Morgunblaðið - 16.03.1985, Side 37

Morgunblaðið - 16.03.1985, Side 37
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 37 Á jeppum í Grímsvötn Texti og myndir: HJÖRTUR STEFÁNSSON Sídla janúar vorum við nokkrir félagar í 4x4-klúbbnum { miklum feróahug. Þar sem vid höfðum ferdast áður um landið þvert og endilangt, var markið ekki sett lágt, stefnt skyldi á Grímsvötn, lengst inni á Vatnajökli. Hafa skal það í huga að ekki er vitað um ferðir manna í Grímsvötn áður á þessum árstíma. Lagt var af stað úr Reykjavík seint á föstudagskvöldi 25.1. og ekið sem leið liggur inn að Sig- öldu. Leiðin var greiðfær, nær sem að sumarlagi og það var ekki fyrr en komið var inn að Þórisvatni sem fór að vera ein- hver snjór sem talist gat. Færið var gott og mikið harðfenni vegna mikilla frosta, sem höfðu verið á þessum slóðum síðast- liðnar vikur, eða 20—30°C. Veður var ágætt aðfaranótt laugardagsins, nokkur vindur en þó ekki skafrenningur, svo mögulegt var að fylgja kennileit- um og vegarstikum, þar sem þær stóðu upp úr snjó. Komið var að skálum Jöklarannsóknarfélags- ins inni í Jökulheimum um sjö- leytið á laugardagsmorguninn eftir átta tíma ferð úr Reykja- vík. Næsti áfangi ferðarinnar voru Grímsvötn, sem eru u.þ.b. 60 km inni á Vatnajökli í um 1700 m hæð. Lagt var á jökulinn skömmu fyrir hádegi eftir nokk- urra stunda hvíld. Fyrst í stað sóttist ferðin vel, þar sem jökullinn var þéttur og ósprunginn. En er ofar dró og líða tók á daginn jókst bæði hrtðarmuggan og lausamjöllin á jöklinum svo skyggnið varö nán- ast ekkert, þar sem allt rann saman í hvítan vegg. Það sem gerði mögulegt að halda ferðinni áfram lengra inn eftir jöklinum var að meðferðis var Loran-C- staðsetningartæki, sem nota varð til að fylgja fyrirfram val- inni leið. Sfðustu 5—10 km voru gífurlega torsóttir og varð að beita bílunum til hins ýtrasta, en loks var komist inn f Grims- vötn. Þar var stansað sem allra styst þvf veðrið var farið að versna, skafrenningur að aukast og farið að skyggja. Einungis var Við vegvísana inni á hálendinu, þar aem vegurinn greinist frá Sigöldu í Veiðivötn annars vegar og upp í Jökul beima hins vegar. Helgi Þ. Kristjánsson og Hjörtur Stefánsson við einn bflanna. unnið við viðhald á og lesið af mælitækjum, sem eru við Grímsvötn. Leiðin til baka af jökli f Jökul- heima sóttist hraðar, þar sem förin frá því fyrr um daginn voru til að styðjast við og þurfti því ekki að nota Loran-tækið til staðsetningar. Komið var f skála í Jökulheimum um miðnættið. Það voru þreyttir og ánægðir menn sem lögðust til hvíldar þá nótt. Lagt var af stað heim á leið skömmu eftir hádegi á sunnu- dag. Ferðin sóttist seint þar sem mikill skafrenningur var, um átta vindstig og ofankoma. Komst hópurinn loks heilu og höldnu til Reykjavíkur um mið- nættið á sunnudagskvöld. Vetrarferðir eru varasamar eins og mörg dæmi sýna okkur, þess þá heldur jökulferðir og er frumskilyrði þegar farið er f slíka ferð að menn séu á traust- um farartækjum, með góð fjar- skipta- og staðsetningartæki og með meiri matarforða og þekk- ingu á landi sínu en þeir gera ráð fyrir að þurfa að nota. Þátttakendur í þessari ferð voru 6 félagar úr ferðaklúbbnum 4x4. Þeir fóru á þremur bílum, Scout, Toyota Landcruiser og Willy’s. Ljósm. Hjörtur Stefánsson Medal áfalla á leidinni var að tvö dekk fóru af felgum er ekið var á ójafnri íshellu. Bflar og fólk framan við skálana í Jökulheimum, frá vinstrí Guðni Ingimarsson, Þorvarður Hjalti Magnússon, Helgi Kristjánsson, Friðgeir Jónsson og Snorrí Ingimarssom. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Breid- firðingafélagsins Bjarni og Sveinn Jónssynir sigruðu með yfirburðum í 48 para barometerkeppninni sem lauk sl. fimmtudag. Hlutu þeir 880 stig yfir meðalskor sem eru tæp 19 stig í hverri umferð. Lokastaðan varð annars þessi: Bragi Erlendsson — Ríkarður Steinbergsson 691 Halldór Jóhannesson — Ingvi Guðjónsson 611 Gísli Víglundsson — Þórarinn Árnason 590 Baldur Ásgeirsson — Magnús Halldórsson 523 Baldur Árnason — Sveinn Sigurgeirsson 474 Hans Nielsen — Lárus Hermannsson 473 Birgir Sigurðsson — öskar Karlsson 454 Albert Þorsteinsson — Stígur Herlufsen 365 Jóhann Jóhannsson — Kristján Siggeirsson 362 Næsta keppni deildarinnar verður hraðsveitakeppni og er skráning hafin í símum 72840, 42571 eða 36721. Spilað er í Hreyfilshúsinu, ú. hæð, á fimmtudögum kl. 19.30. Bridgefélag Hveragerðis Nú er aðeins einni umferð ólokið í sveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Einar Sigurðsson 138 Kjartan Kjartansson 114 Hans Gústafsson 106 Stefán Garðarsson 95 Björn Eiríksson 71 Sturla Þórðarson 69 Keppninni lýkur á fimmtudag- inn kemur í Félagsheimili ölfus- inga. Spilamennskan hefst kl. 19.30. Bridgefélag Kópavogs Sl. fimmtudag lauk Butler- tvímenningskeppni félagsins. Síðasta umferðin var þannig að efstu pör úr sitt hvorum riðli spiluðu innbyrðis um efstu sæt- in. Úrslit urðu eftirfarandi: Vilhjálmur Sigurðsson — Vilhjálmur Vilhjálmsson 174 Oddur Hjaltason — Jón Hilmarsson 174 Ármann J. Lárusson — Sigurður Sigurjónsson 173 Guðm. Theódórsson — Ingimar Valdimarsson 164 Sigurður Norðdahl — Steindór Guðmundsson 162 Bernódus Kristinsson — Þórður Björnsson 149 Eins og sjá má var keppnin um efstu sætin mjög jöfn og spennandi í lokin. Fimmtudaginn 21. marz hefst Board-a-match sveitakeppni, en það er sveitakeppni með útreikn- ing eins og i tvímenningi. Að- stoðað verður eins og frekast er unnt við myndun sveita. Bridgedeild Barð- strendingafélagsins Staðan eftir 18. umferðir í barómeterkeppni félagsins: Guðmundur Jóhannsson — Jón Magnússon 177 Björn Þorvaldsson — Þorgeir Jósefsson 156 Ragnar Þorsteinsson — Helgi Einarsson 155 Ragnar Hermannsson — Hjálmtýr Baldursson 133 Friðjón Margeirsson — Valdimar Sveinsson 127 Ágústa Jónsdóttir — Guðrún Jónsdóttir 99 Þórarinp Árnason — Ragnar Björnsson 98 ísak Sigurðsson — Finnur Thorlacíus 87 Næstu 6 umferðir verða spil- aðar mánudaginn 18. mars og hefst keppni stundvislega kl. 19.30. Spilað er í Síðumúla 25. — Innihurðir — Allar geröir — allar stæröir, ómálaöar, plastlagöar og spónlagöar. Leitiö tilboöa — sýnishorn á staönum. Trésmiðja Hverageróls hf. Verksmiðja. Sími 99-4200. Múlasel hf. Reykjavík Söluskrifstofa. Síðumúla 4, 2. hssö. Sími 686433. 3|ítiRnMB|g*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.