Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 /M' FÖNG Bolli Gústavsson I Jólin koma Jóhannes úr Kötlum er að lík- indum eitt mesta jólaskáld, sem ísland hefur alið. Arið 1932 kom út dálítil Ijóðabók frá hans hendi, er hann nefndi Jólin koma, kvæði handa börnum. Bókina mynd- skreytti Tryggvi Magnússon af miklu listfengi og næmum skiln- ingi á efni ljóðanna. Páar bækur höfðu sterkari áhrif á barnshuga minn, en þetta litla kvæðakver. Það er í senn svo einlægt, mynd- rænt, sannþjóðlegt og tært lista- verk. „Hér má lesa um hitt og þetta, heima og í skólanum, sem þau heyrðu afi og amma, — ekki síst á jólunum.” Saga jólasveinanna, Stekkjar- staurs og félaga, vakti ótal spurn- ingar um þjóðhætti á liðinni tíð. Um margt minntu þeir óknytta- strákar á skugga örbirgðar fyrri tíða; voru öðrum þræði skringi- legir eins og förumenn, sem forð- um urðu söguefni í fábreyttu samfélagslífi, mótuðu af einangr- un og erfiðum samgöngum. Mér er í minni, að aldrað fólk úr sveit sem ég umgekkst um og eftir 1940, hafði gaman af þessum ljóðum. Og þegar það las þau fyrir börn rifj- aðist upp hitt og þetta fróðlegt frá fyrri tíð. Ljóðin vöktu þannig upp aðrar sögur, sem gerðu forvitin börn áfjáð í að kynnast veröld, sem óðum var að hyljast mistri gleymskunnar. um mun marka tímamót í menn- ingar- og trúarlífi þjóðarinnar. Þetta umdeilda hús, sem um tíma var ofsótt bæði í bundnu og lausu máli, hefur í sér fólginn sigurmátt til andlegra hagsbóta, sem þjóðin er í þörf fyrir. Varla hefur mönnum sést yfir það, að í skjóli kirkjunnar var lagður grundvöllur íslenskra bókmennta, að kirkja ruddi prentlistinni braut fyrir fjórum öldum og að um þessar mundir er hún helsti vermireitur æðri tónlistar í landinu. Á að- ventu hrærir göfug tónlist hörp- ustrenginn hjartans og vekur að líkindum sterksta tilfinningu fólks fyrir komu trúarhátíðar. IV Af hverju, afí? Þessi listræni undirbúningur á þó ekki við um bókmenntir, sem enn eru auglýstar Jólabækur" sem fyrr — enda fæstar nær jól- um, að efni til, en fyrrnefndur köttur sjöstjörnunni. Þó er hægt að finna undantekningar. Kemur mér í huga lítil bók eftir Sigur- bjöm Einarsson biskup, sem hann nefndir Af hverju, afi? Hún er gædd þeirri tæru einlægni, sem börn kunna að meta, og jafnframt listrænni reisn, sem prýðir góð skáldverk. Sigurbjörn talar við börn í jólahug á þann hátt, að at- hygli vekur. Honum tekst að laða þau og leiða nær kjarna hátíðar- innar án allrar væmni eða uppá- troðslu. Undur lífsins blasa við, birtast á skrafstundum í skamm- degi. Afinn varpar á þau ljósi, Þið kannizt við jólaköttinn II Jólavaka Þrettán árum síðar sá Jóhannes úr Kötlum um útgáfu safnrits úr íslenskum bókmenntum, sem hann nefndi Jólavöku (útg. 1945). í upphafi formálans kemst hann svo að orði: „Þegar hæst hafa látið í blöðum og útvarpi auglýsingarn- ar um svokallaðar Jólabækur", — bækur sem raunar hafa ekki kom- ið nær jólunum, að efni til, en kötturinn sjöstjörnunni hefur mér stundum dottið í hug að gaman væri að gefa þjóðinni einhvern- tíma kost á að eignast reglulega jólabók, bók sem hefði inni að halda hið helzta af því sem ort hefur verið og skráð á íslandi í sambandi við þessa mestu og ást- sælustu hátíð ársins. Vissi ég, að úr miklu var að moða um þetta efni í fornum bókmenntum vorum og nýjum, þar á meðal sumu því fegursta, sem vér eigum, og þóttist því sjá, að safnrit þeirrar tegund- ar gæti orðið alþýðu manna kær- komnari jólagestur en flestar aðr- ar óviðkomandi bækur. í þeirri trú er svo bók þessi orðin til.“ Og væn að vöxtum varð bókin sú, nær fjögur hundruð blaðsíður, og svo fjölþætt að efni í bundnu og lausu máli að undrum sætir. „Nærri mun láta, að eitt hundrað gerendur íslenzkrar bókmennta- sögu, allt frá Lofti ríka til Steins Steinari, allt frá höfundi Fóst- bræðra sögu til Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar, syngi hér, hver með sínu nefi í jólakór kynslóðanna." Alúð Jóhannesar við gerð þessa rits er í samræmi við þann jóla- anda, sem einkennir ljóðakver hans handa börnum. Fyrir honum vakir, að allir lesendur, Jafnt trú- aðir sem vantrúaðir, jafnt djúphyggjumenn sem formdýrK- endur, geti fundið hér eitthvað við sitt hæfi“. Því takmarki náði Jó- hannes. Sjálfur var hann djúpt snortinn af helgi jólanna, barnstrú hans svo rótföst, að ekk- ert moldviðri fékk haggað henni. Hún gekk raunar í berhögg við trúarviðhorf þeirrar gerzku stjórnmálstefnu, sem hann annars aðhylltist. Lærisveinn hans úr Dölum vestur, Steinn Steinarr, sagði í afmælisgrein um Jóhannes 1949, að hann yrki á stundum eins og hann væri brúðgumi þessarar þjóðar, og bætir við: „ — og kannski er hann það. Hann er að minnsta kosti meira skáld en hin- ir, vegna þess að hann hefur ekki glatað því, sem máli skiptir, ekki réttlætis- og ábyrgðartilfinningu mannsins, ekki einlægni barnsins, ekki sjálfum sér.“ III — Slá þú hjartans hörpustrengi — Því minnist ég þessara bóka hér, að jólahátíðin er um það bil að ganga í garð. Með batnandi hag hefur listrænn undirbúningur jóla orðið fyrirferðarmeiri á Islandi, en nokkru sinni fyrr. Gætir þess einna mest á sviði æðri tónlistar. Aðstaða til tónlistarflutnings hef- ur stórum batnaö með aukinni al- mennri tónmennt og þá ekki síst með nýjum og vel búnum kirkju- húsum. Einmitt við upphaf þessa kirkjuárs er verið að hrinda af stað fjársöfnun til kaupa á orgeli í stærsta helgidóm landsins, Hall- grímskirkju á Skólavörðuhæð i Reykjavík. Þar mun innan fárra ára nást áfangi, sem jöfnum hönd- glæddu af trúarreynslu viturs manns, sem hefur lifað tvenna tíma og oft er frásögnin yljuð notalegri kímni, sem gerir hana leikandi og skemmtilega. Það eina, sem skyggir á, er að bókinni hefur ekki verið sniðinn ytri búningur við hæfi. Þar skilur verulega á milli hennar og bókar Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, sem prýdd er myndlist, íklædd búningi, sem aldrei slitnar eða þæfist. V Skuggi jólakattarins Það er athyglisvert við efni Ijóðabókar Jóhannesar, að undir lokin færist meiri trúaralvara yfir ljóðin. Jafnvel í hinu uggvænlega kvæði um jólaköttinn (ímynd kreppunnar) sem „lagðist á fá- v v.. THORELLA THORELLA ^ ^ IvJvnzia Laugavegs Apóteki Miðbæ við Háaleitisbraut ^ \ i1* Jóíasfareytingar Gerið jó&n hátíðCeg með fattegum jótaskreytíngum frd Borgarbíótnmu. Safrceðvngar í hátíðaskreytíngum »kbeoitkom É Opið ki 10-21 BORGARBLÓMiÐ SKlPHOLTÍ 35 SÍMh 3ZZI3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.