Morgunblaðið - 20.03.1987, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.03.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 39 Alda Sveinsdótt- ir sýnir í Egils- búð Neskaupstað ALDA Sveinsdóttir opnar sýn- ingu á olíukrítar- og akvarell- myndum í Egilsbúð Neskaup- stað laugardaginn 21. mars nk. A sýningunni verða 25 olíukrít- ar- og akvarellmyndir sem unnar hafa verið á sl. ári. Hluti af þess- ari sýningu fer síðan með samsýn- ingu fjögurra kvenna frá Norðfírði til vinabæjar á Norðurlöndum. Alda er fædd 1936 á Norðfírði og stundaði nám við Myndlistar- skólann í Reykjavík 1954 og Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1983-1987. Hún hefur haldið einkasýningar í Gallerí Landlyst í Vestmannaeyjum 1981 og í Reykjavík 1986, einnig hefur hún tekið þátt í samsýningum. Sýningin í Egilsbúð stendur til 29. mars nk. Vortónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins í Langholtskirkju LÚÐRASVEIT Verkalýðsins heldur sína árlegu vortónleika laugardaginn 21. mars nk. Tón- leikarnir verða að þessu sinni haldnir í Langholtskirkju og hefjast kl. 17.00. A efnisskrá er m.a. „Finlandia" eftir Sibelius og „Consert Rondo“ eftir Mozart en það verk er fyrir hljómsveit og einleikshorn. Ein- leikari með Lúðrasveit Verkalýðs- ins verður Emil Friðfínnsson en hann er um þessar mundir að ljúka eínleikaraprófí frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Auk þessara verka verða á efnisskránni ýmis þekkt og minna þekkt lúðrasveita- verk. Stórsveit Lúðrasveitar Verkalýðsins mun á tónleikum þessum flytja nokkrar þekktar sveiflumelódíur. Stjómandi Lúðrasveitar Verka- lýðsins, eins og undanfarin ár, er Ellert Karlsson. Formaður er Torfí Karl Antonsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum opinn. Hitastrengir til margra nota Leitið nánari upplýsinga Hitastrengir til jarð- vegshitunar, sólstof- ur, garðhús, garðreiti. Hitastrengir til frost- varna þakrennur, gangstótt- ar, niðurföll. 50022- Erum með á lager hita- strengi til margvís- legra nota. Auðveldir í uppsetningu Hitastrengir til gólf- hitunar t.d. flísagólf, forstof- ur, arinstofur, hað- herhergi, tröppur o.fl. TOYOTA 1 U Hl ACE 4x4, 8 manna með „de luxe“ innrétt- ingu, vökvastýri, 5 gíra beinskiptur, 2.4 lítra dísil- vél... sjón er sögu ríkari! ÍSAFJÖRÐUR • ÍSAFJÖRÐUR • ÍSAFJÖRÐUR Víð erum á leiðinni til ykkar með TpyotatröMin! Um helgina verða Toyota Land Cruiser og Hi Ace 4X4 áþreifanlegir hjá Vélsmiðjunni Þór, reiðubúnir til skoðunar og reynsluaksturs. Við rennum í hlað kl. 10.00 og dveljum í Vélsmiðjunni til kl. 17.00. Á sunnudag byrjum við aftur í sólskinskapi kl. 13.00 en leggjum í hann kl. 17.00. Við vonumst til að sjá ykkur í góðu bílaskapi! TOYOTA LAND CRUISER STW. „torfærutröllið" með 100% læsingu á drifum, 4 lítra, 6 strokka dísil turbo, 5 gíra beinskiptur... TOYOTA TOYOTA LAND CRUISER II, beinskiptur 5 gíra, vökva- og veltistýri, 2.4 lítra bensínvél eða dísil turbo, breið dekk, driflokur... AUK M. 109.8/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.