Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Helga Gísladóttir — Kveðjuorð Fædd 16. september 1919 Dáin 25. febrúar 1987 Ég kynntist Helgu Gísladóttur fljótlega eftir að við hjónin flutt- umst á Selfoss árið 1982. Það er talsverð reynsla að þurfa að flytja fyrirvaralaust á ókunnuga staði og þekkja fáa. Frá Eskifírði, þeim góða stað, þurftum við hjónin að flytja fyrirvaralaust og var það mikið átak að flytja frá bömum, tengdabömum og bamabömum. Því böm okkar 4 voru öll búsett á Eskifírði og áttu sín einbýlishús og næg var atvinn- an, meira að segja of mikil og allt mitt fólk var við hestaheilsu, en ég þoldi ekki hið mengaða loft frá loðnubræðslunni. Ég var flutt á Vífílsstaði með hraði og þar lá ég í 6 vikur og læknar þar bönnuðu mér að fara til Eskifjarðar aftur, mátti ekki einu sinni fara austur og sækja dót mitt. Ég tók mér þetta mjög nærri að yfírgefa böm og þó sér- staklega bamabömin sem mér þóttu svo góð og skemmtileg, enda vom þau á þeim aldri sem böm em skemmtilegust, saklaus, alltaf spyijandi og trygg, alltaf að koma að heimsækja ömmu, því ég var heimavinnandi húsmóðir og alltaf heima. Ég keypti góða íbúð á Selfossi og eftir að við hjónin vomm búin að koma okkur fyrir í íbúðinni fór maðurinn minn að vinna og heima horfði ég dag eftir dag á myndir af okkar fjölskyldu, þó sérstaklega bamabömunum. Fljótlega fór ég í fískbúð sem var góðan spöl frá heimili mínu, þá stoppar bíll við hliðina á mér og út úr bílnum kem- ur Helga Gísladóttir og htilsar mér svo innilega og býður mig velkomna á Selfoss. Þessu gleymi ég aldrei. Helga spurði mig strax eftir því hvemig ég kynni við mig. Ég sagði að ég héldi að ég væri eitthvað skrítin því ég væri alltaf að horfa á fjölskyldumyndir sem ég hefði varla litið augum fyrr. Þá segir Helga heitin ósköp hressilega: Þér leiðist, en það verður ekki lengi, mig dreymdi þig og þér á eftir að líka vel á Selfossi. Eftir þetta sam- tal við hina hressiiegu konu kom hún í heimsókn til mín og ég til hennar. Ég spurði Helgu hvort hún væri berdreymin og þá varð hún glettin í augum og sagði að hún vissi svo margt löngu á undan öðr- um og sæi oft ýmislegt sem aðrir sæju ekki. Helga heitin var hjartasjúklingur síðustu árin, en hún bar sig alltaf vel, kvartaði ekki og vildi helst ekki tala um veikindi sín. Rétt fyrir ára- mótin ’85 fór Helga í hjartaaðgerð til London og var þá Erlendur, maður hennar, kvíðinn og dreymdi illa, en Helga sagði honum að hann þyrfti engu að kvíða því hún kæmi fljótt heim aftur. Það var orð að sönnu, því Helga heitin kom heim hress og kát eftir ótrúlega stuttan tíma. Helga sagði mér nokkru áður en hún fór í áðurgreinda hjartaað- gerð, að hún mundi takast vel, því sig væri búið að dreyma vel fyrir því. Helga giftist 16. júní 1940 Er- lendi Siguijónssyni frá Tindum í Húnavatnssýslu, mesta myndar- og manngæskumanni, sem öllu kom til góða. Er það ekki það sem okk- ur jarðarbúa vantar, að koma öllu góðu til leiðar, koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur? Helga og Erlendur eign- uðust þijá syni: Gísla rekstrar- hagfræðing, kona hans er Jórunn Hjartardóttir, eru þau búsett í Reykjavík. Jóhann Sigurð trésmið, kona hans er Auðbjörg Einarsdóttir og eru þau búsett á Selfossi. Rögn- vald, sem lést fímm ára gamall. Erlendur átti dóttur löngu áður en hann giftist, hún heitir Erla og er gift Áma Guðmundssyni og búa þau myndarbúi í Laugardal og var mik- ill kærleikur á milli Helgu og Erlu. Páll Hallgrímsson sýslumaður Ár- nessýslu gifti Helgu og Erlend og ég spurði Erlend af hveiju hann hefði látið sýslumanninn gifta þau. Erlendur svaraði hlæjandi: Ég er alltaf langt á undan minni samtíð og fer aldrei troðnar slóðir. Við Páll Hallgrímsson urðum strax t Þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður míns, GUNNARS G. JÚLÍUSSONAR, bónda, Laugarbóli, Laugardal, Reykjavfk. Baldvin Júllusson, Fossheiðl 28, Selfossi. t Þökkum auðsýnda samúð og vinóttu við andlát og útför ÞORSTEINS GUÐBRANDSSONAR, fyrrverandi vitavarðar, Loftsölum, Mýrdal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu, Reykjavík. Dætur og systur hins lótna. Lokað verður eftir hádegi í dag, föstudaginn 20. mars, vegna jarðarfarar EINARS ÍSFELDS KRISTJÁNSSONAR skrif- stofustjóra. Landmælingar íslands. Auður Marinós- dóttir - Minning miklir vinir þegar ég flutti í Ámes- sýslu. Ég þakka Helgu og manni henn- ar fyrir góð kynni, það er alltaf gott að kynnast heiðurshjónum. Jarðarför Helgu fór fram 6. mars frá Selfosskirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Selfosskirkja er ekki nógu stór fyrir stærri kirkjuathafn- ir og er velfarið að sjá hvað safnaðarstjóm og byggingamefnd undir stjóm Steingríms Ingvarsson- ar er framsýn að byggja safnaðar- heimilið við hina 30 ára kirkju, sem tekur 250 manns í sæti og safnaðar- heimilið 120 manns. Regina Thorarensen Fædd 5. ágúst 1925 Dáin 8. mars 1987 Að kvöldi 8. þessa mánaðar lést vinkona mín Auður, eða Lóló eins og við kölluðum hana. Hún fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum í systkinahópi. Þaðan lá leiðin í skóla, Kvennaskólann í Hveragerði, þar sem við kynntumst. Hún laðaði fólk að sér með glöðu og hlýju við- móti. Það var eins og bæði ytri og innri fegurð væri henni svo eðlileg. Hún var fríð og nett kona og geisl- aði frá henni innri fegurð. Lóló stofnaði heimili í Reykjavík ásamt Hjálmari Kjartanssyni. Þau eignuðust tvo syni, Viktor og Kjart- an Má, og voru þeir henni mjög kærir. Lóló hafði næmt auga fyrir feg- urð. Það kom glöggt fram í því hvemig hún útbjó litlu íbúðina sína sem hún bjó síðast í. Hver hlutur var valinn af list og vandvirkni. En enginn ræður sínum nætur- stað. Við erum allt lífíð að búa um okkur en vitum ekki hve lengi við fáum að gista þessa jörð. Allt í einu kemur ábending um að halda skuli af stað. Þá eru sjúkrahúsin oftast SVAR MITT eftir Billy Graham Biblían nægir Vinur minn einn er að reyna að fá mig til að lesa bók, sem söfnuður hans telur eins mikilvæga og Biblíuna. Hann seg ir, að hún sé innblásin alveg eins og Biblían. Getur þetta verið rétt? Eg er ósamþykkur vini þínum, því að eg trúi því að Biblían ein sé innblásið orð Guðs. Biblían staðhæfir þetta sjálf. Á ein- um stað segir t.d. að öll ritningin sé innblásin af Guði (2. Tím. 3,16). Einnig segir: „Aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns, heldur töluðu menn frá Guði, knúnir af heilögum anda“ (2. Pét. 1,21). Það er athyglisvert, að í lokakapítula Biblíunnar er þessi orð að finna: „Eg votta fyrir hveijum þeim manni, sem heyr- ir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók“ (Opinb. 22,18). Fleiri ástæður eru þess valdandi, að eg trúi því, að Biblían sé orð Guðs. Nefna má þau áhrif, sem hún hefur á líf þeirra, er leitast við að lifa í samræmi við hana. Hún breytir þeim til hins betra. . En eg vil benda þér á mikilvægt atriði. Hvers vegna þörfn- umst við ekki frekari opinberunar frá Guði? Hví er þarflaust að bæta nokkru við Biblíuna? Svarið er: í Biblíunni hefur Guð gefið okkur allt, sem við þurfum að vita um hann sjálfan og hvemig við getum orðið böm hans. Jesús Kristur er einkason- ur Guðs, og í honum, í honum einum veitist sáluhjálp. Biblían segir hvað eftir annað, að nú hafi okkur verið birt- ur að fullu vegur Guðs til hjálpræðis. Við getum orðið hólpin með því að trúa á Krist, vegna þess að Kristur er vegur Guðs til sáluhjálpar. „Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða“ (Post. 4,12). í bókum eins og þeim, sem þú nefndir, er alltaf gefíð í skyn að Kristur sé ekki fullnægjandi og því sé þörf á kenningum manna, sem hafi komið fram á eftir honum, til að bæta hann upp. En þetta er ekki í samræmi við sannleikann. „í honum (Kristi) em allir ijársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgn- ir“ (Kól. 2,3). viðkomustaður þar sem það fólk sem vinnur mestu kærleiksverkin tekur á móti með hjálp og hlýju, hughreystir og linar þjáningar. Landspítalinn var síðasti áfanga- staður Lólóar. Það er alltaf jafn erfítt að sætta sig við að vinir og ættingjar fari frá okkur. Hún Lóló æðraðist ekki þó hún fengi þann dóm að vera með alvarlegan sjúkdóm. Þegar ég talaði við hana skömmu áður en hún fór á sjúkrahúsið sagði hún að sér liði vel og stakk ég þá upp á því að hún kæmi austur í sveit í langa fríinu. Nú er langa fríið víst komið, ég og dætur mínar söknum þess að fá ekki framar að njóta hennar glaða og hlýja viðmóts. Við kveðjum hana með söknuði og biðj- um henni guðsblessunar I nýjum heimkynnum. Fari hún í friði, friður Guðs blessi hana. Hrefna Þorvaldsdóttir BYG6INGA vfirur Þegar þú kaupir í matinn fyrir heimilið er þægilegt að bregða sér í byggingavöru- deildina hjá okkur. Þar færðu allt sem þú þarft til endumýjunar og viðhalds á Urval góðra verkfæra og áhalda serh hjálþa þér til að vinna verkin fljótar og betur. HAGKAUP Skeifunni KOSNINGAVAKA FATLAÐRA HVER KÝS HVAÐ? Hótel Sögu sunnudaginn 22. mars 1987 kl. 15-17. PÓLITÍK GRÍNOGALVARA FJÖLMENNUM 0G LEGGJUM BARÁTTUNNI LID! ÖRYRKJABANDALAG ISLANDS • LANDSSAMTÖKIN ÞROSKAHJÁLP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.