Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 24
SGÖGNI STERKog STÍLHREINT 128. tbl. — Þriðjudagur 11. júní 1963 Síldveiði eystra Ægir fer í slldarleit i dag FYRSTA síldin á sumrinu barst til Eskifjarðar og Reyðarfjarðar á sunnudag. Var það véibáturinn Gunnar SU frá Reyðarfirði, skip- stjóri Jónas Jónsson, sem kom með 150 tunnur til frystingar á Eskifirði og 1550 tunnur, er fóru í bræðslu á Reyðarfirði. Síldin, sem var feit og falleg veiddist á laugardag -60 — 70 sjómílur út af Bjarnarey og telur skipstjórinn, að á þessum slóð- um sé um töluvert síldarmagn að ræða. Stígandi frá Ólafsfirði fékk 700 mál á svipuðum slóðum og Hof- fell SU 670 mál nokkru sunnar. Fór þessi sOd í bræðslu á Reyð- arfirði. Síldarleitatskipið Pétur Thor- steinsson kannaði í gær síldar ■ svæðið út af Vopnafirði og virtist talsvert síldarmagn vera þar um slóðir. ^ Ægir heldur í dag frá Reykja- vík í síldarleit og rannsóknar- leiðangur. Jakob Jakobsson, fiski fræðingur, verður leiðangurs- stjóri og mun stjórna síldarleit- inni í sumar eins og í fyrra. Auk Ægis verða Pétur Thorsteinsson og Fanney við síldarleit í sumar. Reykhafið var gífurlegt. / v/« • ■/■■■• . % ■ v'.y/w.'v■ f' Tjðrubruni hjá Eimskip LAUST fyrir klukkan tíu í gær- morgun kom upp eldur í malbiks polli á geymslusvæði Eimskips í Borgarskála. Leki bafði komið Kristján Aðalsteinsson í brúnni á Gullfossi við brottförinaj frá Kaupmannahöfn á laugaróag. Gullfoss kemur á fimmtudag GULLFOSS fór frá Kaup- mannahöfn á hádegi á iaugar- dag áleiðis til Leith og Rvík- ur. Er hann væntanlegur til landsins á fimmtudag. Frá Kaupmannahöfn fóru með skipinu 128 farþegar, og með því er einnig fjöldi einka bifreiða frá ýmsum löndum. Fleiri farþegar bætast við í Leith og verður farþegarými fullskipað. Mikið var um dýrð ir við brottförina frá Kaup- mannahöfn, og margt manna á bryggjunni til að kveðja far- þega og skipið er það lagði af stað í þessa fyrstu för eftir viðgerðina. (Rytgaard). að tunnum, sem Reykjavíkur- flugvöllur átti, en fluttar voru á brott fyrir helgi. Höfðu ráð- stafanir verið gerðar til að fjar- lægja malbikið í gærmorgun, en eldur úr útblástursröri krana- bíls, er stóð skammt frá, komst í malbikið og kveikti í. Reykjavíkurflugvöllur fékk sendar fyrir tveimur mánuðum á 7. hundrað malbikstunna, en afhending þeirra hefur dregizt á langinn vegna þess að eigendurn ir neituðu að taka við tunnunum, þar sem þær voru illa úr garði gerðar og byrjað að leka þegar í skipi. Myndaðist stór pollur þar sem tunnurnar stóðu í Borg- arskála og var reynt að moka malbikinu í önnur ílát. I gær- morgun var ákveðið að fá jarð- ýtu til að fjarlægja pollinn, en tunnurnar voru fluttar suður á flugvöll á föstudag og laugar- dag. Yoru tunnurnar þá svo illa á sig komnar, að vörubílstjórar á Þrótti neituðu að flytja þær og varð því að leita til Hafnfirð- inga um flutning. Verkamenn, sem vinna í vöru- geymslum Eimskips voru í kaffi þegar eldurinn brauzt út. Meðal þeirra var kranabílstjóri, er skil- ið hafði bíl sinn eftir í gangi skammt frá pollinum. Við hæg- an gang vélarinnar mun hafa myndazt sót í útblástursröri bíls- ins, kviknað síðan í því og eld- urinn komizt í olíu, sem rann frá bílnum. Breiddist eldurinn óðfluga út í malbikinu og lagði af því feiknamikinn reyk. Bifreiðarstjóri, sem var að aka inn á geymslusvæðið, varð fyrst- ur eldsins var, gerði slökkvilið- inu viðvart og sá til þess að kranabíllinn var fjarglægður áð- ur áður en nokkrar skemmdir höfðu orðið á honum. Skammt frá malbikinu var tunnustæða með nitro-sellulosa- ull. Efni þetta var í eigu Máln- ingar h.f. og er notað til máln- ingargerðar. Slökkviliðið kom á vettvang fáum mínútum eftir að eldurinn brauzt út og beindist starf þess einkum að því, að Framh. á bls. 23 Eftir brunan. Fiugmannaverkfallinu aflétt Ml* flug kemst í eílilegt horf í dag VERKFALLI flugmanna, sem staðið hefur tæpa viku, var af- lótt í fyrrinótt og gáfu flugfélög- in og Félag ísl. atvinnulugmanna út eftirfarandi fréttatilkynningu í gt:r. „Aðfaranótt 10. þ.m. komst á samkomulag milli Flugfélags ís- lancjg hf. og Loftleiða hf. annars- vegar og Félags ísl. atvinn-uflug- manna hins vegar og hefur verk falli verið aflétt frá og með þeim degi. Samningaviðræður um kaup og kjör verður haldið áfram og hraðað eftir föngum.“ Flugmenn héldu fund í félagi sínu á miðnætti aðfaranótt mánu dags og síðan var haldinn sáttar fundur, er stóð til klukkan fjög- ur um nóttina. Báðir aðilar vildu sem minnst um samkomulagið segja, er Mbl. spurðist fyrir um einstök atriði þess í gær. Blaðið hefur þó feng ið þær upplýsingar, að krafa flug manna um að flugfélögunum sé óheimilt að segja upp flugmanni nema hafa sannað á hann afglöp eða sök í starfi, felist ekki í sam komulaginu. Samið hefur verið um lengingu uppsagnarfrests eftir starfsaldri, allt að 20 árum, og verður fresturian frá þremur upp i tólf mánuði. Gerðardómur mun fjalla um uppsagnarákvæð- in. Innanlandsflg Flugfélags fs- lands hófst um hádegi í gær og voru farnar fjórar ferðir. Milli ■lc idaflugið hefst í dag og mun þá allt flug verða komið í eðli- legt horf aftur. Straumfaxi, sem verið hefur á Grænlandi, kom heim í gær og mun hefja hér inn anlandsflug. Leiguflugvél frá danska flugfélaginu Nordair kem ur hingað frá Kaupmannahöfn í dag. Loftleiðavél kom til Reykja- víkur þegar í gærmorgun og hélt áfram til meginlandsins. í gærkvöld voru þrjár vélar á veg um Loftleiða væntanlegar á leið ■sinni vestur um haf, þar af ein leiguflugvéL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.