Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Yígi falla Fjölmiðlabyltingin skellur á þjóðinni rétt eins og marglitur regnboginn hafi skollið á skilning- arvitunum, þó er meginstofninn engilsaxnesk popptónlist, í það minnsta hjá nýju útvarpsstöðvun- um, hvort sem þær eru á vegum framhaldsskólanema eða trúarsafn- aða, en í gærdagsgreininni minntist éjr einmitt á tvær slíkar stöðvar, Utrás og Ölfu. En enda þótt hið engilsaxneska popp hafí líkt og hinn gagnsæi ljósvaki orðið meginstofn hins nýja fjölmiðlaregnboga þá verður ekki aftur snúið í hlýjan faðm ríkiseinokunarinnar. Ákveðnir valdsmenn virðast ekki búnir að átta sig á þessum umskiptum, þar á meðal forystumenn íslensku þjóð- kirkjunnar, er hafa jafnvel farið fram á breytingu á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagsmorgnum svo krakk- amir gleptust ekki frá bamaguðs- þjónustunni. ÞjóÖkirkjan Slík vinnubrögð sæma að mínu mati ekki kirkjunnar þjónum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að hið trúarlega uppeldi fari fram í skjóli boða og banna. Væri ekki nær fyrir þjóðkirkjuna að fylgja tímans straumi og taka upp samvinnu við útvarps- og sjónvarpsstöðvamar þannig að hið lifandi orð rati til ungdómsins og raunar til hins þyrsta lýðs; skrifað stendur: farið út um allan heim og prédikið fagn- aðarerindið öllu mannkyni. Ef kirkjuna á ekki að daga uppi í heimi upplýsingabyltingarinnar verða for- kólfar hennar að tileinka sér hina nýju miðlunartækni í stað þess að spyma við fótum og það er raunar synd og skömm að alþjóð njóti ekki enn frekar hinna vel menntuðu guðfræðinga lands vors. Hér þurfa hinir framsýnu og víðsýnu kenni- menn að ryðjast fram fyrir kerfis- karlana inn í regnbogaskinið er gæti tengt himin og jörð. Rás 2 Og áfram æðir fjölmiðlabyltingin inn í hin helgu vé ríkisútvarpsins þar sem menn hafa nú loksins ákveðið að senda út allan sólar- hringinn á Rás 2. í þættinum í takt við tímann í ríkissjónvarpinu í fyrra- dag sáum við inn í útvarpshöllina á Fossvogshæðum þar sem Rás 2 hefír aðsetur. Kolbrún Halldórs- dóttir, einn af stjómendum morgun- útvarps rásarinnar, kynnti þar meðal annars dægurflugumar tíu sem senn keppa um ferðina til Belgíu í Söngvakeppni sjónvarps- stöðva í Evrópu. Ræddi Kolbrún við höfunda laganna og svo er bara að vona að fallegasta lagið rati í keppnina flutt af frískum og radd- fögrum söngvurum, en mér kom á óvart hversu mikið leynist hér af óþekktu hæfileikafólki á sviði dæg- urlagasöngs. Eitt fór í taugamar á mér í fyrr- greindum þætti í takt við tímann; vatnssullið í anddyri nýju útvarps- hallarinnar. Þá fannst mér blessað útvarpsfólkið svolítið þvingað, kannski vegna þess að í baksviðinu sátu æðstu yfírmenn ríkisútvarps- ins eins og dómarar, og svo var blessað fólkið alls óvant myndavél- unum. Ég hef svo sem ekkert fleira að segja að svo stöddu um sólar- hringsdagskrá Rásar 2, en áfram leika vindar hinnar hörðu sam- keppni um hásali ljósvakans. Þar sitjum við hlustendur reyndar í hinu æðsta dómarasæti, hvar í flokki sem við annars stöndum. Slík eru áhrif hinnar frjálsu samkeppni að hún dregur, þegar til lengri tima er Iitið, úr áhrifum miðstýringar- flokkanna og færir í raun valdið frá flokkseigendunum til fólksins. Gangi ykkur öllum vel í hinni fíjálsu samkeppni og ég þarf ekki að brýna fyrir starfsmönnum Rásar 2 að hafa í heiðri leikreglumar og til hamingju með músíkvéltröllið. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP RÚV/Sjónvarp: Óðafár eftir Hitchcock Sjónvarpið heldur áfram að sýna myndir meistara Alfreds Hitchcock og í kvöld verður sýnd hans næstsíðsta mynd, sem hlo- tið hefur hina ágætu þýðingu Óðafár (Frenzy) og er frá árinu 1972. Leikritaskáldið Anthony Shaffer skrifaði handritið uppúr bók Arthur La Bem, „Goodbye Piccadilly, Farewell Leicester Square", en myndin fjallar um hryllilegan morðfarald- ur í London og flótta manns, sem er ranglega gpunaður um ódæðisverkin, undan lög- reglunni. Með aðalhlutverkin í myndinni fara Jon Finch, Alec McCowen, Barry Forster, Vivien Merchant og Anna Massey. Sjónvarpið á enn eftir tvær Hitchcock-myndir í fórum sínum. Önnur er síðasta mynd meistarans, Fjölskylduflækja (Family Plot), en hin er máski hans frægasta mynd, Geggjun (Psycho), með Anthony Perkins í hlutverki hins snarruglaða mömmu- drengs, Norman Bates. Meistari Hitchcock UTVARP © FOSTUDAGUR 20. mars 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurtregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesn- ar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Erlingur Sigurðarson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05Morgunstund barnanna: „Mamma í uppsveiflu" eftir Ármann Kr. Einarsson. Höfundur les (15). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiöúrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sögusteinn Umsjón: Haraldur Ingi Har- aldsson. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán islandi. Indriði G. Þorsteins- son skráði. Sigríður Schiöth les (20). 14.30 Nýtt undir nálinni. Elín Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Lesið úr forustugreinum landsmálablaöa. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.05 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síödegistónleikar. Lög úr kvikmyndinni „Hello Dolly" eftir Jerry Herman. Sinfóniuhljómsveit fslands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. 17.40 Torgiö — Viðburðir helgarinnar Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erlingur Sigurð- arson flytur. 19.40 Þingmál Umsjón: Atli Rúnar Hall- dórsson. 20.00 Suður-amerísk tónlist Luigi Alva, Roberto Negri og Sonja Prunnbauer syngja og leika. (Hljóðritun frá Tónlistarhátíðinni í Schwetzingen í fyrravor.) 20.40 Kvöldvaka. a. Úr Mimisbrunni. Þáttur islenskunema við Háskóla íslands. Að leita sannleik- ans um fortíöina. Um heiðni og kristni í sögunum „Jörð" og.„Hvítakristi" eftir Gunnar Gunnarsson og Gerplu Halldórs Laxness. Umsjón: Halla Kjartansdótt- ir. Lesari: Páll Valsson. b. Athafnamenn við Eyja- fjörð. Bragi Sigurjónsson flytur fyrsta frásöguþátt sinn: Upphaf hafsíldveiða í Eyjafiröi. c. Fjallkóngur á Gnúpverja- afrétti. Jón R. Hjálmarsson ræðir við Svein Eiriksson í Steinsholti. 21.30 Sigild dægurlög. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 28. sálm. 22.30 Vísnakvöld Herdís Hallvarðsdóttir sér um þáttinn. 23.10 Andvaka. Þátturíumsjá Pálma Matthíassonar. (Frá Akureyri.) 24.00 Fréttir. 00.10 Næturstund i dúr og moll með Knúti R. Magn- SJÓNVARP jCk Tf FÖSTUDAGUR 20. mars 18.00 Nilli Hólmgeirsson. Átt- undi þáttur í þýskum teikni- myndaflokki. Sögumaður Örn Árnason. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 18.26 Stundin okkar — Endur- sýning. Endursýndur þáttur frá' 15. mars. 19.00 Á döfinni. Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.10 Þingsjá. Umsjón: Ólafur Sigurðsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjónar- menn Guðmundur Bjarni Haröarson og Ragnar Hall- dórsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Rokkararnir geta ekki þagnað. Vísnavinir flytja íslensk lög. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jónasson. 21.10 Mike Hammer. Áttundi þáttur í bandarískum saka- málamyndaflokki. Þýðandi Stefán Jökulsson. 22.00 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Hallur Hallsson. 22.30 Seinni fréttir. 22.40 Óðafár. (Frenzy). Bresk bíómynd frá árinu 1972. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk Jon Finch, Alec McCowen og Barry Foster. Geðveill kvenna- morðingi leikur lausum hala í Lundúnaborg. Böndin ber- ast að fyrrum eiginmanni síðasta fórnarlambs hans en ekki eru þó öll kurl kom- in til grafar. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.40 Dagskrárlok. rl 0 ' STÖD-2 FÖSTUDAGUR 20. mars §17.00 Ástarævintýri (Falling in Love). Bandarísk kvikmynd með Robert De Niro og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Molly og Frank rekast hvort á annaö í jólaösinni á Man- hattan. Flissandi fara þau hvort í sína áttina. Um vorið hittast þau aftur af tilviljun og þá byrjar ævintýrið. §18.40 Myndrokk. 19.00 Viðkvæma vofan. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína Á milli kl. 20.00 og 20.15 gefst áhorfendum Stöðvar 2 kostur á að hringja i síma 673888 og bera upp spurn- ingar. Stjórnandi og einn ussyni. 1.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. gestur fjalla um ágreinings- eða hitamál liðandi stundar. 20.20 Klassapiur (Golden Girls). Bandarískur gamanþáttur um hressar konur á besta aldri. §20.45 Geimálfurinn Það er líf og fjör á heimili Tanner-fjölskyldunnar eftir að geimveran Alf bættist í hópinn. §21.05 Elska skaltu ná- granna þinn (Love Thy Neighbor). Tvenn hjón hafa veriö ná- grannar um árabil og börn þeirra leikfélagar. Málin flækjast verulega þegar eig- inmaöurinn og eiginkonan, sem ekki eru gift stinga af saman. §22.35 Hættustörf í lög- reglunni (Muggable Mary) Bandarísk sjónvarpsmynd meö Karen Valentine, John Getz og Anne DeSalvo. Einstæð móðir fær starf í sérsveitum lögreglunnar, til að sjá sér og sínum far- boröa. Henni reynist erfitt að samræma spennandi starf uppeldi sonar síns. §00.10 Alcatraz. Seinni hluti bandarískrar sjón- varpsmyndar um flótta úr einu rammgerðasta fangelsi í Bandaríkjunum á eyjunni Alcatraz. Aðalhlutverk: Telly Savalas, Michael Beck, Art Carney og James Macart- hur. §01.40 Myndrokk. 03.00 Dagskrárlok. ét FOSTUDAGUR 20. mars 00.10 Næturútvarp. 6.00 I bítið. Erla B. Skúladótt- ir léttii mönnum morgun- verkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.00 Mórgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efnis: Oskalög hlust- enda á landsbyggðinni og getraun. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson leikur létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.00 I raun og veru. Broddi Broddason og Margrét Blöndal grípa á málum líðandi stundar með aðstoö fréttamanna og fréttaritara útvarpsins heima og erlend- is og leika tónlist sem verður fyrirferöarmest fyrsta klukkutimann. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Stuðkveöjur. Valtýr Björn Valtýsson les og leikur lögin sem fylgja kveöjunum. 21.00 Tilraunir. Skúli Helga- son kynnir tónlistarmenn sem fara ekki troðnar slóöir. 22.00 Fréttir. 22.05 Fjörkippir. Erna Arnar- dóttir kynnir dans- og skemmtitónlist, einkum frá fyrri áratugum. 23.00 Á hinni hliöinni. Edda Andrésdóttir bregður plöt- um á fóninn. 24.00 Fréttir. 00.10 Næturútvarp. Fréttir sagðar kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00, 17.00 og 18.00. SVÆÐISUTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUIMNAR AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Föstudagsrabb Inga Eydal rabbar við hlust- endur og les kveðjur frá þeim, leikur létta tónlist og greinir frá helstu viðburöum helgarinnar. 989 BYL GJA N FOSTUDAGUR 20. mars 07.00—09.00 Á fætur meö Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Siguröur lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Föstu- dagspoppiö allsráðandi, bein lína til hlustenda, af- mæliskveðjur, kveðjur til brúðhjóna og matarupp- skriftir. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Flóa- markaöurinn er á dagskrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—16.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síðdegispoppiö og spjall- ar viö hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Þægileg tónlist hjá Hallgrími, hann litur yfir fréttirnar og spjallar viö fólk- ið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—22.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. Þorsteinn leikur tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvaö næturlífið hefur upp á að bjóða. 22.00—03.00 Haraldur Gísla- son nátthrafn Bylgjunnar kemur okkur í helgarstuð með góðri tónlist. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Hörður Arnar- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. ALFA KriatUeg átaarpaat**. FM 102,9 FÖSTUDAGUR 20. mars 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.16 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Hlé. 20.30 Ljóskorn. Stjórnendur: Alfons Hannesson og Eiður Aðalgeirsson. 24.00 Á réttum nótum. Tón- listarþáttur. 4.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.