Morgunblaðið - 20.03.1987, Síða 12

Morgunblaðið - 20.03.1987, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Að rassskella sj óinn Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni skólasijóra svarað Úr kennslustund stýrimannadeildar á Dalvik. eftír Trausta Þor- steinsson ogJútíus Kristfánsson í Morgunblaðinu þann 12. mars sl. birtist grein eftir skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík, Guðjón Ármann Eyjólfsson, undir fyrirsögninni „Annars stigs físki- mannapróf á Dalvík“. Þó okkur sé það óljúft að munnhöggvast við hann í fjölmiðlum verður ekki hjá því komist að svara honum nokkru, vegna þeirra lítilsvirðingar sem fram kemur í grein hans á því skóla- starfi á Dalvík er varðar skipstjórn- arfræðslu. í umfjöllun sinni tengir hann heimild menntamálaráðuneyt- isins til starfrækslu 2. stigs á Dalvík hinum sorglegu sjóslysum sem áttu sér stað í desember síðastiiðnum. Aldrei höfðum við reiknað með því að þurfa að eiga orðastað við skóla- stjórann á þennan hátt en nú kýs hann að ásaka okkur um að standa að útþynningu á skipstjómarfræðsl- unni. Greinarhöfundur fer offari í skrifum sínum og gáir ekki að sér í ásökunum og fullyrðingum í ýms- um þáttum sem ekki koma skip- stjómarfræðslu á Dalvík við. Skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík er umhugað að ræða um skóla sinn sem móðurskóla skip- stjómarfræðslunnar. Við höfum aldrei dregið þann þátt skólans í efa enda þótt við höfum ýmsar at- hugasemdir við það hvemig hann hefur rækt þetta móðurhlutverk sitt. Við teljum jafnframt ekki fag- lega sérstöðu Stýrimannaskólans þannig að aðrir geti ekki gert jafn- vel og ef til vill betur. Það hlýtur að vera krafa til móðurskóla að hann fylgi eftir eðlilegum breyting- um sem verða á skólakerfinu hverju sinni og standi ekki í stað í gömlum hefðum sem falla ekki að þeim kröf- um sem nútíminn gerir. Miðað við greinarskrif skólastjórans þarf hann vart að spyija ráðuneytið leyf- is til lagfæringa og breytinga. Úm þessi mál höfum við rætt vð hann áður og minnum við hann á bréf þar að lútandi frá 10/2 ’83. í grein sinni vitnar skólastjórinn í starfs- mann skólarannsóknadeildar. Guðjón ætti að vita að deild þessi var aflögð fyrir nær þremur árum síðan og skólaþróunardeild tók þá yfir verkefni hennar. Í skrifum sínum hártogar, rang- túlkar og misskilur Guðjón þá fullyrðingu sem sett er fram í frétt þeirri sem varð kveikjan að „ösku- gosi“ hans „að hvergi væri hægt að sækja skipstjóra- og stýrimanna- nám á Norðurlandi". Til sönnunar því hve víða skipstjómamám er starfrækt á Norðurlandi bendir hann á þau réttindanámskeið sem haldin hafa verið nú að undanfömu til að gefa undanþágumönnum tækifæri að afla sér réttinda. Auð- vitað veist þú, Guðjón, að þar er aðeins um tímabundið nám að ræða og verður ekki framhald á því nema að aftur sæki í sama far að menn sjái ekki ástæðu til að setjast í stýri- mannaskóla. Samkvæmt lögum átti þessu námi að vera lokið um ára- mót 1986/87 en einhverra hluta vegna hefur teygst í því að þessum námskeiðum lyki á tilsettum tíma og getur þú sjálfsagt upplýst af hvaða ástæðum það er. Allt þar til skipstjómarfræðsla hófst á Dalvík, árið 1981, var hvergi hægt að sælq'a það nám á Norður- landi enda þótt ákvæði í lögum um Stýrimannaskólann í Reykjavík kvæðu á um námskeiðshald á fyrsta stigi á Akureyri. Að vísu hafði það verið reynt í smátíma en datt upp -fyrir og sýndi það okkur að slíkri fræðslu yrði aldrei haldið uppi á Norðurlandi frá skólastofnun í Reykjavík. Því var það að skóla- nefnd á Dalvík sótti um heimild til starfrækslu skipstjómarbrautar fyrsta stigs og vildi þannig leggja lóð á vogarskálina til menntunar sjómanna. Árangurinn af því starfi kemur gleggst í ljós ef vitnað er í bréf sem þú ritar skólastjóra Dalvíkurskóla dags. 23. júlí 1984, en þar segir orðrétt: „Samstarfið við ykkur undanfarin þijú ár hefur verið ánægjulegt og hefur það bor- ið ágætan árangur að allra mati. Fyrst og fremst er það þó ykkar framtak og áhugi þó að ég hafí vissulega haft mikinn hug á því líka og ber skylda til að styðja við bak- „ Allt þar til skipstjórn- arfræðsla hófst á Dalvík árið 1981 var hvergi hægt að sækja það nám á Norðurlandi enda þótt ákvæði í lög- um um Stýrimannaskól- ann í Reykjavík kvæðu á um námskeiðshald á fyrsta stigi á Akur- eyri.“ ið á sjómannamenntun og skip- stjómardeildum úti á landi, svo að allt fari að settum reglum." Þetta vom þín orð og hugsanir árið 1984, Guðjón, enda þótt þú nú kjósir að túlka það á annan veg og draga í efa ágæti þess starfs sem Dalvíkur- skóli hefur lagt fram til menntunar sjómanna. Námi á 1. stigi á Dalvík hefur ætíð verð hagað í samræmi við kröf- ur Stýrimannaskólans í Reykjavík, þó með þeim undantekningum að við höfum átt erfítt með að sætta okkur við að sníða skólahaldið í lok eða upphafí skólatímabils eftir humarvertíð á Homafírði eða sfldveiðum Húsvíkinga. Ef til vill er þetta viðhorf okkar talið til út- þynningar á skipstjómarfræðsl- unni. Við teljum tengsl við atvinnulífið til góðs en sýnist þau mega verða með öðmm hætti en þessum. Árið 1964 stóðst þú, Guðjón, í sömu spomm og við stöndum nú. Þá varst þú að betjast í því að efia menntun sjómanna með stofnun Stýrimannaskólans í Vestmanna- eyjum. Við það starf þitt naustu stuðnings alþingismanna og fleiri. Sjálfsagt hefur þú þá hugsað jafn- mikið um öryggismál sjómanna og nú og vafalaust komist að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að þú vær- ir fullfær um að sinna þeirri öryggiskennslu sem þú gerir svo mjög að umtalsefni í grein þinni. Við efumst ekki um að þú hefur aldrei látið þér til hugar koma að fyrsta og annað stigið í Vestmanna- eyjum yrði til „útþynningar skip- stjómarfræðslunnar í landinu og draga þar með úr öryggi sjófar- enda“. I samtali sem þú áttir við undirritaða fyrir skömmu sagðir þú ástæðuna fyrir stofnun Stýri- mannaskólans í Vestmannaeyjum að búið hafi verið að gefa mikið af tækjum í þessum tilgangi. Ef það er næg ástæða til að stofnsetja stýrimannaskóla skulum við upp- lýsa þig um það, að hér eru fyrir hendi fiskileitar- og siglingatæki deildinni til afnota ásamt því að geta notið fullkomnustu tækja í fiskiskipum sem héðan em gerð út. Þú játar það jafnframt í grein þinni að Stýrimannaskólann í Reykjavík „vanti tæki til að geta staðið nægi- lega vel að undirbúningi nemenda undir ábyrgðarmikil og vandasöm störf á fískiskipum flutninga- og varðskipum". Nefnd sú sem bæjarstjóm Dal- víkur fól að kanna möguleika á aukinni sjávarútvegsfræðslu á Dalvík leitaði eftir stuðningi við starfrækslu 2. stigs skipstjómar- brautar hjá fyrirtækjum og út- gerðaraðilum á Dalvík. Allir lýstu yfír eindregnum stuðningi við þess- ar hugmyndir og buðu fram aðstoð þessu viðkomandi. Þú segir í grein þinni að ekki hafí verið leitað álits skipstjóra- og stýrimannafélaga innan Farmanna- og fískimanna- sambandsins. Það skal upplýst hér að Skipstjórafélag Norðlendinga hefur lýst fullum stuðningi við upp- byggingu þessa náms á Dalvík og þá höfum við auk þess notið velvild- ar Utvegmannafélags Norðurlands. I grein þinni segir þú m.a.: „Hvergi finn ég staf um það í lögum um Stýrimannaskólann í Reykjavík, nr. 22/1972, eða í lögum um Stýri- mannaskólann í Vestmannaeyjum nr. 1/1973, að á vegum skólanna sé heimilt eða skylt að halda uppi námi fyrir skipstjómarpróf 2. stigs vítt og breitt um landið. í III. kafla laga nr. 1127/1984, 5. gr., segir um atvinnuréttindi stýrimanna: „Eftirtalin stig skipstjómamáms, sbr. lög nr. 22/1972 um Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lög nr. 1/1973 um Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum, em gmndvöllur atvinnuréttinda sem hér segir." Síðan kemur upptalning á atvinnu- réttindum." Með þessum orðum þínum svarar þú að nokkm því hvers vegna nefndin á Dalvík sneri sér ekki til Stýrimannaskólans varðandi þetta mál. Eins og skýrt kemur fram í lögum getur skólinn ekki tekið ákvörðun um kennslu á 2. stigi „vítt og breitt um landið". Ef þú lest lögin um atvinnuréttindi stýrimanna aðeins hægar þá vænt- anlega kemst þú að því að í þeim er þess ekki krafist að nemendur hafi lokið námi frá Reykjavík eða Vestmannaeyjum. Þar segir ein- ungis að þau stig, sem tilgreind séu í lögum þessara skóla, séu gmnd- völlur atvinnuréttinda. Hvergi er minnst á það að þau megi ekki taka annars staðar, sé viðhlítandi fræðsla í boði. Þér verður tíðrætt í grein þinni um öryggisfræðslu sjómanna. Eðli- legt er að allir þeir sem að sjó- mannamenntun standa hafi öryggismál að leiðarljósi. Það að sett vom lög um stýrimannaskólana í Reykjavík og Vestmannaeyjum breytir engu um öryggismál sjó- manna heldur fyrst og fremst hvemig staðið er að menntuninni í viðkomandi skólum. Það er ósæmi- legt af þér, sem hefur haft faglega umsjón með deildinni á Dalvík og veist hvemig að þessum málum hefur verið staðið, að láta í veðri vaka að öryggisfræðslu hafí verið illa sinnt af skólanum og tengja það jafnvel hörmulegum sjóslysum. Frá því að kennsla hófst á þessu stigi hér höfum við alla tíð notið öryggis- fræðslu SVFÍ þar sem erindrekar þess hafa mætt með námskeið sín. Á þessu skólaári fengu nemendur uppfræðslu öryggisskóla SVFÍ und- ir leiðsögn Þorvaldar Axelssonar. Spyija má hvaða öryggisfræðslu Stýrimannaskólinn í Reykjavík hef- ur haft á 1. stigi umfram þetta? Skipstjómarfræðslu hér á landi Samkeppni um hönnun á loftklæðningu Ein milljón króna í verðlaun Loftklæðning frá Donn í sýningarsal íslenska verslunarfélagsins að NÚ STENDUR yfir samkeppni á meðal arkitekta, innanhúss- arkitekta, híbýlafræðinga og iðnhönnuða á Norðurlöndum um nýja gerð af loftklæðning- um. Það er sænska fyrirtækið Donn sem stendur fyrir þess- ari samkeppni. Tilgangurinn með samkeppninni er m.a. að fá fram hugmyndir þeirra sem hanna og innrétta byggingar, um hvernig nútíma loftklæðn- ing eigi að vera og fá jafn- framt hugmyndir og tillögur að loftklæðningu sem yrði ódýr í framleiðslu, smekkleg og þægileg í uppsetningu. Verðlaunin í samkeppninni nema um 1 milljón íslenskra króna, þar af eru fyrstu verð- laun um 450 þúsund íslenskar krónur. Arkitektar, innanhússarkitekt- ar, híbýlafræðingar og iðnhönn- tííldshöfða 16. uðir, sem áhuga hafa á að taka þátt í þessari sameppni, en ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið gögn þar að lútandi er bent á að snúa sér til íslenska verslunarfélagsins, sem er um- boðsaðili Donn á íslandi. í sýningarsal félagsins að Bíldshöfða 16 eru uppsett sýnis- hom af þeim loftklæðningum sem sænska fyrirtækið Donn fram- leiðir. (Úr fréttatilkynningu) Burtfarar- prófstónleik- ar í Garðabæ MARTA Guðrún Halldórsdóttir heldur píanótónleika í safnað- arheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ sunnudaginn 22. mars kl. 16.00. Tónleikarnir eru jafn- framt burtfararpróf Mörtu frá Tónlistarskóla Garðabæjar, en hún hefur stundað nám við skólann frá árinu 1979 og hefur kennari hennar þar frá upphafi verið Gísli Magnússon. Marta hóf píanónám 8 ára göm- ul og var fyrsti kennari hennar Kristín Ólafsdóttir. Jafnframt píanónámi sínu hefur Marta lagt stund á söngnám hjá Sieglinde Kahmann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.