Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 59 UNNUR STEINSSON „Ekkert hátíðlegra Það eru engin sérstök jól sem eru mér efst í huga núna. Ég hef alltaf verið öll mín jól í föðurhúsum enn sem komið er og við fögnum þeim á sama hátt ár eftir ár. Hátíðin byrjar klukkan sex á heimilinu og meirihluti fjölskyldunnar kemu ' bar saman. Þetta er eini tími á. 'ns sem allir fjöl- skyldumeoiimir hittast og ég veit í raun ekkert hátíðlegra en jólin jafnvel ekki áramótin, þó verið sé að kveðja gamalt ár sem kemur aldrei aftur. Eins og ég sagði byrjar hátíðin heima sex og þá setjumst við öll niður búin í besta skart og hlýðum á útvarpsmessuna. Maturinn er um sjöleytið, eða er messu lýkur, og það hefur verið siður í fjöldamörg ár að hafa svínabóg með öllu tilheyr- andi á aðfangadagskvöld. A eftir því tilheyrir það að borða graut sem ég kann ekki skil á en hann er búinn til úr hrís- grjónum, rjóma o.fl. í raun held ég að mér fyndust lítil jól ef þann graut vantaði. Svona er maður vanafastur. Þegar búið er að borða og ganga frá eru asi og læti að komast að jólatrénu því börnin eru mörg og ung. Kvöldinu eyðum við svo í rólegheitum og er líða fer á það tökum við upp jólakortin, drekkum súkkulaði og borðum kökur. Nú er ég nýgift og alveg ákveðin í að halda þessum sið- um áfram. Að vísu kemur mað- urinn minn með sina siði heiman frá sér og við reynum að samræma þá eftir bestu getu. SVEINN SÆMUNDSSON „Jólin í Kanada eftirminnilegust Eins og ég sé jólin þá eru þau alltaf mest og best á íslandi sagði Sveinn Sæmundsson þegar blm. hringdi í hann og spurði útí jólin. Maður man nú einna ljósast eftir jólunum frá því að maður var barn, en auk þess eru mér minnis- stæð jólin er ég var í siglingum og ferðalögum erlendis. Jólin fóru þá oft meira eða minna forgörðum og maður saknaði svo helginnar og há- tíðablæsins sem ríkir yfir öllu hér heima og á vantar í sumum löndum. Ætli jólin í Kanada verði mér ekki eftirminnilegust. Þá var ég á að- fangadag ásamt félögum mínum á leið upp ána Fraser. Það var indælis veður og ætlunin var að skola og leita að gullsandi. Að sjálfsögðu höfðum við ekki erindi sem erfiði. Þessir vinir mínir voru Bretar og einn Frakki og þeir voru ákveðnir í að taka þvi rólega til baka og þeim lá hreint ekkert á. Ég var aftur á móti ákveðinn í að komast skyldi ég fyrir kvöldmat til byggða því að- fangadagskvöldi hafði ég ákveðið að eyða með íslenskri fjölskyidu sem ég bjó hjá um þær mundir. Eftir miklar fortölur og bænir var ákveð- ið að hraða förinni og með heppni náðum við heim um þær mundir sem klukkurnar hringdu inn. Þarna hélt ég að ég myndi missa af blessuðum jólunum. Jólin eru einstök fjölskylduhátíð og mikið myndi vanta ef ekkert „Heims um ból“ væri sungið. Það er eins og barnið komi alltaf upp í manni um leið og jólin nálgast, tilhlökkunin lifír alltaf í manni. JAMIE FARR „Valdamenn taki höndum saman“ Eg á bara til eina ósk fyrir hver einustu jól og hún er: Að allir heimsins valdamenn leggi niður vopnin, taki saman höndum og gangi í kringum jólatréð um leið og þeir syngja „Friður á jörðu". ÖRLYGUR HÁLFDANARSSON „Biðin löng eftir jólunum" Eg minnist nú helst jóla frá því ég var barn, þegar ég fer að hugsa mig um, sagði Örlygur Hálfdanarson. Ég er fæddur og uppalinn í Viðey á Kollafirði og þar bjuggum við systkinin með móður okkar. Hjá okkur var oft þröngt í búi. Biðin var þó löng eftir jólunum, eins og annars staðar og sérstaklega síðustu dagana, þegar við biðum eftir systur minni, sem vann í Reykjavík og kom heim með fulla tösku af pökkum og góð- gæti frá frændfólki, sem mundi eftir okkur, Guði sé lof. Svo er það einn aðfangadag, ætli ég hafi ekki verið sjö eða átta ára, að við krakkarnir för- um niður 1 fjöru til að stytta okkur tímann í Kríusandi og byggðum þennan feikimikla sandkastala, sem var mannvirki mikið. Þegar við lukum við bygg- inguna var dagur að kveldi kom- inn og kastalinn á leið að skolast burtu, auk þess sem sást í bátinn með systur minni innbyrðis. Þetta leið því furðu fljótt og alltaf hef ég verið frændfólki mínu þakklátur fyrir að muna eftir okkur börnunum. Slíku gleymir maður aldrei. SR. ÓLAFUR SKÚLASON Keflavík og Kórea Eftirminnileg jól, já. Þau eru það reyndar öll. Þó er blæ- brigðamunur á minningum. Þar veldur nokkru, hvernig hinn ytri búnaður hefur birzt. Innri kjarn- inn þó alltaf hinn sami. Gleðin yfir gjöfinni. Hátíðin á heimilinu. Helgiblær í viðmóti og samfélagi. Þannig rifja ég upp öll jól, en þau verða e.t.v. sérstökust í minning- unni, fyrstu prests-jólin mín. Við höfðum þá hjónin verið nokkra mánuði í Ameríku. Ég þjónaði sveitaprestakalli með sjö kirkjum, enda þótt ekki væri hægt að messa nema í sex þeirra yfir vetrarmán- uðina. Og á aðfangadagskvöld þessara fyrstu jóla höfðum við Ebba konan mín gengið að skreyttu borði á Elliheimilinu í Mountain, bænum, þar sem fyrsta heimilið okkar stóð. Og allt var svo íslenzkt, að hægt hefði verið að hugsa sér, að svona hlyti það að hafa verið aldirnar mörgu, ef ekki hefði komið til, að það var sjón- varp í einu horninu. En íslenzkur en jólin“ matur, islenzk borðbæn, áður en tekið var til við að snæða, og svo íslenzkir jólasálmar. En frá elliheimilinu var haldið út i myrkrið og snjóinn til þess að syngja messu úti í sveit kl. 8 um kvöldið. Fyrsta jólamessan mín. Og mér hafði ekki gengið vel með ræðuna. Svo einkennilegt að vera að semja hana á ensku. Reyndar var oft erfitt í fyrstu að finna rétt- an blæ á framandi máli fyrir innstu tilfinningar og helgustu kenningar, og þó alveg sérstaklega á jólum. Mér gekk eiginlega ekki neitt, þar til ég fékk konuna mína til þess að syngja fyrir mig Heims um ból, á meðan ég var að skrifa. Aftur og aftur. Nóg var vitanlega af jólalögum í útvarpinu, og hafði gengið svo allan desember, en mig vantaði strenginn heim, heim til Islands, heim á Vallargötuna í Keflavík, til pabba og mömmu, já, að ganga í kirkjuna mína þar, með þeim. En ræðan var þó sett saman, og ég flutti hana þarna úti í sveitinni með snjóskafía á öllum vegum og meiri kulda úti en ég hefði haldið áður að nokkur þyldi. Og ég hélt mér hefði mistekizt algjörlega að koma á framfæri boðskap jólanna um hina miklu gjöf, gjöf Guðs í mannheimi. í það minnsta var ég alveg viss um, að þetta hefði ekki komizt nærri því að vera svo sem vert væri, þegar ég horfði á konu, sem sat innarlega í litlu kirkjunni og tárin streymdu sífellt niður kinnar henni. Þar sá ég engin svipbrigði, sem bentu til jólagleði. Og ég hélt, að ræðan mín ætti kannski þar sök á, og ég hafði áhyggjur. En á eftir sagði hún mér, hvað hafði hvílt svona þungt á henni. Hún átti son, sem var langt í burtu í annarri heimsálfu. Hann var her- maður í Kóreu, og þótt þá væri ekki barizt, vissi hún um átök við 38. breiddarbauginn, og þar var sonur hennar og þaðan bárust enn fréttir um mannfall. En hún full- vissaði mig um það, að ræðan mín hefði ekki verið algjörlega mis- heppnuð, þó að viðbrögð hennar væru tár á kinn. Hún sagðist hafa fundið enn betur til þess, hversu hún saknaði sonar síns við það, að ég hafði ekki dulið það, hversu ég saknaði foreldra minna og heimil- is. En síðan bætti hún við, að ég mætti vera viss um það, að tárin þornuðu senn og brosið hennar bjarta birtist aftur, af því að þrátt fyrir einsemd vegna fjarlægðar vissi hún um vernd Guðs yfir syni sínum í Kóreu, rétt eins og foreldr- ar mínir í Keflavík vissu, að mér ætti að geta liðið vel, þrátt fyrir einmanaleik í fjarskanum, af því að gjöf Guðs á jólum breytti skugga í birtu og kvíða í frið. Og þegar við ókum aftur í næt- urmyrkrinu heim á leið, var hug- urinn ekki aðeins bundinn við ís- lenzka jólaboðið á elliheimilinu eða vandræðalegar tilraunir til samnings fyrstu ensku jólaræð- unnar, já, við hugsuðum ekki að- eins um Kefíavík og Reykjavík, heldur var Kórea allt í einu komin þar með í flokk. Og við fundum þarna milli snjóskaflanna, þar sem rétt grillti í stjörnur, að sú gjöf, sem jólin bergmála, er kærleikur Guðs í mannheimi og kærleikur manna í milli í heimi sínum. Og þótt hið ytra skipti máli, og sam- félag við þá, sem kærir eru og gera daga góða, þá er þó ofar öllu sú staðreynd, að himnar umlykja heim í samtengingu frelsara manna. Og þá er víst engin furða, þótt minningar jóla náist seint og eigi ekki að gera það, af því að í þeim minningum er fingur Guðs að skrifa í hjarta okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.