Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 6
6 MORCUNBL4Ð1Ð Þriðjudagur 11. júní 1963 Erfitt tiðarfar í vor í Holtum Grágæsin veldur spjöllum MÝKJUNESI, 2. júní. — Tíðar- farið í vor hefur verið mjög erfitt. Frá því að hið mikla veð- ur gerði 9. apríl, hafa tiltölulega fáir daga komið góðir. Kuldar hafa verið þrálátir og stöðug þyrking er. Næturfrost voru fram yfir 20. maí og gróður sáralítill þar til fyrir viku eða svo. í síð- ustu viku breytti þá algjörlega til og gekk í stórrigningu með vatnavöxtum svo miklum að fá- gætt er á þessum árstíma. Sökum gróðrarleysis var sauð- fé gefið víða fram um 20. maí eða fram á sauðburð og ekki er farið að beita kúm ennþá neitt að ráði, enda lítið úti að beita ennþá. Víða mun vera farið að minnka um hey en fljótt kemur gras í tún úr þessu, ef tíð er sæmi- leg. Sauðburði er nú víðast hvar að ljúka og má segja að í heild hafi hann gengið sæmilega, þó á stöku stað hafi orðið allmikil van höld á lömbum. Borið hefur á lambaláti og munu veruleg brögð hafa verið að því á einum bæ, Ketilsstöðum, hér í sveit. Er það vissulega mikið tjón er slíkt kem ur fyrir. Sökum óhagstæðs tíðarfars hafa verk öll dregizt mjög og eru víða stutt á veg komin. Óvíða er farið að setja niður kartöflur, en verið að dreifa áburði á tún. Allmikið land mun enn verða tekið til ræktunar í vor og er jarðvinnsla hafin fyrir nokkru. Varð þó að gera hlé á síðustu viku vegna rigninganna. Og enn er klaki i jörðu, þó ekki sé hann orðinn mikill. Gæsin tekur upp kartö/Iur Hér um slóðir hefur grágæsin verið argasta plága í vor. Reynd ar er hún alltaf nokkuð nær- göngul á vorin og borið hefur það við að hún hefur tekið upp kartöflur er lokið hefur verið við að setja niður. En þegar vor- hart er, eins og nú, gerir hún sig mjög heimakomna. Heldur hún þá til á túnunum i stórum flokkum og bítur þar nálina. Fer plága þessi mjög í vöxt, því gæsinni virðist fjölga ískyggi- iega ört. Virðist þurfa að grípa til róttækra ráðstafana án tafar til að fella eða fjarlægja þenn- an ófögnuð. Hér eru fyrirhugaðar all- miklar framkvæmdir hvernig sem áfamhald verður, sökum þess að skortur er á fólki til starfa og þá sérstaklega hvers- konar fagmönnum, og hefur það tafið uppbyggingu hér 1 sveit- um að undanförnu. Fyrirhugað er að í sumar verði unnið við að rafvæða landssveit. Er það síðasta sveitin í Rangár- vallasýslu, sem fær rafmagn, þó víða séu nokkrir bæir eftir. Ráð gert er að setja ferju á Tungnaá í sumar. — M.G. Hríðarveður til 20. maí Síðan vorveður otj hlýindi GRÍMSEY, 31. maí — Tíðarfar var með afbrigðum gott frá ára mótum til 9. apríl, er mannskaða veðrið mikla gerði. Gæftir voru góðar, en afli fremur lítill, hrogn kelsaveiðin var þó mikið að glæðast í aprílbyrjun, enda hef- ir jú veiði venjulega verið mest í þeim mánuði. En þann 9. apríl breyttist veðrið skyndilega, eins og öllum er minnisstætt og voru hér upp frá því næstum stöð- ug hríðarveður og harðneskja til 20. maí, að brá til sunnanáttar og hlýinda og hefux það haldizt síðan. Á þessu tímabili var næstum aldrei hægt að fara á sjó og fór þvi hrognkelsav. alveg út um þúfur. Sama er að segja um þorskveiðina, að hún hefir engin orð.ð, bæði vegna gæftaleysis og fiskleysis. Almennt heyleysi var að verða hér fyrir sauðfé, sem hafði stað ið inni allt til 20. maí, en það er nálægt mánuði lengur en venju lega. Var þá líka sauðburður næstum hálfnaður. Hey fékkst úr landi og kom það hingað daginn áður en batinn kom. En það kom í góðar þarfir, þvi gróður var enginn kominn. Og þrátt fyr ir slsema tíð framan af vorinu eru fénaðarhöld mjög góð og er furðulega mikill gróður kom inn nú. Eggjataka er nú byrjuð lítið seinna en venjulega.. Menn eru sem óðast áð búa báta sína undir sumarvertíðina. Sdmuleiðis ef undirbúningur haf inn til síldarsöltunar. — Magnús. Óvíst að Kanada verði með Ottawa, 8. júní, NTB-AP. FORSÆTISRÁÐHERRA Kanada, Lester Pearson, lýsti því yfir í gærkvöldi, að vafasamt væri, að Kanada taki þátt i hinum fyr- irhuguðu kjarnorkuherafla Atl- antshafsbandalagsins. Kvaðst forsætisráðherrann ekki telja líklegt að Kanada gæti gengizt undir hinar auknu skuld bindingar og ábyrgð, sem fylgdi aðild að herafla þessum. Á hinn bóginn sagði hann engar end- anlegar ákvarðanir liggja fyrir, ríkisstjórnin hefði málið til ná- kvæmrar íhugunar. í GÆRDAG lagði Hekla upp í fyrstu utanlands siglingu sína á þessu sumri, en skip- ið mun líkt og áður sigla til Norðurlanda. Þessi mynd var tekin s.l. föstudag er verið var að leggja síðustu hönd á undirbúninginn. (Ljósm. Mbl. ÓI. K. M.). Jóhannesarborg, 8. júní. NTB-Reuter. DR. AMBROZE Zwane, for- maður Framfaraflokksins í Swaziland, var í gær handtek inn í Jóhannesarborg, en þar hafði hann viðkomu á heim- leið frá ráðstefnu afrísku leið- toganna í Addis Abeba. Hrognkelsavertíð á Skipaskaga Akranesi, 7. júní SVAVAR Ólafsson vitjaði í gær uim fjögur hrognkelsanet og veiddi í þau 230 grásleppur og 20 rauðmaga. Ásgeir Guðmunds- son kaupir grásleppu'hrognin á 6 kr. kg og hefur baekistöð sína í húsum Fiskiver® hf. Svavar lagði inn 86 kg aí hrognum fyrir 516 kr. GOÐ AFKOMA KEA Salan jókst um 20% 1962 í ÁRSSKÝRSLU KEA fyrir árið 1962 kemur fram, að af- koma félagsins hefur verið mjög góð á s.l. ári og hefur afgangur til ráðstöfunar á að- alfundi aldrei verið jafn- mikill og nú. Reikningar fyrirtækisins sýna, að inneignir félagsmanna í inn- lánsdeild þess hafa hækkað á árinu úr rúmlega 40 millj. kr. í nálega 48,7 millj. kr. Stofnsjóð- ur þess hefur aukizt úr 28,2 millj. kr. í 32,9 millj. kr. og inneignir félagsmanna úr 22,8 millj. kr. í 26,4 millj. kr. Ágóðareikningur hefur hækk- að frá árinu 1961 úr 2,6 millj. kr. í 4,1 millj. kr. 1962. Launa- greiðslur beinar og óbeinar voru á s.l. ári 50,7 millj. kr., en 40,2 millj. kr. árið áður. Heildarsala fyrirtækisins varð 487 millj. kr. á s.l. ári, en 412 millj. kr. árið áðru, sem er tæp 20% aukning. í ársskýrslunni segir, að heild- arafkoma félagsins á s.l. ári megi heita góð, og hefur afgangur til ráðstöfunar á aðalfundi aldrei verið jafnmikil og nú. Þótt félagsstjórnin hafi ekki lagt til» að útborgað verði í stofnsjóð |élagsmanna nema 4% af ágóða- skyldri úttekt er þess að gæta, að mestallar neyzlu- og fram- leiðsluvörur eru taldar í hópi ágóðaskyldra vara og nemur því heildarupphæðin, sem nú verður greidd í stofnsjóð fast að 4 millj. kr. • Vífilsstaðir Helga Jónasardóttir frá Hó*la- baki sendir Velvakanda þetta bréf: „Fyrir nokkrum dögum birt- isit hjá Velvkanda smágrein, rit- uð af „Hæliisgesti", eftir heim- sókn að Vííil.sstöðum. Nú lanig- ar mig að biðja fyrir fáein orð frá sjónarmiði vistmanns, er dvalið hefur þar nálega sam- fleytt í tíu ár og er nýfluttur þaðan. Já, vist er gestsaugað glöggt og gott, að það segi til lýta, þegar það er af góðum huga gert eirus og hjá Hælisgesti. En eigi verður séð alveg ofan í saum- ana í skjótri svipan. Hælisgest- ur beinir hiruum hógværu að- finnslum sínum ekki til lækna né starfsliðs hælisins, heldur til forráðamanna þeirra, er fjær standa, og vel sé honum fyrir það. En mér finn.st þær óbeint ná til þeirra, er húsum ráða, og um þau ganga, því að þeirra er að ganga aftir úrbótum. Aðibyggingin á Vífilsstöðum ber því vitanlega vitni á ýms- an hátt, að bún er rúmlega fimimtug að aldri. Vafalaust sézt þar sprunga á vegg, en satt að segja furðar mig, hve fáar ég hef komið auga á — saman- borið við ýmsar nýrri bygging- ar. Sjúkrastofur eru endurmál- aðar við og við, en vitanlega er ekki hægt að tak nema fá- ar fyrir í senn vegna þese, hve hælið er þröngsetið. Allar við- gerðir innan sjúkrahúsa eru bæði seinlegar og _ sérstaklega fyrrihafnarsamar. Ég efa ekki, að heiisuhælin annars staðar á Norðurlönduim séu betur úr garði gerð en íitla hælið okkar enda af meiiru að taka. É'g þekki þau af aÆspum, en ekki reynslu, og heif heyrt vel af þeim l'átið,. En ég hef dvalizt á þremur deildum einis stærsta spítala Daramerkur, Ríkisispítalanum í Kaupmannaihöfn. Sýndust inér húsakynni þar æði fornleg, en vel fór uim mig. Þeir, sem húsum ráða á Víf- il'Sstöðum, meta það vafalaust meira, að rúmin séu góðum hæg indum búin en að þau séu lakk- borin. En ærið mæðir á sjúkrarúm- unum, hvað ræstingu snertir, Sami hugisunarháttur hefur ef- last ráðið, þegar lagt var kapp á það fyrst og fremst að koma þar á fót einu fullkamnasta lyfjabúri landsins, búa matar- vist í ágætishorf og sjá um, að valinn starfsmaður skipaði hvert rúm — að láta það ganga fyrir, sem nuðsynlegast er lifi og heiisu sjúkilinganna. • Sjónvarpið Á herberginu, sam sjónvarpis- tækið er staðsett í, er góður gluggi bak við tækið og nægi« leg loftræsting. Erada hefði yfir- læknir aldrei tekið í má.l, að það væri sett í gluggalausa kytru- Er eðlilegt, að ókunnum sjáist yfir gluggann í fljótu bragði, því að hann er vitanlega byrgð- ur með diökku tjaldi, meðan tækið er í gangi, en það er ekki nema ákveðinn hluta dagsins. Gott væri að geta haft það i stærra herbergi, vegna fjölda vistmanna, en öðru var ekki til að dreifa. Þegar okkur var gerð tækið, áfctum við vistmennirnir íhlutunarrétt, um hvar það yrði . sebt upp. Komu þá upp raddir uim að setja það í dagstofuna, sem er stórt og gott herbergi. En meiri hluti okkar lagðist alger- lega á móti þiví, vegna þess að það hefði kostað myrkvun noiklc um hhita dagsins, Var þá ekki öðru herbergi til að tjalda eu istofuinni, sem það nú etr í. Reykjalundi, 5. júnd 1963, Helga Jónasardóttir frá Hólabaki“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.