Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 __ VotSte\nn —* v,á 'íH'8UV' \8fte'n , „„ Vobtó- JsVoftat«ia^. vett^n, lóns8011* , Q*mund88“,.innatsson °V, S*tnnn«^ na, Votste'«n”“ Vor>»'d8aon þungA MIÐJAN FINNBOGI MARINÓSSON JENS ÓLAFSSON ættum kannski að fara að undirbúa Þrátt fyrir töluverö umbrot á undanförnum árum hefur afskaplega lítiö bitastætt komiö fram í íslensku tónlist- arlífi. Þetta er döpur staöreynd sem vert er aö velta fyrir sér. Ein af ástæöunum fyrir þessu er aö hérlendar hljómsveitir hafa velt sér upp úr því aö ekki hafa veriö gerðar sömu kröfur til þeírra og erlendra listamanna. Hver af annarri hafa þær komiö og fariö og flestar skiliö eftir sig metnaöarlausar minningar. En þetta er stund- um ekki bara hljómsveitunum aö kenna. íslenskum tónlistarmönnum er þröngur stakkur búinn. Aóstaða til hljómleikahalds er afar bágborin og dýrt að gera vand- aöa plötu. En sem betur fer eru til menn sem trúa á sig og sína tónlist. Leggja mikla vinnu og allan sinn metnaó í þá tónlist sem þeir eru aö fást viö. Eitt skarpasta dæmiö um þetta er Mezzoforte. Frábær hljómsveit sem ekki fékk neinn hljómgrunn hér heima, aö minnsta kosti ekki fyrr en þeir voru búnir aó vekja umtalsveröa eftir- tekt á erlendri grund þar sem margfalt erfiöara er aö vekja á sér athygli. Þá fyrst tók landinn kipp og Mezzo- forte fyllti 1000 manna sal á sínum fyrstu tónleikum hér heima eftir aö hafa veriö rúmt ár erlendis. Og kannski eru þetta örlög góöra íslenskra hljómsveita. Þær þurfa fyrst aö komast á biaó erlendis til aö þeim sé veitt athygli hér heima. Þaö mætti nefna fleiri dæmi en Mezzoforte og þá meöal annars Kukliö. Hljómsveitin gefur út plötu hér heima og erlendis. Hún selst ekkert hér á meðan erlendir tónlistarunnendur halda ekki vatni. Og kannski er enn ein hljómsveitin aö komast í þennan hóp. Hún heitir Pax Vobis. Segja má að Pax Vobis hafi orð- ið til fyrir fjórum árum. Þá hét hljómsveitin Exodus og undir því nafni starfaði hún í tvö ár. A þeim tíma fóstraði hún nokkra ágæta tónlistarmenn sem seinna áttu eftir að gera garðinn frægan undir nafninu Tappi Tíkarrass. Tappinn hefur runnið sitt skeið á enda en segja má að Paxið sé rétt að byrja sinn líftíma, eða það skulum við vona. Pax Vobis var formlega stofnuð 23. okt. 1982. Til að Uyrja með voru félagarnir aðeins þrír. Asgeir Sæmundsson sá um söng og hljóð- gervil, Skúli Sverrisson spilaði á bassa og Þorvaldur Þorvaldsson á gítar. Með þeim spilaði siðan Steingrímur Óli á trommur. Strax í upphafi ákvað hljómsveitin að vanda vel til verksins og taka góð- an tíma í að undirbúa tónlistina fyrir opinberan flutning. í heilt ár hittust piltarnir reglulega, æfðu og þróuðu þá tónlist sem þá lang- aði til að spila, Þegar þeir voru loks orðnir ánægðir komu þeir fram. Það var eins og við manninn mælt. Flokkurinn vakti athygli fyrir góða frumsamda tónlist og þótti flutningur þeirra með af- brigðum góður. Þannig komu þeir fram í nokkurn tíma en höfðu ekki mikið upp úr krafsinu. En hjólin tóku að snúast. Útgáfufyrirtækið Steinar setti sig í samband við sveitina og þeirra á milli var gerð- ur einnar plötu samningur. Þetta var í byrjun árs 1984. Strax var hafist handa við undirbúning plötunnar en af margvislegum ástæðum tafðist vinnsla hennar. Og það var ekki fyrr en átta mán- tónleika eftir uðum seinna, eða í nóvember, sem platan kom út. Á þeim tíma sem leið frá því hafist var handa og þar til platan kom út hefur ýmis- legt gengið á. Hljómsveitin hefur á þessum tíma vakið á sér athygli sem ein efnilegasta íslenska sveit- in í dag og er skemmst að minnast sigurfarar hennar til Finnlands þar sem piltarnir unnu samnor- ræna hljómsveitarkeppni. En allt umtalið og öll athyglin sem Pax Vobis hefur fengið á árinu virðist ekki ætla að skila sér í plötusölu. í dag virðist sem enginn viti hver þessi hljómsveit er þrátt fyrir að nú sé hún rétt að komast á boðleg- an grundvöll. Eða eins og þeir fé- lagarnir segja: „Við vorum orðnir eitthvert nafn áður en við vorum í raun orðnir til. Platan var ekki komin út og við fengum fullt af athygli á röngum tíma.“ En hvernig er Pax Vobis í dag, hvað er hljómsveitin að hugsa og hver eru viðhorf þeirra til þess sem er að gerast? Þungamiðjan settist niður með Jieim félögum í æfingahúsnæði þeirra vestur í bæ. í dag er Pax Vobis fjögurra manna hljómsveit með einn að- stoðarhljóðfæraleikara. Ásgeir, Skúli og Þorvaldur eru á sínum stað. Steingrímur er hættur og í hans stað er kominn Þorsteinn Gunnarsson en hann spilaði áður með Seafunkinu. Þeim til aðstoðar er síðan Þorsteinn Jónsson. Hann spilar á hljóðgervla og er fastur félagi í Sonus Futurae. Eitt af því sem okkur lék for- vitni á að vita var hvað þeim fynd- ist um þau ummæli að þeir væru að stæla bresku hljómsveitina Japan. „Það er skrýtið að mönnum skuli ekki líðast að þeir finni sína eigin tónlist. Við hlust- um á Japan og aðrar góðar hljómsveitir og það er ekkert óeðlilegt að við séum undir ein- hverjum áhrifum frá þeim.“ í beinu framhaldi af þessu barst talið að íslenska poppbransanum. „Hann samanstendur af svona fjörutíu manna hóp. Þeir sem æfa saman þá stundina eru þeir sem eru líka að drekka saman þá stundina. Þeir æfa saman nokkr- um sinnum og síðan er komið fram á tónleikum. Markmiðið er að fá sér í pípu, drekka sig fullan, klára tónleikana og fara síðan út á lífið á eftir. En þeirri hugsun að leggja eitthvað í það sem þeir eru að gera bregður aldrei fyrir. Og alltaf er leitað til þessara sömu manna aftur og aftur þegar vant- ar tónlistarmenn í eitthvert verk- efni. Hvers vegna er nýrri og yngri mönnum ekki gefin tæki- færi líka?“ „Já, þannig er þetta hér heima. Sjáum til dæmis vin- sældalista rásar tvö. íslensku lög- in sem komast þangað inn hefðu öll getað verið gerð fyrir tíu til tuttugu árum. Ekki það að við sé- um að lasta hljómsveitirnar held- ur tekur það íslenska markaðinn tíu ár að taka við breyttum við- horfum og nýjum stefnum." „Já, við ættum kannski að fara að und- irbúa tónleika í Austurbæjarbíói eftir tíu ár. Það getur ekki farið saman að drekka sig fullan og reykja sig „stónd“ fyrir tónleika. Við þetta missir tónlistarmaður- inn einbeitinguna og gerir sitt ekki eins vel og ella.“ Okkur verður tíðrætt um ís- lenska tónlist og tónlistarmenn þessa kvöldstund. Strákarnir hafa ákveðnar skoðanir á hlutunum. Þeir vita hvað þeir vilja, hvert þeir stefna og platan ber þess t.d. merki. Það er mikið til í þeim orð- um sem þeir hafa látið falla hér að framan. En þeir hafa ekki lokið máli sínu heldur bæta við: „Að vera poppari er líka fólgið í að kunna á þau tæki sem eru notuð. Það er ekki nóg að finna út hvar er kveikt og slökkt. Það verður að lesa sig til um tækið og reyna síð- an að ná fram því sándi sem leitað er eftir. Það er nefnilega stað- reynd í dag að sándið er stór hluti af tónlistinni." Talandi um kunn- áttu. Eitt af því sem gefur Pax tíu ár“ Vobis sérstöðu er sándið og bassa- leikur Skúla. Hann spilar á bandalausan bassa og það gefur sérstakt sánd. Auk þess nota þeir bassann ekki eins og venja er, eða sem venjulegt grunnhljóðfæri. Hjá Paxinu er bassinn leiðandi og er framarlega í hljóðblönduninni. „Skúli er einn af örfáum sem ræð- ur við hljóðfærið sem hann er með í höndunum. Hann kann að nota það og við notfærum okkur kunn- áttu hans og vald til að brjóta upp hið hefðbundna form. Skúli er ekki eins og flestir aðrir íslenskir bassaleikarar sem byrja sem þriðji gítarleikari í hljómsveit en eru reknir yfir á bassann vegna þess hversu lélegir þeir eru.“ Þannig gekk umræðan áfram. Hún var ör og það hefði gjarnan mátt láta fleira af því sem rætt var um koma fram. En að lokum stoppaði klukkan okkur og hin sí- gilda spurning sett fram, hvað er framundan? „Við erum að undir- búa síðustu hljómleika okkar á þessu ári. Þeir verða 27. des. í Saf- arí. Það verður síðasta tækifærið til að sjá og heyra okkur spila það efni sem er á plötunni. Um ára- mótin verður síðan allt sett í full- an gang við að setja saman nýja dagskrá. Það er kominn tími á nýtt efni og að þær hugmyndir sem menn eru með fái að njóta sín. Síðan ætlum við í plötuupp- töku í febrúar og áframhaldið á því á eftir að koma í ljós. En eitt er víst að Pax Vobis sendir frá sér nýja plötu fljótlega á næsta ári. En platan sem piltarnir voru að senda frá sér inniheldur tónlist sem ekki er til þess ætluð að kom- ast sem hraðast upp vinsældalista rásar tvö. Hún er framsækin og laglínurnar krefjast þess að hlust- að sé með eftirtekt. Lögin, hljóð- færaleikurinn og útsetningarnar eru einlægar og metnaðarfullar og ef hljómsveitin væri bresk þá kannski tæki fólk henni með opnum örmum og ... En Pax Vobis er íslensk ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.