu minni vel fyrr en árið 1972, þá 8 ára gamall, er við fluttum inn á heimili hennar í Stórholtinu og vorum við boðin þangað velkomin eins og svo margir áður. Þeir fyrstu sem ég kynntist í Stórholtinu voru pörupilt- ar, aðallega kunnir af því að vinna minniháttar spellvirki í görðum fólks, en ætíð siepptu þeir garðinum hennar ömmu og er ég spurði hveiju það sætti kváðu þeir hana góða konu sem gæfi þeim súkkulaði, sennilega Mónusúkkulaði, en í sæl- gætisgerðinni Mónu vann hún í mörg ár hjá tengdasyni sínum og dóttur. Hún umgekkst fólk og blóm af einstakri umhyggju og hlýju enda dafnaði allt vel sem hún kom nærri. Árið 1974 flutti hún heim til okkar í Garðabæinn og urðu mér þá mannkostir hennar enn ljósari en áður. Reyndar þótti mér í þá daga nóg um nýtni hennar og átti ég til að gera beinskeittar athuga- semdir, en öllu tók hún með mesta jafnáðargeði. Þær voru margar ánægjustundirnar er ég og vinir mínir áttum þegar við komum heim úr skóla, kaldir og hraktir, í heitt kókó og ristað brauð. Amma pijón- aði landsins ef ekki heimsins bestu vettlinga sem yljað hafa mörgum víða um veröld. Síðustu 10 árin dvaldi amma á DAS í Hafnarfirði og var hjálpsem- in söm og áður, hvort sem vantaði fjallagrös, lýsi eða lopa. Ég heimsótti ömmu oft til að spjalla við hana því hún var mjög fróð og vel að sér um alla hluti, og er ég margs vísari um horfna tíð. Er árin liðu og orkan dvínaði naut hún amma min umönnunar starfs- fólks Hrafnistu sem reyndist henni ætíð svo vel, og er því hér með færðar bestu þakkir. Jón Gunnar Axelsson Látin er í hárri elli tengdamóðir mín, Guðrún Jónsdóttir frá Selja- völlum undir Eyjafjöllum. Mig langar í fáum orðum að minnast góðrar og vandaðrar konu, sem ég átti því láni að fagna að kynnast fyrir 39 árum, er ég kom sem ung- ur sveinn og biðlaði til elstu dóttur- innar á heimilinu. Alla tíð hefur Guðrún verið þessi sterki aðili, mátti ekkert aumt sjá og vildi allt færa til betri vegar og minnist ég hve bamabömin hændust að henni og síðar barnabamabörnin, því hún var svo ung í hugsun að maður gat haldið að þau væru að tala við jafn- aldra. Fram á það síðasta var hún að pijóna vettlinga, sokka o.fl. svo litlu ungunum yrði ekki kalt. Unun var að fylgjast með því hvað bamabörn með bamabamabörn komu oft í heimsókn til hennar og þegar þau komu heim til fósturjarðarinnar eft- ir skólavist eða aðra dvöl erlendis var það fyrsta, sem gert var, að fara til ömmu á Hrafnistu. Guðrún var fædd 16. maí 1-893 á Lambafelli undir Eyjafjöllum. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi þar og fyrri kona hans, Ragn- hildur Sigurðardóttir frá Hvammi. Móður sína missti Guðrún þegar hún var níu ára. Alsystkinin voru fjögur en þau voru: Guðjón Jóns- son, véism., Vestmannaeyjum, Dýrfinna Jónsdóttir, Eyvindarhól- um, Sigurður Jónsson, vélsm., Reykjavík. Jón giftist Sigríði Magnúsdóttur er kom á heimilið, nýorðin ekkja, með kornabarn, Jón O.E., en mann sinn missti Sigríður í hinu sviplega sjóslysi við Vestmannaeyjar er ára- bátur undan fjöliunum sökk á ytri höfninni í Vestmannaeyjum með fjölda manns. Með Sigríði átti Jón 7 böm, en þau eru: Anna Jóns- dóttir, Seljavöllum, Ragnhildur Jónsdóttir, Vestmannaeyjum, en hún Iést þremur dögum eftir lát Guðrúnar, Magnús Jónsson, vél- stjóri, Vestmannaeyjum, Þorsteinn Jónsson, bóndi, Sólheimum, Mýr- dal, Vigfús Jónsson, vélsmiður, Vestmannaeyjum, látinn, Ágúst Jónsson, blikksmiður, Hafnarfirði, látinn, og Ásta Jónsdóttir, er bjó lengst af í Vestmannaeyjum, látin. Guðrún bjó í heimahúsum til 27 ára aldurs er hún fór til frænku sinnar, Dýrfinnu Gunnarsdóttur kennara og manns hennar, Páls skólastjóra í Vestmannaeyjum, og var hjá þeim í tvö ár, en þá réðst hún í kaupavinnu upp í Reykholt í Borgarfirði til sr. Einars og Jó- hönnu Briem, og varð sú för hennar örlagarík, því þar kynntist hún til- vonandi eiginmanni sínum, Sigur- jóni Jónssyni úrsmið frá Tjömum. Hjónaband þeirra var mjög ham- ingjusamt. Þau voru mikið fyrir útivera og fór fjölskyldan í margar tjaldútilegur víða um landið og var til dæmist gist í 1 til 2 vikur í Þórs- mörk oftar en einu sinni. Siguijón hafði mjög gaman af ljósmyndun og tók hann þúsundir af landslags- myndum og var hann oft fenginn til að sýna þær, t.d. hjá Ferðafélagi íslands og hafði hann mjög næmt auga fyrir „mótívum", en hann og Eyjólfur Eyfells listmálari vora bræður. Guðrún og Siguijón bjuggu alla sína tíð í Reykjavík, fyrstu árin á Laugavegi 43, en lengst af í Stór- holti 32, þar til Siguijón lést árið 1969. Skömmu síðar flutti Guðrún til Ásu dóttur sinnar og Axels manns hennar í Garðabæ. Þar sem hún vildi vera sjálfstæð og engum háð gerðist hún ein af frumbyggjunum á Hrafnistu í Hafnarfírði og naut hún dvalarinnar þar og umhyggju starfsfólksins og fannst henni hún vera eins og á góðu hóteli. Guðrún hafði yndi af allri ræktun og var mikil ræktunar- og blóma- kona. Einnig bar hún mikla umhyggju fyrir æskuheimilinu á Seljavöllum og þegar hún varð átt- ræð vildi hún engar gjafir aðeins peninga. Að kvöldi afmælisdagsins hringdi hún í Landgræðslu ríkisins og pantaði eina áburðarflugvél og lét dreifa fræi og áburði á heiðina fyrir ofan Seljavelli. Börn Guðrúnar og Siguijóns eru Jón R. Siguijónsson viðskiptafræð- ingur, Ágústa K., gift undirrituðum, Ása, gift Axel Nicolaissyni tækni- fræðingi, Ólöf, gift Hákoni Heimi Kristjónssyni lögfræðingi. Barna- börnin era 12 og bamabarnabörnin 8. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég kæra tengdamóður sem óskaði þess eins að fá sem fyrst að hitta sinn gamla bónda. Hvíli hún í friði. Sigurður Emil Marinósson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.