Morgunblaðið - 16.03.1985, Page 53

Morgunblaðið - 16.03.1985, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 53 íþróttir helgarinnar Handknattleikur Um helgina fer fram úrslita- keppni í yngri aldursflokkum. i 2. flokki karla veröur leikiö í Hafnarfirði, í 3. flokki kvenna veröur leikiö í Vestmannaeyj- um, í 4. flokki karla á Akureyri og 5. flokki karla á Varmá. Urslitaleikirnir í yngri flokkun- um veröa á dagskrá kl. 15.00 á sunnudag. Úrslitakeppni í 1. deild karla hefst á sunnu- daaskvöld í Laugardalshöll. Þar leika kl. 20.00 FH og KR og strax á eftir Víkingur og Valur. Skíði í dag og á morgun fer fram bikarmót í alpagreinum og göngum i Seljalandsdal viö isa- fjörö. Mót þetta nefnist „Þorra- mót“. Keppt er í fulloröins flokki i alpagreinum en í öllum flokkum í skíöagöngu. Á Siglufiröi fer fram bikarmót í alpagreinum unglinga 13—14 ára. Blak Á Akureyri leika KA og (S í undanúrslitum bikarkeppninnar og hefst leikurinn kl. 13.30 í dag, laugardag. Tveir leikir fara fram í 1. deild karla. Fram og ÍS leika í Hagaskóla i dag kl. 14.00. Þróttur og HK leika síöan á morgun, sunnudag, kl. 19.00 á sama staö. í 1. deild kvenna fara fram þrir leikir. Þróttur og KA leika í Hagaskóla kl. 15.15 og strax á eftir leika Víkingur og Breiöa- blik. Á morgun, sunnudag, leika síöan Þróttur og Breiða- blik kl.20.00. Körfuknattleikur Margir leikir fara fram í yngri flokkunum í dag og á morgun. Leikirnir fara fram i Seljaskóla og Hagaskóla. Á morgun fara fram úrslitaleikirnir í Bikar- keppninni og fslandsmótinu í 2. flokki kvenna. 3. flokki karla og 4. flokki karla. Fyrsti leikur í síöari hluta úr- slitakeppninnar í úrvalsdeild- inni fer fram íþróttahúsinu í Njarövík á mánudag kl. 20.00. Þar leika Njarövík og Haukar. Júdó Síöari hluti íslandsmótsins i júdó fer fram i íþróttahúsi Kennaraháskólans kl. 15.00 i dag. Kraftlyftingar Dagsmótiö fer fram í Dyn- heimum á Akureyri i dag, laug- ardag, kl. 14.00. í Vestmanna- eyjum fer fram samkvæmt mótaskrá innanfélagsmót ÍBV í dag, laugardag. Badminton Unglingameistaramót fs- lands fer fram í Laugardalshöll í dag og á morgun. Keppendur eru 163 aö tölu og eru frá eftir- töldum félögum: TBR, KR, Vík- ingi, fA, TBS, HSK, UMFS og TBA. Keppt er í öllum flokkum unglinga frá 12—18 ára. Sund Sundmót á vegum Sundfé- lags Hafnarfjaröar fer fram í Sundhöll Hafnarfjarðar á morg- un, sunnudag, og hefst kl. 13.30. Keppt veröur í öllum aldurshópum, en aöeins tveir keppendur frá hverju félagi. 500. leikur Þorleifs ÞORLEIFUR Ananíasson, hand- knattleiksmaðurinn kunni hjá KA á Akureyri, lék á miöviku- dag sinn 500. leik í meistara- flokki. íslandsmeistarar FH fóru þá noröur og léku viö liö KA sérstakan heiöursleik fyrir Þor- leif. FH-ingar sigruðu í leiknum meö 28 mörkum gegn 22. Á meðfylgjandi mynd er Þor- leifur í miðið, ásamt Sigbirni Gunnarssyni, meö eina af mörg- um blómakörfum sem honum bárust í tilefni þessa merka áfanga sem hann þarna náöi, einnig Halldór Rafnsson, sem rakti feril Þorleifs fyrir áhorfend- ur þá er troöfylltu íþróttahöllina á Akureyri. Þeir Sigurbjörn og Halldór léku einmitt báöir í KA- liöinu meö Þorleifi í mörg ár. Lúörasveit Akureyrar lék fyrir leikinn og „allt í sambandi viö leikinn var ótrúlega glæsilegt“, eins og Þorleifur sagöi í samtali við fréttamanna Mbl. eftir viöur- eignina viö FH. Þorleifur hóf aö leika í meist- araflokki áriö 1964 eins og viö höfum áöur greint frá, en aö- spuröur sagöist hann ekki vita hvort hann lóki áfram meö liöinu næsta keppnistímabil. „Ég vona aö liöiö þarfnist mín ekki — en ég hætti kannski aö æfa í vor og svo veröur bara aö koma í Ijós hvort óg fer aö æfa aftur í haust!" Þorleifur sagöist hafa mikla trú á því aö KA-menn kæmust upp í 1. deild á ný. „KA og Fram eru meö langbestu liöin í 2. deildinni í vetur og ég hef trú á aö þessi tvö liö fari upp. Þaö má eitthvaö mikiö gerast ef svo fer ekki,“ sagöi hann. SYNING a ra um úsum einbý í dag frá kl. 13-18 í sýningarsal okkar að Ármúla 7 sýnum við teikningar og líkön af nýjum MÁT einingahúsum. Komið og kynnið ykkur nýjar leiðir í íslenskum byggingariðnaði. mít Armúla 7, símar: 31600 og 31700 RUNTAL OFNARNIR FRÁ ONA TRYGGJA -®A. BESTA VARMANÝTNI. OFNASMÐJA NORÐURLANDS FUNAHÖFÐA 17 - v/ÁRTÚNSHÖFÐA SÍMI82477 - 82980 -110 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.