Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 13
Þíiðjudagur 11. júni 1963 MORGVNBLAÐ1Ð 13 %§!y/ir,&ftÍffibollahutp ^-----------/ Sviþjóð HÉR hafa blöð og útvarp skýrt frá því, að Svíar þvoi sér næstum minnst allra Bvrópuþjóða, því ekki séu notaðar nema sem svari 8 sápum á hvern Svía á ári. Einhver Bo Kaiser, for- stjóri, hefur látið hafa eftir sér, að ef Svíar ættu að vera svona nokkurn veginn bæri- lega hreinlegir, ættu þeir að nota svona um 36 sápur á ári pr. mann. Forstjórinn virðist hafa undanfarin 10 ár rann- sakað sænskan skít og segir að nú sé það svart. Svíar, sem hafi baðherbergi, fari ekki í bað nema 16. hvern dag og ekki séu notaðar nema 8 rúllur pr. ár og persónu af saler'nispappír. Þeir noti að- eins 1/100 hluta af pappírs- vasaklútum á við Ameríku- menn. Ekki nota þeir heldur nema ca. 7,6 kg. af þvotta- efni á sama tíma á móti 11 kg Ameríkanans. Oftast nær hlustar fólk á það sem læknarnir hafa að segja. Þegar vel er að gáð, er víst næstum því allt sem er hættulegt, að einhverju leytL Og allir vilja leggja sitt af mörkum til að bæta heilsu fólksins. Hinir síðustu í þeirra hópi eru fataframleiðendur. í Baden Baden yar fyrir nokkru fundur þeirfa og kom þar fram, að þeir hafa fundið út að höfuðverkur getur vel stafað af of þröngum skyrtu- kraga, sé hann hnepptur. Meltingartruflanir geta ósköp Vilja héraðsskóla Varmahlíð i Frá aðalíundi sýslunefndar Skagafjcrðar vel stafað af of þröngum bux- um, sem sitja óheppilega á mjöðmunum. Of mikil vídd í buxna- skálmunum eykur slysahætt- una feyknin öll. Of þröngar buxur (jeans) geta orsakað fótadofa o.s.frv. Hingað til hafa menn yfir- leitt álitið að bað sé heilsu- samlegt, en það er nú komið í ljós að þar er margt, sem ber að varast. Einkum þó að láta ekki vatn renna á höfuð sér! Hafið þið heyrt það? Hvað verður næst? G. Sauðárkróki, 18. maí. AÐALFUNDUR sýslunefndar Skagafjarðarsýslu var haldinn á Sauðárkróki dagana 4.—12. maí og var jafnframt 90. aðalfundur sýslunefndar. Helztu niðurstöðutölur fjár- hagsáætlunar eru þessar: Tekjur sýslusjóðs: 1.072.377,- 15 kr., þar ab sýslusjóðsgjald kr. 992.100.00. Helztu gjaldaliðir eru þessir: Til menntamála: 102.608.00 kr. og er þar hæst styrkur til byggingar bókhlöðu yfir Héraðsbókasafn Skagfirðinga, kr. 40.000.00. Til heilbrigðismála kr. 708.000.00 og atvinnumála, 125.853.00. Niðurstöðutölur - á áætlun sýsluvegasjóðs námu kr. 405.059.- 00. — Svofelld ályktunartillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum: „Sýslunefnd Skagafjarðar- sýslu skorar á ríkisstjórnina að hefja nú þegar undirbúning að stofnun héraðsskóla í Varmahlíð, og verði í því skyni rífleg fjár- veiting tekin upp í frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1964. Höfð séu samráð um undirbúning og stofnun væntanlegs héraðsskóla við stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð, sýslu nefnd Skagafjarðarsýslu, fræðslu ráð sýslunnar og aðra aðila, þá er mál þetta kann að heyra und- ir“. Sýslunefndin lýsti yfir ein- dregnum vilja sínum að styðja að áframhaldandi rannsóknum varðandi virkjun Svartár við Reykjafoss í félagi við Sauðár- króksbæ, og stefnt sé að því að reisa þar orkuver eins fljótt og Rannsóknarleiðangrar frá ýmsum löndum koma til íslands í sumar r\eif ÝMSIR erlendir rannsóknarleið- angrar eða einstakir visindamenn hafa fengið leyfi Rannsóknar- ráðs ríkisins, til að stunda rann- sóknir hér á landi í sumar. En erlendum vísindamönnum ber skylda til að sækja um leyfi til slikra rannsókna, í því skyni að koma i veg fyrir að gengið sé inn á verksvið íslenzkra vísinda- manna Oig að náttúruverndar- ákvæðum se dyggilega fram- fylgt. Auk þess verður að fram- kvæma rannsóknirnar undir eft- irliti Lslenzks vísindamanns og þess er gætt að veita ekki ókunn ugum leyfi til rannsókna á jökl- um, þar sem slysahætta er mikil. Hefur Rannsóknarráð veitt eftirfarandi leiðöngrum leyfi til rannsókna: Frá Englandi: 1) Frá Dudley Training College koma 14 nemendur í júlí-ágúst til grasa- og jarðfræðirannsókna. Munu þeir aðallega dveljast í ná- grenni Akureyrar. Leiðangurs- stjóri verður John W. Gittins. 2) Hópur skáta frá Norfolk Boy Scouts Association koma í byrjun ágúst til náttúrufræði- rannsókna. Munu þeir halda sig í nánd við Snæfellsjökul. Leið- angursstjóri verður Hugh Whit- aker. 3) Seinnipart júlí kemur hing að til lands þekktur brezkux vís- indamaður, Mr. R.E. Hughes, til þess að kynnast beitilandarann- sóknum og búfjárhaldi á íslandi. Mun hann ræða við íslenzka vís- indamenn á þeim sviðum. 4) Hópur nemenda og kennara frá King Alfred’s School koma til náttúru- og jarðfræðilegra rann- sókna í nágrenni Mýrdalsjökuls, 5. til 26. ágúst. Leiðangursstjóri verður D.J. Wilson. 5) 4—6 manna hópur frá Epson Icelandic Expedition m u n u dvelja hér ágústmánuð til gróð- urrannsókna í Hveradölum, Naut haga og á Hveravöllum. Leið- angursstjóri verður W.E. Rad- cliffe, 6) Til gróðurrannsókna við hverinn í Hveragerði kemur Kathleen Simpkins í júlí. 7) Hópur nemenda og vísinda- manna frá háskólanum í Leeds kemur til /jarðfræðilegra rann- sókna í Hörgárdal í júlí og ágúst. Leiðangursstjóri verður John S. Best, B.Sc. ^ 8) 12 skólapiltar, ásamt þrem- ur kennurum, frá Ourrey County Council, koma þann 20. júlí í rannsóknar- og æfingarskyni. Munu þeir aðallega ferðast um Norðurland. — Leiðangursstjóri verður H. Arnold, yfirkennari. 9) 2 nemendur frá Dover Grammar School koma í byrjun ágúst til náttúru- og jarðfræði- rannsókna, aðallega í nágrenni Mývatns. 10) skólapiltar ásamt 2 kenn- urum frá Denstone College munu koma seinnipart ágúst í rann- sóknax- og fræðsluskyni. Eru þetta jarðfræðincmendur og munu gera athuganir á jökla- og eldfj allamyndunum. Leiðangurs- stjóri er D.J. Hudson. 11) Til grása- og jarðfræði- rannsókna i Glerárdal kemur í ágúst Paul W. Sowíb. Frá Skotlandi: 12) 24 skólapiltar undir leið- sögn 9 fullorðinna frá Duke of Edinburgh’s Award Scheme koma 28. júlí til 16. ágúst til jókla-, grasa og jarðfræðirann- sókna. Athugamrnar verða gerð- ar suð-vestur af Hofsjökli. Leið- angursstjóri verður J. Radley. 13) 6 skozkir stúdentar koma þann 22. júní til 9 vikna dvalar til dýra-, grasa-, jarðfræði- og fuglafræðirannsókna. Munu þeir hafa stöðvar sínar á fjöllum norð vestur af Akureyri. Leiðangurs- stjóri verður N. Stebbing. Frá Kóreu: 14) Hingað er kominn náms- maður frá Kóreu, lo-Jong Kim, til rannsókna á jarð- og lofthita. Mun hann ferðast um landið og gera athuganir. Frá Þýzkalandi: 15) Dr. E.M. Todtmann kemur til áframhaldandi jökla- og jarð- fræðilegra rannsókna við Vatna- jökul. 16) Horst Noll frá háskólanum í Köln kemur til gíga- og eld fjallarannsóknar við Grænavatn, Kerið. Víti o. fl. 17) Um miðjan ágúst koma hingað 10 stúdentar frá Kiel til plöntusöfnunar og gróðurrann sókna. Munu þeir dvelja í 2—3 vikur hérlendis. Leiðangursstjóri verður Dr. Rolf Wiermann. Frá Póllandi: 18) Prófessor dr. R. Galon, ásamt 4—6 aðstoðarmönnum sín- um, mun koma hingað til lands til jöklarannsókna og rannsókna á sandmyndunum. Munu þeir dveljast í nágrenni Skaftafells- jökuls. Frá Bandaríkjunum: 19) Frá háskólanum í Michigan kemur Fred Pessl til jarðfræði rannsókna og athugana á m,ynd un sjávarhryggja við strendur landsins. tök verða á. Jafnframt beindi nefndin þeirri eindregnu áskor- un til ríkisstjórnarinnar og Al- þingis, að láta endurskoða raf- orkulögin frá 1946, og með þeirri endurskoðun verði bæja- og sveitafélögum tryggð jöfn að- staða og réttur sem ríkinu, til framleiðslu og dreifingar raf- orku, og aðstaða til fjáröflunar til þeirra framkvæmda. Ennfrem ur verði ríkinu heimilað að af- henda hlutaðeigandi bæja- og sveitafélögum til umráða og reksturs, orkuver og orkukerfi, sem nú eru eign ríkisins, ef þau óska þess. — jón. Skólaslit gagn- fræðaskólans á Akr anesi Mindzenty sjúkur? Vínarborg, 6 júní •NTB/Reuter Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Búdapest, að Josef Mindzenty, kardináli, sé sjúkur. Hann dvelst sem kunnugt er, í bandaríska sendiráðinu í borg- inni, en talsmenn þess hafa ekki viljað neitt um málið segja. Akranesi, 7. júní. GAGNFRÆÐASKOLANUM hér var sagt upp laugardaginn 1. júní í kirkjunni. 271 nemandi stund- aði nám í vetur í ellefu bekkjar deildum. 37 tóku gagnfræðapróf- ið, þar af voru 29 í bóknáms- deild og 8 í verknámsdeild. Hæstu einkunn á gagnfræða- prófi hlaut Þórólfur Ævar Sig- urðsson, Bjarkargrund 15, 8,16. Tíu stóðust landspróf með prýði, þannig að sjö fengu fyrstu eink- unn. Hæstu einkunn fékk Jó- hanna Margrét Guðjónsdóttir, Litlateigi 2, 8,40. Hæstu einkunn yfir skólann og jafnframt hæstu aðaleinkunn síðan skólinn byrj- aði hlaut HelgaViðarsdóttix, Vest urgötu 65, í 1. bekk, 9,45. Seytján verðlaun voru veitt fyrir náms- afrek, háttvísi, stundvísi og fé- lagsstörf. Nokkur félagssamtök, ein- staklingar og fyrirtæki gáfu verð launin. Tíu ára gagnfræðingar mættu við skólaslit o>g gáfu skól- anum 5 þús. kr., sem verja skal til kaupa á málverkaeftirprent- unum til að prýða skólastofurn- ar. Fastir kennarar voru 11 auk skólastjóra og stundakennara. Fyrsti skólastjóri gagnfræðaskól- ans, séra Sigurjón Guðjónsson prófastur í Saurbæ, var viðstadd ur skólaslit og flutti bæn. — Skólastjóri er Ólafur Haukur Árnason. — Oddur. Féll á bílprófi í þriðja sism ▲ Stokkhólmi, NTB. DICK HELANDEB, biskup, hef- ur farið fram á skaðabætur af hálfu ríkisins og nokkurra að- ila, m.a. ríkissaksóknarans, Karl E Walberg. Krefst Helander hálfr ar milljónar sænskra króna. Tel- ur hann, að ekki hafi verið hald- ið á máli sínu, eins og vera bar. Lisburn, Norður-írlandi, 8. júní. — NTB-Reuter. FRÆGASTI ökunemandi Bretlands, Margaret Hunter, fyrrverpndi kennslukona, sem er 65 ara að allri, féll á öku- prófi í þriðja sinn í dag. Nafn Margaret Hunter komst á hvers manns varir í fyrra, er hún gerði fyrstu til- raun til þess að læra á bifreið, en það var í heimabæ hennar, Stockport i Cheshire. Öku- kennarinn varpaði sér þá út úr bifreiðinni á aðalgötu bæj- arins — og lét þau orð falla, að það væri hreint sjálfsmorð að reyna að kenna kennslu- konunni á bifreiðina. Lét hann jafnframt mörg þung orð falla um akstur kvenna yfirleitt. En fröken Hunter gaf sig ekki og hélt áfram að læra — eða reyna að læra á bíl. Tvívegis áður hefur hún fall- ið á prófinu og nú reyndi hún á nýjum stað, Lisburn í Norð- ur-frlandi, í þeirri von, að þar fengi hún réttlátari dóm. En svo fór um sjóferð þá, að hún féll á tólf atriðum af nítján, sem hún átti að kunna skil á. Henni urðu á margar frábærar skissur, meðal ann- ars ók hún öfugt inn götu með einstefnuakstri, setti bifreið- ina þversum fyrir ölgerðar- bifreið, er ók á eftir henni, stöðvaði bílinn fyrir aftan nokkra mannlausa fólksbíla, í þeirri góðu trú, að þeir væru að bíða eftir grænu Ijósi til þess að komast yfir götuna og stöðvaði loks alla umferð á ráðhústorgi bæjarins í tíu mínútur. Áður en þessari sögu legu ökuferð lauk, var bíllinn orðinn benzínlaus. En þegar Margaret Hunter steig út úr bifreiðinni, sagði hún við blaðamenn er mættir voru til þess að taka á móti henni: „Ég skal aldrei gefast upp.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.