Morgunblaðið - 16.03.1985, Side 27

Morgunblaðið - 16.03.1985, Side 27
Hernaðarsam- starf við Kanadamenn Sydney, 15. nura. AP. RÍKISSTJÓRN Nýja Sjilands hefur snúið sér til stjórnvalda í Kanada og óskað eftir hernaðarlegu samstarfi. Fyrir skömmu ákváðu Banda- ríkjamenn að hætta við fyrirhug- aðar heræfingar með Nýsjálend- ingum vegna þess að ríkisstjórnin í Sydney vill ekki leyfa bandarískum herskipum að koma til hafnar í Nýja Sjálandi nema fyrir liggi yfir- lýsing um að þau hafi ekki kjarn- orkuvopn um borð. Frank O’Flynn, varnarmálaráð- herra Nýja Sjálands, sagði í dag, að Nýsjálendingar vildu komu á nánu samstarfi við Kanadamenn á sviði varnarmála. Kína: Hrækingar við- bjóðslegar og heilsuspillandi Pekiag, IX un. AP. Embættismenn á vegum heilbrigð- isþjónustunnar hafa sektað yfir 200.000 manns í Peking á þessu árí fyrir að hrækja á almannafæri, að því er kvöldblaðið Beijing Wanbao skýrir frá í dag, miðvikudag. Blaðið segir, að flestir þeirra, sem sektaðir hafa verið, hafi verið staðnir að verki á Tiananmen-torgi i miðborginni eða i verslunarhverf- inu Wangfujing þar rétt hjá. Sekt fyrir að fleygja frá sér drasli eða hrækja er 50 fen (um 10 isl. kr.). „Ibúar Peking ætla að vera öðr- um landsmönnum fyrirmynd í því að hætta að hrækja," sagði blaðið. Yfirvöld hafa úrskurðað, að hrækingar séu heilsuspillandi og viðbjóðslegar, en hrækingarvaninn er enn landlægur í Kína. MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 27 Kaffi orsakar hjartasjúkdóma Vetrartískan til þó vart sé komið vor Þó vart sé komið vor á norðurhveli jarðar ern tískuhönnuðir í Mflanó þegar byrjaðir að boða haust- og vetrartískuna fýrir veturinn 1985—86. Myndin var tekin á tískusýningu hjá „Ferre“ í vikunnL SUnford, U. mare. AP. Kyrrsetumönnum og þeim sem hljóta tiltölulega litla daglega hreyfingu er hættara við að fá hjartasjúkdóma ef þeir drekka meira en tvo bolla af kaffi á dag, samkvæmt niðurstöðum bandarískrar rannsóknar. Rannsókn þessi var gerð við læknadeild Stanford-háskóla. Hrekja niðurstöður hennar fyrri rannsóknir, sem framkvæmdar hafa verið í Bandaríkjunum, þar sem ekki hefur fundist samband milli kaffis og kólesterols. Rannsóknin styður hins vegar niðurstöður evrópskra vísinda- manna og viðamikillar læknis- fræðilegrar rannsóknar, sem framkvæmd var á 47.000 manns, konum og körlum, við Kaiser- spítalann í Oakland. — Við mælum ekki með því við neinn, að hann hætti að drekka kaffi, segir einn rannsóknarmann- anna, Paul Williams. — En við bendum hins vegar á, að rétt er að forðast mikið kaffiþamb vilji mað- ur komast hjá háu kólesterol-stigi i blóðinu. William kvað kaffidrykkju ásamt reykingum, feitum mat og streitu vera mjög hvetjandi fyrir myndun kólesterols. — Það eru ákveðin „hættumörk" að því er kaffið varðar, sagði hann, — um Grænland: Moröum fjölgaöi í fyrra ira. Fri NUrJtfrfea voru myrtir á SAUTJÁN Grænlandi á árinu sem leið. Það eru næstum tvisvar sinnum fleiri, en á árínu 1983, aó þvf er grænlenska lögreglan upplýsir. Flest voðaverkin voru unnin i Bmun, GrvalaadaOétUnUni MbL ströndinni og Scoresbysund á austurströndinni. Á báðum stöð- unura voru 4 ráðnir af dögum. At- burðurinn i Scoresbysund varð með þeim hætti, að fjöldskyldu- faðir myrti konu sína og þrjú börn tveir og hálfur bolli á dag. — Að því er suma varðar kunna mörkin að liggja neðar, t.d. við tvo bolla, en aðrir geta sér að meina- lausu drukkið þrjá, sagði Willi- ams. Stóra rannsóknin, sem gerð var á Kaiser-spítalanum, sýndi ekkert samband milli tes og kólesterols. Það bendir til, að ekki sé hér koff- eini um að kenna, því að það er jafnt í te sem kaffi. þeirra og stytti sér sfðan aldur. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar voru samtals skráð 425 önnur ofbeldisverk á árinu 1984, sem er nokkur fækkun frá árinu á undan. Hagnaður Shell fjor- faldaðist 14. ■*». AP. SHELL-olíufélagió skýrði frá þvl I dag, að hagnaður þess á síðasta árí hefði aukist úr 894 milljónum punda (4,1 milljarði IsL kr.) f 3,6 milljarða punda (16,7 milljarða Lsl. kr.). Sagði fyrirtækið þennan bata stafa af aukinni eftir- spurn eftir olíuvörum í fyrsta sinn frá 1979, aðallega vegna grósku i efnahagslífi Banda- rikjanna og Japans. Spáð er „lítils háttar aukn- ingu eftirspurnar eftir oliu og jarðgasi á þessu ári.“ En fyrirtækið gerir ákveðinn fyrirvara: „Horfur á olíumark- aðnum verða almennt óvissar og veikar enn um sinn.“ bæjunum Egedesminde á vestur- A MORGUN LAUGARDAG, FRA 1-4 BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. lí:) ilSUÐURLANDSBRAUT 14 -S.: 38600 S. SÓLUDEILD: 31235 LADA 1200 198.000. LADASAFIR 220.000. LADA SPORT 4X4 408.000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.