Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBL’AÐIÐ Þriðjudagur 11. júní 1963 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. KOSNINGA ÚRSLITIN Cjaldan eða aldrei hefur verið jafn spennandi að fylgjast með atkvæðatöl- um eins og í gærkvöldi og í nótt, einkum fyrir þá, sem jafnóðum reiknuðu út skipt- ingu uppbótarsæta, því að lengst af stóð alveg í járn- um, hvort viðreisnin stæðist þessa eldraun eða ekki. Þetta byggðist ekki á því að þjóðin hefði ekki vottað viðreisnarflokkunum traust. Sameiginlega juku þeir fylgi sitt úr 54,9% 1959 í 55,7% nú, en stjómarandstæðingar töp- uðu og fengu einungis 44,3% núna en höfðu 45,1% 1959. Hins vegar var skipting at- kvæða með þeim hætti, að stjómarandstæðingar bættu við sig einu þingsæti, þrátt fyrir þetta atkvæðatap. í Reykjavík höfðu Fram- sóknarmenn unnið eitt þing- sæti af Sjálfstæðismönnum. Sjálfstæðismenn fengu nú 6 menn kjörna í höfuðborginni en höfðu haft 7. Samt juku þeir fylgi sitt mjög og fengu hærri hundraðshluta en nokkum tíma áður í þing- kosningum. Hins vegar var atkvæðamagnið nokkuð lægra en í borgarstjórnarkosningun- um í fyrra, eins og venja er. Þegar svo varð ljóst að Framsóknarmenn mundu fella kommúnistann í Suður- landskjördæmi og bæta þar við sig öðru þingsæti, sást að mjög mundi skorta á, að jöfnuður næðist með úthlut- un uppbótarþingsæta. Þess vegna mætti allt eins búast við því, að Framsóknarflokk- urinn næði hinu langþráða stöðvunarvaldi sínu, þótt hann og kommúnistar væru samanlagt í miklum minni- hluta meðal kjósenda. Á tímabili leit að vísu út fyrir, að svo kynni að fara, að kommúnisti felldi einn Framsóknarmann í Norður- landskjördæmi vestra og þannig mundu metin jafnast, því að kommúnistar mundu þá tapa uppbótarsæti í stað hins kjörna þingmanns. Svo fór þó ekki, og byggð- ist þá allt á því, að stjórnar- flokkarnir héldu velli í Vest- fjarðarkjördæmi, þar sem síð- ast var talið, eða þá að komm únistinn felldi Alþýðuflokks- manninn, sem talinn var í hættu, en ekki Framsóknar- flokkurinn. Fyrstu tölur bentu til þess, að Framsókn- armenn mundu fá þrjá kjöma í Vestfjarðarkjördæmi en kommúnistar engan og þá hefði viðreisnarstjómin misst starfhæfan meirihluta á Al- þingi og Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn ekki fengið samanlagt kjörna nema 31 þingmann, en þá hefðu verið, jöfn atkvæði í annarri deild Alþingis, á milli viðreisnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstæðinga hins vegar. Brátt dró þó formaður Al- þýðubandalagsins, Hannibal Valdimarsson á þriðja mann Framsóknarflokksins. Var baráttan mjög hörð um „vinstra“ fylgið og svo fór, að Hannibal hreppti sætið og bjargaði þar með viðreisn- inni. Verður því ekki með réttu sagt um Hannibal Valdimarsson hiéðan í frá, að hann hafi ekki unnið þjóð sinni þarft verk. Á sigri hans byggist framhald viðreisnar- innar, þótt ótrúlegt sé. Heildarmyndin af þessum kosningum, þar sem svo nærri stappaði að viðreisn- inni yrði komið fyrir kattar- nef, er þrátt fyrir þá stað- reynd sú, að þjóðin hefur vottað viðreisnarflokkunum og stefnu þeirra ótvírætt traust. Alþýðuflokkurinn tap aði að vísu lítillega, en Sjálf- stæðisflokkurinn bætti þeim mun meiru við^ sig. Tap Al- þýðuflokksins varð í Reykja- vík og Reykjaneskjördæmi, en þar hafði flokkurinn haft mjög góða kosningu 1959, enda jók hann stórlega við sig í Reykjavík frá borgar- stjórnarkosningunum í fyrra. Framsóknarmenn unnu nokkuð á, enda bæta þeir við sig tveim þingmönnum, öðr- um á kostnað Alþýðuflokks- ins og hinum frá kommúnist- um. Enn sem fyrr er þó þing- fylgi Framsóknarflokksins ekki í neinu samræmi við fylgi meðal þjóðarinnar og byggist það á því, að þrátt fyrir kjördæmabreytinguna næst ekki fullt jafnræði. Kommúnistar biðu veru- legt fylgistap í kosningunum, ekki sízt í Reykjavík. Sam- eiginlega höfðu kommúnistar og Þjóðvarnarmenn 19,4% 1959, en fengu núna 16%. Viðreisnarflokkarnir hafa unnið mikinn sigur. Þjóðin hefur vottað viðreisninni traust sitt og hún mun halda áfram til heilla fyrir land og lýð. Hagfræði-árbúk S.Þ. LAUN sænskra iðnverka- manna eru þau hæstu í heimi næst á eftir launum banda- rískra og kanadískra iðn- verkamanna, en Danmörk og Noregur eru einnig ofarlega á skrá. Þessar upplýsingar er að finna í nýrri útgáfu af hag- fræðiárbók Sameinuðu þjóð- anna, sem er hrein gullnáma fyrir þá, er leita upplýsinga um ástandið í ýmsum löndum heims. í „Statistical Yearbook 1962“ segir, að tímakaup iðn- verkamanna í Bandaríkjunum sé að meðaltali 2,32 dollarar. Næst kemur Kanada með 1,75 dollara, þá Svíþjóð með 1,11, Ástralía 1,00 (aðeins karl- mannakaup). Bretland með 0,95 (karlmenn), Puerto Rico með 0,99, Noregur með 0,97, Danmörk með 0,92, Vestur- Þýzkaland með 0,73, Frakk- land með 0,46 og Ítalía með 0,37 dollara á tímann. Á það er lögð áherzla, að hér sé um að ræða upplýsingar frá 1961, og að nota beri þessar tölur með varúð, m.a. vegna þess að ekki sé tekið tillit til kaupmáttar gjaldmiðils í hverju landi, þegar hann er reiknaður í dollurunum. Þessi laun sýna, að í flest- um tilvikum hefur tímakaup tvöfaldazt frá því árið 1948. Verðlag hefur einnig hækkað — en ekki eins mikið og laun- in í þeim löndum sem nefnd voru. Hagfræði-árbókin hefur líka að geyma upplýsingar um vísitölu neyzluvarnings í hin- um ýmsu löndum. Sé gengið út frá vísitölunni 100 árið 1958, kemur í ljós að verðlag árið 1961 hafði að meðaltali hækkað upp í 309 í Argen- tínu, 255 í Brazilíu, 237 í Uru- guay og 209 í Indónesíu, en á íslandi hafði vísitalan hækk að upp í 108, í Danmörk, Finn landi og Svíþjóð upp í 107, og í Noregi og Bretlandi upp í 105. í Árbókinni kemur fram, að efnahagsvöxtur heimsins náði nýju hámarki árið 1961. Nám- ur og verksmiðjur heimsins framleiddu enn mun meira en árið á undan og næstum þre- falt meira en árið 1938. Út- flutningur var einnig meiri en nokkru sinni fyrr, nálega 5 af hundraði meiri en árið 1960 og rúmlega tvöfalt meiri en árið 1938. Við fljótlegt yfirlit yfir Ár- bókina koma m.a. þessar stað- reyndir í ljós: • Á miðju ári 1961 var fólksfjöldi heimsins áætlaður 3069 milljónir — og nam aukn ingin á síðustu 10 árum 22 af hundraði. • Efnahagslega háþróuð lönd (Bandaríkin, Kanada, Vestur-Evrópa, Japan, Ástra- lía, Nýja Sjáland og Suður- Afríka) uku hlut sinn í alls- herjarútflutningi heimsins lít ið eitt, frá 65 af hundraði árið 1938 upp í 67 af hundraði ár- ið 1961. Hlutur vanþróuðu landanna í útflutningnum minnkaði á sama skeiði úr 25 í 21 af hundraði. í Au'stur- Evrópu (Sovétríkin meðtalin) og Kína hækkaði hundraðs- talan úr 10 upp í 12. • Bandaríkin framleiddu mest stál árið 1961, en næst komu Sovétríkin. Hins vegar notaði Svíþjóð mest stál á hvern íbúa eða 544 kg. í Bandaríkjunum voru notuð 488 kg. á hvern íbúa, í Sovét- ríkjunum 314, í Noregi 291, í Danmörk 267 og í Finnlandi 244. • Sovétríkin gáfu út mest magn bóka á árinu 1961, alls 73.999 titla, og var rúmlega helmingur þeirra um tækni- leg efni. Japan framleiddi rúmlega helmingi fleiri leik- kvikmyndir en Bandaríkin, 536 í Japan, 254 í Bandaríkj- unum. Jafnvel Hongkong lá fyrir ofan Bandaríkin með 302 kvikmyndir. Danir fram- leiddu 24 kvikmyndir, Finn- land 18 og Svíþjóð 16. • Hin gífurlegi mismunur á ýmsum löndum heims í heil brigðismálum kemur m.a. fram í þvi, að í Israel er einn læknir á hverja 418 íbúa, en í Malí er einn læknir á hverja 77 þús. íbúa. • Bretland gefur út flest eintök af dagblöðum á hvern íbúa eða 506 eintök á hverja 1000 íbúa. Samsvarandi hlut- fallstala er 477 í Svíþjóð, 450 á íslandi, 416 í Japan, 384 í Noregi, 383 á Nýja Sjálandi, 376 í Ástralíu, 374 í Sviss og 345 í Danmörk. FERÐAMANNA- STRAUMURINN Yfirlit Sameinuðu þjóðanna yfir ferðamannastrauminn leiðir í ljós, að árið 1961 komu 9,4 milljónir ferðamanna til Ítalíu, 7,4 millj. til Spánar, 5,8 millj. til Frakklands, 5,3 millj. til Sviss og 5,2 millj. til Yest- ur-Þýzkalands. Sé ferðalögum milli Norðurlanda innbyrðis sleppt, kemur í ljós að ferða- lög Norðurlandabúa skiptust á eftirfarandi hátt: 424.611 Danir heimsóttu Vestur-Þýzkaland,' 375.312 Ítalíu og 73.037 Austurríki. —■ Ennfremur má nefna, að 722 Danir heimsóttu Túnis og 1332 Thaíland. Frá Finnlandi fóru 85.191 manns til Ítalíu, 51.983 til Sovétríkjanna og 11.472 til Austurríkis. Frá Noregi fóru 137.442 ferðamenn til Ítalíu, 81.983 til Vestur-Þýzkalands og 74.178 til Sovétríkjanna. Hongkong heimsóttu 407 Norðmenn. Vinsælasta ferðamannaland Svía var Vestur-Þýzkaland með 299.325 sænska ferða- menn. Til Ítalíu fóru 299.304 Svíar, til Frakklands 92.000. Auk þess má nefna að 10.212 Svíar heimsóttu Bandaríkin og 10.751 Grikkland. SÍMAHLER AÐEINS VIÐ SÉRSTAKAR KRINGUMSTÆÐUR Símahler er aðferð, sem rannsóknarlögreglan á aðeins að beita við sérstakar aðstæð- ur. Sú var niðurstaða ráð- stefnu Sam. þjóðanna, sem haldin var í Ástralíu og fjall- aði um efnið „Hlutverk lög- reglunnar við vernd mann- réttinda.“ Þátttakendur voru á einu máli um, að símahler væri alvarlegt brot á mann- réttindum, einkanlega þeim réttindum, sem varða einka- lífið. Ráðstefnan fordæmdi ein- róma ábyrgðarlaust og eftir- litslaust símahler. Hins vegar vildu menn ekki neita því, að í nokkrum tilfellum væri þessi rannsóknaraðferð nauð- synleg í þágu þjóðfélagsins. Meirihlutinn var þeirrar skoð -unar, að símahler mætti ein- ungis eiga sér stað með laga- ákvæðum og aðeins í barátt- unni við sérlega frekleg af- brot, sem framin væru með svo mikilli leynd, að þessi að- ferð væri óhjákvæmileg. Sem dæmi voru nefnd sámsæri gegn öryggi ríkisins, barna- rán, eiturlyfjasala og pen- ingakúgun. Lögð var áherzla á, að sím- inn kæmi að miklum notum við skipulagningu afbrota, og að lögreglunni væri gert mjög óhægt um vik, ef hún mætti ekki færa sér í nyt símahler við sérstök tækifæri. Ráðstefnan var ein þeirra svæðisbundnu ráðstefna, sem Sameinuðu þjóðirnar gangast fyrir um mannréttindi. Þátt- takendur voru frá 17 ríkjum í Asíu og á Kyrrahafssvæð- inu. Lögreglan átti marga fulltrúa á ráðstefnunni. Hún beindi þeim tilmælum til framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, að hann legði til við Mannréttindanefndina að undirbúa samningu á al- mennum hegðunarreglum fyr ir lögregluna. Óttos! nýjai óeirðiiíAlaboma Tuscaloosa, Alabama, 10. júní. — (NTB) — TALSMAÐUR George Wallace ríkisstjóra í Alabama í Banda- ríkjunum, skýrði frá þvi í kvöld að ríkisstjórinn væri ákveðinn í að hindra inngöngu tveggja blökkumanna í Alabama-háskól- ann í Tuscaloosa á morgun. Ætl- ar ríkisstjórinn að stilla sér upp við innganginn að skólanum, í trássi við dómstólana, og banna blökkumönnunum aðgang. Hafa 46 lögfræðingar víða að úr Bandaríkjunum sént ríkis- stjóranum áskorun um að hætta við þessa ákvörðun í þágu laga og réttar. Meðal þeirra er öll stjórn og fyrri formenn banda- rísku lögfræðingasamtakanna, og þrír fyrrverandi dómsmálaráð- herrar. IIERFERÐ GEGN KÚRDUM Bagdad, 10. júní (NTB). RÍKISSTJÓRNIN í írak hef- ur hafið nýja herferð gegn Kúrdum. Gaf stjórnin í dag út yfirlýsingu, þar sem hún segir að allir stuðningsmenn Kúrdaleiðtogans Mustafa al Baranis. Segir i yfirlýsingunnl að hreinsað verði til í f jallahér uðunum í norðurhluta lands- ins, sem eru aðsetur Kúrda. Hafa allar ferðir verið bannað ar um þessi héruð. INGIRÍÐUR DROTTNING VEIK Kaupmannahöfn, 10. júní (NTB). f OPINBERRI tilkynningu, sem gefin var út í Kaupmanna höfn í kvöld, segir að Ingi- ríður drottning þjáist nú af magasári. Mun hún því ekk- ert koma opinberlega fram næstu tvo mánuðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.