Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Jk'l iUJ UUdg Ui HULBtRT FOOTMER: H Æ T T li L E G IJ R FARMUR 8 — Eg er hrædd um, að þér kunnið ekki rétt vel við yður um borð í Sjóræningjanum, sagði frú Storey, rétt til að þreifa fyrir sér, hvernig hann brygðist við. Hann leit hvasst á hana, rétt eins og hann ætlaði að fara að trúa henni fyrir einhverju, en áttaði sig þá og yppti bara öxl- um. — Þetta er ágætis skip, sagði hann, — og kaupið er líka ágætt. Hvers getur sjómað- ur frekar óskað? — Viljið þér ekki setjast nið- ur og fá eitt glas? spurði hún. Hann hneigði sig aftur. — Nei, ég verð að halda áfram leitinni .... Siðasti báturinn fer klukkan hálf níu, frú. — Við skulum vera til staðar. En við ætlum að borða í landi. Hann fjarlægði sig og bukk- aði sig enn, og gekk siðan áleið- is til bryggjunnar. Þtgar hann var horfinn, tæmdum við glösin okkar og gengum inn 1 veitinga- húsið. Þetta var heldur lélagur staður og ruddalegu gestirnir göptu við öllum fín heitunum á frú Storey. Hún sneri sér að gestgjafanum, feitum Hollend- ingi. — Hvar er sjómaðurinn í hvítu fötunum, sem kom hér inn rétt áðan? Hann benti á opna.r d,yr, sem lágu út í húsagarðinn að baki — Ég veit það ekki, frú, sagði hann. — Hann hljóp bara hér í gegn. Meðan við stóðum þarna og veltum fyrir okkur hvað gera skyldi, kom lítill, tötralegur drengur, með andlit eins og rjómakaffi á litinn, og kippti feimnislega í pilsið á frú Storey. Hann rétti henni pappírsblað, sem á var letrað: „Eg bið ykkar í veitingahúsinu hans Feng Lee. Hann felur stundum sjómenn. W.“ __ Hvar er veitingahúsið hans Fen,g Lee? spurði frúin feita Holiendinginn. Hann benti út um dyrnar og yfir skurðinn. — Scharlo. — Er það almennilegur stað- ur? — Já, ágætur. Ágætur! Úti fyrir náðum ið í hrörleg- an leiguvagn, sem beið eftir far- þegum. Ökumaðurinn þekkti vel Feng Lee. — Ágætt, ágætt, sagði hann, eins og hinn hafði gert. Svo skröltum við yfir flotbrúna, snerum til vinstri eftir bakkan- um hinumegin, fórum yfir minni brú yfir vík eina, snerum svo til hægri og stönzuðum. Þetta var ekki mjög langt. Frú Storey athugaði staðinn vandlega áður en við fórum út úr vagninum. Þetta var ekki neitt fínt veitingahús, en þó mjög sæmilegt. í Vestur-Indíum eru kínversku veitingahúsin venjulega þau beztu. Þarna var öll framhliðin opin út að götunni og mikil ljósadýrð inni. Það var nú ekki alveg kominn kvöld- verðartími, en samt 'ar slangur af fólki við borðin, og margt fólk á gangi fram og aftur, úti fyrir. 1 áum orðum sagt: ekkert til að vekjan neinn grun. Húsmóðir mín borgaði öku- manninum og við gengum inn og settumst niður. Á hverju borði var lampi með rauðri hlíf, og nokkur vesældarleg pappírsblóm í glasi. Um alla veggi hengu veifur með kínversku letri á. í eifiu horninu var heljarstór grammófónn sem gaulaði dægur- lag. Þetta var rétt eins og heima. Brosandi kínverskur þjónn kom til að taka pöntunina okk. Þetta er vingjarnleg þjóð, en dul ar full. Frú Storey spurði eftir Feng Lee og drengurinn fór og sótti húsbóndann fram í eldhús. Þetta var stór og myndarlegur Kínverji á þjóðbúningi, mjög virðulegu-r og með þetta Ijóm- andi, austræna bros, sem getur þýtt hvað sem vera skal. Hann hneigði sig og beið eftir fyrir- skipunum okkar. — Hásetinn í hvítu fötunum sagði, að ég gæti fundið sig hér, sagði frúin. — Hann bíður frammi í eld- húsi, svaraði Kínverjinn á lýta- lausri ensku. Hann leit á hina gestina og lækkaði róminn. — Vilduð þið gera svo vel og koma fram? Sjómaðurinn vhl ekki láta á sér bera. Það virtist engin ástæða til að neita þessu. Við gengum gegnum ósköp alvanalegar dyr og inn í alvanalegt eldhús með öllu til- heyrandi. Þar var verið að búa til mat í óðaönn. Þarna var allt fullt af Kínverjum, þar voru matsveinar, þjónar, uppþvotta- m .nn, og allir sneru að okkur brosandi andlitum, þegar við komum inn. Wanzer sá ég hvergi. Meðan ég var að horfa á þessa brosandi Kínverja, breyttust brosin á þeim óhugnanlega. Þeir voru aliir að horfa á eitt- hvað handan við mig. Ég fókk hroll um mig alla. En áður en ég gæti nokkuð aðhafzt, var ein- hverju þykku, mjúku og þéttu kastað yfir höfuð mér og hert að. Einhver hönd tróð þessu upp í mig, svo að ég gat ekki gefið frá mér neitt hljóð. Heldur ekki heyrði ég neitt í frú Storey, sem var við hliðina á mér. í sama vetfangi var kaðall reyrður utan um mig, svo að ég gat ekki hreyft handleggina. Margar hendur tóku mig og báru mig gegnum dyr, yfir húsagarð og gegnum aðrar dyr, sem lok- uðust með þunglamalegu hljóði, og svo gegnum þriðju dyrnar, sem voru opnaðar með lykli, sem ískraði í. Þegar inn var komið, var mér fleygt á gólfið, og ég heyrði ann- an líkama detta til jarðar rétt hjá mér. Geysi þung tréhurð féll að stöfum, svo að bergmálaði í húsinu og svo heyrðist ískur í lyklinum, þegar hurðinni var læst. Svo varð þögn, ef frá er talið gljáfrið í vatni, einhvers staðar fyrir neðan mig. Vm. kafli. í flýtinum höfðu Kínverjarnir ekki bundið mig rækilega, og ég fann, að ég gat hreyft handlegg- ina ofurlítið. Með því að bylta mór á gólfinu og snúa upp á handleggina, gat ég smám saman komið böndunum upp að oln- boga. Þá hafði ég framhandlegg- ina lausa, svo að úr því var þetta auðvelt. Þegar ég settist upp, laus úr böndunum og við púð- ann, sem troðið hafði verið upp í mig, sagði rödd við hliðina á mér: allt í lagi með þig, — Er Bella? Þessi rólega rödd hughreysti mig nokkuð. Ég hafði hemil ó málrómi mínum og svaraði eins rólega og hún hafði spurt: — Já, allt í lagi með mig. Þegar ég rétti út höndina, fann ég, að hún hafði líka losað sig. En hvar sem við kynnum að vera, þá var þarna kolamyrkur. Frú Storey eyddi ekki tíman- um í neinar harmatölur. — Við skulum reyna að reikna þetta út, sagði hún. — Þegar við ókum yfir brúna yfir víkina, snerum við inn í götuna til hægri, og veitingahús. Feng Lees var til hægri við þá götu. Svo vorum vií bornar gegnum húsið Og í h'.sagarðinn að baki. Þessvegna hlýtur þetta að vera aiveg á sjávarbakkanum við víkina, og þessvegna heyrum við öldugjálp. Á meðan hún sagði þetta, hafði ég tekið að rannsaka þetta fang- elsi okkar. Ég skreið á höndum COSPER. Þú mátt ekki borða fyrirmyndina. og hnjám Og þreifaði fyrir mér jafnharðan. — Bíddu andartak, sagði hún. — Ég ætla að kveikja ljós. Hún hafði verið gripin í því- líku snarkasti, að kaðallinn hafði bundið handtöskuna hennar und- ir handleggnum, svo að hún hafði hana með sér. Ég heyrði hana berja vindlingi við. Svo náði hún í kveikjarann sinn og kveikti. í bjarmanum sá ég ró- lega andlitið á henni, næstum brosandi. Hún saug vindlinginn og hélt ljósinu upp, svo að við gætum séð kringum okkur. Þetta var lítill klefi, líljlegá svo sem 8x10 fet og átta feta hár, alþiljaður með sléttum borðum. V_-g,girnir gáfu lítið hljóð þegar barið var á þá, svo að líklega voru þeir tvöfaldir og með ein- hverju tróði milli laga. Hurðin féll svo nákvæmlega í, að við vorum nokkra stund að finna hana. Og ekkert skráargat okkar megin. — Þetta eru hér um bil átta hundruð teningsfet af lofti, sagði ég kæruleysislega. — Hvað lengi endist það tveimur? — Súrefnið verður búið fyrir morgun, sagði frú Storeiy, — en vitanlega getum við slampazt af stundarkorni 1 e n g u r. Hún fleygði frá sér vindlingsstúfnum og steig á eldinn. — Það er engin aiutvarpiö ÞBIÐJUDAGUR 11. JÚNl. 8.00 Morgunútvarp 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp 18,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. — 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. — 19,30 Fréttir. 20.00 Tvísöngur í útvarpssal. Jóhann Konráðsson og Kristinn Þor- steinsson syngja. Við píanóið: Guðrún Kristinsdóttir. 20.20 Erindi: Sáluhungur þitt (Grétar Fells rithöfundur). 20.45 „Pulcinella", svíta eftir Stravinsky. 21.10 „Ferðin sem löngu er farin“, frásaga eftir Stefán Ásbjarnar- son á Guðmundarstöðum í Vopnafirði (Andrés Björnsson flytur). 21.45 Upplestur: Kvæði eftir Pál Bjarnason í Winnipeg (Edda Kvaran-). 22.10 Fréttir og veðurfregnir 22.19 Lög unga fólksins (Jón Þór Hannesson). — 23.00 Dagskrárlok. KALLI KUREKI — — * — t&IMMIE JENKMS HAS TOLD AUNT/E DUCHESS THATTHEOLD-TIMEK KILLEP H/S PAZTMEZ- AUKTIE PUCHESS HAS COHFESSED TOEEP THATSHEPAIP JEKKIKISKOT TO 2EFOZT THE KILLIKG- ---V-----Ca-- -»• --1/----*--- * I'M GONtOA HAVE A TALK ^ WITH JEWKIWS? LITTLE SEAVEE, YOU STAY AfO’ SOSS TH' gAMCH L RED, WHYMOT JUST LET TH OL-TIMER. RlPE OUTOFTH’COUNTEY? EV/EM IFTH’KILLW WAS ACCIPEMTAL, JENKIHIS WILL UE HIM IWTO HIS SRAVE pT) V Teiknari: Fred Harman í IOO'I'MSOIOMAiSETTH’TRUTHOUTOF V. JENKIMS, AM'BRINS-TH'OL’-TIMER SACK' I | IFHE EUNS AWAY, IT'S LIKE COMFESSIM' l HE KILLED SAM AIKEW O»0 PURPOSE' J Jimmie Jenkins sagði frænku Kalla, að gamli maðurinn hefði drepið félaga sinn, og Kalli hefur fengið frænku sína til að viðurkenna að hún hafi borgað Jimmie fyrir að þegja um morðið. — Ég þarf að fara að spjalla aðeins við Jenkins,_ Litli bjór. Það er rétt að þú verðir kyrr og stjórnir búgarð- inum. — Kalli, hvers vegna eigum við ekki að leyfa gamla manninum að flýja héraðið. Jafnvel þótt hann hafi gert þetta af vangá, mun Jenkins koma honum fyrir kattarnef. — Nei, ég er staðráðinn í því að fá allan sannleikann frá Jenkins og koma hingað með gamla manninn. Þegar hann fór á brott er það alveg sama og viðurkenna að hann hafi drepið Sam Aikens að ráðnum huga. ástæða til að eyða súrefninu i reykingar. Að frátalinni hurðinni, voru engin missmíði á veggjum eða lofti, að undanteknum stórum krók, sem var í miðju loftinu. Frú Storey athugaði hann vand- lega og slökkti síðan litla ljósið. — Við verðum að spara elds- neytið, sagði hún. Hún hélt áfram umiþenkingum sínum í myrkrinu. — Þekkirðu þessa lygt, Bella? sagði hún. Ég þefaði eftir sterkri lykt, sem þarna var og sagði: — Ópí- um? — Rétt segir þú. Feng Lee hlýt ur að verzla mikið með það, og þetta mun vera geymsluklefinn hans. En til hvers er krókurinn? Jú, það er vatn hér undir og þá væri ekki nema eðlilegt að láta bát koma inn undir húsið, og taka vörurnar upp gegnum gat í gólfinu. Og til þess er krókurinn. Ef þetta er rétt ályktað hjá mér, Bella, er hleri undir króknum. — Gólfið er rennslétt, sagði ég. — Við skulum athuga það bet- ur. Við notuðum ljósið og okkur tókst að sjá útjaðra hlerans, en hann féll svo nákvæmlega í, að enginn möguleiki virtist til að ná honum upp. Við klóruðum í hann, en árangurslaust. — Kannski ýta þeir honum upp að neðan, sagði ég. — Kemur ekki til mála. Það mundi gera keppinauturri Feng Lees of auðvelt að ræna birgð- unum hans. •••••• körfu- kjuklingurinn í hadeginu kvöldin avallt • • • • • * a a borðum • • • • • • • • í nausti cii — þjóhusta SJ FRÖDlSK þjónusta andlitsböð \landsnyrting íyárgreicsla leiSbeint tne<f i/at Snyrti vöru. valhöll £e&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.