Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 Theodór Júlíusson leikari: „Sölvi Helgason var listamaður af guðs náð“ Akureyri, 20. desember. „SÁ SÖLVI Helgason, sem ég hef undanfarið verið að skapa með Sveini Einarssyni, hefur satt að segja verið afar ágengur við mig, hann hefur verið að taka á sig mynd í hugskoti mínu í allt að tvo mánuöi, eða frá því um miðjan október, að Sveinn ákvað að það skyldi verða mitt hlutverk að túlka þennan þjóðfræga en fram til þessa misskilda listamann og heimspeking, sem flakkaði um landið á síðustu öld, hlaut dóma fyrir ýmsar þær sakir, sem nútímamaðurinn metur léttvægar, ritaði nafn sitt óafmáanlega í íslandssöguna með ýmsum kynlegum tiltektum, en var að mínu mati, þrátt fyrir kynlegheitin, listamaður af guðs náð, sem tíðar- andinn því miður var ekki reiðubúinn að taka við á þessum tíma,“ sagði Theodór Júlíusson, leikari hjá Leikfélagi Akureyrar, en hann leikur Sölva Helgason í uppfærslu leikfélagsins í leik- verki Sveins Einarssonar, „Ég er gull og gersemi“, sem Sveinn hefur samið að beiðni félagsins. Theodór, sem jafnframt leik- arastörfum er formaður Leikfé- lags Akureyrar, var spurður um tilurð leikverksins um Sölva Helgason: „Það hefur um ára- raðir blundað með leikhúsfólki á Akureyri sú ósk að fá einhvern til að vinna leikverk upp úr skáldsögu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, „Sólon Island- us“. Þegar til átti að taka á sín- um tíma kom þó í ljós að höfundarrétthafar höfðu veitt Þráni Bertelssyni kvikmynda- gerðarmanni leyfi til leikverks- gerðar eftir skáldsögunni, og því féll málið niður um tíma. Síðar varð svo ljóst, að Þráinn var til- búinn til þess að afsala sér þess- um rétti til félagsins, þar sem ljóst var að langur tími myndi líða uns hann sæi sér fært að ráðast í þetta verkefni. Þá ákvað leikfélagið að fá Svein Einars- son, fyrrum Þjóðleikhússtjóra, til þess að vinna leikverk þetta, en Sveinn hafði um áraraðir haft hug á að vinna slíkt verk um Sölva, sjálfstætt leikverk, sem byggðist á ævi hans en styddist við verk Davíðs, auk þess sem ýmsum kvæðum hans og Sölva Helgasonar ásamt kvæðum Bólu-Hjálmars og Jóns Helga- sonar er fléttað inn i leikritið. Sveinn brá skjótt við og frá því um miðjan október höfum við verið að skapa umgjörð um þetta verk hér í leikhúsinu. Þetta er afskaplega vel skrifað verk hjá Sveini, gott leikhúsverk. ekki myndskreyting á „Sólon Island- us“, heldur sjálfstætt leikverk, sem ég vissulega hef ástæðu til að ætla að falli leikhúsgestum vel í geð.“ — Og hefur Sölvi Helgason verið ágengur við leikarann Theodór Júlíusson? „Já, því er ekki að neita. Þegar leikritið var komið í okkar hend- ur fór allur hópurinn, sem að túlkun þess skyldi standa, á bernskuslóðir Sölva í Skagafirði. Við lásum einnig skáldsögu Dav- íðs og síðar barst okkur svo í hendur ágætis bók Jóns Óskars um Sölva. Allt þetta varð vissu- lega til þess að festa í hugum okkar flestra, a.m.k. mínum huga, ákaflega sterka mynd af þessum flökkumanni, listamanni eða heimspekingi, hvað sem við viljum nú kalla hann. Eins og Sölvi kemur fram í leikritinu, þá eru geðsveiflur hans miklar og sterkar, þannig hefur hann kom- ið mér fyrir sjónir, og því er ekki að neita að hann hefur búið innra með mér nú í allt að tvo mánuði, með öllum sínum geð- sveiflum, dag og nótt. Ég er að vísu svo heppinn að eiga skilningsríka fjölskyldu, sem af reynslu hefur lært að umgangast mig þegar slík átök eiga sér stað innra með mér, en ég þykist viss um að erfiður hafi ég verið þessa mánuði, og þessir mánuðir hafa verið mér erfiðir á vissan máta líka, en það felst í starfi leikar- ans að ganga í gegnum slík tíma- bil — og því er ekki að neita að takist persónusköpunin vel og falli leikhúsgestum í geð, þegar upp er staðið, þá fær leikarinn ríkuleg laun alls erfiðisins, þá gleymast fljótt erfiðleikarnir — þá er gaman að vera leikari," sagði Theodór Júlíusson að lok- um. GBerg Leikfélag Akureyrar: „Ég er gull og gersemi“ — Nýtt verk um Sölva Helgason eftir Svein Einarsson frumflutt 28. desember Akureyri, 20. deaember. LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir 28. desember nk. nýtt íslenskt leikrit, „Ég er gull og gersemi", eftir Svein Einarsson. Ér það byggt i ævi Sölva Helgasonar, þess landsfræga myndlistarmanns, heimspekings og flakkara, sem I)avíð Stefánsson frá Fagraskógi gerði á sínum tíma ódauðlegan með skáldverki sínu „Sólon ís- landus“. Leikrit Sveins Einarsson- ar er þó fjarri því að vera mynd- skreyting á sögu Davíðs, heldur er flakkað um í tíma og rúmi, flest brögð nútímaleikhúss nýtt, en þó stuðst við sögu og kvæði Davíðs. Þetta er nútímaleg uppfærsla á sögu þessa 19. aldar umrennings, sem einmitt á þessu ári virðist þó vera að fá uppreisn æru meðal þjóðarinnar, eins og þetta leikhús- verk ber vitni um, auk ágætrar bókar Jóns Óskars rithöfundar um Sölva, sem út kom á þessu hausti. Sveinn Einarsson leikstýrir sjálfur þessari uppfærslu, en Atli Heimir Sveinsson hefur samið tónlist við verkið, örn Ingi hannar leikmynd, Freygerð- ur Magnúsdóttir búninga og David Walters hannar lýsingu og myndvörpun, sem er allfyrir- ferðarmikil í verkinu. Aðalhlutverkið, sjálfan Sölva Helgason, leikur Theodór Júlí- usson, en í öðrum veigamiklum hlutverkum eru: Sunna Borg, Marinó Þorsteinsson, Þórey Að- alsteinsdóttir, Björn Karlsson, Sigurveig Jónsdóttir, Pétur Egg- erz, Gestur E. Jónasson, Guð- laug María Bjarnadóttir, Krist- ján Eldjárn Hjartarson og Ásdís Sigmundsdóttir. Þá skiptast sex börn á að leika tvö hlutverk, þau eru: Páll Finnsson, Torfi ólafs- son, Halla Bára Gestsdóttir, Laufey Árnadóttir, Bergljót Friðgeirsdóttir og Jóhanna Sara Kristjánsdóttir. GBerg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.