Morgunblaðið - 16.03.1985, Síða 10

Morgunblaðið - 16.03.1985, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Við sáum bara hengiflugið nálgast — segir Júlíus Sigurjónsson, sem ásamt þremur öörum var í bfl, sem rann fram af veginum í Óshlíð BoUmgarvík, 11 marz. BIFRREIÐ fór úUf Óshlíóarvegi síddegis i sunnudag og rann 30 metra niAur snarbratu hliðina og stöðvaðist um 11,5 metra fri 6 til 7 metra hiu þverhníptu hengiflugi. í bílnum voru 3 menn auk ökumannsins, Júlíusar Sigurjónssonar, en honum sagðist svo fri þessari lífsreynslu: (Við höfðum farið fjórir sam- fyrir að hann rynni lengra. an fyrr um daginn inn á ísafjörö til að taka þátt í bridgemóti og vorum á leið til Bolungarvíkur aftur. Það hafði eitthvað rignt um daginn og hálkubloti myndast á veginum. Við vorum rétt komnir á óshlíðarveginn þegar bfllinn rann skyndilega til í hjólförun- um og það skipti engum togum að hann fór að snúast. Ég réð ekki við að rétta hann af, en hann stöðvaðist nánast á brún- inni með framendann útaf. Ég hélt að hann færi ekki lengra, en augnabliki síðar fór hann að síga rólega fram af og rann svo niður snarbratta hlíðina. Ég hafði engan tima til að verða hræddur, en stóð á brems- unni sem fastast í þeirri von að hjólin græfust niður i aurinn i hlíðinni. Við sáum bara hengi- flugið nálgast, en sem betur fer stöðvaðist bílinn svona einum og hálfum metra frá brúninni. Það var ekkert fum á okkur, við kom- um okkur saman um að fara með varúð út úr bílum því okkur fannst lítið þurfa til að hann rynni áfram. Eftir að við vorum komnir út úr bílnum hlóðum við steinum fyrir hjólin til að koma í veg Nokkrir félagar úr karlakór Bolungarvíkur, sem voru á leið á ísafjörð, voru þá komnir á vett- vang en þeir höfðu veitt athygli hjölförum útaf veginum. Fór einn þeirra félaga með okkur til Bolungarvíkur.“ Aðspurður um hvernig honum hefði liðið eftir á, er tími gafst til íhugunar um atburðinn, sagði Júlíus. „Það er svo margt tilviljunar- kennt í þessu. Billinn fer rólega fram af á heppilegum stað, ef svo má segja. Hefði hann farið 1 til 2 metrum utar eða innar hefði hann ekki farið niður öðru- vísi en að velta og það er engin spurning, að ef frost hefði verið I jörðu og jafnvel ísilagt, eins og oft er um þenna árstíma, hefðum við farið viðstöðulaust niður I fjöru. Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda,“ sagði Júlíus að lokum. Þess má geta að bifreiðin sem er af gerðinni Rover 3500 skemmdist ekkert í þessari svað- ilför. Það sá ekki einu sinni á pústkerfi btlsins. Gunnar Síðustu myndirnar eru af Júlíusi Sigurjónssyni við bifreiðina. L Ú X (I S Á LÁGU VERÐI Enn eru eftir nokkrar 4ra—5 herb. íbúöir og nokkrar 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir meö risi í fjölbýlishúsum þeim viö Skógarás sem viö höfum auglýst undanfarna laugardaga. íbúöirnar eru á föstu veröi og skilast í nóv.—jan. nk. í eftirfarandi ástandi: • Húsið fullbúið að utan. • Sameign hillfrágengin, án teppa. • Með gleri og opnanlegum fögum. • Með aöalhurð og svalahurö. • Með hita-, vatns- og skolplögnum og ofnum. • Með vólslípuðum gólfum. • Með loftum tilbúnum undir málningarvinnu. • Með grófjaf naðri lóð. Tólf bílskúrar eru meö húsinu. Möguleiki er aö festa sér skúr. VERÐ: 3ja herb. m. risi. Stærö 79,3+61,67 fm. kr. 1.745 þús. 5 herb. m. risi. Stærö 110,48+72,31 fm. Kr. 2.175 þús. DÆMI UM GREIÐSLUKJÖR: 3ja herb. m. risi 1.745 þús. Húsn.málastj. 2—3 m. -i- 770 þús. Viö undirr. kaups. + 300 þús. Eftirstöövar greiöist á 14 mánuöum 675 þús. Kr. 48.214 á mánuöi 3ja herb. m. risi 1.745 þús. Húsn.málastj. 5 m, + 900 þús. Viö undirr. kaups. sa. + 300 þús. Eftirst. á 14. mán. 540 þús. Kr. 38.928 á mánuöi VIÐ ERUM SVEIGJANLEGIR í KJÖRUM Möguleiki er aö taka góöa íbúö uppí stærstu íbúöirnar. Einnig er möguleiki aö greiöa hluta af eftirstöövum meö skuldabréfi. OPIÐ í DAG M ÞINttlIOLT — FASTEIGNASALAN — BANKASTRÆTI S'29455

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.