Morgunblaðið - 23.12.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.12.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 27 tæka fólkið, sem fékk enga nýja spjör fyrir jólin" — þá breytist frásögnin af kisu þessari í síðustu erindunum: „Hvort enn er hún til veit ég ekki, — en aum yrði hennar för, ef allir eignuðust næst einhverja spjör. Þið hafið nú kannske í huga að hjálpa, ef þörf verður á. — Máske enn finnist einhver börn, sem ekkert fá. Máske, að leitin að þeim sem liða af ljós-skorti heims um ból, gefi ykkur góðan dag og gleðileg jól.“ Þessi alvarlega ábending um vakandi og lífsnauðsynlegan vilja til fórnarlundar og kærleiksverka er sígild. Hún leiðir athyglina að því ógnvænlega vandamáli, sem við horfumst í augu við nú. Okkur er kunnugt um milljónir barna, sem slíða skort. Þar er jólaköttur- inn i hrikalegri mynd, en nokkru sinni fyrr, breyttur til samræmis við öra þróun vopnanna úr fall- stykkjum í atómsprengju. Skuggi jólakattarins fellur yfir milljóna- þjóðir þar sem hungursneyð ríkir á tækniöld og hægur vandi væri úr að bæta. VI Áminning liðinna daga Matthías Johannessen orti í orðastað þeirrar kynslóðar, sem lifði bernskuár í skugga seinni heimsstyrjaldar: „Ilmur óborinnar kynslóðar fer um vit okkar og veröld ilmur grass sem hylur kúpur dauðra fórnardýra þar sem legsteinar hallast eins og skuggar trjánna eða trén vitna ein um hryllileg örlög okkar kynslóðar okkar sem horfðum á guðinn œpa úr hásæti hakakrossins okkar sem vildum búa jarðveginn undir vináttu. Hér sitjum við og getum ekki gleymt við þyrnar í holdi tímans berum nálykt striðsguðsins inn i gleði hinna óbornu: hatrið á svívirðunni afskræmir andlitið. Hver getur talað um umburðarlyndi meðan úlfurinn gerir sér bæli í börnum okkar. Enn er þó von: Hitler wie er nicht war, segir Stern. En sannarlega lifum við á myrkum tímum Skáldið er ekki eitt um þá böl- sýni og tortryggnina, sem birtast í þessum niðurlagsorðum ljóða- flokksins, Morgunn í maí. Ýmis teikn eru á lofti, er benda til þess að áminning liðinna daga heyrist ekki „fyrir hrópi rokkguðsins og hringli í gulli og olíuaurum". Valdinu er misbeitt enn sem fyrr, kynþáttum mismunað, fjöl- mennum þjóöum haldið i fjötrum fáfræði, volæðis, skoðanakúgunar og ótta. Jafnvel fyrirfinnast dug- andi menn í næsta nágrenni við okkur, íslendinga, og er þá ekki horft út fyrir hin frjálsu Norður- lönd; menn sem misnota vinnuafl í þriðja heiminum í krafti þess valds, sem tæknin og auðmagnið veitir þeim, og njóta þess, að fá- fróður verkalýður í fjarska syngi þeim lof fyrir sultarlaunin. Sú skuggalega staðreynd hefur ekki farið fram hjá íslensku kirkjunni, sem á helstan vaxtarbrodd í Hjálparstofnun sinni, þar sem fylgst er með hinum þurfandi nær og ekki síður fjær. V Vald fórnarlundar Hjálparstofnun er farvegur lif- andi vatns, sameinar hugi og hendur til hjálpar, opinberar vald sem á fyllsta rétt á sér, vegna þess að það er sömu ættar og það vald, sem Kristur hafði hér á jörð. Hann beitti valdi sínu til andlegr- ar umsköpunar ráðvilltra manna. Andlit hans var aldrei afksærmt af hatri, þótt svívirðingin blasti við honum; jafnvel af krossinum uppi á Golgatahæðinni bað hann fyrir þeim, sem ekki vissu, hvað þeir gjörðu. Hann bjó yfir þeim guðlega mætti, sem í öndverðu var upphaf stórbrotinnar sköpunar. Persónuleiki hans rúmaði þvílíkar reginvíddir og samræmdi jafn- framt andstæður', sem virtust ósættanlegar. Hann samræmdi þær með þeim hætti, að gagnvart honum þagnaði öll gagnrýni. Kristur ber hinum óbornu gleði hins sanna frelsis. Vald hans stjórnast aldrei af hatri, heldur fórnarlund og fyrirgefningu. Og fyrir anda hans, sem lifir í kirkj- unni, verða til sveitir manna eins og Hjálparstofnunin, er hin síðari ár hefur skipulagt margþætt starf. Hún lítur sér miklu nær, en ýmsir álíta, því hér í samfélagi okkar er hún sífeilt að koma nauðstöddu fólki til hjálpar. Það starf er unnið í kyrrþey. Þess vegna beinist athygli almennings fremur að hinum fjarlægari verk- efnum, hvort heldur er aðstoð við bágstadda í Póllandi og Portúgal eða allt suður í Uganda, Ghana, Eþíópíu eða austur á Indlandi og í Indónesíu. Sú margþætta reynsla, sem ötulir starfsmenn Hjálpar- stofnunarinnar hafa öðlast í þess- um ólíku, en hrjáðu samfélögum, hefur sterk áhrif á kirkjuna hér á landi. Návist Krists verður áþreif- anlegri, svo kirkjan verður sjálf- stæðari og sterkari gagnvart óbil- gjörnu ráðríki stjórnmálaafla. Þess skulum við minnast um þessi jól, að andi Krists lifir í kirkjunni og áhrif hans eru sterkust þar sem hún er ofsótt. Um það vitna kúguð trúarsystkin okkar í austan- tjaldslöndum. Evrópufrumsýning Ghostbusters Kvikmyndin sem allir hafa beðið eftir. Vin- sælasta myndin vestan hafs á þessu ári. Ghostbusters hefur svo sannarlega slegið í gegn. Titillag myndarinnar hefúr verið ofar- lega á ollum vinsældarlistum undanfarið. Mynd. sem allir verða að sjá. Grínmynd árs- ins. Aðalhlutverk: Bill Murray, Dan Aykroyd, Sig- Blaðaummæli kvikmyndagagnrýnenda: ourney Weaver, Harold Ramis, Rick Moranis Leikstjóri: Ivan Reitman. Handrit: Dan Aykro- yd og Harold Ramis. Titillag: Ray Parker Jr. Sýningar 2. í jólum A-salur: Kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Dolby Stereo B-salur: Kl. 4, 6, 8 og 10. „Allir sem stóöu aö gerö „Ghostbusters“ eiga lof skiliö fyrir óvenjulega kímnigáfu og stórhug. Þetta er frábær mynd, meö frábærum leikurum, leikstjóra og framlelðanda,- TIME, 11. júní, 1984. „Ghostbusters" er stórkostleg kvikmynd ... Bill Murray er óviöjafnan- legur — hreinn snillingur, sem á engan sinn líka.“ NEWSWEEK, 11. júní, 1984. „Þaö eru tímamót. Loksins! Loksins tókst það! Loksins tókst aö fram- leiða ódauölega grínmynd! Klassíska kvikmynd! Hún lengi lifi! NEW YORK MAGAZINE, 11. júní, 1984. „Eftir aö hafa séö „Ghostbusters" er maður ekki undrandi á þeim vinsældum sem myndin hefur fengiö. „Ghostbusters“ er hin besta skemmtun í skammdeginu og bætir skaþiö.“ „ ...... „ D.V. Hilmar Karlsson. Undarlegir atburðir eru að gerast í New York. Venjulegt fólk sem stundar venjulega vinnu og býr í venjulegum húsum, sér drauga á hinum ólíklegustu stöðum: í bóka- safninu, á hótelum, jafnvel í ísskápum!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.