Morgunblaðið - 20.03.1987, Page 27

Morgunblaðið - 20.03.1987, Page 27
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 27 Abbas hótar hryðjuverkum - í viðtali við ítalskt tímarit Páfagarði, Reuter. PALESTINSKI skœruliðaforing- inn Abu Abbas sagði í blaðavið- tali fyrr í vikunni að útsendarar sínir væru nú að skipuleggja ýmis hryðjuverk og hefðu aukið ítök sín í Issrael. „A næstu mánuðum munum við grípa til ýmissa mikilvægra hem- aðaraðgerða. Síðan Achille Lauro var rænt höfum við skipulagt nýjar aðgerðir," sagði Abbas í viðtali við ítalska tímaritið Europeo. Réttur á Ítalíu dæmdi Abbas til lífstíðarfangelsis að honum fjarver- andi fyrir að skipuleggja ránið á farþegaskipinu Achille Lauro undan ströndum Egyptalands árið 1985. Sjóræningjamir myrtu einn far- þega, bandaríska gyðinginn Leon Klinghoffer.' Ekki var greint frá því hvar við- taiið hefði verið tekið. Abbas, sem er eftirlýstur í fjölda landa, sagði að ekki hefði átt að ræna Achille Lauro. Skæruliðamir hefðu ætlað með skipinu til ísraels, en á leiðinni hefði komist upp um þá og vopn þeirra fundist. Abbas kvað menn sína oft hafa notað skip- ið til að komast til ísraels. Abbas sagði í viðtalinu að hann gæti ekki ferðast jafn mikið eftir sjóránið og áður. Aftur á móti væri hann frjáls ferða sinna innan nokk- urra arabalanda. Eftir að sjóráninu lauk neyddu Bandaríkjamenn flugvél með sjó- ræningjana innan borðs til lending- ar á bandaríska herflugvellinum á Sikiley. Flugvélin var á leið með hryðjuverkamennina á vit frelsis í Túnis. Abbas var um borð í flugvél- inni og leyfðu ítalar honum að fara þar sem þeir höfðu ekki sannanir á hendur honum. Síðar kom í ljós að Abbas stóð að baki sjóráninu. \T/ ERLEN1V Líbanon: * Oþekktir mannræn- ingjar sleppa gísli Beirút, Kairó, Reuter. MANNRÆNINGJAR í Líbanon slepptu á miðvikudag saudi- arabiskum sendiráðsstarfs- manni, sem haldið hafði verið í gíslingu í Vestur-Beirút í tvo mánuði. Nabih Berri, leiðtogi sveita amal-shíta, sagði á frétta- mannafundi að manninum hefði verið sleppt vegna tilmæla sinna og Sýrlendinga. Bakr Damanhuri var rænt 12. janúar og kvaðst hann ekki hafa séð nokkum lifandi mann í þá 66 daga sem honum var haldið í gíslingu. Ekki er vitað hvaða sam- tök stóðu að baki ráninu og Nabih Berri vildi ekki láta það uppi af ótta við að það myndi stoftia lífi gísla í Líbanon í hættu. Berri kvaðst vinna að því að fá fleiri gísla leysta úr haldi. Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvar Terry Waite, sendi- maður ensku biskupakirlqunnar, væri niðurkominn og lét að því liggja að óábyrgar yfirlýsingar hefðu spillt fyrir farsælli lausn þess máls. Jimmy Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, sem nú er staddur ( Egyptalandi, kvaðst í gær ætla að ræða mál erlendra gísla í Líbanon er hann heldur til Sýrlands um næstu helgi. Aðspurður kvaðst Carter ætla að ræða við sýrlenska aðila sem stæðu í sambandi við mannræningjana. 25 erlendra manna er saknað í Líbanon þar af átta Bandaríkjamanna. Sprengjutilræði í kaffihúsi í Djibouti Djibouti, AP, Reuter. ELLEFU manns, þar á meðal fjórir Frakkar og þrír Vestur- Þjóðveijar, létu lífið þegar sprengja sprakk í þéttsetnu kaffihúsi í Djibouti á miðviku- dagskvöld. Að sögn yfirvalda slösuðust að minnsta kosti 26 menn í sprengingunni. Hassan Gouled Aptidon, forseti Djibouti, sagði í útvarpi að rann- sókn málsins hefði enn ekki leitrt í ljós hveijir hefðu staðið að baki sprengingunni. Hann sagði að sprengjan hefði verið sprengd „til að koma á ringulreið í þjóðfélagi okkar og láta hrikta í homsteinum þess". Að sögn franska sendiráðsins í Djibouti særðust 45 menn í spreng- ingunni. Talsmaður franska vamar- málaráðuneytisins í París sagði að þrír franskir hermenn hefðu látið lífíð og 25 særst í spmgingunni. Franska fréttastofan Agence France-Presse sagði að einn fransk- ur borgari, þrír Vestur-Þjóðveijar, þrír íbúar Djibouti og einn maður af ókunnum uppruna, hefði látið lífíð í sprengingunni. Að sögn lögreglu komu pólitískir öfgamenn, sem tengjast Aden Robleh, fyrrum ferða- og flutninga- málaráðherra, sprengjunni fyrir til að mótmæla franska setuliðinu í Djibouti. Talsmaður franska sendiráðsins sagði að sprengiefninu hefði verið komið fyrir við súlu í Cafe Historil, sem er vinsælt meðal franskra her- manna og útlendinga í höfuðborg- inni Djibouti við Rauða hafíð. Djibouti er fyrrum frönsk nýlenda og liggur milli Eþíópíu og Sómalíu. Haft var eftir Youssouf Ali Chir- don, innanríkisráðherra Djibouti, að glæpamenn stæðu sennilega að baki sprengingunni. Tæplega fjögur þúsund franskir hermenn em í Djibouti og hafa Frakkar haft þar flotastöð sam- kvæmt vamarsamningi frá því að landið fékk sjálfstæði árið 1977. Reuter Endur- fundir Sovéski andófs- maðurinn Sergei Khord- orovich kom til Moskvu á mið- vikudag eftir að hafa dvalist í vinnubúðum í Síberíu. Eigin- kona hans, Tatyana, og sonur þeirra hjóna, Igor, tóku á móti honum á Vnukovo-flug- velli í Moskvu. ASEA Cylinda þvottavélar ★sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! 3a /FQniX HATUNI 6A SlMI (91)24420 verð*. Kiktu! Bankastræti Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitis- braut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 21. mars verða til viðtals Hilmar Guðlaugsson formaður bygg- inganefndar Reykjavíkur og í stjórn Verkamannabústaða, Sólveig Pétursdóttir formaður barnaverndarnefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.