Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTÚDAGÚR 20. MARZ 1987 19 mörg stór fyrirtæki eru þar í opin- berri eigu. Frá 1979 hefur stjóm Thatchers einkavætt 13 stórfyrir- tæki og fjögur til viðbótar verða einkavædd á næstunni. Breska ríkisstjómin hefur selt fyrirtæki fyrir andvirði 440 milljarða ísl. króna og fært rúmlega 400.000 störf yfir til einkageirans. Eitt af þeim fyrirtækjum sem var einka- vætt var opinbera síma- og fjar- skiptafyrirtækið British Telecom. Árangurinn þar hefur ekki ein- göngu verið Qárhagslegur heldur einnig bætt þjónustu, t.d. þarf fólk ekki að bíða lengur eftir að fá síma tengdan hjá sér. A Ítalíu er efnahagslífíð í upp- sveiflu. Þar hefur einkavæðingin einnig fengið að njóta sín. Einka- geiranum hefur verið veittur stuðningur, m.a. með einföldun og afnámi skatta. Á Italíu er sagt að forsætisráðherra ítala, sósíalistinn Bmno Craxi, hafí gert meira fyrir einkaframtakið en nokkur ríkis- stjóm hægri manna. Líklega em þó fréttnæmustu breytingamar í þá átt að leyfa einkaframtakinu að njóta sín frá ríkjum ríkisbúskapar, Kína og Sov- étríkjunum. Fijálshyggjuhræring- amar í Kína þekkjum við, enda hefur töluvert verið §allað um þær í fréttum. Hins vegar held ég að mönnum séu ekki enn ljósar þær miklu breytingar, sem em að fara af stað í Sovétríkjunum. Við skulum aðeins líta á umskipt- in þar. Eftirfarandi breytingar á að gera á lögum um atvinnufyrir- tæki þar í landi: * Hagnaður og rekstrarafgangur verður notaður sem vísbending um hvemig starfsemi fyrirtækja geng- ur. * Vinnulaun, sem áður vom ákvörðuð af ríkisstjóminni, eiga að hækka eða lækka eftir frammistöðu hvers fyrirtækis. * Hvatt er til samkeppni til að örva og bæta framleiðslu. Samkeppni hefur hingað til í Sovétríkjunum verið talin villimannlegur fylgifisk- ur kapítalismans. * Ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja að fyrirtækjum verði lokað ef þeim tekst ekki að standa undir kröfum sem gerðar era til þeirra. * Þarfir neytenda eiga að sitja í fyrirrúmi. Skjót og fullnægjandi þjónusta við neytendur á að vera æðsta markmið atvinnulífsins. Ég spái því að þessi þróun muni halda áfram. Þótt ótrúlegt kunni að virðast nú mun atvinnurekstur færast til einkaaðila í Sovétríkjun- um jafnt sem annars staðar. Sovétmönnum er nauðsjmlegt að opna þjóðfélagið og gera það frjáls- ara. Sú aðgerð leiðir til aukinna tjáskipta og upplýsingamiðlunar, sem dregur úr tortryggni. Þannig geta breytt viðhorf til atvinnumála orðið mikilvægt framlag til friðar í heiminum. Lokaorð Á síðustu ámm hafa því bæði hér á landi og erlendis skapast ný viðhorf til efnahagsmála. Gamlar hugmyndafræðiklisjur hafa vikið. Fólk er farið að spyija sig: Hvað hefur raunvemlega skilað árangri? Hver er reynsla sfðustu ára og ára- tuga? Hvers konar atvinnurekstur leiðir til bestrar nýtingar fjármagns og mannafla? Hvaða leiðir á að fara til að örva tækniþróun og skapa betri lífskjör? Þeir sem leitað hafa svara við þessum spumingum vita að einkavæðingin hefur stóm hlut- verki að gegna á íslandi. Hér að framan hef ég einkum rætt um hinar efnahagslegu orsak- ir einkavæðingar, en hún á sér einnig félagslegar ástæður. Rætur hennar liggja um allt þjóðfélagið. Á þessari öld hefur orðið sann- kölluð bylting á þekkingu og vísind- um og allur almenningur hefur tileinkað sér þessar breytingar. Heilsufar hefur stórbatnað og vel- ferð aukist. Við slíkar aðstæður eykst sjálfstraust fólks og það vill ráða meiru um málefni sín. Kvenna- baráttan er gott dæmi um þessar þjóðfélagsbreytingar. í samræmi við þetta er stjómun orðið þýðingarmikil fræðigrein. í einkafyrirtækjunum sjálfum hefur stjómun stórbreyst frá miðstýringu til meira sjálfræðis deilda, starfs- hópa og einstaklinga. Menn vilja starfa að markmiðum og ná árangri í stað þess að taka við beinum fyrir- mælum. Efnahagslífið er orðið allt of flókið fyrir miðstýringu for- tíðarinnar. Einkavæðingin er einmitt hluti af þessari nýju hugsun. Með henni fæmm við valdið aftur til fólksins, setjum einstaklinginn í öndvegi, og gemm hann að beinum þátttakanda í atvinnulífínu. Einstaklingurinn verður þannig ráðandi um framtíð sína og lífskjör. Hann verður eigin gæfu smiður í þjóðfélagi þar sem samhjálpin er samt öflug. í mótun er þjóðfélag þar sem metnaður er í fyrirrúmi, án þess að mannúðinni sé fómað." fhótpinMa&fft MetsöluUad á hverjum degi! u.,~Við,, bjoðum þer það besta sem þú getur fengið í rúmum og dýnum — allt með 2ja ára ábyrgð — og ekki nóg með þad — Við bjóðum þér líka besta verðið — lægsta verðið og góða greiðsluskilmála húsgagna-höllín 925.02 50Ö Rúm: Tegund 508 er 140 cm á breidd og 200 cm á lengd. Litir: Hvítt, svart, rautt. Dýna: Heil svampdýna, mjög vönduð með mjúkri og stífri hlið. Verð kr. 24.930,- með dýnu og tveimur náttborðum. Án náttborða mínus 2.300 kr. pr. stykki iaM=n=^j REYKJAVÍK RYMINGARSALAN HELDUR ÁFRAM Leðurfatnaður frá kr. 6.900.- 10% staðgreiðsluafsláttur til fermingarbarna Mikið úrval af nýjum Puffins og Act vörum OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 10-16 VtSA m SÍÐUMÚLA 23, SÍMI 84131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.