Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 71 Gróðurhúsaáætlun: Hægt að auka fram- leiðsluna um 20—30 % með koltvísýringsgjöf TALIÐ er mögulegt að auka uppskeru íslenskrar gróðurhúsaframleiðslu um 20 til 30% með því einu að auka koltvísýringsinnihald loftsins í gróðurhúsun- um. Fyrir forgöngu garðyrkjubænda hafa verið gerðar mælingar á koltvísýr- ingsinnihaldi í gróðurhúsum við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Kom í Ijós að innihaldið er talsvert innan við 0,03% sem er hið náttúrulega innihald en með því að auka koltvísýringsinnihaldið upp í 0,1 % eins og gert er í nágrannalöndunum er talið að auka megi uppskeruna um 20—30%. 10% uppskeruaukning myndi standa undir kostnaði við aðgerðirnar. Blaðamenn Morgunblaðsins heimsóttu Garðyrkjuskólann á dögunum og var þá rætt við Grét- ar J. Unnsteinsson skólastjóra og Magnús Ágústsson tilraunastjóra sem séð hefur um koltvísýring- stilraunirnar. Þeim sagðist svo frá: Á fundi starfsmanna skólans með garðyrkjubændum í Borgar- firði fyrir rúmu ári voru þessi mál mjög til umræðu og í framhaldi af því var ákveðið að Garðyrkjuskól- inn festi kaup á sérstöku mæl- ingatæki til að mæla koltvísýr- ingsinnihaldið í allt að sex gróð- urhúsum. Tækjabúnaðurinn kost- aði uppsettur um 150 þúsund krónur. Mælingar hófust um miðj- an mars og fljótlega staðfestist sá grunur manna að koltvísýrings- innihaldið væri of lítið. Til dæmis var koltvísýringsinnihaldið tals- vert fyrir neðan 0,03% í tómat- húsi, en það er hið náttúrulega koltvísýringsinnihald andrúms- loftsins, mest allt ræktunartíma- bilið ef miðað er við daglegar mælingar klukkan 15. Hlutfallið er svona lágt þrátt fyrir að notað- ur hafi verið húsdýraáburður sem bændur hafa hingað til talið að héldi koltvisýringsinnihaldinu uppi. Virðist hann aðeins bæta ástandið í byrjun ræktunartíma- bilsins. Svipað var upp á teningn- um í gróðurhúsi þar sem ræktaðar voru pottaplöntur. Á stjórnarfundi í Sambandi garðyrkjubænda, sem haldinn var hér í Garðyrkjuskóla ríkisins með skólastjóra í haust var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp til að vinna frekar úr þeim upplýsingum sem safnað hafði verið. í þeim hópi eru Guðmundur Sigurðsson garðyrkjubóndi á Áslandi sem er formaður, Magnús Ágústsson til- raunastjóri við Garðyrkjuskólann og Axel Magnússon garðyrkju- ráðunautur. Rætt hefur verið um að Rannsóknarstofnun landbún- aðarins tilnefni einnig mann í vin- nuhópinn. Á vegum þessa vinnu- hóps hefur verið safnað upplýsing- um um möguleika til að auka koltvísýringsinnihald loftsins í gróðurhúsunum, meðal annars með notkun hreinnar kolsýru eða með því að brenna gasi eða stein- olíu. Verð á steinolíu virðist vera hagstæðast, 26 krónur á hvern rúmmetra af koltvísýringi. Gasið kostar um 27 krónur, innflutt hrein kolsýra 70 krónur en kolsýra framleidd hér á landi 84 krónur. Það verður að hafa í huga að ýms- ar hættur eru því samfara að brenna gasi og steinolíu í gróður- húsunum ef fyllsta öryggis er ekki gætt. Ef reynslan hér yrði svipuð og í okkar nágrannalöndum, það er að aukning á koltvísýringsinnihaldi lofts í gróðurhúsum upp í 0,1% hafi í för með sér 20—30% aukn- ingu á uppskeru, er ljóst að hér er á ferðinni stórmál fyrir íslenska garðyrkjubændur. Við teljum þó rétt að kanna þetta mál út i ystu æsar, bæði hér á Garðyrkju- skólanum og hjá fáeinum garð- yrkjubændum, áður en farið er að ráðleggja mönnum að leggja út í þann kostnað sem óhjákvæmilega fylgir þessu, sögðu Grétar og Magnús að lokum. Helgi einn snjallasti danshöfundur í heimi HELGI Tómasson, ballettdansari og balletthöfundur (kóreógraf), hefur fengið afburða góða gagn- rýni fyrir nýja ballettinn sinn, „Menuetto", sem frumsýndur var í New York um sl. mánaðamót. Kunnustu dansgagnrýnendur Bandaríkjanna, t.d. Clive Barnes hjá New York Post og Anna Kiss- elgoff hjá New York Times, nota hástemmd lýsingarorð um Helga og ballett hans. Kalla þau hann m.a. meiriháttar hæfileikamann á sviði kóreógrafíu og segja að með „Menuetto“ sé stiginn fram á sjónarsviðið ungur meistari, verð- ugur arftaki George Balanchines og Jerome Robbins, mestu ball- etthöfunda Randaríkjanna. Dansgagnrýnandi Women’s Wear Daily, Joseph H. Mazo, segir í umsögn sinni i The Rec- — segja bandarísk stórblöö um Helga Tómasson og nýjan ballett hans, Menuetto ord að allir þeir, sem hafi velt vöngum yfir hvenær Banda- ríkjamenn gætu státað af afburðagóðum nýjum klassísk- um kóreógraf, ættu að fara og sjá „Menuetto" í ríkisleikhúsinu í New York: Nýi höfundurinn sé mættur. Hann segir að í kór- eógrafíu Helga njóti sín allir þeir eiginleikar, er hafi gert hann að miklum ballettdansara. Ballettinn sé frumlegur í ný- klassískum stíl og minnt er á að þegar Jerome Robbins hafi sýnt Balanchine kafla úr „Dances at a Gathering" hafi gamli meistar- inn sagt: „Meira, semdu meira." Það sama verði að segja um Helga Tómasson. Anna Kisselgoff segir að Helgi hafi staöist sitt eigið próf með mikilli prýði, hann hafi verið einn af bestu klassísku baliett- dönsurum heims í um tuttugu ár og sé nú í fremstu röð banda- rískra danshöfunda. Georgette Gouveia skrifar í blöð Gannett- dagblaðakeðjunnar, að i Helga Tómassyni sé fólgin framtíð New York City Ballet, hjá hon- um fái orðið „fegurð“ tign sína á nýjan leik. Clive Barnes dáist að hugmyndaflugi og tæknikunn- áttu Helga, sem sé frábær — segir að það sé töfrum líkast að sjá dansarana túlka verk nýja meistarans. Helgi Tómasson — hér með Jerome Robbins og Leonard Bernstein — fær nú mikið lof vestra sem balletthöfundur. Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins og Þorsteinn Guðnason hagfræðingur. Fjárfestingarfélag íslands: Nýjung á íslenskum verðbréfamarkaði „Þróun verðbréfamarkaðarins hefur gengið vel. Fólk er farið að nota og skilja verðbréf," sögðu þeir Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags Islands, og Þorsteinn Guðnason hagfræðingur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins síðastliðinn föstudag, en félagið hyggst bjóða upp á nýjung á verðbréfamarkaði, svokallaðan verðbréfasjóð, og geta einstaklingar annaðhvort gerst hluthafar eða keypt skuldabréf af honum. Að sögn þeirra félaga mun verð- bréfasjóðurinn kaupa skuldabréf og í einhverjum mæli ríkistryggð fyrst í stað. Út á þetta verða gefin hlutabréf til hluthafa og skulda- bréf til annarra viðskiptavina sjóðsins. Til að stofna sjóðinn verða gefin út hlutabréf að nafn- verði 500 þúsund krónur, en gert er ráð fyrir að stjórn hans fái heimild til að auka hlutafé í allt að einum milljarði króna. Af skattalegum ástæðum er búist við að eftirspurn eftir skuldabréfum sjóðsins verði meiri. Á verðbréfamarkaðinum nú eru helst tveir kostir: spariskírteini með 8—9% raunávöxtun og veð- skuldabréf með 14—18% raun-- ávöxtun. Með verðbréfasjóðnum er boðið upp á nýtt form, eins og áður segir. Áhættudreifingin er sjálfvirk, en ávöxtun hlutabréf- anna og skuldabréfanna fer eftir afkomu sjóösins hverju sinni. Þá njóta sparifjáreigendur hag- kvæmni stærðar sjóðsins um leið og þeir geta nýtt sér sérþekkingu þeirra sem þar starfa. Aðspurðir um hvaða áhrif verð- bréfasjóðurinn hefði á verðbréfa- markaðinn, sögðu þeir Gunnar Helgi Hálfdánarson og Þorsteinn Guðnason, að inn á markaðinn kæmi rökréttur kaupandi. Mark- aðurinn verður því virkari og verðmyndun réttari. Þá mun að- hald í vaxtaákvörðunum aukast — þær verða ekki eins gerræðislegar og raun ber vitni, heldur í sam- ræmi við horfur og aðstæður í efnahagslífinu og á fjármagns- markaðnum. „Sterkur verðbréfamarkaður getur flýtt fyrir nýsköpun at- vinnulífsins, sem er nauðsynlegt að eigi sér stað á næstu árum. Verðbréfaviðskipti eru því sjálf- sagður og eðlilegur hlutur í nú- tíma þjóðfélagi." Vegna þessarar nýbreytni í starfseminni mun Fjárfestingar- félagið fjölga starfsfólki og er að stækka verðbréfamarkað sinn sem flytja mun að Hafnarstræti 7, jarðhæð, fljótlega eftir áramót. Loðskinnauppboð í Lundúnum: „Gullna eyjan“ seld á allt að 27.600 kr. í SÍÐUSTU viku fór fram fyrsta loð- skinnauppboðið hjá Hudson’s Bay- uppboðshúsinu í Lundúnum. llpp voru boðin eldisrefaskinn svo og al- mennar loðskinnavörur. Meðal ann- ars voru boðin upp skinn frá íslensk- um loðdýraræktendum og eru það fyrstu íslensku refaskinnin sem seld eru í vetur. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Skúla Skúlasyni hjá Kjörbæ hf., sem er umboðsaðili Hudson’s Bay á íslandi, gekk upp- boðið vel og fara hér á eftir helstu niðurstöður þess: Upp voru boðin 54.717 blárefaskinn, þar af 1.500 frá íslandi, og seldust 72% þeirra. Meðalverð var 1.796 íslenskar krónur fyrir flokkuð skinn sem er 70 til 80% hærra verð en á des- emberuppboðinu í fyrra. Fyrir skuggaskinnin (shadow) fengust að meðaltali 1.921 ísl. krónur. Seldist 93% þeirra 22.847 skinna sem voru boðin upp og voru nokk- ur skinn frá íslandi i þeim hópi. Skinn af silfurbláref, sem er af- kvæmi silfurrefs og blárefs, seld- ust fyrir 4.032 ísl. krónur að með- altali sem talið er mjög hátt verð. Boðin voru 3.897 skinn og seldist 75% þeirra. Hörð samkeppni var um skinn af tegundinni gullna eyj- an (golden island) en þessi tegund er afkvæmi siifurrefs og íslensks heimskautarefs. Bestu skinnin voru slegin á 27.600 krónur en meðalverðið var 14.736 ísl. krónur. Útibú frá Haf- rannsókn opnað í Eyjum VIÐ AFGREIÐSLU fjárlaga sam- þykkti Alþingi að opnað yrði í Vest- mannaeyjum útibú frá Hafrann- sóknastofnun á seinni hluta næsta árs. Um árabil hefur verið ætlað húsnæði undir útibú frá Hafrann- sóknastofnun í húsi vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum, en nú hefur Alþingi samþykkt að starf- semi hefjist. Vestmannaeyja- svæðið þykir mjög fýsilegt til margháttaðra rannsókna, enda eru þar auðugustu fiskimiö við ís- land og mikið hrygingasvæði. Fyrir eru á landinu útibú Haf- rannsóknar í Ólafsvík, á ísafirði, Húsavík og Höfn í Hornafirði. Einn sérfræðingur verður ráðinn að útibúinu í Eyjum, en undirbún- ingur að starfseminni hefst í byrj- un næsta árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.