Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Sjópróf í Bretlandi vegna strands Synetu Aðstandendur hafa ekki fengið bætur greiddar BRESKUR sjóréttur vegna skips- skaðans í Fáskrúðsfirði aðfara- nótt 26. desember siðastliðinn verður settur í Hull í næsta mán- uði. Þar fórst öll áhöfn flutninga- skipsins Syneta sem skráð var á eynni Gibraltar. Tólf menn voru um borð. Ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu máli því ættingj- um sjómannanna hafa enn ekki verið greiddar tilskyldar bætur. ríkjum sem hafa ekki útgerð, eins og Gibraltar. Þingmaður Verka- mannaflokksins, John Prescott hugðist beita sér fyrir opinberri rannsókn á orsökum slyssins. Nú er ljóst að af henni verður ekki. Sjóprófunum í Hull er fyrst og fremst ætlað að leiða í ljós hvaða atburðir leiddu til dauða sjómann- anna, en ekki hvað olli strandi skipsins. Sjóprófum hjá sýslumanninum á Eskifirði er ekki formlega lokið. Stefnt er að því að kalla réttinn saman til að ljúka málinu einhvem næstu daga, að sögn Sigurðar Eiríkssonar sýslumanns. Málslok hafa tafist sökum efnarannsókna sem gera þurfti vegna réttarkrufn- ingar. Að sögn Sigurðar leiddu þær m.a. í ljós að getgátur breskra fjöl- miðla, um að ölvun hefði verið um borð nóttina sem slysið varð, voru ekki á rökum reistar. Cyneta á strandstað við Skrúð. Morgunblaðið/Helena Að sögn Heather Gamble, sem er systir Mark Brooks annars stýri- manns Synetu, virðist sem að hvorki hafi verið gengið frá tryggingum skipveija á Gibraltar né í Bret- landi. Tilraunir fjölskyldu hennar til þess að fá bætur greiddar frá skrifstofu John Taylor, sem sá um ráðningar á skipið, hafa reynst ár- angurslausar. Hún sagðist vita til þess að sömu sögu væri að segja af öðrum ættingjum skipvetja. I kjölfar slyssins varð mikil um- ræða í Bretlandi um þá hættu sem skapast af lögskráningu skipa í Fræðsla um eyðniá vinnustöðum FRÆÐSLA um eyðni á vinnustöð- um er nú að hefjast á vegum Landlæknisembættisins í sam- vinnu við helstu samtök launþega og vinnuveitendur. Úti á landsbyggðinni verður fræðslan í höndum heilsugæslu- stöðva. Á höfuðborgarsvæðinu sjá hjúkrunamemar HÍ á 4. ári um framkvæmd fræðslunnar. Hún er hluti af kennsluþjálfun nema í heil- brigðisfræði. Áætlað er að fræðslan ásamt umræðum taki um 30 mínút- ur og fari oftast fram í kaffi- eða matartíma. Haft hefur verið samband við um það bil 60 vinnustaði í Reykjavík, sem hafa um 50 einstaklinga eða fleiri í vinnu. Má þar nefna banka, verslanir, hótel, verksmiðjur, Póst og síma, SÍS og fieiri. Ríkisspítalar munu aldrei reka fangelsi - segir forstjóri ríkisspítalanna um húsnæði fyrir eyðnisjúklinga „ÉG HEF rætt ákveðnar hugmynd- ir við ráðuneytisstjóra heilbrigðis- mála um hvaða húsnæði myndi henta sem sóttkvi fyrir eyðnisjúkl- inga, en á þessari stundu er ég ekki tilbúinn til að greina frá þeim hugmyndum. Hinsvegar myndu ríkisspítalarnir aldrei fara að reka fangelsi. Við erum ekki tilbúnir til að annast löggæslu. Spítalarnir eru fyrst og fremst heilbrigðisstofnan- ir,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri rikisspítalanna, i samtali við Morgunblaðið. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið stjóm ríkisspítalanna að finna „stofu- fangelsi fyrir eyðnisjúklinga, sem fara óvarlega í samskiptum við aðra,“ eins og Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri orðaði það í samtali við Morgunblaðið fyrir stuttu. Davíð sagðist ekki gera ráð fyrir að stjómin gerði formlegar tillögur um málið, heldur yrðu hugsanlegar leiðir athugaðar innan heilbrigðis- kerfisins. Ríkisspítalamir hafa ekki tekið rekstur slíks heimilis inn í áætl- anir sínar og þar af leiðandi hefur ekki verið veitt fé vegna þess, að sögn Davíðs. Skúli Johnsen, borgarlæknir, vann í málinu áður en stjóm ríkisspítalanna var falið verkefnið og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að það bráð- lægi á slíku sóttvamarheimili. „Ég geri ráð fyrir að flestir sjúklinganna hlíti þeim ráðleggingum sem settar eru. Hinsvegar kom upp tilfelli seint á síðasta ári þar sem eyðnisjúklingur fór óvarlega í samskiptum við aðra og í því tilfelli hefðum við þurft á slíku gæsluheimili að halda. Ég reyndi að fylgjast með sjúklingnum, en meira gat ég ekki gert. Mér er kunnugt um að landlæknir hefur sent yfírlýsingu til ráðherra um að eins og sakir standa séu aðstæður þessa einstaklings þann- Grindavík. FORRÁÐAMENN Hitaveitu Suður- nesja og utanrikisráðherra, Matt- hias Á. Mathiesen, fyrir hönd vamarmáladeildar utanríkisráðu- neytisins, undirrita i Svartsengi i dag, föstudag, leigusamning á 1007 hekturum lands á Eldvarpasvæðinu vestan Grindavíkur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er leigusamningurinn til 70 ára og mun Hitaveita Suðumesja bytja að greiða leigu af svæðinu þegar risið hafa virkjunarmannvirki og þau tekin ig að ekki þykir ástæða til að viðhafa sérstakar ráðstafanir. Sjúklingurinn væri því farinn að hlíta ráðleggingum lækna hvemig forðast beri smit.“ Skúli sagðist hafa hugsað sér leigu- húsnæði til reksturs slíks heimilis og fór hann þess á leit við Rauða Kross íslands að hann tæki að sér rekstur- inn. RKÍ mun hinsvegar hafa beðist undan verkefninu á þeirri forsendu að það félli ekki undir hlutverk stofn- unarinnar. í notkun. Leiga þessa lands miðast við leiguskilmála hjá Grindavíkurbæ á sambærilegu landi. Hitaveita Suðumesja boraði til- raunaholu fyrir þremur ámm á svæðinu sem síðan reyndist ein sú aflmesta í heiminum og er nýtanleg til virkunar. Landsvirkjun neitaði hins- vegar Hitaveitu Suðumesja um leyfi til virkjunar á svæðinu fyrir skömmu á þeirri forsendu að slík virkjun yrði ekki valkostur fyrr en lokið væri við Blönduvirkjun. Kr. Ben. Hitaveita Suðurnesja: Eldvarpalandið leigt af varnarmáladeildinni Ég kýs Sjálfstæðis- flokkinn INGÓLFUR BÁRÐARSON, rafverktaki, Njarðvík: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann hefur verið sú kjölfesta i íslensku þjóðfélagi, sem ég hef get- að treyst til að stjórna því.“ X-D REYKJANESl Á RÉTTRI LEID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.