Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 111 eftir Mick Brown fremur látið í ljós óánægju með King, sem hafnaði 5,5 milljóna dala samningi við Pepsi Cola. Jackson drekkur ekki annað en ferskan appelsínusafa og King sagði að það væri fáránlegt að gefa það í skyn að hann drykki Pepsi Cola. í harðorðu bréfi til King tilkynnti Jackson að fram- vegis tæki hann engar ákvarðanir og ráðstafaði engu í sambandi við fjármál söngvarans. Eftir því sem samningar og skipulagsatriði varðandi ferðina komust á hreint dró úr áhrifum King og hann hef- ur nú verið lækkaður í tign. í stað þess að vera auglýsingastjóri er hann nú titlaður kynnir en við auglýsingastjórastarfinu tók Frank nokkur Russo sem gegndi því í þrjár vikur en var síðan rek- inn og hefur nú lagt fram kæru á hendur Jackson-fjölskyldunni. Chuck Sullivan heitir sá sem tók við af Russo. Sá er líka hnútum kunnugur í íþróttaheiminum en þekkir ekkert til tónlistarmála, en hann kann hins vegar skil á öllu varðandi hin risastóru íþrótta- mannvirki þar sem tónleikarnir eru yfirleitt haldnir. Það og 42 milljóna dala trygging með 12,5 milljóna dala fyrirframgreiðslu tryggði honum starfið. Larry Larson heitir sá sem ann- ast yfirstjórn og skipulagningu tónleikaferðarinnar. Áður var hann sjónvarpsframleiðandi og framkvæmdastjóri rokkhljóm- sveitar en nú stjórnar hann um- fangsmesta og dýrasta ferðalagi í gjörvallri tónlistarsögunni. 30 tæknimenn sjá um nærfellt 400 tonn af tækjabúnaði sem er svo verðmætur að „enginn nema NASA“ hefði efni á að gera út svona leiðangur. Margt af þvi dóti sem sviðs- myndin er samansett af er af- sprengi ímyndunar Michael Jack- son sjálfs. Tölvustýrðar köngulær úr málmi, hannaðar af verkfræð- ingum Disney, hafa hljómsveitina í neti sínu á tónleikum og fjögurra metra háar furðuskepnur sem nefnast „Kreetons" gegna sér- stöku hlutverki á sviðinu við upp- haf hverra tónleika. Jackson vill einungis það bezta og er ekki rag- ur við að borga fyrir það, segir Larson. Þegar framleiðendur „Kreeton" — sem nú eru fjölmarg- ir í Los Angeles og nágrenni — gerðu tilboð hikaði Jackson ekki við að taka því dýrasta. arson hefur líka yfirumsjón með framleiðslu á alls konar dóti, s.s. bolum, hárböndum, háls- menum, dagskrám en útlit er fyrir að gróðinn af þeirri sölu jafnist á við tekjur af aðgöngumiðasölu. Larry Larson ber líka ábyrgð á því að erjur innan þess stóra hóps sem fylgir Jackson á ferðalaginu kom- ist ekki á almanna vitorð og verði til þess að skaða orðstír stjörn- unnar. Hann fylgist náið með þeim 100 manna hóp sem hefur hlutverki að gegna á sviðinu og þeir sem valda vandræðum eru umsvifalaust reknir. Hingað til hefur yfirgnæfandi meirihluti tónleikagesta verið af hvítum kynstofni og úr millistétt. Þessi staðreynd segir sína sögu um vinsældir Jackson en hún er líka til vitnis um það að fæstir ungir negrar hafa ráð á að greiða 30 dali fyrir tónleikamiða. Larson heldur því fram að negrar ákveði á síðustu stundu að fara á tónleika og þeir séu þvi óvanir að tryggja sér miða með fyrirvara. Afstaða negra almennt til um- svifa Jackson er nokkuð á reiki. Hinn þeldökki múhameðstrúar- leiðtogi Louis Farrakhan hefur gagnrýnt Jackson harðlega og var- að negra við að taka hann sér til fyrirmyndar. Tilraunir Jackson til að svara ásökunum um að hann sé ekki annað en handbendi hvíta auðvaldsins i Bandaríkjunum hafa ekki orðið til annars en að auka á gagnrýnina á hann af hálfu negra. I þessu er auðvitað ekki fólgin skýringin á þvi að Michael Jack- son og „sigurförin“ skuli draga að sér alla þessa athygli. Að mörgu leyti er Jackson hið furðulegasta fyrirbæri þegar haft er i huga að hann er í þann veginn að verða þjóðhetja. Hann lifir einlífi og er þó karlmannlegur. Hann er vottur Jehóva og nánustu vinir hans virð- ast vera afsprengi hans „eigin draumamaskinu, svo og — að því er sagt — lífvana brúður sem hann er sagður „skeggræða“ við innan veggja heimilis sins sem er i Los Angeles. Óneitanlega uppfyllir Michael Jackson margs konar þarfir og seður margskonar hungur sem ríkjandi hefur verið á músíkmark- aði i Bandaríkjunum. Hann nýtur þess að vera skemmtikraftur sem hefur tekizt að slá öll sölumet á síðustu fjórum árum og hann hef- ur lika læknað bandaríska popp- unnendur af þeirri minnimáttar- kennd sem þeir hafa þjáðst af gagnvart brezkum tónlistariðnaði. Hann varð einna fyrstur til að taka popp-sjónbönd í sina þjón- ustu og þar er hann tvímælalaust fremstur i flokki. Og svo eru það auðvitað hinir óumdeilanlegu og óvenjulegu hæfileikar Michael Jackson sem eiga sinn mikla þátt í þessari vel- gengni þegar hann birtist á svið- inu á Meadowlands-leikvanginum í New York um daginn — annar- legur í allri sinni dýrð — magnað- ur upp á risastórum skjá svo þeir sem fjærst stóðu fengju örugglega að sjá goðið — baðandi í laser- geislum, bjarma flugelda og alls konar tæknilegum furðuverkum — bliknuðu allir hinir Jacksynirn- ir. Hámark tónleikanna í New York — eins og raunar annarra tónleika — var þegar hann söng ril Be There, tilfinningavelluna frá því að ferill hans í Motown var nýhafinn. Við hlið mér sat stúlka á táningsaldri samanhnipruð og tárin runnu i striðum straumum niður vanga hennar. Ljósin á leikvanginum kviknuðu og upp risu 44 þúsund manns sem sveifl- uðu handleggjunum og tóku fjálg- lega undir. Þetta fólk var vel á sig komið og andlitin ljómuðu. A þessari stundu varð Jackson- landið býsna raunverulegt. Mér leizt ekki á blikuna þegar ég gerði mér ljóst að hér hefði ég orðið vitni að einni kostnaðarsömustu fjöldafullnægingu i mannkynssög- unni. (tr The Sundav Timcs) Ultima -penninn sem flýgur yfir biaðið kúlutússpenninn frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.