Morgunblaðið - 09.09.1984, Page 43

Morgunblaðið - 09.09.1984, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 123 Sjötugur: Klemens Tryggvason hagstofustjóri Það er merkileg tilviljun, að Hagstofa íslands skuli vera jafn- gömul Klemensi Tryggvasyni, sem á sjötugsafmæli á morgun. Þetta er tilviljun af því tæi, sem virðist þaulhugsuð, eins og sagt er á tung- um sumra grannþjóða okkar. Klemens Tryggvason varð hag- stofustjóri árið 1951 og hefur því gegnt því starfi í næstum 34 ár, en hann tók við af Þorsteini Þor- steinssyni, sem verið hafði for- stöðumaður Hagstofunnar frá því hún var stofnsett árið 1914. Sjötíu ára starfssaga Hagstofunnar skiptist því sem næst til helminga milli tveggja hagstofustjóra. Það er því ekki að undra, að Hagstofan og Klemens Tryggvason séu óað- skiljanleg í hugum flestra, sem nú eru á starfsaldri. Klemens hefur gegnt þessu vandasama og ábyrgðarmikla starfi með miklum sóma og jafnan átt óskorað traust þeirra fjöl- mörgu aðila, sem þurfa að byggja á tölfræðilegum upplýsingum frá Hagstofunni. Um þetta ætti ég að geta talað nokkuð af eigin reynslu, því síðast liðin tuttugu ár hef ég í daglegum störfum haft mikil skipti við Hagstofuna og Klemens Tryggvason. Þar er skemmst frá því að segja, að í þeim viðskiptum hefur jafnan ríkt trúnaðartraust svo hvergi ber skugga á. Klemens er ákaflega ósérhlífinn maður og jafnan tilbúinn til að aðstoða aðra, ef um er að ræða verk sem hann telur vert að vinna. Mér er það einkar minnisstætt frá fyrstu starfsárum minum, hve gott var til hans og leita fyrir nýgræðing í starfi, sem hann tók ávallt vel og sem jafningja. Klemens er einhver hégómalausasti maður, sem ég hef kynnst, þótt hann skorti ekki metnað til vel unninna verka. í hagstofustjóratíð Klemensar hafa orðið gagngerar breytingar á störfum Hagstofunnar. Skýrslu- vélar hafa stöðugt orðið mikilvæg- ari í starfseminni, frá því gata- spjaldavélar voru teknar þar í notkun eftir 1951. Vél- og tölvu- væðing hefur flýtt vinnslu og birt- ingu ýmissa hagtalna, en hvort tveggja, flýting á söfnun og birt- ingu upplýsinga, er afar mikils virði. Eg ætla hér alls ekki að reyna að lýsa þeim breytingum og framförum, sem orðið hafa á störfum hagstofunnar þau 34 ár, sem hún hefur notið forystu Klemensar, en vil þó nefna einn þátt þessara framfara, sem ég tel einna mestan ávöxt hans mikla starfs. Hér á ég við heildarskrárn- ar þrjár, sem Hagstofan annast, og eru nefndar þjóðskrá, fyrir- tækjaskrá og nemendaskrá. Stofnun og rekstur þessara skráa, er að ég held, mikilvægasta breytingin í starfsemi Hagstof- unnar frá • því Klemens tók við starfi hagstofustjóra. Hagstofan hefur í vaxandi mæli orðið skrá- setningarstofnun, sem sífellt skrá- setur gjörvalla landsbyggðina. Þessar skrár eru í senn undirstaða margvíslegrar starfsemi hins opinbera, uppspretta hagskýrslna og grundvöllur rannsókna. Þjóð- skráin, sem rekin hefur verið sam- fellt frá 1953, kemur að miklu leyti í stað manntals með eldra lagi, en er auk þess undirstaða næstum allrar stjórnsýslu í land- inu. Fyrirtækjaskráin og nem- endaskráin komu til síðar og eru ef til vill enn ekki jafnþróaðar og þjóðskráin, en gefa á sama hátt tækifæri til þess að vinna heild- stæðar upplýsingar annars vegar um atvinnulíf og hins vegar nem- endur og skólakerfi útfrá grunn- einingum, fyrirtækjum og nem- endum. Þessar skrár eru vitaskuld á sinn hátt afkvæmi skýrsluvéla- og tölvuvæðingarinnar, sem hefur hvarvetna rutt sér til rúms á síð- ustu áratugum. En heildarskrárn- ar þrjár eru einnig vitnisburður um framsýni og dugnað Klemens- ar og hans glögga auga á það, hvernig hentugast og ódýrast myndi vera að sameina þarfir framkvæmdavalds og skýrslu- gerðar fyrir öruggar upplýsingar um fólksfjölda og landshagi. Það er lika til vitnis um það mikla traust, sem Hagstofan nýt- ur undir stjórn Klemensar, að hér á landi hefur alls ekki gætt í sama mæli og í nálægum löndum and- stöðu við og gagnrýni á stofnun og rekstur heildarskráa af því tæi sem þjóðskráin er. En viða um lönd hafa gagnrýnendur talið slík- ar skrár fela í sér óþarfa hnýsni um persónulega hagi manna eða jafnvel ógna friðhelgi einkalífsins. Ég er ekki í neinum vafa um, að það var einkar vel ráðið að fela Hagstofunni umsjá þessara skráa, og jafnviss er ég um það, að sá friður, sem yfirleitt hefur ríkt um þær hér á landi, byggist á því mikla trausti, sem hinn réttsýni og vammi firrti embættismaður, Klemens Tryggvason, nýtur hjá alþjóð. Eg lýk þessum orðum með inni- legum hamingjuóskum til Klem- ensar á sjötugsafmælinu frá mér og samstarfsmönnum í Þjóð- hagsstofnun. Jafnframt sendi ég honum og konu hans, Guðrúnu Steingrímsdóttur, bestu óskir um gæfu og gengi um ókomin ár. Jón Sigtirðsson. f tilcfni afmælisins verður gefið út afmælisrit til heiðurs Klemensi. I>eim sem hug hafa á að vera áskrif- endur og skrifa sig á heillaóskalista, er bent á auglýsingar og fréttatil kynningar í dagblöðunum, eða að hafa samband við Almenna bókafé- lagið. Með kveðju, Sigurður Snævarr. Músikleikfimin hefst mánudaginn 24. september. ÆStyrkjandi og liökandi æfingar fyrir Æ konur á öllum aldri. Byrjenda- og ^ Æ framhaldstímar. Kennsla fer fram í Æ íþróttahúsi Melaskóla. Kennari VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS (gj STOFNAÐUR 1905 Æ Gígja Hermannsdóttir. Verslunarskóli Islands veröur settur mánudaginn 10. sept. nk. kl. 14.00 i hátíöarsal skólans. Aö lokinni skólasetningu hefst V Upplýsingar og innritun í síma almennur kennarafundur og bekkjarlistum verður dreift til A 13022 um helgina og virka daga í nemenda. Bókamarkaöur Sambúðar opnar í stofu 2 strax að lokinni skólasetningu og þar fá nemendur afhenta bókalista. sama síma eftir kl. 15. Verslunarskóli íslands. 4 jk I \* OPIÐ HÚS í HEKLU HF. LAUGARDAG FRÁ KL. 10 -17 - SUNNUDAG FRÁ KL. 13 ■ 17 BILASYNING — — il " [a ii □ Viö frumkYnnum hinn stórglæsilega □ viö kynnum space wacon. □ við kynnum rance rover vouge. CALANT ' 85 með framhjóladrlfl. Bíl meö möguleika, sem marka stefnu Bílinn sem varö stöðutákn á íslandl. HEIMILISTÆKJASÝNING Rafknúin heimilistæki — Clæsilegar franskar gjafavörur Pottar — Pönnur — Hnífapör — Matarstell — Stálföt Lampar — Postulínsvörur Og ótal margt fleira. FhIhekiahf Laugavegi 170 -172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.