Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 125 þeirrar staðreyndar, að þarna var ályktað út frá rannsókn á goð- sögnum, væntanlega sett þá út af laginu. En ekkert hef ég heyrt frá þeim fornleifafræðingunum síðan, enda þótt niðurstöðurnar hafi hlotið svo rækilegan stuðning, sem raun ber vitni — af UPP- GREFTRI FORNLEIFAFRÆÐ- INGA! En kannski er mér ekki sýnt um að tala f hugtökum sem fornleifafræðingar skilja. Þeim tíma, er arkitektar nefna „annað borgarskeiðið" lauk þá er Arabar sigruðu Sassanfda. Er „annað borgarskeiðið" skilgreint sem timinn frá byrjun járnaldar og til loka Rómarveldis um 480 e.Kr. Nú verðum við vitni að athyglis- verðri þróun. Frumhugmyndin um Hring og stjörnuhimin sem meg- inatriði byggðaskipulags deyr ekki út. Konungsætt svonefndra Abb- asída leggur grunn aö nýrri borg árið 762, og er sú borg talin jafn- vel enn merkari sem hugsýn innar fullkomnu vísindalegu reglu himnanna en nokkur borg áður. Er borginni gefið nafnið Baghdad, og svo lýst, að hún sé „sammiðja veraldarfjall (concentric world raountain)", sem hafi „reyrt sam- an, óbifanlega, manninn á jörðu niðri og hina guðlegu æðri mynd hans (His divine superimage)“. Ollu kerfinu er hagað í samræmi við vísindalega stjörnufræði: „Þeir lögðu grundvöllinn að Baghdad sem Dýrahring.“ Þeir héldu inu forna munstri — í samræmi við nákvæmni nýrri arabískra vís- inda. En Dýrahringurinn var nauðsynlegur til að „endurspegla óhlutdræg lög himins" (s61). Tólfskiptur himinhringur er hugmyndafræðileg undirstaða byggðar. Þar sem hér — sam- kvæmt RÍM. Maður sem veröld Niðurstaða RÍM um Hring Rangárhverfis var einmitt sú, að „Maður“ hefði þar verið megin- inntak fræðanna: venjulegum dauðlegum manni hafi verið jafn- að til veraldar sem „Manns“. Þetta er torskilin mynd nútímamönn- um, en svo augljós nú orðið i hugmyndaheimi íslendinga á mið- öldum, að um tilvist hennar verð- ur ekki efast. Og nú sjáum við, að einmitt slíkur „Maður" — makro- kosmos eða stórheimur — fyllir út í Hring fornra byggða, og að venjulegur maður verður míkró- kosmos eða örmynd innar æðri verundar. Allt eru þetta meginat- riði RÍM frá því er fyrsta línan var út gefin á prenti. Dýrahringur himins, ristur í land og festur við kennileiti, er m.ö.o. helzta viðmiðun fornra menningarsamfélaga allt fram undir landnám íslands og stofnun Alþingis. Og nú eru þetta ekki ein- ungis tilgátur einstaklings réikn- aðar út af hugmyndafræði ís- lenzkra miðaldabókmennta, held- ur staðfestar niðurstöður forn- leifa- og byggðafræðinga! Þetta snýr líkum málsins við: samgöngur eru vottfestar milli norrænna manna og hins suðlæga menningarsvæðis árþúsundin fyrir landnám íslands, svo að ætla má A PRIORI — að fyrrabragði — að konungssetrin að Jalangri og Uppsölum hafi verið tengd við sams konar hugmyndir. Vart þarf þá að spyrja til Þingvalla og ins helga Baugs íslendinga. Glæsileg heildarsýn opnast yfir allt hið vestræna menningar- svæði. Himinhringur og byggðaþróun Svo mikilvægur er himinhring- ur í gjörvallri byggðaþróun heims, þeirrar er menn þekkja, að eigi verður enn við skilizt. Þannig kemur í Ijós, að eitt mesta afrek fornleifafræðinga í uppgreftri — borgin Koy-Krylgan Kale I Khwarizm í Sovétríkjunum (við Oxus-fljót) reynist ekki einasta vera gerð í samræmi við helgan Baug, heldur beinlínis við SKIPU- LAG STJARNHIMINS (s61). Hef- ur rússneski fornleifafræðingur- inn Tolstov endurgert borgina I Khwarizm, og bendir Moholy- Nagy á það, að endurgerðin falli með eindæmum vel að lýsingunni á Baghdad (s62). Er borgin í Khwarizm tímasett „seint á ár- þúsundinu fyrir Krists burð“. Khwarizm sver sig m.ö.o. í ætt annarrar byggðaþróunar árin 1000 f.Kr. til landnáms íslands, og er þetta fágætt umhugsunaratriði. En tengslin milli Baghdad og Khwarizm telur Moholy-Nagy ekki þurfa að byggjast á hring ein- um sér, þar sem himinhringur hafi verið „alþjóðlegt tákn“, eigi aðeins í þeim borgum sem hún til- færir heldur hvarvetna, meðal annars í tilteknum minnismerkj- um og mannvirkjum eins og graf- hvelfingu Ágústusar keisara í Róm (s62). Og má nú hver maður sjá, hvert rökleiðsluna ber: Ef tákn stjörnu- himins og ins tólfskipta Dýra- hrings var alþjóðlegt og hvarvetna kunnugt, þá er vart unnt að ímynda sér neitt einstakt atriði fornrar hugmyndafræði, sem svo augljóslega hefði átt að berast norður í álfu. Khwarizm var kon- ungssetur, svo að hugmyndafræði konungdæma má ætla þá sömu þar og á Norðurlöndum. Einna skemmtilegast er þó að hyggja að Baghdad: grundvöllur þeirrar borgar var svo strang- geómetrfskur, að sögn arkitekts- ins, að þar náði himinhringur „vísindalegri fullkomnun". En þegar rannsakaðir eru uppdrættir af borginni, kemur jafnframt í Ijós, að byggjendur hugsuðu sér hana sem Hjól með ÁTTA TEIN- UM. Rétt eins og konungssetur Dana, Svia og íslendinga sam- kvæmt tilgátum RlM. Stoðirnar hrannast að. Hlutfallið 5/e Eigi verður svo við fornar borg- ir skilizt, að ekki sé getið frá- munalega athyglisverðrar sam- svörunar með tilgátum RÍM og ál- yktunum fornleifafræðinga. Niðurstaða RÍM um grundvöll ins íslenzka Goðaveldis var m.a. sú, að eitt megintákn hugmyndafræð- innar — ein helzta hugmynd „réttlætis" á jörðu landnáms- manna — hefði verið fólgið í stærðfræðibrotinu fimm sjöttu (tengdu Hring). Langt mál þyrfti til að skýra ályktun þessa; hér skal þess aðeins getið, að Islend- ingar áttu sér tvenns konar mæli korns: 80 merkur vegnar og 96 merkur mældar. Þessari stað- reynd fylgdi löng keðja hugsana- sambanda í Goðaveldinu íslenzka — ef rétt var ráðið — í RÍM. Nú gefur Moholy-Nagy okkur skyndilega upplýsingar um ein- kennilega samsvörun með byggð- um frænda vorra í Khwarizm og Araba í Baghdad: hring-veggur Baghdad-borgar var gerður í hlutfallinu 5/6, ytri múrinn var 75 fet en sá innri 90 (5x15 og 6x15). Og ÞETTA er einmitt atriðið, sem Moholy-Nagy telur sanna hug- myndafræðileg tengsl milli Khwarizm og Baghdad, því að svo er einmitt baugnum umhverfis Khwarizm háttað!!! Að sjálfsögð órar Moholy-Nagy ekki fyrir því samhengi, sem reiknað var út af íslenzkum heim- ildum milli brotsins 5/6, Hrings og stjarnhimins, og gefið er, að hún hefur aldrei heyrt höfund þessar- ar greinar nefndan. Enn má geta þess, að hún skilur ekkert í brot- inu 5/6 innan sambandsins, þótt hún sjái tilvist þess, svo að hún finnur engar skýringar á fram- angreindri samsvörun aðra en sams konar „arkitektúr". Fundur þessa stærðfræðibrots — fimm sjöttu — á réttum stað við rannsóknirnar í Flórenz 1980 (sjá Dome of Heaven) var með skemmtilegustu atburðum þeirrar athugunar. En að finna brotið 5/6 stinga upp kollinum enn á ný i elztu byggðum forfeðra vorra og frænda er svona líkt eins og að komast sjálfur í snerting við him- inhring. Sá sem nú vill fella tilgátur RlM um hugmyndafræðilegan grund- völl Goðaveldisins íslenzka, fær nóg að hugsa. Heilög hringborg miðalda Allar líkur benda til, að eigi ein- asta heiðnir menn, heldur og kristnir á keltneska vísu, hafi staðið að gerð Baugs Rangár- hverfis. Siðasta spurningin, sem hér verður fyrir lögð, er því þessi: Gerist þess nokkur kostur að tengja hugmyndir miðaldakristni þeim hugmyndum, sem að framan eru raktar? Þótt einhverjum komi á óvart er svarið já. Langt frameftir miðöld- um tengdu Evrópubúar byggðir sínar „heiðinni hjátrú" annars vegar og „kristinni goðafræði (Christian mythology)“ hins vegar (s67). Þær byggðir voru markaðar í samræmi við hugmyndafræði tiðarinnar, sem fólst m.a. í því að maðurinn væri meistari „al- heims-vísdómsins (cosmic wis- dom)“ (s68). Veit orðalagið vafa- laust að því, að kristnar hugmynd- ir blandaðar fornum heiðnum heimsmyndarfræðum, urðu grundvöllur samfélagsskipanar. Skyldi því þá ekki gleymt hver voru höfuðatriði slíkrar heims- myndar: stjarnhiminninn, merki hans og himintungl, hringur og fornhelg geómetría. Varðveitzt hefur teikning, sem talin er sýna framangreinda þætti vel, hönnun borgar í samræmi við alheim, forna speki og hugmyndir Tómasar af Aquinas, meistara innar kristnu skólaspeki. Var teikningin gerð fyrir Sforza- ættina í Mílanó árið 1457. Teikn- ingin sýnir „fullkomna borg (an ideal city)“ og er hún hringlaga en skipt í átt-ydda stjörnu. Er speki himintungla og stjörnumerkja tal- in geymd í stjörnunni átt-yddu. En myndin í heild er nefnd „Heims- myndar-fjall (Cosmk mountain)“. Hjólið og hringborg midalda Hringlaga borg er ekki „sveit* í skilningi Rangárhverfis. Hitt má hverjum manni ljóst vera, að borgir finnast í uppgreftri forn- leifafræðinga einfaldlega af því að þær eru borgir og ekki tún; svip- uðu máli gegnir um heimsmynd- ar-teikningar er geymast í skjöl- um fornra aðalsætta en ekki i heilabúum löngu liðinna forfeðra Islendinga. Dæmið frá Italíu er þó skýrt: spekingar miðalda og Endurfæð- ingar, er reistu sér byggðir í sam- ræmi við forna heimsmynd, byggðu á hugtaki Hrings — og skiptingu hans í átt-ydda stjörnu. Þetta styður afdráttarlaust niður- stöður af athugun á íslenzku táknmáli: heimsmyndir Jalangurs, Uppsala og Þingvalla byggðu á sömu hugmynd. Að vísu hefur átt-skiptingin ekki verið sett fram sem stjarna, en hún hefur ætíð verið ótvíræð, svo sem sjá má á skiptingu Hrings í „áttavita" (Mbl. 29.7. ’84) og Hjól með átta teinum. Þannig fannst hugmyndin á ný í Stokkhólmi 1978: borgin var gerð sem Hjól bundin átta teinum — með konungssetrið Tre Kronor sem Miðju. Þarna kemur allt heim og saman. Framangreind mynd er m.ö.o. táknræn fyrir síðmiðaldir — þar sem saman koma heiðin speki og það sem nú er einatt nefnt kristin „goðafræði" — hingað bárust ein- mitt menn sem lifðu i sátt og sam- lyndi heiðnir sem kristnir. Enginn getur gefið sér að forsendu, að þessir menn hafi ekki kunnað helztu fræði síns tímaskeiðs. Niðurstöður RÍM um skipulag byggðar í samræmi við hug- myndafræði miðalda koma heim við niðurstöður fornleifafræðinga og arkitekta um sömu efni. Niðurstöður Af þeim fimm greinum sem rit- aðar hafa verið undanfarið í Morgunblaðið um mörkun þinga, konungssetra og byggða, verður ljóst, að niðurstðður RÍM um Goðaveldið á Islandi koma með af- brigðum vel heim við menningar- hætti fornaldar og miðalda. Með tilgátunum reynist það kleift, sem áður sýndist með öllu óhugsandi að tengja helztu þætti islenzkrar hugmyndafræði, goðafræði og stjórnskipunar hliðstæðum í menningarsamfélögum fornaldar og miðalda. Hafa þó aðeins örfá dæmi verið sýnd af öllum þeim fjölda sem fyrir liggur. Enn virðist það ríkjandi skoðun, að tvístringur í átrúnaði, tætingur i hugarheimi og vanþekking hafi ráðið gjörðum islenzkra land- námsmanna. Má enn sjá á prenti ólíklegustu fullyrðingar þess efn- is, að nánast engin andleg tengsl hafi legið milli íslenzka Goðaveld- isins og evrópskrar menningar samtímans. Slikar kenningar falla um sjálfar sig, fyrir þeim finnast ekki forsendur, þær standast ekki rannsóknir, þær stangast á við hvort tveggja i senn, líkur málsins og rökræna hugsun. Hvort sem mönnum likar betur eða verr, STANDA þær tilgátur sem skýra flest á einfaldastan hátt, reynast réttar við prófun, koma heim við þann efnivið sem til rannsóknar er — og segja fyrir um það hvað finnast muni við frekari rannsóknir. Tilgátur RÍM hafa reynzt þeirí*- ar tegundar. Eldri kenningar um skipulagsleysi i landnámi, van- kunnáttu i fræðum fornaldar og miðalda, tvistring i trúarhug- myndum og þjóðskipulag, sem ekki ætti sér neina hliðstæðu í veröldinni, eru þannig brott falln- ar. Hugtak „Manns“ sem stórheims og örheims var eitt meginatriði ins helga Baugs landnámsmanna, samkvæmt niðurstöðum RlM (tilg. 56, 1969). Hug- tak Manns varð ekki skilið frá stjörnumerkjunum tólf. Krossarnir þrír marka kristni að keltneskum hætti: yfirgnæfandi líkur benda til, að heiðnir menn og kristnir hafi sameinazt um grundvöll Goðavaldisins. Koy-krylgan Kale í Khawarizm (nú í Sovétríkjunum). Borgin er frá 2. öld f. Kr. og gerð f likingu stjarnhimins. Greina má bæði grísk og kínversk áhrif i borginni. Fullkomin borg, er Filareta, húsameistari Endurfæðingarinnar teiknaði fyrir Sforza-ættina i Mflanó 1457. Borgin var samræmd hugmyndum skólaspek- inga miðalda. Fullkominn Hringur myndar Hjól átta teina. Höll valdhafans er í Miðju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.