Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 69 Um jómfrúarspor Fist og óþolin- móða „Kentára“ Grafík, frá vinstri: Örn Jónsson, Rafn Jónsson, Helgi Björnsson og Rúnar Þórisson. GRAFÍK Hljómsveit full af bjartsýni eir sem hafa tíma til að taka því rólega eftir amstur hvers dags (sunnudagar meðtaldir) setj- ast oft niður fyrir framan sjón- varpið og láta það leiða á brott þreytu og Iúa. Þeir sem áttu þessu afslöppunarláni að fagna sunnu- dag einn fyrir stuttu sáu og heyrðu hljómsveitina Grafík frá ísafirði flytja þar eitt lag af ný- útkominni plötu sinni Get ég tekið cjens. Lagstúfurinn og myndband- ið vöktu óskipta athygli og af mik- illi pressu (sem ekki var svo nauð- synieg) setti Þungamiðjan sig í samband við sveitina. Get ég tekið cjens er þriðja stóra platan sem Grafík sendir frá sér. Hinar tvær vöktu á sínum tíma mikla athygli og ef rétt reyn- •st á sú þriðja eftir að gera gott betur. Platan var tekin upp í Hljóðrita í október og nóvember síðastliðinn. Upptökumaður var Sigurður Bjóla. Fyrsta spurningin sem valt upp úr Þungamiðjunni var um nýju plötuna. „Við erum ekki að plata Björn Thoroddsen er flestum kunnur sem einn besti gítar- leikari landsins. Og það er ekki að ástæðulausu sem maðurinn hefur hlotið þann titil heldur hefur hann unnið rækilega til hans. Bjorn byrjaði að spila á gítar þrettán ára en fór fyrst í nám átj- ún ára gamall. Hann stundaði nám á klassískan gítar í þrjú ár en árið 1981 fór pilturinn til fram- haldsnáms í Bandaríkjunum og útskrifaðist frá GIT (Guitar Insti- tute of Technology) árið 1982. Hann var með í hljómsveit Björg- vins Halldórssonar sem fór til Sovétríkjann auk þess sem hann hefur spilað með fjöldanum öllum af íslenskum og erlendum tónlist- armönnum. Sumrið 1983 sótti hann námskeið hjá GIT, en þar kcnndu ekki ómerkari menn en Eddie Van Halen og Joe Pass svo einhverjir séu nefndir. Um haust- þegar við segjum að auk þess að vera góð plata, sé þetta skemmti- leg plata. í alvöru talað, hún er að mörgu leyti öðruvísi en það sem við höfum áður gert. Tónlistin er aðgengilegri en áður og „sándið" er stefnumarkmið nr. eitt. Það er að komast inn um annað eyrað og út um hitt en ekki festast á milli og valda taugaflækjum." Það hefur væntanlega kostað ómælda bjartsýni að gefa út 3 plötur á ykkar eigin kostnað. Og það ekki síst nú á hinum siðustu og verstu tímum. „Jú, við erum peningaleg fífl. Við höfum óstjórnlega þörf fyrir að skapa tónlist og puða í þessu öllu sjálfir. Láta ekki aðra segja hvenær og hvernig plötur við gefum út.“ Nú rudduð þið á vissan hátt braut hvað varðar það að hljóm- sveitir taki upp í eigin hljóðveri og gefi út sjálfir, a.m.k. fylgdu ýmsir í kjölfarið, þ.á m. Þursaflokkur- inn. Hvað kemur til að þið hafið ekki sama háttinn á og áður í stað þess að fara inn í Hljóðrita? ið stofnaði hann hljómsveitina Gammana ásamt fleirum. Sú sveit hefur gefið út eina plötu og fengið afbragðs viðtökur. Þess má einnig geta að árið 1982 sendi Björn frá sér sólóplötu sem heitir Svif. Hún mun vera uppseld hér á landi en nýlega var platan gefin út í Portú- gal og stendur til að gefa hana út á Norðurlöndum. Það nýjasta sem þessi mæti piltur hefur látið frá sér fara er kennslubók á raf-gítar. Þetta mun vera önnur bókin sem kemur út um þetta efni hérlendis. Sú fyrsta er eftir Ólaf Gauk en töluverður munur mun vera á bókunum. Þeg- ar Þungamiðjan bar það undir Björn hvers vegna hann hefði sett þessa bók saman svaraði hann því til, að mikil þörf væri fyrir bók sem þessa. Mikið af ungu fólki kæmi til kennara og hefði áhuga á að læra undirstöðuatriði fyrir „Okkur langaði til að breyta til. Hljóðriti hefur 24 rásir og á auk þess meiri tækjakost en við. Mark- miðið var líka að fá betri hljóm en áður og siðast en ekki síst fengum við nú mjög góðan upptökumann með okkur og honum viljum við þakka gott samstarf." Að lokum: „Nú er bara að taka cjensinn, svo menn lendi ekki í jólakettinum." Þegar Þungamiðjan fór hafði hún meðferðis frá þeim piltum plötuna Get ég tekið cjens, og þeg- ar heim var komið varð ofan- skráður texti til um leið og platan rann í gegn. Og ekki ber á öðru en þeir piltar hafi verið að segja satt þegar þeir töluðu um að þetta væri góð plata. Tvö lög eru við fyrstu hlustun afbragð annars sem heyrst hefur á íslenskri plötu í langan tíma. Þessi lög heita Hús- ið og ég (Mér finnst rigningin góð) og Þúsund sinnum segðu já. Ef þessi lög eiga ekki eftir að verða vinsæl þá á íslensk tónlist sér ekki viðreisnar von. raf-gítarleik, sem í flestum tilfell- um fellur undir rokk og blús. En hingað til hefur engin þók verið til á íslensku fyrir þessa nemendur og er þessari bók ætlað að fylla þar uppí. Þegar bókin er hinsvegar skoð- uð kemur í ljós að hún er dálítið meira en byrjendabók fyrir þá sem eru að kaupa sinn fyrsta gít- ar. „Já, það er rétt. Ég reyndi að byggja bókina þannig upp að hún gæti bæði hentað þeim sem eru að byrja og fyrir þá sem eitthvað kunna. Til að byrja með er farið í gegnum helstu grip og hljóma. Það er ekki nauðsyn að kunna nót- ur til að geta hagnýtt sér bókina, því stuðst er við kennsluaðferð sem heitir TAB, sem styðst ekki við nótur. Þegar lengra er lesið í bókinni er farið inná tveggja handa tækni, jazzgítarleik og að var ekki laust við að ég yrði hissa þegar ég gekk inn í Safarí fyrir rúmri viku og sá hversu margir voru mættir á tónleika sem halda átti þar. Þetta kvöld áttu Fist (áður Áhrif) og Centaur að koma fram en báðar þessar sveitir sigla und- ir flaggi þungarokksins. Eftirvæntingin var töluverð því hljómsveitin Fist var að stíga jómfrúrspor sín á sviði. Eins og við höfum sagt frá var flokkurinn stofnaður fyrir rúmu ári en hefur ekki komið fram fyrr sökum söngvaraleysis. Úr þeim vand- ræðum piltanna rættist þegar Eiður Örn gekk í hljómsveitina fyrir nokkrum mánuðum. Síðan hafa þeir piltar æft af kappi. Þungamiðjan var varla komin inn í sal þegar sveitin byrjaði að spila. Það var strax greinilegt að hljómsveitin er í háum gæða- flokki hvað varðar hljóðfæraleik- ara. Trommari sveitarinnar er afburðagóður rokktrymbill. Spil- ar fast og er stöðugur. Með öðrum orðum þá er hann ekki að renna yfir settið í tíma og ótíma til að sýna hversu góður hann er. Bassaleikarinn vinnur vel með trommaranum auk þess sem hann læðir inn í skemmtilegu plokki sem kryddar tónlistina á skemmtilegan hátt. Báðir gítar- leikarar hljómsveitarinnar eru hinir ágætustu. Hinsvegar háði það báðum þetta kvöld hversu stressaðir þeir voru. Samvinna þeirra er hinsvegar góð og mætti Gulli gjarnan nota tólfstrengja- hálsinn meira, án þess að þurfa að gera það í rólegum lögum. Og þetta var einmitt gallinn við dag- skrá Fist þetta kvöld. 1 tíma og ótíma var hljómsveitin að leika róleg lög. Flest þessara laga eru afbragðsgóð en ef hljómsveitin Fist ætlar að sigla undir fána rokksins þa mega þeir piltar taka 80% laganna og sparka þeim út í ystu myrkur og setjast niður og semja í þeirra stað rokk og ról. Það er hægt að segja þetta með góðri samvisku því hljómsveitin var afburðagóð þegar hún ratað- ist til að spila af einhverjum krafti. Ekki er hægt að skilja við Fist án þess að minnast á Eið Örn. Það er gaman að hann skuli vera GÍTAR 1. HEFTI r.ti.-..».onn!nrit r.n -rii— -t Kennslnbók i Raf-títarleik kenndar nótur svo eitthvað sé nefnt." Björn gefur bókina út sjálfur og ekki ber á öðru en að vel hafi tek- ist til. Að minnsta kosti er það mikill fengur fyrir íslenska gítar- leikara að jafn snjall tónlistar- maður og Björn skuli senda frá sér kennslubók þessa. farinn að syngja aftur. Pilturinn komst ágætlega frá sínu en greinilegt er að hann á eftir að þróast betur inn í undirleik pilt- anna og er það hlutur sem aðeins kemur með meiri tíma. Hinsveg- ar mætti pilturinn taka sig sam- an í andlitinu og setja kynn- ingarnar á 78 snúningana með „túrbó“. Það gengur ekki að ætla að peppa fólk upp með tali sem eins gæti átt við hjá rólegum sögukennara. Þegar Fist höfu lokið sér af, stigu á sviðið „kentárar", óþol- inmóðir mjög og tilbúnir í slag- inn. Centaur byrjaði dagskrá sína af krafti. Fyrsta lagið var gríp- andi rokkari sem hafði yfir sér suðurríkjarokkblæ. Lagið gaf fyrirheit um afbragðs tónleika hjá flokknum og svo átti það eftir að verða á annan hátt en búast mátti við. í lok lagsins sneri Sig- urður söngvari hljóðnemanum í hringi, og það var eins og við manninn mælt, ekkert hljóð fór í gegnum hann á eftir. Drengnum hafði tekist að snúa sundur snúr- una og allt var stopp. Það er hreint ótrúlegt hvað piltarnir geta verið óheppnir og þetta litla óhapp hefði hæglega geta rústað tónleikunum hefði ekki komið til hin stórskemmtilegu og snöggu við brögð Guðmundar trommu- leikára. Hann stóð upp og öskr- aði fram í sal textann í Tuma á traktor við undirleik Sigurðar á munnuhörpuna. Lag þetta er að verða allvel þekkt, að minnst kosti tóku áheyrendur undir með söng og klappi. í þessum frum- stæða flutningi.sem var án allrar magnaramögnunar, skapaðist betri stemmning heldur en hljómsveitin hefði náð upp í átta frábærum rokklögum. Á meðan var snúrumálunum kippt i lag og á eftir héldu tónleikarnir áfram. En Tumi á traktor hafði gefið tóninn og stemmningin á eftir var stórgóð. (Ekki er það sama hægt að segja um hljómsveitina sjálfa.) Guðmundur trommari er stórgóður rokktrymbill og Hlöð- ver góður á bassanum. Jonni gít- ar hefur spiiað betur og gert betri hluti en það sem hann gerði þetta kvöld. Sigurður söngvari er sérstakur, en ekki sá besti en heillandi á sinn hátt, og auðheyrt var a þetta kvöld var röddin í sérstaklega lélegu formi. Sem munnhörpuleikari standast fáir honum snúning og mætti hann láta hana njóta sín miklu oftar. Eins og fyrr segir fór hljómsveit- in vel af stað. Um miðja dag- skrána rann sveitin inn í eitthvað rugl og hálf leysti allt upp. Þeim tókst nokkurn veginn að losa sig frá þessu rugli undir lokin með einum týpískum rokkslagara þar sem viðlagið hljómaði eitthvað á þessa leið: „Rockin’ steady, people get ready, ready.“ Og stóð þá Guðmundur trommari upp og söng (eða öllu heldur öskraði) með Sigurði í hljóðnemann. En það dugði þó ekki til að lyfta þeim alveg upp úr þessu rugli sem þeir höfðu steypt sér í. Hvers vegna þetta gerðist veit ég ekki en lúmskan grun hef ég um að of mikið áfengi hafi haft ein- hver áhrif þar á. Og ef þeir félag- ar bera ekki meiri virðingu fyrir þeim sem koma til að hlusta en svo, þá ættu þeir að sleppa öllu tónleikahaldi og drekka og spila i einrúmi. í heildina skemmti Þungamiðj- an sér vel og þrátt fyrir ýmsa galla voru þetta góðir tónleikar. FM/HB. Björn Thoroddsen með kennslubók í Raf-gítarleik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.