Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 103 Karen Agnete Þórarinson Myndlist Bragi Ásgeirsson Gallerí Borg við Pósthússtræti er ramminn utan um sýningu á þrettán olíumálverkum eftir hina kunnu listakonu Karen Agnete Þór- arinson. Svo sem kunnugt er, þá var hún kona Sveins heitins Þórarinssonar listmálara frá Kílakoti, fædd í Kaupmannahöfn árið 1903 af dönsku foreldri. Aðalmenntun sír.a hlaut Karen Agnete í Lista- háskólanum í Kaupmannahöfn og það var einmitt þar sem fundum þeirra Sveins bar saman og gengu þau að eigast árið 1929. Unnu þau síðan að list sinni hlið við hlið alla tíð og sýndu oft tvö saman, auk þess sem þau tóku þátt í mörgum samsýningum, hér heima og er- lendis. Þótt merkilegt sé, í ljósi langrar starfsæfi, þá er þetta fyrsta einka- sýning Karenar hérlendis, en áður mun hún hafa haldið eina sjálf- stæða sýningu í Danmörku. Hér er því ekki um sýningaátroðslu af neinu tagi að ræða, en fullmikið látleysi, sé tekið mið af athafna- semi listakonunnar. Þá eru mynd- irnar á sýningunni með alfæsta móti og gefa einungis dálitlar upp- lýsingar um myndgerð Karenar Agnetar á síðustu fjórum árum, þar eð ætla má, að hún hafi málað miklu meira á tímabilinu. Ýmislegt á sýningunni er þó einkennandi fyrir hina sérstöku myndsýn Karenar svo sem mannamyndirnar, og þykir mér þar myndin „í eldhúsinu" (5) ein- na sterkust í myndbyggingu og út- færslu. Sá kímni undirtónn, er fylgt hefur myndsýn Karenar, kemur og vel fram í myndinni „Kona með kerti“ (I). I þessum og öðrum skyldum myndum upplifir listakonan ísienzkt myndsvið á sérstæðan og skemmtilegan hátt, en er hún fer út í landslagsmynd- ir, samstillingar, húsa- og dýra- myndir, ber meira á hinum danska uppruna Karenar og skól- un. í sumum myndanna bregður fyrir ferskri og upplifaðri litasýn ólíkt hinum dökku myndum, er áð- ur hafa sést frá hendi listakon- unnar. En að öllu samanlögðu þykir mér sýningin of smá í sniðum til að hægt sé að gera sér glögga grein fyrir styrk og stöðu Karenar Agnetar Þórarinsdóttur sem mál- ara. í ljósi þess, að þetta er fyrsta einkasýning hennar hérlendis, hefði hún mátt vera yfirgrips- meiri, spanna lengra tímabil. Þannig kailar þessi sýning á stærri úttekt á listferli Karenar Agnetar Þórarinsson. Tvær konur 1981. Noregur: Fallhlífar- stökkvari barg lífi sínu á elleftu stundu Ónló, 5. september. Fri Per A. Borglund, frétUriUra Morgunbladsins. ODDVAR bóndi Utstvedt frá þorp- inu Ski fyrir sunnan Óslóborg setti i fulla ferd, þegar óheppinn fallhlíf- arstökkvari, Terje Steen, lenti á akr- inum hans vegna mistaka í stökk- inu. Oddvar bóndi var við þreskingu og hann stýrði þungri þreskivél- inni í átt að fallhlífarstökkvaran- um, sem lá hjálparlaus á kornakr- inum. Fallhlífin flæktist í hjól þreskivélarinnar og maðurinn dróst jafnt og þétt í áttina að hár- beittum skurðhnífnum. Á síðasta augnabliki náði Steen þó að rifa sig lausan úr fallhlífinni og komst undan. „Ég er öskuvondur út í alla fall- hlífarstökkvara. Þeir eru alltaf að rótast á akrinum mínum," sagði Oddvar bóndi við fréttamenn. — „Ég játa, að ég reyndi að krækja í einn þeirra í þetta sinn og sé ekki eftir því.“ Bærinn hans er rétt hjá æf- ingasvæði fallhlífarstökkvara- klúbbs héraðsins. Hafa klúbbfé- lagar brugðist hart við þessu framferði bóndans og kært hann til lögreglunnar. Það kemur svo í hennar hlut að taka afstöðu til þess, hvort löglegt sé að beita ofbeldi gegn óæskilegri „súrri ofankomu". 11 manns látist úr matareitrun Wakefíeld, Englandi, 6. september. AP. ELLEFII manns hafa látist úr matar- eitrun í geósjúkrahúsi í Wakefield á Noróur-Englandi, aó því er heil- brigðisyfirvöld skýróu frá í dag. Fimmtíu sjúklingar til viðbótar eru veikir, en þessa varð vart hinn 27. ágúst. Þegar ástandið var al- varlegast voru þrjú hundruð sjúklingar og fjörutíu starfsmenn illa haldnir vegna þessa. Enn hef- ur ekki tekist að finna hvað hefur valdið eitruninni, en talsmaður sjúkrahússins sagði, að svo virtist sem þetta væri nú liðið hjá að mestu og verður málið rannsakað gaumgæfilega til að reyna að finna hvað hleypti þessum ósköp- Bestu kaupin maxell maxell maxell maxell maxell maxell gæöi VHS-myndbandsspólur 3 klst. kr. 394.- 2 klst. kr. 335.- 1 klst. kr. 299.- Beta-myndbandsspólur 3 klst. kr. 450.- Maxell er mörgum gæðaflokk- um ofar. Þú færð þetta verð hvort sem þú kaupir eina eða fleiri spólur. Fyrirtækið, sem vinnur fyrir þig r mn Sendum um allt land SKIPHOLTI 19 SIMI 29800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.