Morgunblaðið - 16.03.1985, Page 31

Morgunblaðið - 16.03.1985, Page 31
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 31 Bókauppboð á Borg inni á sunnudag Skákin sem færði Helga stórmeistaratitilinn Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar og Bókavarðan í Reykjavík efna til 2. bókauppboðs síns að Hótel Borg, Gyllta sal, nk. sunnudag kl. 15. Bækurnar og rit- in verða til sýnis hjá Bókavörð- unni að Hverfisgötu 52, laugar- daginn kl. 14—18. I uppboðsskrá, sem blaðinu hef- ur borist, eru bækurnar flokkaðar eftir efni: fslenzk og norræn fræði, Héraðasaga og ættfræði, Saga lands og heims, lögfræði, Bók- fræði, Listsýningaskrár, Skákrit, skáldsögur, ljóð og kvæði, gamlar bækur, gamlar erlendar bækur, Málþing sálfræði- nema um „afbrigði- lega kynhegðun“ ÞRIÐJA írs nemar í sálarfræði við Háskóla íslands halda árlegt málþing sitt laugardaginn 16. mars í hátíöar- sal skólans. Yfírskrift málþingsins er að þessu sinni; „Hvað er afbrigðileg kynhegðum?" Framsögumenn munu ræða um efnið, hver út frá sinni fræðigrein/sviði. Á málþinginu heldur Dr. Gisli Guðjónsson sálfræðingur fram- söguerindi, en honum var sérstak- lega boðið hingað til lands fyrir þetta málþing. Dr. Gísli starfar sem yfirréttarsálfræðingur við Institute of Psychiatry við Háskól- ann í London. Aðrir framsögumenn verða Pétur Guðgeirsson lögfræð- ingur, séra Sigfinnur Þorleifsson, Dr. Högni Óskarsson geðlæknir og Jenný Baldursdóttir frá samtökum um kvennaathvarf. Fundarstjóri verður Sigrún Júlíusdóttir félags- ráðgjafi. Eftir frarnsöguerindi verða al- mennar umræður og fyrirspurnir. Málþingið hefst kl. 14. (FrétUtilkynniiig) náttúruvísindi, tímarit og blöð. Alls eru boðin fram 179 númer rita og bóka. Af einstökum bókum og blöðum má nefna t.d.: Biographiske Eft- erretninger om Arne Magnusson eftir Jón Olafsen frá Grunnavik, Kh. 1835, handbundið skinnband, Annálar 1400—1800, Sendibrjef til Húnvetninga eftir Húnrauð Más- son verzlunarþjón, flest rit Frí- manns B. Arngrímssonar á Akur- eyri, gamlar niðurjöfnunarskrár Reykvíkinga, Bókaskrá um safn Willards Fiske, gamlar listsýn- ingaskrár, þ. á m Ásgríms Jóns- sonar frá 1916 og skrár Listvinafé- lagsins frá 1919—1925 og um hina frægu Charlottenborgar-sýningu íslendinga í Kaupmannahöfn 1927, Sagan af Heljarslóðarorr- ustu , eftir Benedikt Gröndal, frumútgáfan 1861, Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, frumútgáfan, Mað- urinn er alltaf einn, fyrsta bók Thors Vilhjálmssonar, frumút- gáfa hins viðfræga leikrits Ibsens, Hedda Gabler, Nýja Testamenti, prentað í Kaupmannahöfn 1750, útgáfa af Horatio, pr. í Feneyjum 1556, tímaritið óðinn frá upphafi til enda og Castria, blað 2. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík 1939, ritstjóri Geir Hallgrímsson. Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund næstkomandi sunnudag á Hótel Hofí. Fundarefni er: Staða Framsóknarfíokksins og samstarfíð við Sjálfstæðisfíokkinn. Teiknimynda- saga um kött- inn Gretti ÚT ER komin hjá Forlaginu ný teiknimyndasaga um köttinn Gretti. Nefnist hún Grettir mætt- ur til leiks. Grettir er bandarískur að uppruna, faðir hans er teiknar- inn Jim Davis og hefur hann hlot- ið fjölda verðlauna og viðurkenn- inga fyrir afkvæmi sitt. Sjálfur er Grettir feitur, latur, undirförull, morgunsvæfur, matgráðugur og sjálfselskur. En Grettir hegðar sér einmitt eins og við vildum sjálf ef við þyrðum — að minnsta kosti stundum. Grettir naut vinsælda hjá islenskum sjón- varpsáhorfendum á liðnu ári og þessi nýja bók er hin fyrsta í röð teiknimyndasagna um þennan kenjakött sem Forlagið gefur út. Grettir mættur til leiks er 32 bls. Bókin er prentuð í Noregi. Fundurinn hefst klukkan 15.00. Frummælendur verða Steingrím- ur Hermannsson, forsætisráð- herra og Haraldur Ólafsson, al- þingismaður. Frá Halldórj Leifssyiii í Kaupminnihofn. HELGI Olafsson náði þriðja og síöasta áfanga að stórmeistaratitli þegar hann sigraði Englendinginn Plaskett í síðustu umferð alþjóð- lega skákmótsins f Kaupmanna- höfn. Þar með er Helgi orðinn þriðji stórmeistari íslendinga, fylgir í fótspor Friðriks Ólafsson- ar og Guðmundar Sigurjónssonar. Helgi er fyrsti stórmeistarinn af ungum og upprennandi skák- mönnum íslenzkum, en þegar hafa Jóhann Hjartarson og Mar- geir Pétursson náð áfanga að stórmeistaratitli og Jón L Árna- son er til alls líklegur. Góður árangur hinna ungu skákmanna hefur orðið Helga Ólafssyni hvatning til afreka og með góðri skákþjálfun má vænta betri árangurs í framtíð- inni. Helgi tók snemma frumkvæð- ið í viðureign sinni við Plaskett, en það nýttist honum ekki sem skyldi. Plaskett sneri vörn í sókn, en lék af sér hrók. Þá átti hann eftir að leika 7 leiki á 3 mínútum á meðan Helgi átti eftir 23 mínútur. Stórmeistara- heppnin fylgdi Helga, en hann er þó vel að titlinum kominn. í 31. leik bauð Helgi andstæðingi sínum jafntefli, en hann þáði ekki en lék af sér hrók i næsta leik og Helgi stóð uppi sem sig- urvegari og stórmeistari. Helgi náði fyrsta áfanga að stór- meistaratitli með frábærri frammistöðu í Reykjavíkur- skákmótinu í fyrra og fylgdi því eftir með sigri í alþjóðlegu skákmóti í Neskaupstað. Hér á eftir fer sigurskák Helga gegn Plaskett — skákin, sem gerði hann að stórmeistara. Hvítt: Plaskett Svart: Helgi Ólafsson. I. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. Bb5+ — Rc6, 4. 0—0 — Bd7, 5. Hel — Rf6, 6. c3 — a6, 7. Ba4 — c4, 8. Bc2 - Hc8, 9. Ra3 — b5, 10. b3 — Re5, 11. Rxe5 — dxe5, 12. bxc4 — bxc4, 13. d4 — cxd4, 14. Dxd3 — e6, 15. Hbl — Bc5, 16. Rc4 — Dc7, 17. Dg3 — 0—0, 18. Bh6 — Rh5,19. Dxe5 — gxh6, 20. Dxh5 - Bxf2+, 21. Kxf2 - Df4+, 22. Kgl — Hxc4, 23. Hfl — Dg5, 24. Dh3 — Dc5+, 25. Khl — Hxc3, 26. Dxh6 — De5, 27. Hf4 - Dg7, 28. Dh4 — e5, 29. Hf3 — Hc6, 30. Bb3 — Hh6, 31. De7 — Be6, 32. Hg3 — Dxg3, gefíð. Helgi bauð jafntefli eftir 31 leik en hvítur hafnaði jafnteflisboðinu. Eitthvað virðist jafnteflisboðið hafa sett Plaskett úr jafnvægi, því hann lék hrók beint í dauð- ann. Framsóknarfélag Reykjavíkur: Heldur fund um stöðu flokksins og ríkisstjórnina Viðurkenning á yfirburóum OAS GOcOtNt LF.NKfl T----- ■■■ " * -dífS ulitíl BISHIGRLRNT MITSUBISHI GALANT ' 85 hiaut hina efíirsóttu viöurkenningu „GULLNA STÝRIÐ" sem veitt er af írlrsu virta vikuriti Bíld Am sonntag í vestur-Þýskalantií. HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 Allar tegundir bifreiða á markaðnum í landinu komu til álita, en dómendur, sem eru sérfróðir á þessu sviði, úrskurðuðu Mítsubishi galant sigurvegara í stærðarfiokknum 1501-2000 cm5. Nokkrir bílar fyrirliggjándi. Verö frá kr. 498,900,- MITSUBISHI M0T0RS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.