Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 28
108 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Umsjón: KRISTIN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Rifsber Tært rifsberjahlaup 5 kg rifsber 3 dl vatn 1 kg sykur í hvern lítra af saft 1. Þvotið rifsberin, tínið úr þeim allt lauf. Setjið þau síðan í frekar stóran pott, bætið vatni í og sjóðið við mjög hægan hita í 45—60 mínútur, eða þar til flest berin hafa sprungið. 2. Hellið berjunum á grisju og látið renna vel af þeim. Kreistið síðan grisjuna og látið safann saman við hinn safann. 3. Mælið safann. Setjið 1 kg af sykri á móti hverjum lítra af safa. Setjið í pott. 4. Sjóðið við mjög hægan hita í opnum potti í 15—20 mínútur. Takið tímann þegar suðan kemur upp. 5. Fleytið froðuna ofan af og setjið í skál. Hana notum við saman við súrmjólk. Uppskriftin fylgir hér á eftir. 6. Hellið heitum safanum í hreinar heitar krukkur. 7. Látið krukkurnar standa opnar þar til hlaupið er alveg orðið kalt. 8. Geymið hratið og notið í saft. Uppskrift fylgir hér á eftir. Fljót tilbúið rifsberjahlaup 5 kg rifsber 5 kg molasykur 1. Þvoið rifsberin, tínið úr þeim allt lauf. Setjið þau síðan í frekar stóran pott ásamt molasykri. Látið suð- Margir hugsa eflaust sem svo að gamaldags sé að búa til sultu og saft. Þetta sé allt hægt að fá í búðum. Vissulega er það rétt, mikið úrval er til af þeirri vöru, en þótt keypt hlaup og sulta úr rifsberjum sé góð í flestum tilvikum, jafnast hún aldrei á við þá heimatilbúnu, auk ánægjunnar af að bera hana fram fyrir heimafólk og gesti. Ef maður reiknar tímann sem fer í sultugerð til peninga, er vafasamt að það borgi sig að nýta rifsberin, en ánægjan af að eiga röð af sultukrukkum í geymslunni er vel fyrirhafnarinnar virði. Vissulega er gott að geta fengið sultu tilbúna, en við verður að læra að velja og hafna og kaupa hana þegar þörf krefur, en búa hana til sjálf, ef mögulegt er og leyfa þeirri keyptu ekki alveg að taka völdin. Rifsrunnar eru víða í görðum og margir garðar eru með langar raðir af rifsberjarunnum með hangandi klösum sem enginn nýtir. Mig hefur stunduð langað til að banka upp á og biðja um að fá að tína rifsber gegn því að eigandi runnanna fengi nokkrar krukkur af rifsberjahalupi að launum. Þetta hefur hvarflað að mér þegar ég hefi verið á gangi í gamla bænum þar sem margt aldrað fólk býr, en aldrei hefi ég haft mig upp í að gera þetta. Einkennilegt er að margir hugsa lítið um rifsrunna. Þeir standa gleymdir í svelti og vanhirðu. Varla er hægt að búast við mikilli uppskeru þegar þannig háttar til. Runnarnir þurfa að standa út af fyrir sig þar sem þeir njóta sólar og hafa nægilegt skjól. Einn góður rifsrunni getur skilað allt að 6—8 kg af berjum, þegar vel árar. Mikilsvert er að grisja og klippa runnana og láta eldri greinar víkja fyrir þeim yngri, þannig að birta, ylur og loft leiki um þá. Með því stuðlum við að stórum klösum og mikilli berja- myndun. Fallegir rifsberjaklasar eru mikið skraut á búðinga, kökur og osta. Þeir halda sér alveg í frysti, ef þeir eru settir í þétt ílát. Setjið ekki sykur á þá, ef þið ætlið að nota þá sem skraut. Rotvarnarefni — benso-nat eða atamon er ekki hollt til neyslu. Heldur er líklegt að eitthvað sé af því í þeirri vöru sem við kaupum tilbúna, en við skulum reyna að nota það sem minnst í þeiri sultu og saft sem við búum til sjálf. Margir hafa enga kalda geymslu og nota því rotvarnarefni til þess að sultan geymist betur. Ef þið notið rotvarnarefni er best að fylgja leiðbeiningum á glösunum. Hægt er að nota alkóhól í stað rotvarnarefnis. Flöskur undan áfengi ætti ekki að þvo áður en saft er sett í þær. Nokkuð er þessi þáttur seint á ferðinni og sennilegt að margir séu búnir að ljúka sultugerðinni í ár, en alltaf eru einhverjir seinir til og vonandi nýtist þeim það sem hér er boðið upp á. una koma upp við mjög hægan hita. Látið sjóða áfram við hægan hita í 2 mínútur. Takið tímann þegar suðan er komin upp. Nauðsynlegt er að hræra vel í og fylgjast vel með þessu meðan það er að hitna. 2. Hellið sultunni á gróft gatasigti og merjið eins mikið f gegnum og þið getið. Setjið lítið á sigtið í einu. 3. Hellið í pott og látið suðuna koma upp við mjög hægan hita. Sjóðið f 2 mínútur eftir að suðan hefir komið upp. 4. Hellið í hreinar heitar krukkur. 5. Látið krukkurnar standa opnar þar til hlaupið er alveg orðið kalt. 6. Geymið hratið og notið í saft. Uppskrift fylgir hér á eftir. Búðingur úr súrmjólk og froðunni af hlaupinu 1 lítri súrmjólk froðan sem þið tókuð ofan af hlaupinu 2 msk. hunang 8 blöð matarlím. 1. Hellið súrmjólkinni í hrærivélarskál. Hrærið froðuna og hunangið saman við. 2. Leggið matarlímið í bleyti f kalt vatn i 10 mínútur. Vindið síðan upp úr vatninu, setjið í litla skál. Setjið örlitið vatn í pott og skálina ofan í. Bræðið matarlímið þannig. Látið matarlímið kólna örlftið. 3. Hrærið matarlfminu saman við súrmjólkina. Hellið í skál. Látið stffna í kæliskáp f 5—6 klst. Rifsberjasaft af ósætu hrati Hratið af 5 kg af rifsberjum 5 lítrar vatn 1 Vfe kg sykur. 1. Setjið hratið og vatnið f pott. Látið sjóða við hægan hita í 30 mínútur. Hellið á grisju. Kreistið grisjuna. 2. Setjið safann f pott, hellið sykrinum út f. Látið sjóða í 10—15 mínútur. Hrærið öðru hverju í þessu. 3. Hellið saftinni á hreinar, heitar flöskur. Lokið siðan með góðum tappa. Athugið: Ef þið notið korktappa er gott að setja plast- filmu yfir hann. MIKIL VERÐLÆKKUN Á DEMPURUM!!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.