Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 23 Hafrannsóknastofnun: ÁSTAND sjávar á norður- og austurmiðum hefur verið hag- stætt og hiti og selta fyrir Suðuriandi í góðu meðallagi. Hitastig i hafinu umhverfis landið hefur verið i hærri kantin- um og lifskilyrði góð síðan 1983. Um framvindu mála segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun, að búast megi við, að áfram verði ástand sjávar gott og lífskilyrði i honum sömuleiðis. Rannsóknarskipið Ámi Friðriks- son var í sjórannsóknaleiðangri á miðunum umhverfis landið í febrú- armánuði, en þess háttar leiðangrar hafa verið famir á þessum tíma árs allt frá árinu 1970_, oft samhliða loðnurannsóknum. I þessum leið- angri var einnig farið í nýtt verkefni í Isaijarðardjúpi. Þar var um að ræða vistfræðirannsóknir, sem áætlað er að endurtaka um það bil mánaðarlega á þessu ári. Sömuleið- is vom settir niður síritandi hita- mælar við bryggjur í Æðey og í Grímsey. Helztu niðurstöður hita og seltu- mælinga voru þessar, segir í frétt Skattar fyrirtækja á Islandi hærri en í nágrannalöndunum 5% af landsframleiðslu hér en 1,5% í Danmörku HLUTUR fyrirtækja í heildar- skattlagningu á íslandi er hærri en í nágrannalöndum. Þannig námu skattar danskra fyrirtækja um 1,5% af allri landsframleiðslu árið 1986 en skattar íslenskra fyrirtælga sama ár námu nær 5% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í erindi sem Kristinn Björnsson hélt á ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda í vikunni. I erindinu segir einnig að tekju- skattur félaga í Danmörku hafi þettta ár verið 60% en 40% hafi verið aðrir skattar eins og eigna- skattur, launaskattur, iðgjöld almannatrygginga, aðstöðugjald og fasteignaskattur. Á íslandi hafí 20% álagningar verið háð afkomu en 80% voru lögð á án tillits til afkomu. Telq'uskattur félaga í ríkjum OECD er að meðaltaki um 8% af heildarskatttekjum hins opinbera og hann nemur tæplega 3% af landsframleiðslu, að því er segir í erindinu. Á íslandi voru sambæri- legar tölur árið 1986 tæplega 3% af heildarskatttekjum og 1,1% af allri landsframleiðslu. Hugsanlegar skýringar eru taldar þær að ein- staklingsrekstur sé tiltölulega stærri hluti heildarrekstrar hér á landi en i öðrum löndum og tekju- skattur af þeim rekstri er talinn með tekjuskatti einstaklinga; að hið Kínverskur ráðherra hingað í opin- ber heimsókn IÐNAÐARRÁÐHERRA Kína hefur verið boðið í opinbera heimsókn hingað til íslands fyrstu vikuna í júnímánuði, samkvæmt upplýsingum Al- berts Guðmundssonar iðnaðar- ráðherra, sem segist gera sér vonir um að frekara samstarf á sviði orku- og iðnaðarmála geti tekist á milli Kína og ís- lands. Albert sagði í samtali við Morg- unblaðið að ef vei tækist tii, yrði hægt að ná frekari samningum við Kína um samstarf í orkumál- um. Hann sagðist hafa boðið iðnaðar- og orkumálaráðherra Kína í opinbera heimsókn hingað til lands 1. til 8. júní, og kvaðst hann fastlega eiga von á að ráð- herrann myndi þekkjast boðið, en svar frá honum hefði ekki borist enn. opinbera hafi þegar skattlagt fram- leiðslukostnaðinn og þannig rírt afkomu fyrirtækjanna; eða að hagnaður fyrirtækja á íslandi sé minni en í öðrum ríkjum OECD. frá Hafrannsóknastofnun: „Hlý- sjórinn fyrir Vestfjörðum var fjögurra til fimm gráðu heitur og áhrifa hans gætti fyrir Norðurlandi með hitastigi um þijár til fjórar gráður og seltu um 34,9 prómill. Fyrir Austfjörðum var sjávarhitinn um tvær gráður. Kaldi sjórinn djúpt út af Norður- og Norðausturlandi með hitastigi undir frostmarki var langt undan, en seltan í yfirborðs- lögum í Austur-íslandsstraumnum djúpt út af Langanesi var þó lægri en á undanfömum árum og nógu lág til að mynda lagskiptingu og valda kælingu að frostmarki með nýísmyndun í köldu árferði. Því er full ástæða til að fylgjast með hafísnum fram eftir vori. Skilin við Suðausturland voru að venju við Lónsbugt og hitastig grunnt með Suðurlandi var um 6 gráður. Hiti og selta dýpra fyrir Suðurlandi var í góðu meðallagi eða yfír 7 gráðum og 35,15 prómilla seltu._ Leiðangursmenn á Áma Frið- rikssyni vom Svend Aage Malm- berg, leiðangursstjóri, Olafur S. Ástþórsson, Erlendur Jónsson, Stefán S, Kristmannsson, Kristinn Guðmundsson og Guðmundur Skúli Bragason. Skipstjóri var Sigurgeir Ingi Lárusson. Þóra Fríða píanóleikari. Sæmundsdóttir Hrönn Hafliðadóttir söngkona. Tónleikar í Gamla bíói HRÖNN Hafliðadóttir contra- alt söngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Gamla bíói laugardaginn 21. mars nk. kl. 16.00. Á efnisskránni verða ljóð eftir J. Brahms, F. Schu- bert, Richard Wagner og Richard Strauss, einnig óperu- ariur eftir Gluiick, Ponchielli og Tchaikovsky. Hrönn lauk einsöngvaraprófí frá Söngskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í Vínarborg. Hún hefur tekið þátt í óperuuppfærslum bæði í Is- lensku óperunni og í Þjóðleik- húsinu. Þóra Fríða lauk píanókenn- araprófí frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978. Framhaldsnám stundaði hún í Þýskalandi, við tónlistarháskólann í Freiburg og Stuttgart, þar sem hún valdi ljóðaflutning sem sérgrein. Þóra Fríða starfar sem píanóleikari og kennari í Reykjavík. JOLUR A BLAÐI VERÐA AÐ PENINGUM STRAX TlMAMðT í REKSTRI FYRIRTÆKIA Tölur á blaði geta gefið upplýsingar um góða afkomu og trygga stöðu fyrirtækja, en þær koma að takmörkuðum notum sem rekstrarfjármagn. Vanskil, erfið innheimta o. fl. kostar bæði tíma og fé og geta skipt sköpum um afkomu fyrirtækjanna. Kröfukaupadeild KAIIPWNGS foL kaupir og/eða innheimtir: — Reikninga — Víxla — Euro-Visa afborgunarsamninga — Euro-Visa sölunótur og greiðir handhafa skuldaviðurkenningar andvirðið samdægurs. <RÖFU <AUPA DEILD IKAUPÞINGS HF Bolholti 4 • simi: 68 90 80 Hitastig og lífskilyrði umhverfis landið hagstæð OCTAVO / SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.