Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 254. tbl. 71. árg._____ ___________________________SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaósins Á tcdi við jólasvein Morgunblaftið/RA X Þessir krakkar voru á gönguferð með fóstrum sínum þegar jólasveinninn kom advífandi og heilsaði upp á þau. Þeim þótti karlinn svolítið skrýtinn, en skemmtilegur, og þannig fínnst okkur líka flestum að jólasveinar eigi að vera. Bandarískir þingmenn um hungrið í Afríku: Leggja til stórkostlega loftflutninga til Eþíópíu Washiagton, London, Addis Ababa, 22. desember AP. ÖTULLEGA er nú unnið að því í Bandaríkjunum að stórauka aðstoðina við Eþíópíumenn, sem á þessum jólum horfast í augu við hungurdauðann millj- ónum saman. Ýmsir áhrifamiklir, bandarískir þingmenn hafa verið í Eþíópíu til að kynna sér ástandið og leggja þeir til, að Bandaríkjastjórn hafí forystu um stórkostlega loftflutninga til landsins með mat, lyf og önnur hjálpargögn. Breska stjómin hefur einnig ákveðið að auka verulega aðstoðina. Nicaraguæ Erkibisk- upinn vill sættir IManagua, 22. desember. AP. ERKIBISKUP Nicaragua, faðir Miguel Obando Y Bravo, hvetur í jólaávarpi sínu til þess, að stjórn Sandinista taki upp viðræður við skæruliðana í landinu, sem njóta stuðnings Bandaríkjastjórnar, í því augnamiði að koma á friði í landinu. „Með hverjum deginum sem líður nær ofbeldishugarfarið sterkari fótfestu í hjörtum okkar,“ sagði biskupinn. „Það gengur ekki að fólk komi fram hvert við annað sem skepnur." Faðir Obando Y Bravo gagnrýndi einnig skólakerfi það, sem Sandin- istar hafa byggt upp, og kailaði það „guðlaust efnishyggjukerfi". Hinn kunni blaðamaður frá Nic- aragua, Joaquin Chamorro, sem nú dvelst í Costa Rica, þar sem lýð- ræði ríkir, sagði í viðtali í dag að hann hygðist ekki snúa aftur til heimalands síns fyrr en ritskoðun hefði verið aflétt og blað hans, La Prensa, sem hefur verið eina stjórnarandstöðublaðið í Nicar- agua, fengi að koma út án yfirlestr- ar ritskoðara Sandinista. Chamorro kvaðst jafnframt hafa í hyggju aö skera upp alþjóðlega herör fyrir prentfrelsi í Nicaragua. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands. Indland: Kosið um 509 sæti í neðri þingdeild Nýju Delhí, 22. desember. AP. RÖSKLEGA 2.500 manns hafa gefíð kost á sér í framboð í kosningunum til neðri málstofu indverska þingsins, sem fram fara á aðfangadag jóla og dagana 27. og 28. desember. 509 full- trúar sitja i deildinni. Frambjóðendur hafa valið sér hin fjöiskrúðugustu kjörtákn, myndir af blómum, hestum, fílum o.s.frv., en kosningarnar fara þannig fram að kjósendur merkja við kjörtákn þess frambjóðanda, sem þeir styðja. Þetta er gert vegna þess, að um 65% Indverja, sem eru 730 milljón- ir, eru ólæsir. Flokkur Rajivs Gandhi, forsæt- isráðherra, sem oftast hefur farið með stjórn Indlands frá því landið hlaut sjálfstæði árið 1947, er talinn hafa mestar sigurlíkur i kosningun- um. Kjörtákn flokksins er hægri mannshönd, og leggur flokkurinn mikla áherslu á að dreifa því sem víðast um landið og hengja upp hvar sem færi gefst á almannafæri. Bandarísku þingmennirnir Frank Wolf og Edward Kennedy ásamt mörgum öðrum kunnum löndum sínum hafa verið í Eþíópíu til að kynna sér ástandið þar og hafa allir sömu sögu að segja. Neyðin er óskaplegri en nokkur getur gert sér grein fyrir og hafa þeir lagt til, að Bandaríkjaþing og stjórnin hefjist strax handa við umfangsmikla loftflutninga með mat, lyf og hjálpargögn til deyj- andi fólksins. Wolf átti fund með Reagan, forseta, Bush, varafor- seta, og yfirmanni bandarisku þróunarhjálparinnar og segir hann, að þeir hafi tekið mjög vel í tillögur sínar. í þeim er gert ráð fyrir, að í afskekktum héruðum Eþíópíu verði komið upp búðum, sem verði sjálfum sér nægar um flest, eins og t.d. mat, lyf, eldhús- gögn, fatnað, flutningatæki og eldsneyti. Wolf leggur einnig til, að bandarískir hermenn og þjóð- varðliðar verði notaðir við hjálp- arstarfið og að sjálfstæðum hjálp- arstofnunum verði falin umsjá búðanna að nokkrum tima liðnum. Eins og fyrr segir er Edward Kennedy nýkominn frá Eþíópíu en þangað hefur verið svo stríður straumur af kunnu fólki frá Bandaríkjunum að mörgum hefur þótt nóg um. Sumt af hjálparfólk- inu hefur kvartað undan átroðn- ingi en flestir fagnað innilega komu þessara manna. Þeir snúa aftur til síns heima með þeim ásetningi að gera allt, sem þeir geta til að vekja athygli á hlut- skipti þessa fólks, sem ekki þarf að óttast ofát á jólum, heldur hvort það lifir þau af. Einn þeirra, sem voru í Eþíópiu á dögunum, er bandaríski gaman- leikarinn Dick Gregory sem heim- kominn lýsti því yfir, að hann ætl- aði að hefja föstu um óákveðinn tíma í þeirri von, að það mætti verða til aö rumska við fólki f alls- nægtalöndunum. Þegar honum var borið á brýn, að hann gerði þetta til að vekja athygli á sjálf- um sér, sagði hann, að vissulega væri margur hégóminn í kringum frægt fólk, en hitt væri jafn víst, að frægt fólk gæti oft komið meiru til leiðar en stjórnmálamennirnir. Timothy Raison, ráðherra þró- unarmála í bresku stjórninni, seg- ir, að ákveðið hafi verið að auka aðstoðina við Eþíópiumenn og Súdanbúa um 750.000 pund og hafa Bretar þá varið alls 10 millj- ónum sterlingspunda til hennar síðustu tvo mánuðina. Verður fjárframlaginu nú skipt á milli þriggja sjálfstæðra hjálparstofn- ana og fyrir það keyptur matur, flutningatæki, lyf og tjöld. Læknir frá Kenýa skoðar lítið barn, sem er illa farið af hungri, í hjálparstöó í Alamata, sem er fýrir norðan Addis Ababa, höfuöborg Eþíópíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.