Morgunblaðið - 20.03.1987, Side 19

Morgunblaðið - 20.03.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTÚDAGÚR 20. MARZ 1987 19 mörg stór fyrirtæki eru þar í opin- berri eigu. Frá 1979 hefur stjóm Thatchers einkavætt 13 stórfyrir- tæki og fjögur til viðbótar verða einkavædd á næstunni. Breska ríkisstjómin hefur selt fyrirtæki fyrir andvirði 440 milljarða ísl. króna og fært rúmlega 400.000 störf yfir til einkageirans. Eitt af þeim fyrirtækjum sem var einka- vætt var opinbera síma- og fjar- skiptafyrirtækið British Telecom. Árangurinn þar hefur ekki ein- göngu verið Qárhagslegur heldur einnig bætt þjónustu, t.d. þarf fólk ekki að bíða lengur eftir að fá síma tengdan hjá sér. A Ítalíu er efnahagslífíð í upp- sveiflu. Þar hefur einkavæðingin einnig fengið að njóta sín. Einka- geiranum hefur verið veittur stuðningur, m.a. með einföldun og afnámi skatta. Á Italíu er sagt að forsætisráðherra ítala, sósíalistinn Bmno Craxi, hafí gert meira fyrir einkaframtakið en nokkur ríkis- stjóm hægri manna. Líklega em þó fréttnæmustu breytingamar í þá átt að leyfa einkaframtakinu að njóta sín frá ríkjum ríkisbúskapar, Kína og Sov- étríkjunum. Fijálshyggjuhræring- amar í Kína þekkjum við, enda hefur töluvert verið §allað um þær í fréttum. Hins vegar held ég að mönnum séu ekki enn ljósar þær miklu breytingar, sem em að fara af stað í Sovétríkjunum. Við skulum aðeins líta á umskipt- in þar. Eftirfarandi breytingar á að gera á lögum um atvinnufyrir- tæki þar í landi: * Hagnaður og rekstrarafgangur verður notaður sem vísbending um hvemig starfsemi fyrirtækja geng- ur. * Vinnulaun, sem áður vom ákvörðuð af ríkisstjóminni, eiga að hækka eða lækka eftir frammistöðu hvers fyrirtækis. * Hvatt er til samkeppni til að örva og bæta framleiðslu. Samkeppni hefur hingað til í Sovétríkjunum verið talin villimannlegur fylgifisk- ur kapítalismans. * Ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja að fyrirtækjum verði lokað ef þeim tekst ekki að standa undir kröfum sem gerðar era til þeirra. * Þarfir neytenda eiga að sitja í fyrirrúmi. Skjót og fullnægjandi þjónusta við neytendur á að vera æðsta markmið atvinnulífsins. Ég spái því að þessi þróun muni halda áfram. Þótt ótrúlegt kunni að virðast nú mun atvinnurekstur færast til einkaaðila í Sovétríkjun- um jafnt sem annars staðar. Sovétmönnum er nauðsjmlegt að opna þjóðfélagið og gera það frjáls- ara. Sú aðgerð leiðir til aukinna tjáskipta og upplýsingamiðlunar, sem dregur úr tortryggni. Þannig geta breytt viðhorf til atvinnumála orðið mikilvægt framlag til friðar í heiminum. Lokaorð Á síðustu ámm hafa því bæði hér á landi og erlendis skapast ný viðhorf til efnahagsmála. Gamlar hugmyndafræðiklisjur hafa vikið. Fólk er farið að spyija sig: Hvað hefur raunvemlega skilað árangri? Hver er reynsla sfðustu ára og ára- tuga? Hvers konar atvinnurekstur leiðir til bestrar nýtingar fjármagns og mannafla? Hvaða leiðir á að fara til að örva tækniþróun og skapa betri lífskjör? Þeir sem leitað hafa svara við þessum spumingum vita að einkavæðingin hefur stóm hlut- verki að gegna á íslandi. Hér að framan hef ég einkum rætt um hinar efnahagslegu orsak- ir einkavæðingar, en hún á sér einnig félagslegar ástæður. Rætur hennar liggja um allt þjóðfélagið. Á þessari öld hefur orðið sann- kölluð bylting á þekkingu og vísind- um og allur almenningur hefur tileinkað sér þessar breytingar. Heilsufar hefur stórbatnað og vel- ferð aukist. Við slíkar aðstæður eykst sjálfstraust fólks og það vill ráða meiru um málefni sín. Kvenna- baráttan er gott dæmi um þessar þjóðfélagsbreytingar. í samræmi við þetta er stjómun orðið þýðingarmikil fræðigrein. í einkafyrirtækjunum sjálfum hefur stjómun stórbreyst frá miðstýringu til meira sjálfræðis deilda, starfs- hópa og einstaklinga. Menn vilja starfa að markmiðum og ná árangri í stað þess að taka við beinum fyrir- mælum. Efnahagslífið er orðið allt of flókið fyrir miðstýringu for- tíðarinnar. Einkavæðingin er einmitt hluti af þessari nýju hugsun. Með henni fæmm við valdið aftur til fólksins, setjum einstaklinginn í öndvegi, og gemm hann að beinum þátttakanda í atvinnulífínu. Einstaklingurinn verður þannig ráðandi um framtíð sína og lífskjör. Hann verður eigin gæfu smiður í þjóðfélagi þar sem samhjálpin er samt öflug. í mótun er þjóðfélag þar sem metnaður er í fyrirrúmi, án þess að mannúðinni sé fómað." fhótpinMa&fft MetsöluUad á hverjum degi! u.,~Við,, bjoðum þer það besta sem þú getur fengið í rúmum og dýnum — allt með 2ja ára ábyrgð — og ekki nóg með þad — Við bjóðum þér líka besta verðið — lægsta verðið og góða greiðsluskilmála húsgagna-höllín 925.02 50Ö Rúm: Tegund 508 er 140 cm á breidd og 200 cm á lengd. Litir: Hvítt, svart, rautt. Dýna: Heil svampdýna, mjög vönduð með mjúkri og stífri hlið. Verð kr. 24.930,- með dýnu og tveimur náttborðum. Án náttborða mínus 2.300 kr. pr. stykki iaM=n=^j REYKJAVÍK RYMINGARSALAN HELDUR ÁFRAM Leðurfatnaður frá kr. 6.900.- 10% staðgreiðsluafsláttur til fermingarbarna Mikið úrval af nýjum Puffins og Act vörum OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 10-16 VtSA m SÍÐUMÚLA 23, SÍMI 84131

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.