Morgunblaðið - 20.03.1987, Page 47

Morgunblaðið - 20.03.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 47 Dýrt að skíða í Austurríki Agnarlítið hótelherbergi og óvistlegt, án allrar hreinlætisaðstöðu. Samt kostar nóttin um 1.200 krónur islenskar. Það kostar litlar 120 krónur islenskar að fá að ieggjast stund- arkom út af í sólstól sem þessum. MUnchen. frá Bergtjótu Friðriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Austurrísku Alparnir hafa um árabil notið gífurlegra vin- sælda meðal skíðaiðkenda um heim allan og hafa ófáir íslendingar eytt vetrarfríi sínu einmitt þar. Þjóðveij- ar eru engin undantekning í þessum efnum og af þeim átta milljónum sem sækja Austurríki heim á ári hverju bregða 2/s sér að vetrarlagi. Vera má að einhver breyting verði þar á á næstu árum því þær raddir verða sífellt háværari sem telja verðlag á skíðastöðum í Austurríki uppsprengt. Flestir eru sammála um að verð- lag á öllu nauðsynlegu fari hækkandi með ári hveiju. Skíðakort sem gildir í tvo daga kostar víðast hvar um það bil 80 vestur-þýsk mörk eða um 1.600 ísl. krónur. Innifalið í verðinu eru hvimleiðar lyftubilanir og oft löng bið á anna- dögum. Þá telja menn hótelgistingu allt of dýra miðað við þá aðstöðu og þjónustu sem boðið er upp á. Agnarlítið eins manns herbergi án salemis eða þvottaaðstöðu kostar að meðaltali 60 vestur-þýsk mörk fyrir nóttina eða um 1.200 ísl. krón- ur. Og svo þarf að borða. Ýmsir eru famir að bregða á það ^áð að taka með sér nesti að morgni af því að matur og drykkur er orðið svo dýrt á veitingastöðunum á skíðasvæðun- um. Meðal skfðaiðkenda nýtur mikilia vinsæida að leggjast af og til útaf í sólstól og láta sólina verma sig á meðan að þreytan líður úr fótunum. Slíka stóla þarf vitanlega að leigja og greiða sex vestur-þýsk mörk fyrir eða um 1.20 ísl. krónur. Þrátt fyrir mikla óánægju, að minnsti kosti Þjóðverja, er hætt við að þeir fái litlu ráðið um verðlagið í austurrísku Öipunum. Á meðan að aðsóknin er jafn mikil og raun ber vitni komast þjónustuaðilar á skíðasvæðunum upp með að sprengja upp allt verð. Eða eins og einn austurrískur gistihúsaeigandi sagði við fréttaritara á dögunum sem var vægast sagt ósáttur við hátt verðlag í gistihúsi hans: „Þér ráðið þessu auðvitað sjálfír — ef þér viljið ekki taka herbergið er nóg af öðm fólki sem vill það.“ Þar hafði ég það! Chico DeBarge Herrey Jaki Graham \ / , v ') Nýja húshljómsveitin skemmtir sigurvegararnir í Eurovision 1984 skemmtir i maí l *m Dúndur 2,3. og 4. apríl skemmta 9., 10. og 11. apríl I • f . •- -4 ^ ^ EVKÖ?i-B-l SSSU Nýja húsnljómsveitin Dúndur á fULLRI FEBÐ r\ A Hljómsveitin Dúndur hefur svc ^ fnn/ií A /lAAnv . { Dl/n Frá opnun hefur mikill Qöldi inn- lendra og erlendra skemmtikrafta komið fram í EVRÓPU. Markmið staðarins hefur verið og verður áfram, að bjóða gestum eingöngu bestu fáanlegu skemmtikrafta á hverjum tíma. EVRÓPA ER OQ VERÐUR STAÐUR PEIRRA SEM LIEA í nÚTÍÐIINiI'iI! Hljómsveitin Dúndur hefur svo sannarlega fengið góðar viðtökur í EVRÓPU síðast- liðnar tvær helgar. Okkur er sérstök ánægja að tilkynna aðdáendum sveitar- innar að samningar hafa tekist um að Dúndur verði hijómsv eit hússins næstu helgar a.m.k. Dúndur samanstendur af þeim Friðriki Karlssyni, Qunnlaugi Briem og Jóhanni Ásmundssyni úr „MEZZOFORTE", ásamt þeim Eiríki Haukssyni, Pétri Kristjánssyni og Sigurgeiri Sigmundssyni sem síðast voru saman í „START”. Eins og mann- skapurinn gefur glögglega til kynna er Dúndur vægast sagt „súpergrúppa". í kvöld verður frumsýndur dansinn „Bad girls" sem sérsaminn var fyrir EVRÓPU í dansstúdíói Sóleyjar. Danshöfundur er Cornelius Carter en það eru dansararnir Helena, Ylfa og Ásta sem dansa. Plötusnúðarnir Daddi, ívar og Stebbi verða með bæjarins bestu tónlist eins og venjulega og stjórna ljósunum með stæl. í EVRÓPU heyrið þið ekki bara tónlistina — þið sjáið hana líka. Vinsamlegast athugið að við gerum kröfur um snyrtilegan klæðnað. Staður nýrrar kynslóðar. . .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.