Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 2
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 NeU vid matargerö í eldhúsi sínu í Marbella þegar verið var að undirbúa útgáfu matreiðslubókarinnar. „Loksins gerði ég eitthvað fyrir sjálfa mig“ Arthur Rubinstein var heimsfræg- ur píanóleikari eins og kunnugt er, hann lést irið 1983, 95 ára að aldri. Það hefur verið hljóðara um konu bans, Nela, sem kornung kynntist mannsefni sínu, lifði með honum súrt og sætt — konan á bak við manninn eins og hluLskipti margra kynsystra hennar hefur verið, bæði fyrr og síðar. Rubinstein hóf að nema píanó- leik í bernsku, en sjálfur sagði hann að hann hefði fyrst farið að taka þetta alvarlega eftir að hann kynntist konu sinni. Sú er þetta ritar minnist enn með ánægju hljómleika í Chi- cago, á sjötta áratugnum, þar sem Rubinstein lék einleik. Hann hafði fremur litlar hendur og stutta fingur en það hélt is- lensk stúlka, í fáfræði sinni, að útilokaði snilldarleik á pianó. Raunin var að sjálfsögðu önnur. Eftir meira en 50 ára hjóna- band skildi Arthur Rubinstein við konu sina, Nela, og gekk að eiga einkaritara sinn, Annabella Whitestone, sem var 50 árum yngri en hann. Rubinstein var þá á 93. aldursári, meira og minna rúmliggjandi og nær blindur. Hann lýsti þvi yfir um það leiti, — sagði Nela Rubinstein að til að ná eins háum aldri og hann ættu menn að drekka einn whiskey-sjúss á dag, reykja stór- an vindil og eltast við fallegar stúlkur. Hann sagðist hafa verið búinn að fá nóg af Nela, sem stöðugt hafi verið að segja hon- um að borða ekki þetta og hitt, hann ætti ekki að reykja og s.frv. Rubinstein lést eftir rúm tvö ár í nýju hjónabandi, eiginkonan unga erfði vænan hlut af auðæf- um hans að honum látnum. Nela Rubinstein Nela, sem hét fullu nafni Ani- ela Mlynarski, fæddist 1 Ugovo í Litháen, ein af fimm börnum stjórnanda Sinfóníuhljómsveit- arinnar í Varsjá og konu hans. Hún var því fædd og uppalin við tónlist, kynntist mörgum þekkt- um tónlistarmönnum strax i bernsku og var vön að vera inn- an um þjóðhöfðingja og fyrir- fólk. Nela kynntist Rubinstein þeg- ar hún var 18 ára gömul og hann kom til að leika með hljómsveit- inni, sem faðir hennar stjórnaði. Hún segir sjálf, að það hafi verið ást við fyrstu sýn, en Rubinstein var 21 ári eldri en hún, einhleyp- ur og annálaður kvennamaður. En þegar Rubinstein fór að fara í fjörurnar við ítalska prinsessu venti Nela kvæði sinu í kross og giftist öðrum þekktum píanóleikara, Mieczyslaw Munz, og flutti með honum til borgar- innar Cinncinati, í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Eftir þriggja ára hjónband var Nela komin aftur heim í föð- urhús, skilin, og hóf ballettnám. Það leið ekki á löngu þar til Rubinstein var aftur kominn til sögunnar, hún fór með honum f hljómleikaferðalög til ýmissa borga í Evrópu þar sem hann lék. Systir Nela fór með til að gæta alls velsæmis eins og tiðk- aðist á þeim tíma. Þau gengu svo i hjónaband sex árum eftir að þau kynntust fyrst og eignuðust fjögur bðrn. Þau eru: Eva ljósmyndari og Paul verðbréfasali, bæði fædd í Paris, og Aline geðlæknir og John leik- ari fædd í Bandaríkjunum. Eftir að börnin fæddust gat Nela ekki haldið áfram að fylgja manni sínum eftir á ferðalögum og þurfti að gæta þeirra heima á meðan þau voru ung. Nela hóf fljótt að fikra sig áfram í matargerð, fyrst í litlu íbúðinni í París, þar sem hún hafði tvær gashellur til að elda á, og síðar í glæsilegum heimil- um, sem þau áttu samtímis í París, Hollywood, New York, Genf og á Marbella á Spáni. Nela varð fljótt þekkt sem frábær matreiðslukona, meðal gesta þeirra við matarborðið voru þekktir listamenn og sam- kvæmisfólk. Heimilisvinir í Hollywood voru leikararnir Katharine Hepburn, Gregory Peck, Clark Gable, Joan Craw- ford, Charlie Chaplin og Edward G. Robinson, svo einhverjir séu nefndir. Það varð fastur siður eftir tónleika, sem Rubinstein lék á, að þau hjón byðu til kvöldverðar heima hjá sér. Matargerð hús- freyjunnar var sambland af pólskum, frönskum og banda- rískum mat, sem hún á einkar skemmtilegan máta töfraði fram eftir eigin hugviti. Það er sagt að Rubinstein hafi þótt nóg um allt hrósið, sem hún fékk, hann kvartaði undan þvi að menn gleymdu um leið leik hans að blanda geði við hinn mikla fjölda útlendinga, sem býr i Marbella. En svo kom að því að Rubin- stein hugðist skrifa endurminn- ingar sínar, eins og margra er siður, og þá tóku þau hjón inn á heimili sitt í Marbella stúlku, sem hjálpa átti til við skriftirn- ar. Sú ráðning átti eftir að verða afdrifarík, því þegar ritarinn yf- irgaf húsið tók hún húsbóndann, sem var 50 árum eldri eins og áður segir, með sér. Matreiöslubókin Matreiðslubókin „Nela’s Cook- book“ kom út á síðasta ári, þegar höfundur var 75 ára að aldri. Fyrir meira en 40 árum var hún óspart hvött til að koma uppskriftum sínum á framfæri, helsti hvatamaður var eiginkona útgefandans, Alfreds A. Knopf, en hún er nú látin. Það var heilmikið verk að koma réttunum í útgáfuform, Nela þurfti að búa til alla réttina og láta mæla allt og vega. Hún hafði aldrei farið eftir fyrirfram ákveðinni forskrift við matar- gerð. Um eiginmann sinn og við- skilnaðinn hefur Nela engin orð, hún kýs að muna aðeins góðu ár- in þeirra. Um seinni konuna seg- ir hún að enginn fái sig til að Nela og Arthur Rubiustein meðan allt lék í lyndi. Myndin tekin á heimili þeirra í París árið 1959. á tónleikunum þegar þeir færu að dást að matnum. Þessi ár hefur Nela kallað góðu árin þeirra. Þegar Rubinstein var orðinn 75 ára gamall varð hann að hætta að mestu hljómleikaferð- um vegna dvínandi sjónar. Eftir það eyddu þau hjón mestum tima sínum í húsinu sinu i Mar- bella og þar héldu þau upptekn- um hætti með að halda matar- boð og sækja önnur. Milli þess spiluðu þau á spil, sín á milli töluðu hjónin 7 tungumál, svo þau voru ekki í vandræðum með segja orð, hvorki gott né illt, og um hluta hennar f arfinu segir hún aðeins, að þetta hafi bara verið peningar. Um leið og Nela kýa að minn- ast aðeins góðu áranna er hún að undirbúa flutning á ösku Rub- instein, sem geymd er í Genf, til ísrael, þar sem má að strá henni yfir skóglendi, sem skírt var upp og nefnt eftir honum í virð- ingarskyni. Um útkomu bókarinnar hafði Nela það eitt að segja „að loksins gerði hún eitthvað fyrir sjálfa sig“. B.I. „Lukkudagar“ Vinningsnúmer 1.-31. .ágúst1984 1. 28593 11. 42383 21. 36735 2. 56859 12. 46450 22. 6578 3. 2378 13. 23735 23. 11233 4. 33703 14. 52197 24. 34642 5. 40761 15. 17148 25. 4036 6. 18359 16. 34032 26. 56900 7. 35702 17. 23190 27. 47624 8. 34295 18. 917 28. 27211 9. 3848 19. 50901 29. 5281 10. 6698 20. 55018 30. 572 31. 44880 Vinningshaffar hringi í síma 20068. Terylene herrabuxur á 700 kr., kokka- og bakarabuxur á 600 kr. Saumastofan Barmahlíö 34, sími 14616, inngang- ur frá Lönguhlíö. Minnisstækkun — 64KB í IBM PC og aðrar einkatölvur Bjóöum nú 64KB minni, eöa 9 stk. 4164-15 á aöeins kr. 1.980.- Kúlulegasalan hff., Stýritæknideild, Suöurlandsbraut 20. Sími 84500. XJöföar til A -K fólks í öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.