Morgunblaðið - 16.03.1985, Page 26

Morgunblaðið - 16.03.1985, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Teheran: Hryðjuverk við predikun Nikóxíu, Kýpur, 15. mare. AP. SPRENGJA sprakk við messugjörð í Teheran í morgun með þeim afleið- ingum, að sex manns létust og 10 særðust. Meðal þeirra, sem biðu bana, var hryðjuverkamaðurinn sjálf- ur en hann hafði bundið sprengjuna um sig miðjan. Skýrði íranska frétta- stofan frá þessu í dag. Að sögn Irna, írönsku fréttastof- unnar, var það sjálfur forseti landsins, Ali Khamenei, sem pre- dikunina flutti þegar sprengjan sprakk og hélt henni áfram eftir að látnir og slasaðir höfðu verið flutt- ir á brott. Hálftíma síðar steyptu íraskar orrustuflugvélar sér yfir Teheran-borg og var tekið á móti þeim með mikilli loftvarnaskothríð að sögn Irna. Stóð loftárásin í hálf- tíma. Khamenei sagði, að „hræsn- ararnir" hefðu staðið að baki hryðjuverkinu en það er opinbert heiti yfir alla þá, sem andvígir eru klerkastjórninni i landinu. Vilja koma á áfengis- einkasölu á Grænlandi Granludi, 15. nan. Krá Nils Jörgen Bruun, frétUriUrn Mbl. Á SUNNUDAG hefst fjölmenn ráðstefna í Godtháb á Grænlandi og verður þar rætt um áfengisneyslu landsmanna, sem allir eru á einu máli um, að sé mikil. Á árinu 1984 nam innflutning- ur áfengis til Grænlands ígildi 55,5 milljóna staupa af vínanda, en í þeim útreikningi samsvarar staupið einni flösku af öli, einu glasi af léttvini eða tveimur sentilítrum af vínanda. Þetta jafngildir því, að hvert einasta mannsbarn á Grænlandi, frá kornabörnum til gamal- menna, hafi á árinu 1984 drukkið sem svarar þremur staupum af vínanda dag hvern. Þar af var öldrykkja tveir þriðju hlutar. Heimastjórnin mun leggja til á ráðstefnunni, að komið verði á áf- engiseinkasölu á Grænlandi, und- ir stjórn heimastjórnarinnar. Er aðalröksemdin sú, að hagnaður einkaaðila af áfengissölu í land- inu sé of mikill. Annars er áfengisverð hátt á Grænlandi, ekki síst vegna hárra gjalda, sem heimastjórnin leggur á vöruna. Venjuleg ölflaska kost- ar 8,25 danskar krónur (um 29 ísl. kr.) út úr verslun, en um 22 d. kr. (um 77,44 ísl. kr.) á veitingahús- um. Það er, svo að dæmi sé tekið, um tvöfalt hærra verð en í Danmörku. Giftugsamleg björgun Slökkviliðsmaður í borginni Nashua I New Hampshire í Bandaríkjunum skríður á örþunnura ís út að tjarnarvök til bjargar Shwan Goodwin, 9 ára pilti, sem korainn var I hann krappann í vikunni. Pilturinn á snarræði slökkviliðsmanna líf sitt að launa. George Bush: Bandarísku hermennirn- ir fara frá Grenada St (íeorges, Greudt, 15. mara. AP. GEORGE Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, hefur skýrt stjórnvöldum á Grenada frá því, að Bandaríkja- menn geti ekki orðið við þeim til- Grikkland: Fallið frá umdeildri stjórnarskrárbreytingu Aþenu, 15. nure. AP. RÍKISSTJÓRN Grikklands hefur dregið til baka tillögu um breytingu á stjórnarskrá landsins, sem fól í sér að unnt væri breyta henni með ein- faldri samþykkt á þjóðþinginu. Frá þessu var skýrt í gærkvöldi. Tillaga ríkisstjórnarinnar hafði mætt gífurlegri andstöðu meðal almennings og í fjölmiðlum. Ríkisstjórnin hyggst hins vegar ekki falla frá öðrum tillögum sín- um um breytingar á stjórnarskrá Grikklands, sem er frá 1975. Miða þær einkum að því að svipta for- seta landsins þeim völdum, sem hann nú hefur. Ef tillögurnar verða samþykktar getur forsetinn Cauou Canon íöll verkefni Reíknið meö Canoti rtr HayS'ætt verö Shrifuéíin hf SKS Suðurlandsbraut 12. S: 685277 og 685275. ekki lengur vikið ríkisstjórn frá, leyst upp þingið, efnt til þjóðar- atkvæðagreiðslu eða lýst yfir neyðarástandi. Formælendur ríkisstjórnarinn- ar segja, að þeir telji eðlilegt að embætti forseta í Grikklandi sam- svari slíkum embættum í öðrum vestrænum ríkjum. Stjórnar- andstæðingar hafa lagst gegn breytingunum og segja að þær muni hafa í för með sér, að stjórn- arflokkurinn hverju sinni og for- sætisráðherra verði of valdamikl- mælum þeirra, að að bafa þar áfram 250 manna herlið. Bush áréttaði hins vegar, að Bandaríkjastjórn liti svo á að hún væri skuldbundin til að verja lýðræði á eynni. Bush hafði i gær viðdvöl á Grenada á leið frá útför Chern- enkos, forseta Sovétríkjanna, í Moskvu. Hermennirnir 250, sem tilheyra sveitum þeim sem tóku land á eynni í október 1983 og steyptu herstjórn kommúnista þar, eiga að fara frá Grenada 12. júní nk. Ríkisstjórnin þar er uggandi um að 500 manna lögreglulið hennar geti ekki ábyrgst öryggi eyjar- skeggja. Bush sagði að bandarísku her- mennirnir færu á tilsettum tima. „Við munum hins vegar ekki horfa upp á það aðgerðalausir ef öryggi Grenada er ógnað,“ sagði hann. Frá Grenada hélt Bush til Bras- ilíu, þar sem hann verður við- staddur embættistöku Neves for- seta. ERLENT Chile: Hálf milljón heimilislaus SuUa«o. Chile, 15. mara. AP. LJOST er nú, að rétt innan við hálfa milljón manna missti heimili sfn í jarðskjálftunum fyrir skömmu eða hver 24. Chilebúi, helmingi fleiri en áður var talið. Jorge Lucar, hershöfðingi og yf- irmaður neyðarhjálparinnar í Chile, sagði, að í jarðskjálftunum 3. mars sl. hefðu 57.625 heimili eyði- lagst alveg og svo miklar skemmdir orðið á 117.744 að þau væru óíbúð- arhæf. Auk þess hefðu eyðilagst eða skemmst 994 skólar og 22 sjúkrahús. f jarðskjálftanum, sem mældist 7,4 á Richter-kvarða, fór- ust 146 og 2.000 slösuðust. Beint fjárhagstjón af völdum hans er metið á rúman hálfan milljarð dollara. Svíþjóð: Húseigendum veitt sér- stök lán til viðgerða Stokkhólmi, 15, marz. Frá fréttariUra Morgunblkósiiu. AÐ minnsta kosti 10.000 einbýlishús og raðhús liggja undir alvarlegum raka- og fúaskemmdum í Svíþjóð og hefur þetta oft haft í for með sér löng og erfið réttarhöld milli kaupenda og seljenda. Nú hefur sænska stjórnin ákveðið að láta kanna möguleikana á því að koma upp sameigin- legum sjóði, sem á að vernda húseigendur fyrir því stórfellda fjárhags- tjóni, sem við þeim blasir af þessum sökum. Svo stórfelldar geta endur- bæturnar orðið á einstaka húsi, að þær kunna að kosta allt að 25C.O00 s.kr. (tæpar 900.000 ísl. kr.) Nú er þaö ÍRJjmynd sænsku stjórnarinnar að ríkið, sveiísr- félögin og byggingarfélögin í landinu standi sameiginlega að þessum sjóði. Viðkomandi hús- eigandi á að geta snúið sér til sjóðsins með beiðni um fjár- hagsiegá áusLuO Gg lcauí -’jíív;iiT inn síðan að sér það erfiða verk- efni að hefja málssókn gegn byggingaraðila þeim, sem kann að bera ábyrgð á því tjóni, sem húseigandinn hefur orðið fyrir. Á síðuSÍu árum hafa raka- og fúaskemmdir ofðið áu Sljklu vandamáli í Svíþjóð. Hefur það ekki dregið úr, að ýmsir sérfræð- ingar halda þvi fram, að þessar skemmdir geti verið heilsuspill- andi. Hefur þetta leitt til þess, að nú hafa verið teknar upp tryggingar gegn þessu. Er kaup- andi húseignar þar algerlega tryggður fyrir tjóni af þessum sökum í 10 ár. Þar að auki eiga þeir húseigendur, sem þegar hafa orðiö iiia úti af þessum sök- um, að fá möguleika á mjög hag- stæðum lánum til viðgerða á skemmdum. Upphaflega ástæðan fyrir þessum húsaskemmdum er oft talin vera í senn léleg smíði og tilhneigiilg ti! þess að spara hita með því að hafa húsin of loft- þétt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.