Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Erlendur sparnaður — íslenzk sláttumennska Úttekt á krítarkort framtíðarinnar FJÁRFESTINGAR- og lánsfjáráætlun fyrir árið 1985 var lögð fram á Aiþingi fyrir fáum dögum. Þar kennir margra grasa. Hæst rís e.t.v. skuldaskógurinn, sem við höfum ræktað um- hverfis okkur, næstum því hvarvetna sem sparnaður eða eiginfjármyndun hefur griðland í veröldinni. Þegar við lyftum glasi til að fagna nýju ári á miðnætti á gamlárskveldi standa löng erlend lán í 42.600 milljónum króna, á meðalgengi ársins. Mæld sem hlutfall af þjóðarframleiðslu spannar skuldasúpan 60—63%. Þannig höfum við sem þjóð og heild lifað út á krítarkort framtíðarinnar, við yl óðaverðbólgu, á „áratug hinn glötuðu tækifæra“. Erlend lán og greiðslujöfnuður Afborganir og vextir, þ.e. greiðslubyrði erlendra lána, tóku til sín 12,9% af útflutningstekjum þjóðarinnar árið 1979, fyrir aðeins fimm árum, og þótti ærinn baggi að bera. En síðan hefur margur dalurinn, margt sterlingspundið, mörg mörkin og jenin, sem útlend- ir lögðu til hliðar sem sparnað, Iagt leið sína til íslands — á ljá hinna slungnu sláttumanna. Á því ári, sem senn er liðið í aldanna skaut, hurfu 23 krónur af hverjum 100, sem við fengum fyrir útflutn- ingsframleiðslu okkar, i skulda- hítina. Ekki er ætlunin að láta deigan síga. Samkvæmt fyrrnefndri lánsfjáráætlun verða erlendar lántökur íslendinga á „gleðilegu nýári“, annó 1985, 8.500 milljónir króna, þ.e. 7.300 m.kr. langtímalán og 1.200 m.kr. skammtímalán. Af- borganir af erlendum lánum taka síðan til sín 4.700 m.kr., þannig að hrein aukning langtímalána, svo- kallaðra, verður 2.600 m.kr. Það samsvarar 6% af útflutningstekj- um og 3% af áætlaðri þjóðar- framleiðslu. „Þrátt fyrir þetta," segir í lánsfjáráætlun, „eru horfur á að greiðslujöfnuður verði óhagstæður um allt að 1.000 m.kr. sem jafnframt rýrir gjaldeyris- stöðuna." Viðskiptajöfnuður okkar verður óhagstæður um 3.900 m.kr. 1984, sem svarar til 5,8% af áætlaðri þjóðarframleiðslu, var óhagstæð- ur um 2,4% árið áður, um 10% 1982 og 5% 1981. Erlend lán þurfa alls ekki að vera af hinu illa, jafnvel hyggileg, ef þeim er varið til fjárfestingar sem rís undir lánakostnaði og skil- ar arði til að bera uppi batnandi lífskjör, sem allir krefjast. Eyðslulán eru hinsvegar vafasam- ari. Lán til fjárfestingarmistaka eru þó sýnu verst. Erlend skulda- söfnun og fjárfestingarmistök rýra kaupmátt þjóðartekna og gera lífskjör á íslandi lakari en þau þyrftu að vera. Innlendur sparnaður og eiginfjármyndun Gluggum eilítið betur í láns- fjáráætlun 1985. Það segir að „heildarlánsfjáröflun til opin- berra aðila, framkvæmdasjóðs og annarra lánastofnana, auk at- vinnuvega, nemi alls 9.868 m.kr.“. Af þessum tæpum tíu milljörðum, sem lánsfjárþörfin spannar, á að sækja 7.300 m.kr. til erlendra sparenda en aðeins 2.568 til inn- lendra. Innlend lánsfjáröflun er þó tal- in sýnd veiði en ekki gefin. „Inn- lend lánsfjáröflun er einkar ótrygg á næsta ári,“ segir í þessu sameiginlega plaggi Fjárlaga- og hagsýslustofnunar, Fram- kvæmdastofnunar, Seðlabanka og Þjóðhagsstofnunar. „Skuldabréfa- og spariskírteinamarkaðurinn hefur reynzt einkar óviss á þessu ári og ráða þar fjölbreytileg ávöxtunarkjör mestu. Markviss stefna og framkvæmd er því skil- yrði þess að innanlands aflist til- tækt lánsfé." „Veigamesti þáttur innlendu lánsfjáröflunarinnar eru kaup líf- eyrissjóða á skuldabréfum Fram- kvæmdasjóðs og húsbyggingar- sjóða," segir ennfremur í þessu plaggi, þ.e. þvinguð fjáröflun. Greiðslubyrði erlendra skulda er í raun fjármagnstilfærsla frá íslandi. Hún rýrir útflutnings- tekjur okkar langleiðina um fjórð- ung og kaupmátt þjóðartekna um ca. 10—12%. Þar að auki nálgast skuldasúpan það mark, að ýmissa dómi að vera efnahagslegu sjálf- stæði okkar hættuleg. Það er því eitt stærsta hagsmunamál íslend- inga á líðandi stund að efla sparn- að og eiginfjármyndun fólks og fyrirtækja, þann veg að hægt sé að fjármagna framkvæmdir og at- vinnurekstur hér á landi með inn- lendum sparnaði I mun ríkari mæli en nú er gert eða hægt. Innlendur sparnaður verður því aðeins efldur að hann njóti eðli- legrar ávöxtunar í bankakerfinu, sambærilegrar raunávöxtunar og með öðrum þjóðum. Önnur megin- forsenda hans er að ráðdeild sæti ekki skattalegum refsingum. Þriðja forsendan er að ná niður verðbólgu og tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Fjármunir eru vinnutæki, sem öllu atvinnulífi eru nauðsynleg. Þessi vinnutæki þurfa að verða til í landinu sjálfu, í ríkari mæli en nú er. Fjárfesting 1985 Svo segir í lánsfjáráætlun að fjármunamyndun 1985 muni auk- ast um 2% frá líðandi ári og nema 24,3% af þjóðarframleiðslu. Fjár- festing atvinnuveganna er talin aukazt um 10%, fjárfesting í íbúð- arhúsnæði verður hin sama, en samdráttur i byggingum og mannvirkjum hins opinbera um 7,6%. Fjármunamyndun í landbúnaði er talin verða 3% minni 1985 en í ár, enda þótt fjárfesting í fiskeld- isstöðvum, sem er nokkur, teljist til landbúnaðar. Fjárfesting í fisk- veiðum er talin dragast saman um 42%. Ekki er gert ráð fyrir nein- um innflutningi fiskiskipa né heldur endurbótum erlendis 1985. Hinsvegar er gert ráð fyrir 10% aukningu í fjárfestingu fisk- vinnslufyrirtækja. „Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju á Reyðar- firði,“ segir í áætluninni, „og því er ekki reiknað með útgjöldum til þeirra á árinu 1985.“ í öðrum iðn- aði er gert ráð fyrir 10% aukningu framkvæmda, m.a. í steinullar- verksmiðju á Sauðárkróki og mjólkurstöð í Reykjavík. Fjármunamyndun í farmskip- um og flugvélum eykst um helm- ing frá 1984, en 1985 bætast þrjú farmskip í flotann. Reiknað er með kaupum Flug- leiða hf. á hljóðdeyfum á tvær DC-8 vélar, en ekki meiriháttar flugvélakaupum. Landhelgisgæsl- an fær nýja þyrlu. Framkvæmdir við verzlunar-, skrifstofu- og gistihúsnæði verða þær sömu 1985 og 1984. Raforkuframkvæmdir dragast saman um 2% á heildina litið, en framkvæmdir Landsvirkjunar aukast um 6%. Stærstu verkefni Landsvirkjunar verða Blöndu- virkjun og Kvíslaveitur. Samdráttur verður í bygg- ingastarfsemi og mannvirkjagerð 1985, sem nemur 2—3%, og heild- aratvinna í þeirri starfsemi getur orðið heldur minni, en ekki að ráði. — sf. Verzlunarmannaféiag Reykjavíkur heldur jóla- trésskemmtun ad Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtu- daginn 3. janúar 1985 kl. 15. Aðgöngumiðar veröa sekfir á skrífetofu fétagsins á & hæö í Húsi Verzlunarinnar við Kringlumýrarbraut. Miðaverö kr. 200 fyrir börn og kr. 130 lyrir fullorðna. Mtoer verða ekki afhentv við innganginn. Verzlunannannatétag Reykjavíkur skemmtun Óskum öllum viðskiptavinum og landsmönnum gleðilegra jóla. Morgunblaðið/RAX Innpakk, nýtt límbandafyrirtæki * ■ ■ tlw •« VA*tí#3 •i \-%aet «i tsák' v 'rííf *,**n,*U>i»Ss*er#'**** vAmt' ***«?# .'.'.V.' * *l,ílrtar»«ur v . 4*1*.%njfejímMs,, *** NÝLEGA urðu eigendaskipti í lim- bandafyrirtækinu Impak sf. í Hafn- arfirði og var nafni fyrirtækisins breytt í Innpakk sf. Nýir eigendur eru Guðmundur Hilmarsson og Gísli Hermanns- son, en fyrirtækið er nú til húsa í Vagnhöfða 12 í Reykjavík. Inn- pakk selur bæði áprentuð og óáprentuð límbönd, en vélakostur Innpakk er nýr og fullkominn. M.a. prentar fyrirtækið límbönd með fyrirtækjanöfnum og auglýs- ingum. Myndin var tekin í húsa- kynnum Innpakk. Frá vinstri: Höskuldur Ólafsson, Guðmundur Hilmarsson og Gísli Hermanns- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.