Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 35
' MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 115 Tilraunaveiðar á smokkfiski: Leyfi til Elínar Þorbjarnar- dóttur gefið út á næstu dögum „ÞAÐ hefur ekki enn verið gengið frá leyfi togarans Elínar Þorbjarn- ardóttur til tilraunaveiða á smokk- fiski. Hafrannsóknastofnun hefur mælt með því að tilraunaveiði á smokkfiski fari fram og ég get ekki séð, að það skaði nokkurn að skoða það,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, er blm. Morg- unblaðsins innti hann eftir því hvort leyfi þetta hefði verið veitt. Halldór sagði ennfremur, að því yrði leyfið til Elínar Þorbjarnar- dóttur líklega gefið út næstu daga, en einnig ætti eftir að ákveða á hvað svæði veiðarnar yrðu stund- aðar. Hér væri um að ræða fisk- tegund, sem yxi afar hratt og kæmi hingað mjög sjaldan, síðast 1979 og hafði þá varla sézt hér við land síðustu 14 árin þar á undan. Því væri mikilvægt að vita meira um þessar göngur og veiðimögu- leika til þess, að hægt væri að ná Sendinefnd Nicaragua í Páfagarði PáfagarAi, 6. aeptember. AP. HÁTTSETT sendinefnd frá Nicar agua átti ( dag fund með utanríkis ráöherra Pafagarðs í því skyni a< ræða samband ríkis og kirkju i þessu Mið-Ameríkuríki, en þar hefui spennan milli þessara aðila farið stöðugt vaxandi síðan að sandinistar komust til valda í landinu 1979. í tilkynningu frá Páfagarði um þessar viðræður í dag, var sagt, að með þeim væri áformað að fjalla um ástandið í Nicaragua með til- liti til samskipta ríkis og kirkju. Af hálfu Páfagarðs tók Achille Silvestrini erkibiskup þátt í þess- um viðræðum, en hann gegnir nú embætti utanríkisráðherra Páfa- garðs. því magni, sem við þyrftum á að halda. Á síðasta ári hefðum við flutt inn 1.058 lestir af smokkfiski og 1.722 árið áður. í fyrra hefði þessi innflutningur kostað okkur 33,6 milljónir króna. „Við erum þeirrar skoðunar, að það beri að afla eins mikilla verð- mæta og kostur er miðað við þau skilyrði, sem við nú búum við. Meðan það skemmir ekki annað lífríki, eigum við að nýta okkur þá möguleika, sem við höfum. Því er ég þeirrar skoðunar, að rétt sé að þarna fari fram athugun á því með hvaða hætti við getum náð minnsta kosti svo miklu af honum, að við þurfum ekki að vera öðrum háðir hvað varðar þörfina fyrir smokkfisk til beitu. Það leyfi, sem verður gefið út, verður til til- raunaveiða, sem fara þá fram í nánu samráði og undir eftirliti Hafrannsóknastofnunar. tsafjarð- ardjúpið er mjög viðkvæmur stað- ur og því verður að fara þarna mjög varlega, en þó ekki svo var- lega, að við missum af fiski, sem við annars gætum tekið," sagði Halldór Ásgrímsson. Gardínuhúsið Nýkomin FINLAYSON-baðmullarefni — sængurverasett — dralonefni — breið, itölsk efni — velúr — damask — tauplast — baömottusett o.fl. o.fl. Vönduð vara. — Góð þjónuata. GuwtiinuHnWdtí lönaðarhúsinu Hallveigarstíg 1, sími 22245. Rádlegging yfirmanna lögreglunnar í London: Lögreglumenn séu ekki í Frí- múrarareglunni London, 6. september. AP. LÖGREGLUMÖNNUM í London hefur verið ráðlagt að segja sig úr Frímúrarareglunni, þar eð leynd sú er hvflir yfir starfsemi hennar sam- ræmist ekki lögreglustörfum. Ritar Albert Laugharne lögreglufulltrúi grein um þetta efni í síðasta frétta- blað lögreglumanna í borginni. Fram kemur í grein Laugharne, að lögreglustjórinn í London, sir Kenneth Newman, er andvigur þátttöku lögreglumanna i Frímúrarareglunni og að í nýrri handbók fyrir starfsmenn lögregl- unnar verði þessa ráðleggingu að finna. Newman, sem tók við starfi lögreglustjóra fyrir tveimur árum, hefur unnið að þvi að efla tiltrú almennings á lögreglunni. Hann hefur eflt agann í lögregluliði borgarinnar og fjölgað í lögreglu- liði, sem sér um almennt eftirlit í borginni. Kvartað hefur verið yfir því að stöðuhækkun innan lögreglunnar fari oft eftir því hvort menn séu félagar í Frímúrareglunni eða ekki og að reglubræður vernduðu hverjir aðra þegar þeir væru sak- aðir um agabrot og spillingu. Michgael Higham, leiðtogi frí- múrara á Englandi, hefur ekki viljað tjá sig um ráðleggingu lög- regluyfirvalda til starfsmanna sinna. Frímúrarar á Bretlandi eru um 800 þúsund og er hertoginn af Kent, náfrændi Elísabetar drottn- ingar, stórmeistari þeirra. POLONEZ 1500 HORKUBILLrf® á flottu verði 216.000 (kominn á götuna) Daihatsuumboðið hefur nú tekið við innflutningi á hinum traustu og vinsælu Polonez frá FSO-verk- smiðjunum í Varsjá. 1985 árgerðin er stórglæsilegur lúxusvagn á hreinu smábílaverði. Nú er rétt fyrir Polonez-eigendur að endur- nýja kynnin og aðra að kynna sér þennan hörkubíl. Hér eru nokkrir Polonez-punktar: ★ Vélin er 81 þrumuhestafl og girarnir 5. ★ Línurnar nýtískulegar og sportlegar. ★ Diskabremsur á öllum — Barnaöryggislæsingar — Stór ir og sterkir stuðaöar — Ör yggissjónarmið í öllu. ★ Sterkbyggöur og þéttur - Traust fjöðrun tryggir aksturs öryggi og farþegaþægindi ★ Fullkomið mælaborð með öllu tilheyrandi. ★ Þægileg sæti fyrir 5 fullorð — 5 dyr. ★ Skutdyrnar opnast inn í 300 ^ lítra farangursrými __ sem nær fjórfaldast í 1070 lítra geim er aftursætið er lagt niður. ★ Teppi á öllum gólfum og fallegt en hagnýtt áklæði. Þú lagar stýrishæðina að þínum þörfum. Og þetta er bara brot af Polonez-punktunum. - * Við skorum á alla sem setja upp snúð, er talað er um Austur- Evrópu, að koma og skoða Polonez og það sem fæst fyrir 216.000 kr. DAIHATSUUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23. S. 685870 — 81733.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.