Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 139 t muasLWíT, Lengi lifi Franz Biberkopf Kæri Velvakandi. Það fór þó aldrei svo að ég dræpi ekki niður penna til þess að leggja orð í belg þeirrar fróðlegu umræðu sem þú stendur fyrir um lífsins gang og nauðsynjar og fleira. Hvorki set ég mig nokkru sinni úr færi til að leggja eyrun við þeim einlægu röddum er á vettvangi þín- um má nema, né rýna í þær spak- legu andans krufningar sem þar eru framdar, og það iðulega af slíkri auðmýkt og lítillæti að menn fá sig ekki einu sinni til að pára sitt rétta nafn undir hin fágætu gull- korn og er það miður. Það grunar mig þó að þarna séu oftast á ferð- inni stílsnillingar kjarrsins, hins svonefnda þögla meirihluta eða „almennings", þessa sérstæða og lúmska menningaraflgjafa, sem örvað hefur margan menningarvit- ann og grillufangarann til dáða. Annars hygg ég að hinn þögli meirihluti geri sér engan veginn nægilega ljóst hvers hann er megn- ugur. Hann virðist og stundum skorta nokkuð á í sjálfsvirðingu og „meðvitund" — eins og það heitir á fínu máli — um sjálfan sig, langan- ir sínar og þarfir. Að þörfinni á listrænu efni í Sjónvarpi ógleymdri. En þá er að koma sér að efninu. En það er að sjálfsögðu að þakka Sjónvarpinu. Engin heilvita maður fær því á móti mælt að þessi fjöl- miðill er að bæta sig og frá menn- ingarlegu og listrænu sjónarmiði fer skerfur Sjónvarpsins vaxandi. Vil ég þó hér með þakka sérstak- lega sýninguna á framhaldsleikrit- inu Berlin Alexanderplatz eftir Döblin, höfund sögunnar, leikstjór- ann Fassbinder og liðsmenn hans. Vona ég sannarlega að Sjónvarpið láti misskilning örfárra þegna á þessu verki ekki á sig fá og haldi ótrautt áfram á þeirri braut sem nú er mörkuð og fái sem fyrst fleiri Greiðan sem týndist Baldvin kom að máli við Velvak- anda og hafði eftirfarandi sögu meðferðis. I síðustu áætlunarferð Guðmundar Jónassonar yfir Sprengisand týndi einn farþeganna vasagreiðu sinni einhversstaðar á Sprengisandi, á einhverjum þeim stað er staðnæmst var á og voru þeir margir. Er komið var á áfangastað í Reynihlíð við Mývatn, sló greiðueigandinn því fram í gríni við bfl- og fararstjórann í þessari ferð að gaman væri nú að finna greiðuskömmina á suðurleið- inni daginn eftir, þ.e. að finna týndan hlut á sjálfum Sprengi- sandi, þessari miklu öræfaauðn. Bílstjórinn tók undir þetta og féll svo þetta hjal niður. A einum stað norðurleiðarinnar hafði dekk undir langferðarbílnum sprungið og far- þegarnir rölt vítt og breitt í kring á meðan á viðgerð stóð. Grunaði eig- anda hins týnda hlutar þann stað fremur öðrum um græsku. Segir svo ekki af málinu fyrr en þar kem- ur á suðurleið, að bílstjórinn segir allt í einu upp úr eins manns hljóði: „Jæja, einhversstaðar hér mun þetta hafa verið." Hægði hann á ferðinni, því land er þarna áþekkt á stóru svæði. Augu allra sem í bíln- um voru störðu út í umhverfið, uns Hildur litla 11 ára gömul sagði: „Hérna var það.“ Féllst greiðueig- andi á það og steig úr bílnum við annan mann. Gengu þeir leitandi um svæðið er þeir töldu líklegast. Og viti menn, eftir nokkrar mfnút- ur sáu þeir hvar greiðan lá ein og yfirgefin f svörtum sandinum, bíð- andi eftir herra sínum í stað þess að verða úti f stormbyljum öræf- anna um ófyrirsjáanlega framtíð. Þótti þetta vel af sér vikið, og hafði einhver á orði hvort svona afrek fyrir gamansama samvinnu margra ætti ekki erindi f heims- metabók Guinness. slík stórvirki á sinn skerm. Þeim áhorfendum sem orðið hafa fyrir vonbrigðum með verk sem þetta má benda á að þeir mega engan veginn afskrifa þau í fljótfærni sem „leiðinleg", „hæggeng" eða „gróf“ því að þá fara þeir mikils á mis. Málið er að sjálfsögðu að reyna að nema þann listaneista sem í verkinu býr, í og að baki hinnar ytri atburðarrásar og hins sýnilega yfirborðs hiutanna. Sama gildir og um ýmiss fleiri verk sem betur fer, og vil ég í því sambandi sérstaklega þakka verkið „Sons and lovers" eftir sögu D.H. Lawrence, sem einnig var afbragðs gott. Bæði þessi verk verðskulda að sjálfsögðu miklu ýtarlegri umfjöll- un en hægt er að láta í té að sinni, því miður. En þau auka á lífsskiln- ing okkar og lífsnautn eins og raunar öll góð list, og þarf að sjálfsögðu ekki að hafa um það mörg orð hverju sinni. Fleira bæri að þakka í Sjónvarpinu, t.d. þætt- ina frá Suður-Afríku eftir sögum Nadima Gordimer svo eitthvað sé nefnt. Sjónvarpið má ekki vanmeta okkur áhorfendur sína, hvort sem við tilheyrum hinum háværa minnihluta eða þögla meirihluta. Mjög vandað og gott efni er stund- um sýnt allra síðast á dagskránni t.d. á sunnudagskvöldum sem er óheppilegur tími. Mann fer að gruna að skipuleggjendur dagskrár álíti að fáir áhorfendur hafi áhuga á slíku efni og flestir vilji heldur léttmeti á besta útsendingartíman- um. Þetta held ég að sé mikill mis- skilningur og vanmat eins og áður segir. Eg minnist í þessu efni sér- lega vel gerðra þátta, annars vegar um Carl Dreyer, hinn danska snill- ing á sviði kvikmyndaleikstjórnar, og hins vegar um Henrik Ibsen. Þarna var fjallað um persónulegan þroskaferil þeirra, lífsbaráttu og list. Þetta voru í senn mjög skemmtilegir og menntandi þættir sem margir misstu þó af sökum þess tíma sem þeim var valinn til sýningar. Margt fleira væri freistandi að minnasta á varðandi úrbætur og viðbætur á viðleitni Sjónvarpsins. Að síðustu get ég ekki stillt mig um að minnast á biskupaviðræðurnar um páskana. Mér kom sérstaklega á óvart frammistaða séra Sigurðar Pálssonar, og ég veit að svo var um marga fleiri. Að svo miklu leyti sem að hann fékk að komast að, setti hann fram guðfræðileg við- horf og túlkun sem allt of sjaldan heyrist. Finnst mér sterklega koma til greina að hæfur spyrill verði fenginn til þess að eiga sérstakt sjónvarpsviðtal við sr. Sigurð Pálsson einan. Og að öðru leyti er ég þess full- viss að ég mæli hér í einu og öllu fyrir munn hins ágæta þögla meiri- hluta sem slíks. Magnús Skúlason. Þessir hringdu . . . Er klór í öllum sundlaugum? Þurí hringdi og vildi kom eft- irfarandi á framfæri. Svo er mál með vexti að ég hef mikla þörf fyrir að komast í sund. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að ég þoli ekki klórinn sem notaður er til sótthreinsunar. Ég vil því spyrja hlutaðeigandi aðila hvort ekki sé nein sundlaug á Reykjavíkursvæðinu sem ekki notar klór til sótthreinsunar. Óskýr talandi Eiríkur Kristófersson hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Ég og aðrir sem eru orðnir heyrnarskertir, missum af svo miklu sem sagt er í út- varpinu og sjónvarpi. Þulirnir þurfa að athuga, að þeir sem eru heyrnarskertir þola ekki að talað sé hratt. Ég vil benda þul- unum á að þulir veðurstofunnar tala skýrt og greinilega. Annað sem ég vildi koma á framfæri er athugasemd vegna lesturs inn á segulbandspólur hjá Blindrafé- laginu. Margt af því fer alveg fram hjá manni, vegna þess að lesið er allt of hratt. Sérstak- lega er það kvenfólkið sem ég tala til. Hver valdi lögin? G.Ó. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja. Ég vil taka undir með önnu Guðmundsdóttur sem segir að rokk- og jasstónlist tröllríði út- varpinu. Ég hlustaði líka á þennan þátt sama dag og fannst könnunin sem stjórnendurnir gerðu athugasemdar verð. Því spyr ég hversu mörg prósent af ungu fólki, hversu mörg prósent af miðaldra fólki og hve mikið af gömlu fólki tók þátt í þessari könnun? Ég vil fá svar hjá um- sjónarmönnum þáttarins við þessari spurningu, því ég tel það skipta miklu máli hvernig fólkið skiptist eftir aldurshóp- Hver er besta ávöxtunin á sparife þitt eftir vaxtabreytinguna? • Bankar bjóöa 4—6,5% ársvexti á 6 mánaöa verötryggöum reikningum, sem auka verðgildi sparifjár um 48—88% á 10 árum. • Verðtryggð veöskuldabréf ein- staklinga sem nú gefa 14% raunvexti, auka verögildi spari- fjár um 271% á 10 árum. Auk þess bjóðast • 8,60% vextir umfram verötrygg- ingu á spariskírteinum ríkis- sjóös. Eigendur veðskuldabréfa athugið! Auðvelt er að selja góð veðskuldabréf núna. • Sjálfsagt er aö innleysa eftirtalin spariskírteini ríkissjóös í Seöla- banka íslands mánudaginn 10. september. Innlausnarverö 100 kr. (10.000 gkr.) 1977/2. fl. 1.903,77 1978/2. fl. 1.216,22 Fjárvarsla Kaupþings hf. Meðal margvíslegra nýjunga sem Kaup- þing braut upp á þegar fyrirtækiö tók til starfa ffyrír tæpum tveimur árum var svokölluð Fjárvarsla Kaupþings. í Fjár- vörslu Kaupþings felst eftirfarandi: 1. Persónuleg ráögjöf viö val á ávöxtun- armöguleikum. 2. Hámarksávöxtun sparifjár meö verð- bréfakaupum. 3. Varsla keyptra veröbréfa og umsjón meö innheimtu þeirra. 4. Endurfjárfesting innheimtra greiöslna. 5. Mánaöarlegt yfirlit um hreyfingar á vörslureikningum, eignastöðu og ávöxtun. SKAUPÞING HF Husi Verzlunarinnar, simi 686938 SlGtA V/öGA fi \iLVtmi HRLFHRÆDDUR UM VIÐ PFKEYRUM HRNR,SRTT RD SE&JR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.