Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið Fæðingarorlof og fæðingarstyrkur Af mörgum málum, sem Al- þingi hefur afgreitt í loka- hrinunni undanfama daga, er sérstök ástæða til að staldra við frumvarp Ragnhildar Helgadótt- ur, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, um fæðingarorlof. Forsaga þess er sú, að fyrir tæpu ári skipaði Ragnhildur Helgadótt- ir nefnd til að endurskoða þágild- andi ákvæði um fæðingarorlof og fæðingarstyrk í lögum um al- mannatryggingar. Nefndin lagði til, að skilið yrði alfarið á milli reglna sem varða vinnurétt annars vegar og trygg- ingarétt hins vegar. Ákvæði um fæðingarorlof voru sem sé tekin út úr lögunum um almannatrygg- ingar. Ragnhildur Helgadóttir flutti sérstakt frumvarp um fæð- ingarorlof, þar sem það er í fyrsta sinn skilgreint i lögum, hvað í orlofinu felst, það er að fá leyfi frá launuðum störfum vegna meðgöngu og fæðingar. Meginat- riði laganna er, að konu sé heimilt að heQa töku fæðingarorlofs allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag og að fæðingarorlof lengist frá því sem nú er um einn mánuð um næstu áramót og síðan um einn mánuð á ári upp í sex mánuði frá og með 1. janúar 1990. Varðandi kjörforeldri er reiknað með mánaðar skemmri tíma í ofangreindum tilvikum. Þá er einnig tekið fram, að skylt sé, þegar því verður við komið, að færa bamshafandi konu til í starfí ef það er þess eðlis að heilsu henn- ar eða fósturs sé af því hætta búin, enda verði ekki við komið breytingum á starfsháttum, en slík tilfærsla eigi þó ekki að hafa áhrif á launakjör konunnar. Með breytingu á lögunum um almannatryggingar er réttur heimavinnandi mæðra aukinn. Fæðingarstyrkur að upphæð 15 þúsund krónur verður greiddur öllum fæðandi konum og til við- bótar fæðingardagpeningar til þeirra sem vinna utan heimilis. Fjármögnun þessara tveggja greiðslna er ekki með sama hætti þannig að það er ljóst að önnur bótategundin greiðist alfarið af ríkissjóði og hin alfarið af at- vinnurekendum. Þegar Ragnhildur Helgadóttir fylgdi þessu máli úr hlaði í neðri deild Álþingis sagði hún meðal annars: „Ég vil geta þess að með frumvarpinu er stigið skref sem þýðir að greiðslur til heimavinn- andi mæðra hækka um 50%. Niðurstaða þessa frumvarps er sú samkvæmt athugun sem gerð hefur verið nýlega á stöðu þess- ara mála á öllum Norðurlöndum svo og á Bretlandi að samkvæmt frumvarpinu verður réttur heima- vinnandi mæðra betri en í nokkru af þeim löndum sem við gjaman höfum miðað okkur við.“ Sagði ráðherrann, að alls staðar í þess- um löndum væri skilið með svipuðum hætti alveg greinilega á milli þessara tveggja tegunda greiðslna, annars vegar þeirra greiðslna sem fara til að vega upp tekjutap úti á vinnumarkaðnum o g hins vegar til að greiða fæðing- arstyrk til heimavinnandi kvenna og þá sums staðar, eins og verður í okkar landi, til allra kvenna. Að undirbúningi þessa máls hefur verið staðið þannig af hálfu heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, að það hefur runnið snurðulaust í gegnum deildir þingsins. Þá hefur frumkvæði ráðherrans verið vel tekið utan þings. Til að mynda var Ragn- hildur Helgadóttir sérstaklega hyllt af þessu tilefni á nýlegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins og samtök kvenna hafa lýst ánægju sinni við ráðherrann. Er næsta óvenjulegt að umbjóðendur stjómmálamanna láti í ljós þakk- læti sitt með þessum hætti. Viðbrögðin undirstrika þá stað- reynd, að hér er vel staðið að mikilvægu sanngimismáli. Úrslitin í Finnlandi Urslitin í finnsku þingkosn- ingunum um síðustu helgi eru á þann veg, að tæplega verð- ur unnt að ganga fram hjá Hægriflokknum við stjómar- myndun. Taki ráðherrar flokksins sæti í ríkisstjóm yrðu jafnaðar- menn líklega utan stjómar. Þar með yrðu merkileg þáttaskil í fínnskum stjómmálum. Þrátt fyr- ir að fínnsku borgaraflokkamir hafí um langan aldur notið stuðn- ings meirihluta kjósenda, hafa þeir ekki myndað stjóm í Finn- landi frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Þess er ekki að vænta, að borg- araleg stjóm breyti um stefnu í utanríkismálum. Sá málaflokkur var ekki á dagskrá í kosningabar- áttunni. Hægriflokkurinn er sama sinnis og aðrir fínnskir flokkar, að Paasikivi-Kekkonen-línan í fínnskum utanríkismálum eigi að ráða stefnunni. Finnsku flokkam- ir deila ekki um afstöðuna til Sovétríkjanna. Einmitt sú stað- reynd, að Hægriflokkurinn gerir ekki ágreining um utanríkismál, veldur því, að allar líkur benda til þess að fulltrúar hans verði í næstu ríkisstjóm Finnlands. ÞORSTEINN Pálsson form- aður Sjálfstæðisflokksins segist telja það alvarlegt mál, að Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra skuli á árunum 1984 og 1985 hafa tekið við tveimur greiðslum frá Hafskip, án þess að þessar greiðslur hafi komið fram í bókhaldi fyrirtækis hans, Heildverslunar Alberts Guð- mundssonar. Hann segir þetta vera alvarlegt mál, í ljósi þess, að þessar greiðslur áttu sér stað, á sama tíma og Albert gegndi embætti fjármálaráðherra. Þor- steinn segir jafnframt að hann vilji ekki tjá sig um það hvert framhald málsins verður, fyrr en hann hefur rætt augliti til auglitis við Albert Guðmundsson, sem nú situr fund iðnaðarráð- herra á Norðurlöndum. Þetta kom fram fundi sem Þorsteinn hélt með fréttamönnum í gær, þar sem hann svaraði fyrirspurn- um fréttamanna, í tengslum við það að greiðslur þær sem að ofan greinir eru nú til rannsóknar hjá skattrannsóknastjóra. „Þetta mál kom fyrst til umfjöll- unar hér í þingflokknum í fyrrasum- ar. Þá kom fram við rannsókn Hafskipsmálsins, að tilteknar greiðslur höfðu farið til Alberts Guðmundssonar," sagði Þorsteinn. Hann sagði að þau mál hefðu þá verið rædd í þingflokknum og sú afstaða tekin að ekki væri tilefni til viðbragða af hálfu þingflokksins, á meðan engin niðurstaða hefði fengist af hálfu rannsóknaraðila, hvort þessar greiðslur væru á ein- Það var nánast hvert sæti skipað í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflok ar Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins svaraði spurningi sóknar þeirrar sem nú fer fram á skattamálum Alberts Guðmundsso Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: „Pólitísk ábyrgð i hvern hátt óeðlilegar eða ekki í samræmi við lög. Þorsteinn sagðist hafa haft sam- band við skattrannsóknarstjóra eftir blaðaskrif í desember um þetta mál, þó það væri ekki venja fjár- málaráðherra að hafa afskipti af rannsóknum skattrannsóknar- stjóra. Kvaðst hann hafa óskað eftir því við skattrannsóknarstjóra að hann fengi upplýsingar um það frá embættinu, ef á daginn kæmi að einhver af ráðherrum ríkisstjómar- innar tengdist skattrannsóknum. Þorsteinn sagði að nú væri fram komið að rannsókn skattrannsókn- arstjóra beindist að greiðslum sem Albert Guðmundsson hefði móttek- ið frá Hafskip 1984 og 1985. í fyrra tilvikinu væri um 117 þúsund krón- ur að ræða, en í því síðara um 130 þúsund krónur. Þessar greiðslur til Alberts áttu sér stað á sama tíma og hann gegndi embætti fjármála- ráðherra og var þar af leiðandi æðsti maður skattamála á landinu. „Mat mitt á því, að þetta er alvar- legt mál, byggist að stærstum hluta á því að Albert var fjármálaráð- herra á þeim tíma er hann tók við greiðslunum," sagði Þorsteinn. Albert fékk bréf frá skattrann- sóknarstjóra, þar sem ofangreind atriði eru tíunduð, og hafði hann frest fram til 5. mars. sl. að gefa skýringar á þessum greiðslum. Þor- steinn sagði að Albert hefði gefið sínar skýringar, en afstaða skatt- rannsóknarstjóra til þeirra lægi ekki fyrir. Þorsteinn kvaðst hafa gert þingflokknum grein fyrir stöðu málsins á fyrsta þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins, eftir að sá frestur var útrunninn. Hann tók það skýrt fram að hvorki hann, né þing- flokkurinn hefðu gert neina kröfu um afsögn Alberts á þeim fundi, en hann neitaði að upplýsa frétta- menn um það hvað hefði farið á milli hans og Alberts í einkasam- tölum. Þorsteinn var spurður hvort hann myndi gera kröfu um að Albert segði af sér og sagði hann þá að fréttamenn hlytu að skilja það, að það væri óhjákvæmilegt að hann ræddi augliti til auglitis við Albert, áður en frekari yfirlýsingar væru gefnar. Aðspurður um hvenær niður- stöðu skattrannsóknarstjóra væri að vænta, svaraði Þorsteinn: „Ég hef ekki nokkra hugmynd um það hvenær skattrannsóknarstjóri lýkur þessari rannsókn, og mun ekki á neinn hátt hafa áhrif á gang máls- ins.“ Hann greindi jafnframt frá því að skattrannsóknarstjóri hefði tjáð honum að þáttur Alberts Guð- mundssonar í þessari rannsókn væri aðeins hluti af heildarrannsókn á slíkum greiðslum Hafskips til ólíkra aðila. Þorsteinn var spurður hvað myndi gerast, ef Albert kæmi ekki fram með viðhlítandi skýringar á morgun: „Skýringum hans er beint til skattrannsóknarstjóra, og að þessu ieyti er það hans að meta það hvort þær eru gildar eða ekki. Okk- ar er hins vegar að meta hina pólitísku hlið málsins." „Ég get ekkert leynt því, að það er alvarlegt mál, þegar atburður af þessu tagi á sér stað, þó að hér sé ekki um stóra upphæð að ræða,“ sagði Þorsteinn er hann var spurður hvort hann teldi að þetta mál gæti orðið Sjálfstæðisflokknum skeinu- hætt í þeirri kosningabaráttu sem nú er nýhafín. Hann kvaðst þó ekki óttast að þetta mál gæti valdið klofningi innan Sjálfstæðisflokks- ins. Þorsteinn var spurður hvort það væri ekki pólitískt nauðsynlegt að niðurstaða fengist, af eða á um það hver pólitísk framtíð Alberts yrði, áður en framboðsfrestur rennur út, vegna komandi alþingiskosninga: „Það er auðvitað nauðsynlegt að pólitísk niðurstaða fáist í málinu — því fyrr, því betra,“ svaraði Þor- steinn. „Ég hef áður sagt það, að mér fínnst ekki sanngjamt að svara spumingum af þessu tagi,“ sagði Þorsteinn er hann var spurður hvað hann myndi gera, ef hann væri í spomm Alberts. „í þessu tilviki hafa tveir menn áhrifavald til þess að skipa mönnum til sætis í ríkis- stjóm, eða að skipa mönnum að ganga þaðan og það em formenn þeirra flokka sem hvetju sinni eiga Skattrannsóknarstjóri: „Tjái mig ekki um skýringarnar“ GUÐMUNDUR Guðbjamarson skattrannsóknarstjóri segir Al- bert Guðmundssyni, eins og öðrum, hafi verið gefinn kostur á að gera athugasemdir við það sem embætti hans hafi talið at- hugavert. Hann segir að þær skýringar hafi borist, en hann tjái sig ekki um þær. „Albert, eins og öðmm, var gef- inn kostur á að gera athugasemdir við það sem við töldum athuga- vert,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. „Skýringamar hafa borist og ég tjái mig ekki frek- ar um þær,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagðist ekkert geta sagt um það hvenær niðurstöður þessarar rannsóknar myndu liggja fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.