Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 „Veik von“ í annars örug-gu þingsæti Úr „Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns". Leiklist á Laugarvatni Á árshátíð Menntaskólans á Laugarvatni þann 14. mars frum- sýndi leikhópur skólans Reykjavíkursögur Ástu Sigurð- ardóttur í leikgerð Helgu Bach- mann. Leikstjóri er G. Margrét Óskarsdóttir. í snyrtilegri leikskrá segir svo í upphafí: „I desember 1986 var haldið leiklistamámskeið undir hand- leiðslu G. Margrétar Óskarsdótt- ur. Þátttakan á þessu námskeiði var sérlega góð og myndaðist þar strax mjög samstæður hópur. Þegar sá tími rann upp að velja þurfti leikrit varð að taka tillit til þess að sem flestir gætu verið með. Því urðu Reykjavíkursögur Ástu Sigurðardóttur fyrir valinu." 22 nemendur taka þátt í sýning- unni og þegar litið er til þess að margir þeirra eru að stíga sín fyrstu skref á leiksviði er ekki nema eðlilegt að framsögn og leikur sé nokkuð misjafn. en greinilegt er að aðstandendur sýn- ingarinnar, leikstjori, leikendur, ljósameistari og sviðsfólk, hafa lagt hug og hjarta í hana og gert hana þannig úr garði að hún er til sóma og áhorfendum til ánægju, það sýndu viðbrögð frum- sýningargesta. Hér er um að ræða 5 þætti: Kóngaliljur, Gatan í rigningu, Súpermann, í hvaða vagni og Sunnudagskvöld til mánudags- morguns. Leikendur sýna texta Ástu virðingu og þau fimm, sem fara með meginhlutverk, gera það á eftirminnilegan hátt. Þá ber að geta þess að tónlistin, sem leikin er við atriðaskiptingar, er vel val- in og á góðan þátt í að skapa þann blæ sem hæfir Reykjavíkur- sögum. 15. mars 1987, Steinar Matthíasson. Norðurland vestra: Kvennalistinn breiðir út anga sína Hvers vegna? eftirHelga. Seljan Miklu miður þykir mér það að þurfa að gera alvarlega athuga- semd við grein ungrar og ágætrar konu, sem nú skipar fyrsta sætið á Kvennalistanum á Austurlandi. En hjá því verður varla komizt, svo slæmum blekkingum sem þar er beitt, en það hélt ég sannast sagna, að ekki yrði aðalsmerki þessa fram- boðs austur þar, öðru nær. í Morgunblaðinu 12. marz skrifar Kristín Karlsdóttir grein, þar sem hún er að gera grein fyrir tilgangi framboðs síns á Austurlandi. Ymis- legt þar er greindarlega sagt, sumt er hægt að taka undir í ljósi þess hvemig framboðslistar em skipaðir eystra af framsókn, íhaldi og kröt- um. En svo kámar gamanið, og að því hlýt ég að víkja. Orðrétt segir Kristín í grein sinni: „Hér á Austur- landi á þetta sérstaklega við, því engin kona er í öruggu sæti til næstu alþingiskosninga. Ein kona á þó veika von að komast inn.“ Hér nem ég staðar. Auðvitað er ekkert öruggt í kosningum. En sæti Unnar Sólrúnar á lista Al- þýðubandalagsins, annað sætið, hefur verið öruggt síðustu þrennar kosningar — virkilega ömggt. Þrátt fyrir breytingar nú er sætið öraggt, ef vel er unnið, og ég tala nú ekki um, ef konur eystra sýna þann þroska og víðsýni að fylkja sér um framboð Unnar Sólrúnar, því ekki trúi ég því, að ömggt sæti sé orðið að veikri von, að dómi Kvennalistaframbjóðandans, aðeins af því að það sæti skipar kona. Kristín heldur áfram: „Em flokksfélagar hennar mjög sárir út í sérframboð Kvennalistans og telja að það sé fram komið þessari konu til höfuðs." Um ástæður framboðs- ins veit Kristín betur en ég. Ekki hefí ég orðið var við þessi miklu sárindi út í sérframboð kvenna sem slíkt. Það er þeirra mál, en ég neita því hins vegar ekki, að mér er mjög sárt um það, ef þetta sæti tapast til Egils Jónssonar eða Guðmundar Einarssonar. Ég tel Unni Sólrúnu svo miklu betri kost fyrir austfirzka kjósendur, svo einfalt er það. Ef öragga sætið er orðið að veikri von fyrir tilverknað sérframboðs Kvennalistans þá er það líka þeirra mál, ef þær velja fremur að beita atkvæðum sínum með óbeinum hætti fyrir vagn Egils eða Guð- mundar. Ég vil þó vart trúa því. Og enn heldur Kristín áfram: „Það að einhver stjómmálaflokkur færir konu varlega nær toppnum þýðir ekki að baráttu okkar sé lok- ið.“ Síðari hlutanum er ég sammála, baráttu kvenna á Austurlandi í vor lýkur ekki fyrr en þær hafa komið Únni Sólrúnu á þing. En ég mót- mæli því harðlega að með því að velja — ekki „færa“ — konu í sæti, ömggt sæti í síðustu þremur kosn- Helgi Seljan „ Auðvitað er ekkert öruggt í kosningum. En sæti Unnar Sólrúnar á lista Alþýðubandalags- ins, annað sætið, hefur verið öruggt síðustu þrennar kosningar — virkilega öruggt.“ ingum, þá séu þar notuð orðin „varlega" og „færa“ í svo niðrandi merkingu. Ekki er ólíklegt að Kvennalistinn á Austurlandi uppskeri nokkurt fylgi frá konum í þeim flokkum eystra, sem hafa gleymt því að velja konur í líkleg þingsæti. Það er þeim mátulegt. Hins vegar vona ég fyrst og síðast, að Austfirðingar — og þá ekki hvað sízt konur eystra — beri gæfu til þess að velja nú fulltrúa sinn á Alþing, konu sem sameinar hvom tveggja: beztu kosti kvenna- baráttunnar og samhjálparsjónar- mið sósíalista. Mikið vildi ég hafa séð Kristínu Karlsdóttur og félaga hennar í þeirri liðssveit, sem hefði gulltryggt það. Þá hefði sómi þeirra orðið mestur utan alls efa. Höfundur er þingmaður AJþýðu■ bandalagsins á Austurlandi. Blönduósi UM 20 konur víðsvegar að af Norðurlandi vestra stofnuðu Kvennalistadeild á Blönduósi síðastliðinn sunnudag. Kvenna- listakonur kjósa að kalla deildir sinar víðsvegar um landið anga. Ágústa Eiríksdóttir frá Sauðár- króki sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki væri búið að taka ákvörðun um framboð Kvennalist- ans á Norðurlandi vestra fyrir næstu alþingiskosningar og ekki yrði farið í framboð nema að vel athuguðu máli. Ágústa sagði að ekki hefði verið kosinn neinn formaður Kvennalist- ans á Norðurlandi vestra en hins- vegar hefðu verið kosnar tvær framkvæmdanefndir sem staðsettar em sitthvom megin við Vatnsskarð- ið til að vinna að framboðsmálum í kjördæminu. Aðspurð hvort áhugi væri mikill í kjördæminu sagði Ágústa að mikill hugur hefði verið hjá þeim konum sem mættu á fund- inn en almennt væri pólítískur leiði í fólki. Jón. Sig. Fyrirlestur um málþró- un á landamærum Dan- merkur og Þýskalands DR. PHIL. Bent Söndergaaid, prófessor í dönsku við Pádagog- ische Hochschule í Flensburg í Vestur-Þýskalandi, flytur opin- beran fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands laugardaginn 21. mars nk. kl. 14.00 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Sprogfor- skydningen i det dansk-tyske grænseland i et diakront og syn- kront perspektiv", og verður fluttur á dönsku. Prófessor Söndergaard er sér- fræðingur í dönsku sem minnihluta- máli og mun hann í fyrirlestrinum veita yfirlit yfír hina flóknu og áhugaverðu málþróun norðan og sunnan landamæra Danmerkur og Þýskalands, en þar hafa menn fimm mismunandi tungumál að móður- máli: dönsku, þýsku, suður-jóska mállýsku, lágþýska mállýsku og frísnesku. Ifyrirlesturinn er öllum opinn. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Kópavogur — sjálfboðaliðar á kjördag Þeir sem eru reiðubúnir að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn á kjördag i Kópavogi, hafi samband við skrifstofuna i Sjálfstæðishúsinu, Hamra- borg 1, 3. hæð, símar 40708, 44017 og 44018. Borgarnes Fundur á vegum ungra sjálfstæðismanna í Borgamesi verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu að Brákarbraut 1, laugardaginn 20. mars nk. kl. 15.00. Fundarefni: Byggðastefna unga fólksins. Gestir fundarins verða: Stefán Kalmannsson, Benjamín Jósepsson. Fundurinn er öllum opin. Sjáumst. Skagafjörður — Sauðárkrókur Opnuð hefur verið kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Sæborg á Sauðárkróki, sími 95-5351. Opnunartími fyrst um sinn: virka daga kl. 17.00-22.00, laugardaga og sunnudaga kl. 13.00-19.00. Morgun- kaffi veröur á morgun kl. 10.00. Efstu menn D-listans mæta. Kosningastjóri á Sauðárkróki: Björn Björnsson. Sjálfstæðisfélögin. Trúnaðarráð Hvatar Fundur verður haldinn i Valhöll mánudaginn 23. mars kl. 17.30. Gestur fundarins verður Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármála- ráðherra. Ræðir hann um stjórnmálaálykt- unina og svarar fyrirspurnum. Fjölmennið. Stjórnin. Norðurland vestra Kosningaskrifstofa sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra verður i Sæborg á Sauðárkróki sími 95-5351. Kosningastjóri: Július Guðni Antonsson. Sjálfstæðisflokkurinn. Akranes — bæjarmálefni Fundur um bæjarmálefni verður haldinn i Sjálfstæöishúsinu við Heið- argerði mánudaginn 23. mars 1987 kl. 21.00. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mæta á fundinn. Allir velkomnir. Stjórn fulltrúaráðs. Stjórnmálafundir á Vestfjörðum Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins i Vestfjarðakjördæmi við kom- andi alþingiskosningar boða til almennra stjórnmálafunda sem hér segir: Patreksfirði: Sunnudaginn 22. mars kl. 15.00. Tálknafirði: Sunnudaginn 22. mars kl. 20.30. Bfldudal: Mánudaginn 23. mars kl. 20.30. Þingeyri: Þriðjudaginn 24. mars kl. 20.30. Flateyri: Þriðjudaginn 24. mars kl. 20.30. Suðureyri: Miövikudaginn 25. mars kl. 20.30. Súðavík: Miðvikudaginn 25. mars kl. 20.30. Bolungarvfk: Fimmtudaginn 26. mars kl. 20.30. ísafirði: Sunnudaginn 29. mars kl. 15.00. Hólmavík: Miðvikudginn 1. apríl kl. 20.30. Drangsnes: Miðvikudaginn 1. april kl. 20.30. Reykhólar: Fimmtudaginn 2. april kl. 20.30. Á fundinum munu frambjóðendur flytja stuttar framsöguræður, siðan veröa almennar umræður og fyrirspurnir. Fundirnir verða nánar aug- lýstir síðar. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins Vestfjarðakjördæmi. Seltirningar Kosningaskrifstofa sjálfstæöisfélaganna á Seltjarnarnesi, Austur- strönd 3 er opin daglega frá kl. 16.30-19.30. Vinsamlegast tilkynnið fjarvistir á kjördag. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.