Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 11 Leitað til Noregs eftir bát í stað Barðans GK „ÞAÐ var auðvitað tilfinnanlegt tjón að missa Barðann en jafn- framt ánægjulegt að engin slys urðu á mönnum. Við erum nú að leita eftir bát í hans stað frá Noregi en á meðan er ætlunin að leigja loðnuskip til að taka kvóta Barðans fyrir okkur,“ sagði Gunnar Guðmundsson, út- gerðarmaður, í samtali við Morgunblaðið. Barðinn GK fórst á laugardag við Dritvík. gerðinni síðastliðið haust. Báturinn var tryggður fyrir 40 milljónir króna, en Gunnar segir að nýtt skip í hans stað muni að minnsta kosti kosta 120 milljónir króna. í tilfellum sem þessum eru trygg- ingafélög bótaskyld, þó niðurstaða sjóprófa bendi til mannlegra mis- taka. Á hin bóginn geta þau átt endurkröfurétt, en ekki tíðkast að nýta þá heimild. Barðinn á strandstað Siglingamálastj óri: Skipsljórum skylt að halda skipum haffærum Gunnar sagði, að fyrir nokkru hefði hann byijað að leita eftir nýj- um bát fyrir annan í eigu fyrirtæk- isins, Mumma GK, en nú myndi leitin snúast um bát í stað Barð- ans. Á meðan væri verið að ganga frá leigu á Keflvíkingi KE eða Hörpu RE til að taka þau 700 tonn, sem eftir væru af kvóta Barðans. Barðinn var keyptur af Lands- bankanum fyrir þremur árum, en þá var báturinn í niðumýðslu í Reykkjavíkurhöfn. Barðinn var síðan endurbyggður og lauk við- Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! „SKIP eru aðeins skoðuð einu sinni á ári, en þess á milli hvilir sú ábyrgð á herðum skipstjóra, að lögboðin siglingatæki séu í lagi. Ennfremur kveða lög svo á, að ætíð skuli vera maður i brú skipsins, þegar það er úti á sjó,“ sagði Magnús Jóhannesson, sigl- ingamálastjóri, í samtali við Morgunblaðið. Magnús sagði ennfremur, að engin ákvæði í lögum um eftirlit með skipum bönnuðu að farið væri á sjó með biluð siglingatæki, hins vegar væri það skylda skipstjóra að halda skipinu haffæru milli ár- legra skoðana. Hann sagðist ekki vilja tjá sig sérstaklega um málsat- vik við strand Barðans GK. Það mál hefði að loknum sjóprófum ver- ið sent ríkissaksóknara og sam- kvæmt lögum bæri embætti hans að leita umsagnar Siglingamála- stofnunar. Vegna þeirra stöðu vildi hann ekki ræða þetta einstaka mál sérstaklega. Náttúruskoðunar- ferð austur fyrir Fjall Á morgun, laugardag, fer Áhugahópur um byggingu nátt- úrufræðihúss kynnisferð um Ámessýslu til að gefa fólki kost á að skoða þar nokkra áhugaverða staði sem stuðla að náttúru- fræðslu. Þessi ferð er farin til að minna á þann þátt fyrirhugaðs náttúrufræðihúss sem snýr að kynningu og stuðningi við ýmsa fræðslustarfsemi utan þess. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 9.00, frá Náttúrugripasafninu, Hverfisgötu 116 (gegnt lögreglu- stöðinni) kl. 9.15 og Arbæjarsafni kl. 9.30. Komið verður til baka kl. 18.00. Allir eru velkomnir. Fargjald verður 700 kr. en frítt fyrir böm 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Eins og í fyrri ferðum áhugahópsins mun margt koma þátttakendum skemmtilega á óvart. Leiðsögumenn verða þeir Frey- steinn Sigurðsson jarðfræðingur, Jóhann Guðjónsson líffræðingur og fleiri leggja sitt til að ferðin takist sem allra best. Ifyrsti áfangastaðurinn verður Garð- yrkjuskóli ríkisins í Hveragerði. Þar mun Garðar Ámason kennari sýna uppeldi á grænmeti, hitabelt- isgróður í fullum skrúða og ýmsar fágætar plöntur svo eitthvað sé nefnt af því sem er að sjá á þess- um skemmtilega stað. Næst verður umhverfísfræðslusetrið að Alviðra skoðað, en jörðin Alviðra er eign Ámessýslu og Landvemd- ar. Þar er öllum almenningi frjálst að skoða náttúrana umhverfis og auka þekkingu sína á henni. Sig- urður Sigursveinsson landfræð- ingur sýnir staðinn. Þaðan yerður farið í Náttúragripasafn Ámes- sýslu í Safnahúsinu á Selfossi. Þar er til dæmis hægt að sjá flest íslensku spendýrin og fuglana. Pétur Sigurðsson verður leiðsögu- maður hópsins um safnið. Á Selfossi geta menn fengið sér snarl eða borðað nestið. Frá Selfossi verður farið um kl. 13.30 í heimsókn í Tilrauna- stöðvar Búnaðarsambands Suður- lands á Laugardælum og á Stóra-Ármóti. Þar verður í „opn- um húsum“ litið inn í gripahús og hlöður og fræðst um samspil manna, dýra og náttúra. Að lokum verður ekið til Þor- lákshafnar og litið inn í Bóka- og minjasafnið í Egilsbúð og skoðað merkilegt skelja- og kuðungasafn. Skráð hefur verið háplöntuflóra gömlu Þorlákshafnaijarðarinnar og reyndist hún vera um 120 teg- undir. Gunnar Markússon safn- vörður tekur á móti hópnum. Til Reykjavíkur verður komið um kl. 18.00. (Frá Áhugahópi um byggingu náttúrufræðihúss.) esjamenn að er „lítil“ et á her- r á gang- r-sex“ • • ... þá endar leitin í JÁRN & SKIP - ekki bara af gömlum vana, heldur einfaldlega að þar er verð hagstætt, ótrúlegt úrval og lipur þjónusta. Skemmtileg staðreynd. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Járn & Skip ^,.,.^,, j V/VÍKURBRAUT - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 92-1505 að yersla V' Hrehl&tCIVÖrur ^ T*ppi on ? Ur Porfcet 9 drealar v' Mottuf. V’ Dúfeor ^ Sn,ovör0r -^lmorg, «6ira. UMBROT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.