Morgunblaðið - 16.03.1985, Page 12

Morgunblaðið - 16.03.1985, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Hægrisveifla stað- fest í Frakklandi BÆJAR- og sveiUrstjornakosningarnar í Frakklandi um helgina sUð- festu það sem skoðanakannanir hafa gefið til kynna, að hægri flokkarnir mundu sigra örugglega, ef þingkosningar væru haldnar nú, og að stjórn Francois Mittcrrands forseU mun að öllu óbreyttu hverfa úr valdastóli næsU vor, er þingkosningar fara fram í Frakklandi. Hægri flokkar unnu á, flokkur Mitterrands galt afhroð og flokkur hægri öfgamanna stóð sig vel í fyrri hluU kosninganna, sem almennt er litið i sem „allsherjaræf- ingu“ fyrir þingkosningarnar næsU Hægriflokkarnir fengu sam- tals 57,9% atkvæða og vinstri- flokkarnir 41,1%. Kosið var um fulltrúa í 95 bæjar- og sveitar- stjórnum og fjórum nýlendum. Kosið er um helming sætanna þriðja hvert ár og kjörtímabilið er sex ár. Þegar kosið var um sömu sæti 1979 og nú voru laus, hlutu vinstriflokkarnir 55% at- kvæða, miðað við 41% nú. Jafnaðarstefnu hafnað Leiðtogar flokks nýgaullista (RPR), flokks Jacques Chiracs borgarstjóra Parísar, og Mið- flokksins (UDF), flokks Valéry Giscard d’Estaing, héldu því fram að franskir kjósendur hefðu hafnað jafnaðarmennsku og að stjórnarandstaðan mundi koma vinstrisinnum frá völdum í næstu þingkosningum. Þeir fögnuðu því líka að þessir flokk- ar fengu nær helming greiddra atkvæða ásamt smáflokkum hægrimanna og þyrftu því tæp- ast á stuðningi Þjóðfylkingar Jean-Marie Le Pens, sem hlaut 8,8% atkvæða, að halda. Fengu þessir flokkar 49,05%. Valéry Giscard d’Estaing Jean-Marie Le Pen Þótt jafnaðarmenn létu í ljós ánægju með sín 24,9% atkvæða höfðu þeir litla ástæðu til að gleðjast. Að vísu er það nokkur fylgisaukning miðað við kosn- ingarnar til Evrópuþings í fyrra þegar þeir fengu 21%, en fylgis- tap frá sfðustu sveitarstjórna- kosningum, 1982, er þeir fengu 30%. Hvað franska kommúnista- flokkinn áhærir staðfestu kosn- ingaúrslitin að hann hefur verið á niðurleið undanfarin fjögur ár. Þó md kannski segja að flokkur- inn eigi ekki lengur við fylgis- hrun að glíma, þar sem hann vor. hlaut örlítið betri útkomu en i kosningunum til Evrópuþings- ins, hlaut 12,5% atkvæða miðað við 11% í fyrra. En útkoman er þó slæm miðað við síðustu sveit- arstjórnakosningar, er flokkur Marchais fékk um fimmtung at- kvæða. Le Pen í lykilstöðu Hvað Þjóðfylkingu Le Pen áhrærir, sem er mjög róttækur flokkur til hægri, er óvíst að hægriflokkarnir geti án hans verið að ári. Kosningarnar nú sýndu að flokkurinn er nýtt afl í frönskum stjórnmálum, sem náð hefur fótfestu. Útkoman er að vísu lakari en í kosningunum til Evrópuþingsins í fyrra, er flokk- urinn hlaut 11% atkvæða. En taka verður tillit til þess að nú bauð flokkurinn ekki fram nema í þremur fjórðu kjördæmanna 95 og það háði honum að hafa engin sæti í bæjar- og sveitarstjórn- um. Engu að síður hefur flokkur- inn nú komist í lykilstöðu í bæj- ar- og sveitarstjórnum. Og sjálf- ur sagði Jean-Marie Le Pen á mánudag, að útilokað væri að Jacques Chirac mynda sterka meirihlutastjórn hægrimanna án aðildar Þjóð- fylkingarinnar. Le Pen gaf til kynna við sama tækifæri að flokkurinn væri vilj- ugur til að setja þjóðarhag ofar flokkshagsmunum með því að draga sinn fulltrúa til baka viö endurkosningar næstkomandi sunnudag i þeim kjördæmum, þar sem enginn frambjóðandi hlaut tilskildan meirihluta. 1 annarri umferð standa fylkingar jafnan sameinaðar á bak við einn fulltrúa t.il að tryggja hon- um meirihluta. Þannig hafa Jafnaðarflokkurinn og Komm- Raymond Barre únistafiokkurinn ákveðið að styðja þann frambjóðanda þess- ara flokka, sem flest atkvæði hlaut f viðkomandi kjördæmi, og sömu sögur er að segja um flokk nýgaullista (RPR) og Miðflokk- inn (UDF). Leiðtogar RPR og UDF hafa sagt að flokkarnir myndu ekki draga sig til baka fyrir fulltrúa Þjóðfylkingarinn- ar, sem hlotið hafi betri útkomu en þeirra menn. Sérfróðir menn telja hins vegar að í vikunni verði samkomulag þess efnis gert, a.m.k. innan margra kjör- dæma. Mótmælakjör? Kosningarnar um helgina eru síðasta prófraunin á stefnu stjórnar Mitterrands fyrir þing- kosningarnar að vori. Enda þótt úrslitin markist að einhverju leyti af staðbundnum málefnum, þá staðfestu kosningarnar fylg- issveiflu til hægriflokkanna. Stjórnmálaskýrendur eru sam- mála um að kosningarnar gefi góða mynd af stöðu flokkanna meðal kjósenda. Þegar skoðanakannanir höfðu gefið til kynna hvert stefndi, sögðust leiðtogar Jafnaðar- flokksins búast við mótmæla- kjöri, að kjósendur myndu nota tækifærið til að mótmæla efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar, sem gripið hefur til sparnaðar- og samdráttar af ýmsu tagi. Þeir sögðu að þegar að þingkosning- um drægi yrði öldin önnur, þá hefðu verkin talað og kjósendur sæu vel hvað um yrði að tefla. Að sögn Jacques Toubon, framkvæmdastjóra flokks ný- gaullista er eina von Mitterr- ands um að halda velli i kosning- unum 1986 að hann breyti kosn- ingalögunum. Búist er við að rík- isstjórnin beiti sér fyrir breyt- ingum á lögunum, þannig að um einhverja hlutfallskosningu verði að ræða í stað meirihluta- kerfisins, sem nú er við lýði. Bæði stjórnarandstaðan og kommúnistar telja hins vegar að Þjóðfylking Le Pens muni hagn- ast mest allra flokka á slíkum breytingum, þar sem flokkurinn á engan þingmann. Sært stolt En hvað sem gerist þá fer ekki milli mála að jafnaðarmenn óttast um sinn hag, því kosn- ingarnar sýndu að flokkur þeirra er á niðurleið, þrátt fyrir til- raunir flokksins til að nálgast miðjustefnu, þrátt fyrir efna- hagslegar framfarir, smávægi- legar þó, og þrátt fyrir aukningu undir það síöasta á persónu- legum vinsældum Mitterrands forseta og Laurents Fabius for- sætisráðherra. Og það þykir jafnaðarmönnum sýnu verst að allt stefnir í að Louis Mermaz, forseti franska þingsins, tapi í kjördæmi sinu í Isére, þar sem hann er forseti sveitarstjórnar. Særir þetta stolt jafnaðar- manna, því Mermaz er þriðji í röðinni f pólitískum metorða- stiga jafnaðarmanna á eftir Mitterrand og Fabius. Alls hafa 14 ráðherrar sótt kjördæmið heim að undanförnu í þeirri von að auka á stuðning flokksins þar. Sjálfur forsetinn, Mitterrand, fór þangað sömu erinda í febrú- ar, en fátt virðist duga til að sporna við hægrisveiflunni. (Heimildir AP - HeraM Tribmie - Timeg - II.ÍI7 Tclefrraph.) Þyrla Landhelgisgæslunnar haggaðist ekki í loftinu á meðan karfan með björgunarsveitarmanni var hífð upp, eins og sjá má. Grein og myndir: Árni Johnsen Þyrlan laðaði hundruð manna að Landhelgisgæzlan og Slysavarna- félag íslands stóðu saman að fjöl- þættri björgunaræfingu á Eyrar- bakka fyrir skömmu með öllum björgunarsveitum SVFÍ í Árnessýslu og sveit skáta að auki, en um 80 björgunarsveitamenn sóttu æfing- una og kynntu sér m.a. möguleika og gerð stóru þyrlunnar TF-SIF, en þáttur þyrlunnar vakti óskipta at- hygli og dreif hundruð manna að þegar þyrluflugmenn Gæzlunnar sýndu möguleika vélarinnar við björgun, bæði af landi og sjó. Æfingin var á laugardegi og er ráðgert að fara í slíkar æfinga- ferðir um allt land til þess að þjálfa menn við notkun þyrlu sem björgunartækis og kynna þeim ýmsa þætti sem lúta að björgun- armálum. Er mikill hugur f Gæzlumönnum á þessum vett- vangi, en þeir eiga von á sérstak- lega útbúinni þyrlu frá Frakk- Karen Erla Erlingsdóttir var f hópi björgunarsveitamanna frá Laugar- vatni. Mikill fjöldi unglina fylgdist með þyrlunni við æfingar. * ... í. Þessar broshýru ungu konur fylgdust með björgunaræfingunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.