Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 89 storminum heyrði ég Griffith kalla: „Billy, settu í gang. Náið þessu andliti." Atriðið á ísjakanum var þó enn hræðilegri raun. Ein af hugmynd- um Lillian í sambandi við gerð þess var að hafa aðra höndina og hárið í ísköldu vatninu þegar hún lá á ísnum. „Ég var alltaf að fá þessar fínu hugmyndir og þjást fyrir þær,“ skrifaði hún. „Eftir stutta stund fraus á mér hárið og mér fannst eins og hendin á mér logaði. Allt fram á þennan dag finn ég enn til í henni þegar ég er lengi úti í kulda." ( bandaríska tímaritinu „Amer- ican Cinematographer" frá 1921 er lýsing kvikmyndatökumannsins, Lee Smiths á upptöku atriðisins á ísnum. Hann segir: „Við höfðum áhættumenn til reiðu bæði fyrir Lillian Gish og Barthelmess (bónda- sonurinn) en við notuðum þá aldrei... Gish var hugrakk- asta kona í heimi. Það var verulega pínlegt að sjá bless- að, aumingja barnið koma sér fyrir á ísjakanum og menn ýta henni út í straum- inn, en hún kvartaði aldrei eða sýndi á sér óttamerki. Kuldinn var bitur og Gish var berhöfðuð og án skjól- fatnaðar, svo það var nauð- synlegt í hléum að koma henni í land og hlýja henni. Stundum þegar ekkert réðst við ísinn varð hún næstum rænulaus af kulda, en hún náði sér alltaf fljótt á strik og virtist aldrei þjást neitt." Myndatökumaðurinn Bilfy Bitzer og leikstjórinn D. W. Grifíith. LA BOHEME. Dauðaatriði Lillian Gish með John GilberL í kvikmyndirnar fyrir slysni Lillian Gish gerðist kvikmynda- leikkona fyrir slysni. Árið 1912 var hún og systir hennar, Dorothy í heimsókn í „The Biograph Stud- ios“ í New York vegna þess að þær höfðu heyrt að vinkona þeirra, Gladys Smith, væri að vinna þar (Gladys Smith hafði breytt nafni sínu í Mary Pickford). í anddyrinu hittu systurnar ungan mann, sem spurði þær hvort þær kynnu að leika. „Eg hélt að hann héti herra Biograph. Það leit út fyrir að hann væri eigandi staðarins. Dorothy sagði: „Herra, við erum alvöru leikkonur,““ skrifaði Lillian. „Jæja,“ sagði hann. „Ég er ekki að meina hvort þið getið farið með texta. Ég meina getið þið leikið?" Við vissum ekki hvað hann átti við. Hann sagði: „Komið upp.“ Við fórum upp þar sem leikararnir biðu og hann setti i gang æfingu á atriði um tvær stelpur, sem áttu að vera króaðar inni af innbrots- þjófum og innbrotsþjófarnir skutu á þær. Við fylgdumst með hinum leikurunum til að sjá hvað þeir gerðu og við vorum nógu sniðugar til að taka ábendingum þeirra. Að lokum þegar hámarki var náð dró annar þjófurinn upp byssu og fór að skjóta út f loftið og elta okkur um herbergið. Við héldum að við værum á geðspítala." Leikstjórinn ungi var D.W. Griffith og myndin var AN UN- SEEN ENEMY, hin fyrsta af mörgum einnar og tveggja spólu- myndum með Lillian Gish en ferill hennar á leiklistarbrautinni hafði byrjað nokkru fyrir daga bíó- myndanna eins og fram hefur komið. Það var Griffith, sem var helsti hvatamaðurinn að gerð bíómynda í fullri lengd í Banda- ríkjunum og það var hið epíska meistarastykki hans, A BIRTH OF A NATION (1915), sem tryggði gengi þeirra. „Ég sá filmupart- ana,“ sagði Lillian. „Jafnvel á þessum unga aldri hafði ég hræði- lega mikinn áhuga á kvikmynd- inni, hvernig hún varð til og hvað um hana varð. Ég fylgdist með því þegar hún var framkölluð og ég fylgdist með klippingu hennar, svo að ég hafði séð THE CLANSMAN eins og hún þá var kölluð áður en hún var sýnd nokkrum manni. Ég var líka með þegar þeir sem unnu að gerð myndarinnar sáu hana í fyrsta sinn. Ég man eftir Henry B. Walthall, sem lék Litla ofurstann. Hann sat bara þarna, sleginn af áhrifamætti myndarinnar. Hann og systur hans voru frá Suðurríkj- unum. Um síðir sögðu þau: „Þetta er ólíkt öllu því sem við höfum nokkru sinni séð eða ímyndað okkur." Úr THE WIND. í stríðinu Þegar Griffith heimsótti Bret- land í fyrri heimsstyrjöldinni í þeim megintilgangi að undirbúa frumsýningu á mynd sinni IN- TOLERANCE, hóf hann í leiðinni undirbúning að mikilli áróðurs- mynd fyrir bandalagsþjóðirnar. Hann hafði þær Lillian og Dor- othy Gish með sér og móður þeirra, en systurnar áttu að leika aðalhlutverkin í myndinni. Ferðin yfir Atlantshafið var svo sem nógu hættuleg því stöðug ógn staf- aði af kafbátaárásum og dvölin á Savoy-hótelinu í London var krydduð með sprengiárásum Þýskaranna. Griffith ákvað að fara með þær til Frakklands á vígvellina og þar urðu þau sjón- arvottar að hinni hræðilegu eyði- leggingu stríðsins. einu þorpinu á leiðinni frá Senlis," sagði Lillian, „sáum við hús sem hafði verið eyðilagt: mölbrotin húsgögn lágu á víð og dreif og gömul kaffikanna lá ein- manaleg á hliðinni. Hvílík hryggð- armynd því allir í húsinu höfðu verið drepnir. Við fórum í bílum á staði sem enginn myndi einu sinni senda þjálfaðar hjúkrunarkonur á. Við sáum furðusvipinn á her- mönnunum. Þeir trúðu ekki sínum eigin augum. Þarna var komið fólk í borgarfötum. Við vorum klædd eins og í myndinni og við vorum allan tímann í skotfæri óvinanna." í HEARTS OF THE WORLD (1918) gaf Lillian hjartnæma mynd af ungri stúlku, sem hefir orðið fyrir stríðslosti og flækist um á vígvellinum i leit að elsk- hverstaðar í dimmum skáp. Tár runnu niður kinnar hennar. Andlit hennar af- myndaðist af skelfingu ... Ég hef alltaf álitið sjálfan mig vera hörkutól en þarna sat ég og tárin streymdu úr augum mér.“ Erfitt aö leika jómfrúr? Á síðasta ári voru haldnar sýn- ingar á nokkrum mynda Lillian Gish í London og var hún viðstödd þær. Gífurleg aðsókn var að myndunum og fyrir hverja sýn- WAY DOWN EAST. Lillian neitaði að nota áhættuleikara fyrir þetta kuldalega atriði. Úr THE NIGHT OF THE HVNTER. Eldri og harðari. huga sínum og er með brúðarkjól- inn með sér. Én myndin sú fölnaði í samanburði við þá næstu, BROKEN BLOSSOMS (1919). Hún bar ekki hin hefðbundnu merki stórmynda Griffiths með þúsund- um aukaleikara og epíska um- gjörð, heldur var hún byggð á sögu eftir Thomas Burke og var um ást Kínverja á tólf ára gamalli stúlku. 1 fyrstunni neitaði Lillian alfarið að leika stúlkuna en Griffith hélt því þrjóskur fram að hún og að- eins hún gæti farið með þetta hlutverk sem var óhemju kröfu- hart. Og hann hafði rétt fyrir sér. Lillian Gish lék stelpuna (aldur- inn var hækkaður í 15) af gífurl- egri sannfæringu. Svo kröftugur var leikur hennar að blaðamaður, sem fylgdist með upptökum á at- riði þar sem stúlkan felur sig í klæðaskáp og faðir hennar brýtur hurðina með exi, var yfir sig hrif- inn. Hann skrifaði: „Hún þrýsti sér þéttar að veggnum, setti handleggina hátt yfir höfuð sér og gróf fingurna í gipsið. Brot úr því féllu undan nöglum hennar. Hún öskraði, hátt og sker- andi, hræðilegt öskur ótta og angistar. Svo snéri hún sér og horfði í myndavélina. Þetta var raunveruleikinn. Lillian Gish var ekki meira en þrjá metra frá myndavélinni en hugur hennar var einhver- staðar annarstaðar — ein- ingu kynnti hún þá mynd sem átti að fara að sýna og skemmti áhorf- endum með gríni og glensi. „Er eitthvað hlutverk, sem þú vildir að þú hefðir leikið þegar þú varst yngri?“ spurði einn úr áhorfenda- hópnum. „Daðurdrós," svaraði Gish að bragði. „ó, ég vildi að ég hefði leikið daðurdrós. Sjötíu og fimm prósent eru unnin fyrir þig. Það er þrekvirki að leika þessar saklausu jómfrúr. Það er allt í lagi í fimm mínútur en eftir það verður þú að leggja á þig mikið erfiði til að halda áhuga áhorfandans vak- andi.“ Þegar kom að sýningu myndar- innar THE WIND sagði Lillian að það hafi verið jafnvel enn meira erfiði að leika í henni en í WAY DOWN EAST. „Ég get þolað kulda,“ sagði hún, „en ekki hita.“ Útiatriðin voru tekin í Mojave- eyðimörkinni nálægt Bakersfield, þar sem hitinn fór sjaldan niður fyrir 45 gráður á Celsius. „Ég man að einu sinni þurfti ég að laga á mér farðann og ætlaði í bílinn minn en skildi eftir hluta af skinni úr lófanum á mér á hurðahúnin- um. Það var eins og að taka upp logandi heitan pott. Þegar þeir bjuggu til storminn notuðu þeir átta flugvélahreyfla, sem blésu sandi, reyk og sagi yfir mig.“ Þannig eru minningar leikkonu, sem átti þátt í að móta hinar fyrstu bíómyndir. Þýð. og samantekt: — ai.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.