Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 36
116 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Bridge Arnór Ragnarsson Frá Bridgesambandi íslands Eins og mörgum mun kunnugt mun Bridgesamband íslands í samvinnu við Samvinnuferð- ir/Landsýn og Flugleiðir gang- ast fyrir opnu tvímenningsmóti í lok september. Þetta verður veglegasta keppni í bridge hér á landi til þessa. Heildarverðlaun (verðmæti) vinninga verða yfir 100.000 kr. í 1. verðlaun verða ferðir fyrir sigurvegarana á Ólympíumótið í hridge, sem haldið er í Seattle í Bandaríkjunum. Spilað verður í Tónabæ v/Skaftahlíð og verður spilað allan laugardaginn 29. septem- ber og eftir hádegið á sunnudeg- inum 30. september. Keppnis- stjóri verður Agnar Jörgensson. Veitt verða riðlaverðlaun í lokin, en stefnt er að þátttöku mikils fjölda para. Mót þetta er haldið til styrktar landsliðinu okkar sem fer á Ólympíumótið í haust. Árfðandi er að spilarar láti skrá sig hið allra fyrsta hjá BSÍ eða í félögunum á spila- kvöldum I september. Utanbæj- arspilurum er bent á að Bridge- sambandið og Flugleiðir hafa gert með sér samkomulag um flug spilara á þetta mót, sér- staklega hagstætt fyrir BSÍ. Allir bestu spilarar landsins munu taka þátt f þessu móti, þannig að vegur þess verði sem mestur. Spilað verður um meist- arastig. Þátttökugjald á par er kr. 2000. Bridgedeild Breiðfírðingafélagsins Fyrsti spiladagur verður fimmtudaginn 13. september. Stjórnandi Guðm. Hermanns- son. Aðalfundur deildarinnar verður í Hreyfilshúsinu sunnu- daginn 9. september kl. 14. Byrjað verður með einskvölds tvímenning kl. 19.30. Bridgeklúbbur hjóna Starfsemin hefst með eins kvölds tvímenningi þriðjudaginn 11. september kl. 19.45. Spilað er hálfsmánaðarlega í Hreyfilshús- inu. Stjórn félagsins skipa Val- gerður Eiríksdóttir formaður, Þorleifur Guðmundsson, Edda Thorlacius og Júlíus Snorrason. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 4. sept. var spilaður eins kvölds tvímenning- ur í tveimur 10 para riðlum. Röð efstu para varð þessi: A-riðill. Jakob Kristinsson — Stefán Jóhannesson 143 Þórarinn Árnason — Gunnlaugur Guðjónsson 137 Guðjón Jónsson — Friðrik Jónsson 122 Flosi Sigurbjörnsson — Þórir Flosason 117 B-riðill. Ragnar Ragnarsson — Stefán Oddsson 133 Hjálmar Pálsson — Þorsteinn Kristjánsson 128 Kristján Jóhannesson — Guðjón Guðmundsson 128 Ragnar Hermannsson — Hjálmtýr Baldursson 126 Meðalskor í báðum riðlum 108 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvfmenning- ur, en þriðjudaginn 18. sept. hefst hausttvímenningur félags- ins. Spilað er f Gerðubergi kl. 19.30. stundvislega og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Keppnisstjóri er Hermann Lár- usson. 20 ára afmælismót Bridgefélags ísafjarðar Dagana 15.—16. september nk. mun Bridgefélag ísafjarðar gangast fyrir opinni barometer- tvímenningskeppni, í tilefni 20 ára afmælis félagsins. Nv. íslandsmeisturum, Jóni Baldurssyni og Herði Biöndal, hefur verið boðið til leiks og hafa þeir þegið það boð. Enn er hægt að bæta við pðrum, en reiknað er með að 24—28 pör taki þátt í keppninni. Spiluð verða 4 spil milli para, allir við alla. Keppni hefst á laugardag, spilað verður svo um kvöldið og þriðja lotan svo á sunnudegi. Flogið verður vestur á laug- ardeginum og til baka suður á sunnudagskvöld, þannig að að- eins verður gist eina nótt. Þátt- tökugjald er kr. 700 pr. par og fargjaldið vestur um 2.000 kr. pr. mann (m/BÍ-afslætti 25 prós.) Mjög vegleg verðlaun eru í boði af hálfu félagsins. 1. verð- laun eru kr. 15.000 pr. par, 2. verðlaun kr. 10.000 pr. par og 3. verðlaun eru kr. 6.000 pr. par. Auk þess eru veitt eignarverð- laun og silfurstig. Þeir sem áhuga hafa á að vera með eru beðnir um að hafa sam- band við Arnar Geir á ísafirði s. 94-4144 eða Ólaf Lárusson hjá BÍ s. 18350, í sfðasta lagi á sunnu- dag nk. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson, Reykjavík. Bridgefélag Hafnarfjarðar AÐALFUNDUR félagsins verð- ur haldinn föstudaginn 14. sept- ember í Slysavarnarhúsinu við Hjallahraun, og hefst hann kl. 20.00. Á dagskrá eru venjuleg að- alfundarstörf svo og verðlauna- afhending fyrir 1983—1984. Mánudaginn 17. sept. hefst vetr- arspilamennskan af fullum krafti og verður væntanlega byrjað með eins kvölds tvímenn- ingi til upphitunar. Stjórnin. Sumarbridge Sumarbridge 1984 lýkur næsta fimmtudag. Urslit sl. fimmtudag urðu sem hér segir: A: stig Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelsson 251 Lilja Petersen — Jón Sigurðsson 245 Leif Österby — Sigfús Þórðarson 245 Eggert Benónýsson — Sigurður Ámundason 241 B: Bergsveinn Breiðfjörð — Maron Björnsson 199 Esther Jakobsdóttir — Sigurður Sverrisson 190 Ragnar Magnússon — Valgarð Blöndal 184 Guðmundur Thorsteinsson — Haukur Sigurðsson 167 C: Guðni Þorsteinsson — Sigurður B. Þorsteinsson 195 Bjarni Sveinsson — Júlíus Snorrason 187 Valgerður Kristjónsdóttir — Björn Theódórsson 178 Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrésson 176 D: Ragna Ólafsdóttir — Ólafur Valgeirsson 266 Gunnar Karlsson — Sigurjón Helgason 260 Ásgeir P. Ásbjörnsson — Friðþjófur Einarsson 233 Anton R. Gunnarsson — Friðjón Þórhallsson 220 Meðalskor f A- og D- var 210 en 156 í B- og C-riðlum. Alls mættu 58 pör til leiks, sem er heldur færra en að undanförnu. Og lokastaða efstu spilara i Sumarbridge 1984 varð þessi: Anton R. Gunnarsson — Friðjón Þórhallsson 23,5 Helgi Jóhannsson — Leif Österby 18,5 Ragna Ólafsdóttir 15,5 Sigfús Þórðarson 14,5 Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelsson — Páll Valdimarsson — Jón Þ. Hilmarsson 14 Vetrarstarfsemin hefst 13. september. Byrjað verður á tveggja kvölda tvímenningi til upphitunar. Sfðan verður Hraðsveitakeppnin, með stutt- um leikjum. Þá kemur Höskuld- armótið og endað með einmenn- ingi fyrir jól. Eftir áramót er byrjað með GÁB-barómeter. Að honum loknum verður Aðalsveitakeppn- in. Ef tími vinnst til eftir hana verður hugað að stuttri, skemmtilegri keppni í vetrarlok. Nýir einstaklingar sem hafa áhuga á að koma og spila með félaginu eru hvattir til að hafa sambnd við eftirtalda stjórn- armenn: Gunnlaug í síma 2051, Vilhjálm í sima 2255, Eygló í síma 1848, — við bítum engan. Stjórnin vid rýmum fyrir nýjum vörum allt ad 50% afsláttur á hljómtækjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.