Morgunblaðið - 23.12.1984, Síða 72

Morgunblaðið - 23.12.1984, Síða 72
BTT NMT AilS SHAAR OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SÍMI 11633 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Hírast í snjóhúsi um jólin „Við enim að þessu til gamans, til að fá tilbreytingu í jólahaldiö, sem hefur verið með hefðbundnum hætti í tuttugu ár,“ sögðu þeir félag- ar Eiríkur Eiríksson og Gunnlaugur Rögnvaldsson í samtali við blm. Morgunblaðsins. Þeir hyggjast dvelja í snjóhúsi um jólin í ná- grenni Hengils á Hellisheiði. „Við fengum þessa flugu í koll- inn fyrir nokkrum dögum, að sleppa öllum nútímaþægindum og prófa hvernig það er að hírast í snjóhýsi fjarri fjölskyldunni yf- ir jólin. Jólasteikin verður að sjálfsögðu með í förum ásamt eldunarbúnaði til að gera hátíð- armáltíð. Við finnum örugglega góðan skafl einhvers staðar og verðum í sérstökum göllum frá Sjóklæðagerðinni, sem gaman verður að prufa. Varðandi öryggi verðum við í talstöðvarsambandi við bæinn og með góðan viðlegu- búnað. Við hugsum til allra á að- fangadagskvöld. Gleðileg jól.“ DAGUR TIL JÓLA Morgunblaðið kemur næst út föstudaginn 28. desember. Blaðið sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól! JóUfagnaður Verndar verður haldinn í húsi Slysavarnafélags íslands á Grandagarði á morg- un, aðfangadag. Verður þar að venju síðdegiskaffi, kvöldmatur og kvöldkaffi. Allir, sem ekki hafa tæki- færi til að dveljast með vandamönnum eða vinum á þessum hátíðisdegi, eru vel- komnir á jólafagnaðinn. Húsið verður opnað klukkan 3 síðdegis. Þekktur söngleikur færður upp: „Litla hryllings- búðm“ í Gamla bíói velja jólagjöfina í ár. Garðyrkjustöðvar: Framleiðslan aukin um 20-30 % með koltvísýringi AÐ UNDANFÖRNU hafa verið framkvsmdar mslingar á koltvísýr- ingsinnihaldi lofts í gróðurhúsum í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Kom í Ijós að innihaldið er talsvert innan við 0,03% sem er hið náttúrulega koltvísýringsinnihald andrúmsloftsins. Talið er mögulegt að auka uppskeru í gróðurhúsunum um 20—30% með því að auka koltví- sýringsmagnið upp í 0,1% eins og gert er víða í nágrannalöndunum Kostnaður við slíkar ráðstafan- ir er nokkur en til að standa undir honum er nóg að uppskeran aukist um 10%. A vegum Sambands garðyrkjubænda, Garðyrkjuskól- ans og Búnaðarfélags Islands er vinnuhópur starfandi að þessum málum og leggur hann til að áður en garðyrkjubændur fari út í að kaupa tæki til að auka koltvísýr- inginn verði gerðar tilraunir í Garðyrkjuskólanum og hjá fáein- um garðyrkjubændum til að kanna möguleikana út í ystu æsar. Sjá „Möguleikar á að auka gróðurhúsafram- leiðsluna...“ bls. 71. 25. jólafagn- aður Verndar Gamansöngleikurinn The Little Shop of Horrors, eða Litla hryllings- búðin, sem farið hefur sigurfór víða um lönd, verður frumsýndur í Gamla bíói af Hitt-leikhúsinu 13. janúar nsstkomandi. Söngleikurinn var fyrst frumsýndur í New York fyrir 3 árum og er í gamansömum tón með hrollvekjuívafi, en þráðurinn fjallar um mannstuplöntu og sitthvað þar í kring. Litla hryllingsbúðin er eftir þá Howard Ashman og Allan Menk- en, New York-búa sem unnið hafa í tilraunaleikhúsum og á auglýs- ingastofu. Þeir fengu fjársterka aðila til þess að setja upp leikinn, því plönturnar eru mikið fyrir- tæki. Fyrir ári var söngleikurinn fyrst sýndur í Evrópu og nú standa yfir sýningar í Stavanger, Kaup- mannahöfn, Osló og London við fá- dæma góðar undirtektir, að sögn Páls Baldvinssonar, sem ásamt Sigurjóni Sighvatssyni stendur að sýningunni. Megas þýðir bundið mál en Ein- ar Kárason annan texta. Leikarar eru Leifur Hauksson, Edda Heið- rún Backman, Gísli Rúnar Jóns- son, Þórhallur Sigurðsson, Ragn- heiður Elfa Arnardóttir, Harpa Helgadóttir og Sigríður Eyþórs- dóttir. Plantan er leikin af Ariel Pard- in, brúðuleikara frá ísrael. Á móti honum leikur Björgvin Halldórs- son rödd plöntunnar. Leikmynd gerir Guðbjörn Gunnarsson. Guð- munda Þóris gerir búninga. Við frumsýningu kemur danshöfund- urinn Idie Cowan frá New York, en hún samdi dansana fyrir sýn- ingarnar í London og New York. Sóley Jóhannesdóttir danskennari var um tíma hjá Idie í New York og hefur hún æft dansana en Idie mun koma um áramótin og æfa dansana fram að frumsýningu. Ljósameistari verður frá London, David Hersey, en hann sá m.a. um lýsingu í söngleikjunum Cats og Evitu í London og New York. Lítið rokkband undir stjórn Péturs Hjaltested sér um hljómlistina, en um þessar mundir er verið að leggja síðustu hönd á hljómplötu með tónlistinni úr verkinu og mun hún koma út eftir áramótin. LÍÚ er aðili að VSÍ: Því eðlilegt að VSÍ gangi frá samningiim við sjómenn segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ „LÍÚ hefiir verið aðili að Vinnuveit- endasambandi íslands síðan 1970 og allir kjarasamningar, sem gerðir hafa verið síðan, hafa verið gerðir í sam- ráði við það. Því finnst mér rétt að VSÍ Ijúki samningum við sjómenn eins og aðra,“ sagði Kristján Ragn- arsson, framkvsmdastjóri LÍU, er blm. Morgunblaðsins innti hann álits á ummslum forseta Sjómannasam- bandsins í Mbl. í gsr, þess efnis að viðbrögð útvegsmanna við launakröf- um vsru andstsð öllum hefðum. „Sjómenn gerðu kjarasamninga síðastliðið vor I samræmi við al- menna kjarasamninga með upp- sagnarákvæðum eins og þar voru. Uppsagnarákvæði voru 1. septem- ber og 1. desember, en sjómenn nýttu sér ekki uppsögnina 1. sept- ember, en gera það hins vegar núna. Þeir fengu 3% launahækkun 1. desember og hækkun á kauptrygg- ingu og kaupliðum. Þeir fengu 10% hækkun á kauptryggingu og kaup- liðum frá 1. nóvember vegna kjara- samninganna við verkafólk. Þannig að þeir hafa fengið sömu hækkanir og aðrir á kauptryggingu og kaup- liðum. Þeir eru nú einir eftir í þess- ari hringferð, sem farin hefur verið um vinnumarkaðinn og hefur í framhaldinu staðið til boða að fá hækkanir til samræmis við aðra. Við teljum þess vegna eðlilegt með hliðsjón af því, að þeir gerðu samn- ing, sem var í algjöru samræmi við það, sem gerðist á vinnumarkaðn- um síðastliðið vor, að VSl ljúki þessu máli við þá eins og aðra. Hitt undrar mig að forseti Sjó- mannasambandsins geri Iftið úr hækkun fiskverös í viðtali við blm. Morgunblaðsins. Eg skil það svo, að hækkun fiskverðs sé sú launahækk- un, sem sjómenn munu byggja af- komu sína á. Þess vegna skiptir hækkun þess öllu máli fyrir þá. Mér kemur því yfirlýsing forsetans ein- kennilega fyrir sjónir vegna þess að forystumenn sjómanna hafa allir lýst því yfir að undanförnu, að þeir geri sér grein fyrir því, að staða útgerðarinnar sé með þeim hætti, að ekkert sé af henni að hafa,“ sagði Kristján Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.