Morgunblaðið - 16.03.1985, Síða 25

Morgunblaðið - 16.03.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ1985 25 Uruguay: Síðustu pólitísku fangarnir lausir Moaterideo, llnipia;, IS. mmra. AP. RÍKISSTJÓRN Uruguay, sem tók vid völdum fyrir hálfum mánuði eftir almennar kosningar, leysti í gær úr haldi síðustu 47 pólitísku fangana, en þeir höfðu verið ákærðir fyrir þátttöku í ofbeldisverkum vinstri- sinnaðra hermdarverkamanna. Meðal þeirra sem leystir voru úr haldi var Raul Sendic, helsti leið- togi Tupamaros-skæruliðanna, sem stóðu fyrir morðum, mann- ránum og annarri hermdarverka- starfsemi á 7. og í byrjun 8. ára- tugarins. Á miðvikudag voru 18 aðrir fyrrverandi Tupamaros-skærulið- ar látnir lausir. Mál þeirra eru í endurskoðun hjá hæstarétti landsins. Náðanir þessar eru í samræmi við umdeilt frumvarp um sakar- uppgjöf, sem þingið samþykkti á föstudag í síðustu viku og Julio Sanguinetti forseti kunngerði. Sakaruppgjöfin náöi til 256 fanga og voru hinir fyrstu þeirra látnir lausir úr fangelsi á sunnu- dag. Sanguinetti var settur inn í embætti 1. mars sl. og lauk þá nærri 12 ára landsstjórn hægri sinnaðra herforingja. Hefur lifað í áratug í meðvitundarleysi New York, 15. nura. AP. KAREN Ann Quinlan hef- ur nú verið meðvitundar- laus í áratug, en foreldrar hennar segjast hugga sig við þá tilhugsun, að líf hennar „þjónar enn til- gangi“. Móðir hennar, Julia Quinlan, sagði í gær, að dómurinn sem kveðinn hefði verið upp i maí 1976 og leyfði að Karen Ann væri tekin úr öndunarvél, hefði hjálpað mörgu fólki í svipaðri aðstöðu. Karen Ann var 21 árs gömul, þegar hún missti meðvitund, en það var í apríl 1975. Voru ástæðurnar taldar samverk- andi: strangur megrunarkúr og neysla róandi lyfja og áfengis. Sex mánuðum seinna leituðu foreldrar Karenar til dómstól- anna til að fá fyrrnefndan úr- skurð. Þótti dómurinn marka tímamót, þar eð hann leyfði, að hún yrði tekin úr öndunarvél- inni. Karen Ann Quinlan Læknar töldu, að Karen Ann mundi lifa í niu mánuði án hjálpar öndunarvélarinnar, en hún lifir enn og er á hjúkrun- arheimili í New Jersey. SULNA 5PRU5Ö5J • J ‘ I » .* »‘‘», % % c... OLL LAUGARDAGSKVOLD Grfnarar hríngsviðsins tóku spaugið meó trompi i lyrra og slógu i gegn um allt sem fyrir varð. En nú er komið að sóguspaugi '85 - léttgeggjaóri og hættulega fyndinni stórsýningu þeirra félaga Ladda, Jórundar, Pélma og Amar. Þeir hafa aldrei verið betn - enda með ósvikið stólpagrin í hverju pokahomi. Mætið - sjáið - hlæið - hlæið - og hlæið. Leikstjóri: Gisli Rúnar Jonsson Lýsing og hljóðstjóm: Gisli Sveinn Loftsson. Kabaretthljómsveit Vilhjalms Guðjonssonar annast undírferk. Sérstakur Kabarettmatseöill í tilefni sýningarinnar: Glæsileg þriréttuð máltið + Soguspaug og dansferkur með hinni spreilfjórugu Hljomsveit Magnusar Kjartanssonar og söngvurunum Ellen Knstjánsdóttur og Jóhanni Helgasyni fynr aðeinskr. 1.100. Borðapantanir í sima 20221 eftir kl. 16.00. Eftir kl. 23.30 - þeaar Söguspaugi er lokið - kostar kr. 190 inn i husið. GILDIHF m GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn óstöðugur London, 15. man. AP. GENGI Bandaríkjadollars var óstöðugt. Hann hækkaði mjög fyrst í morgun, en lækkaði, þegar leið á daginn. Var gengi hans lægra í lok kauphallarviðskipta í dag en það var á fostudaginn var. Talið var, að fyrirskipun Rich- ards Celeste, ríkisstjóra í Ohio, um þriggja daga starfshlé hjá 70 lánastofnunum vegna ásóknar sparifjáreigenda hefði orðið til þess að auka framboð á dollur- um. Gengi dollarans lækkaði gangvart pundinu. Þannig fengust 1,0860 dollarar fyrir pundið síðdegis i dag (1,0810). Góngi dollárans var aö öoru leyti þannig, að fyrir hvern dollara fengust 3,3700 vestur- þýzk mörk (3,3850), 2,8865 svissneskir frankar (2,8800), 10,3550 franskir frankar (10,3525), 3,8260 hollenzk gyll- ini (3,8315), 2.135,00 ítalskar lírur (2.125,50), 1,3875 kanad- ískir uoiiarar (1,3890) og 260,80 jen (260,30). MNi GróÖurhúsinu viö Sigtún: Simar 36770-686340

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.