Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓHANNJÓHANNESSON fyrrverandí bankafulltrúi, Melhaga 10, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Vinafélag Skálatúns. Minningarkortin eru afgreidd á skrifstofu Styrktarfélags vangefinna. Sigurbjörg Siggairadóttir, Anna Sigrföur Jóhannsdóttir, Jenny Forberg, Valur Jóhannsson, Edda Jónsdóttir, örn Jóhannsson og barnabörn. t Faöir okkar, SIGURÐUR MAGNÚSSON fró Syöri-Löngumýri, Leifsgötu 28. lést aö morgni 17. desember i Landakotsspitala. Jón Magnús Sigurösson, Gunnar Emil Sigurösson. t Eiginmaöur minn og faöir, MARKÚS ÍSLEIFSSON húsasmföameistari, lést hinn 13. desember sl. Útförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Landspitalans fyrir frábæra hjúkrun og umönnun í veikindum hans. Guöbjörg Eirfksdóttir, örn Ævarr Markússon. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, STEINUNN HELGA GUDMUNDSDÓTTIR frá Svfnanesi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. desember kl. 15.00. Sæmundur Helgason, Ragnhíldur Þorgeirsdóttír, Gunnar Helgason, Guöbjörg Þórarinsdóttir, Guörún Þóröardóttir og barnabörn. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÁSGRÍMUR PÁLSSON, Asparlundi 11, Garöabæ, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni i Hafnarfiröi föstudaginn 28. desember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir. Ragnheiöur Hermannsdóttir, Páll Asgrfmsson, Eirfka Asgrfmsdóttir, Birgithe P. Ásgrfmsdóttir. ■t Móöir okkar og tengdamóöir, ■■ ELÍN SVEINSDÓTTIR, Meöalholti 21, sem andaöíst 13. desember, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. desember kl. 13.30. Unnur Vilhjálmsdóttir, Kristján Jóelsson, Sveínbjörg Vilhjálmsdóttir, Georg Ámundason, Andrés Már Vilhjálmsson, Guórún Torfadóttir, Statán Gunnar Vilhjálmsson, Indiana Ingólfsdóttír. + Eiginkona min, dóttir. móöir, tengdamóöir, amma og langamma, ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Blönduhlfð 22, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. desember kl. 13.30. Þeim vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag íslands. Jóhannes Hannesson, Guöný Guömundsdóttir, Hannes Jóhannesson, Svavar Jóhannesson, Jónfna Jóhannesdóttir, Halldóra Svavarsdóttir, óskfrö Svavarsdóttir, Elfn Jóhanna Másdóttir, Kristján Már Arnarsson, Stefanfa Marfa Másdóttir, Guóný Viktorfa Másdóttir. Minning: Sólveig Magnea Jónsdóttir Hún lést á Landakotsspítala hér í Reykjavík þann 10. des. sl. eftir tiltölulega stutta legu. Hún hafði átt við vanheilsu að búa um all- langt skeið og verið alblind síð- ustu 8 árin, en bjó samt ein í íbúð sinni á Birkimel lOb, og naut stuðnings og aðstoðar systkina sinna, frændfólks og vina. Þegar Magnea er horfin á braut finnst okkur frændfólki hennar og vinum allt fátæklegra og snauðara eftir en áður, því svo vel var hún metin í starfi sínu sem hjúkrun- arkona, svo mild og hjartahlý var hún í samskiptum sínum við aila, sem hún kynntist á lífsleiðinni. Magnea var fædd að Holti í Álftaveri í V-Skaftafellssýslu 1. nóv. 1904. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jón Sverrisson, bóndi í Holti og síðar yfirfiskmatsmaður í Vestmannaeyjum, ættaður frá Klauf í Meðallandi og kona hans, Sólveig Jónína Magnúsdóttir frá Fagradal í Mýrdal. Báðir voru for- eldrar Magneu Skaftfellingar í ættir fram. Afi Magneu í föðurætt var Sverrir Magnússon er var um skeið bóndi að Klauf í Meðallandi, en síðast að Skálmabæjarhraun- um í Álftaveri, en föðuramma hennar var Sigríður Jónsdóttir frá Hrauni í Landbroti. í móðurætt var afi Magneu Magnús bóndi í Fagradal í Mýrdal og móðuramma Sólveig Sigurð- ardóttir, kona hans. Magnea ólst upp hjá foreldrum sínum í Holti og var fimmta barn þeirra, en alls eignuðust foreldrar hennar 15 börn, og af þeim eru 8 á lífi, þegar þetta er ritað, 3 bræður og 5 systur. í Holti í Álftaveri, þar sem Magnea ólst upp, var þríbýli á æskuárum hennar, en öll voru þessi býli smá, til þess að fram- fleyta svo stórum fjölskyldum, og jarðirnar fremur kostarýrar, en samt voru þarna til heimilis um 30 manns, þegar flest var, en siðast- liðið ár var þar aöeins einn maður, en eftir lát hans er þar enginn maður búandi. Svo stórkostlegar hafa breytingarnar orðið í þessari tiltölulega fámennu sveit. Eftir Kötlugosið 1918 fer fólki fyrst fyrir alvöru að fækka í Verinu. Magnea fluttist með foreldrum sínum til Vestmannaeyja, árið 1919, en þá þótti sýnt að margar jarðir í Álftaveri hefðu skemmst svo mjög, að ekki þótti þar lengur lífvænlegt til búskapar, enda jarð- ir flestar kostarýrar og búskap- arhættir víðast gamaldags. í Vest- mannaeyjum farnaðist fjölskyld- unni vel. Jón Sverrisson var dugn- aðar- og greindarmaður og var fljótur að venjast nýjum aðstæð- um og varð eftir nokkur ár yfir- fiskmatsmaður í Eyjum. Hann naut fljótt virðingar og trausts í Eyjum, eins og hann hafði notið í Álftaveri. Börn þeirra hjóna reyndust dugnaðarfólk og komust vel áfram. Ekki komst fjölskyldan þó hjá öllum áföllum, fremur en aðrir Vestmanneyingar fyrr og síðar. í janúar 1927 fórust tveir eldri synir þeirra hjóna með vélb. Minervu, þeir Einar og Sverrir, ásamt náfrænda þeirra, Ragnari Bjarnasyni úr Reykjavík, sem að- eins ætlaði að dvelja í Eyjum í nokkra mánuði. Þetta var þungt áfall, en því var tekið með festu og trúartrausti af foreldrum og systkinum. Þeir Háagarðsbræður, Einar og Sverrir, voru duglegir og kappsfullir sjómenn og Einar, formaðurinn á Minervu, var talinn meðal efnilegustu ungu formanna í Eyjum á þessum árum. Magnea vann lengst af á heimili foreldra sinna, eftir að fjölskyldan fluttist til Eyja, en um 1930 hóf hún hjúkrunarnám, og lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Islands 1935 og stundaði framhaldsnám í Nor- egi, og vann síðan við hjúkrun- arstörf í Noregi og hér heima næstu árin. Stundaði hún þessi störf bæði hér í Reykjavík og úti á landi, og gat sér hvarvetna hið besta orð. Lengst starfaði hún hér við sjúkrahús Hvítabandsins og síðan sem forstöðukona við sjúkrahúsið Sólheima í Tjarnar- götu, með læknunum Jónasi Sveinssyni, Bjarna Bjarnasyni og Þórarni Guðnasyni. { störfum sínum reyndist hún frábærlega samviskusöm, þolin- móð og glaðlynd og taldi ekki eftir sér sporin eða tíma, ef hún gat létt sjúklingunum þær byrðar, er þeir urðu að bera hverju sinni. Vissu- lega þarf oft mikla stillingu og þolinmæði, til þess að sinna sár- þjáðum sjúklingum, sem vart geta af sér borið. Glaðlyndi og lipurð hjúkrunarfólksins er oft á við hin bestu læknislyf, svo mun flestum finnast, sem á sjúkrahúsum hafa dvalið. Ég veit með vissu, að hlýr hugur fylgir Magneu Jónsdóttur, þegar hún er horfin yfir landa- mærin, að loknu blessunarríku ævistarfi. Síðustu æviárin voru henni erf- ið. Þegar hún var rúmlega sjötug fann hún til sjóndepru, sem ágerð- ist furðu fljótt og var hún alblind síðustu átta æviár sín. Þetta varð henni þungbær tími. Hún, sem svo mörgum hafði hjálpað, hlaut nú að njóta hjálpar annarra, vanda- manna sinna og vina. Á fyrri árum dvaldi hún oft í leyfum hjá systur sinni, Ingi- björgu, og fjölskyldu hennar í Noregi og voru það hennar sæl- ustu stundir. Á seinni árum, eftir að hún var orðin blind, átti hún margar ánægjustundir með systk- inum sínum og ekki hvað síst, þeg- ar Böðvar bróðir hennar tók hana með í ferð austur í Álftaver, þar sem hún hafði notið æskudaga sinna. Hún varð nú eðlilega að láta sér nægja lýsingu á staðhátt- um, en það var eins og hún fyndi á sér hvert hún væri komin, þegar hún nálgaðist æskustöðvarnar, og hafði strokið um jörðina, og fund- ið ilm úr mosa og lyngi, en þá fyrst var hún þó alsæl, er hún hafði fengið sér að drekka úr bæj- arlæknum heima í Holti. Hin síð- asta af slikum ferðum var farin sl. sumar, þegar Ingibjörg systir hennar var hér í heimsókn. Nú þegar jólin nálgast og við hugsum um birtu og helgi jólanna, sem i vændum er, þá trúum við því að augu hennar hafi nú lokist upp, og hún hafi fengið að sjá þá dýrð og fegurð, sem augu okkar mann- anna fá ekki skynjað í þessum jarðneska heimi. Ég vil að lokum blessa minningu Magneu, frænku minnar. Hún verður okkur öllum, vandamönnum og vinum, minn- isstæð og minningin um ævistarf hennar og þjónustu verður okkur stöðug hvatning til góðra verka, því að lífsstarf hennar átti rætur sínar í þeirri bjartsýni og kær- leika, sem jólahátíðin boðar. Óskar J. Þorláksson + Útför vinkonu okkar, SIGRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Furugorði 1, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. desember kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Bryndis Magnúsdóttir, Magnús Geirsson, Sigurbjörg Magnúsdóttír. + Þakka innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur minnar STEINUNNAR JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR, Nönnufelli 1. Kristján Jón Guönason. + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför VILBORGAR PÉTURSDÓTTUR, Skeiöarvogi 139. Jón Danlelsson, Pétur Emilsson' örn Jónsson. + Hjartans þakkir fyrir vináttu og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar, EINARS MAGNÚSSONAR, Vikurflöt 6, Stykkishólmi, Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B-11 Landspitala svo og tll Rakelar og Ágústs Sigurðssonar i Stykkishólmi. Guö blessi ykkur öll. Guóný Aöalbjörnsdóttir, Magnús Einarsson, Einar Þór Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.