Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 14
14 WORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. júní 1963 Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, GÍSLI GÍSLASON verzlunarmaður, Seljavegi 23, verður jarðsunginn frá Neskirkju, þriðju- daginn 11. þ.m. kl. 1,30 e.h. Ragnheiður Clausen, Hólmfríður Gísladóttir, Haraldur Halldórsson, Guðrún Sæmundsdóttir, Holger P. Gíslason, Olga Benediktsdóttir, Árni Árnason. Kærar þakkir færum við öllum nær og fjær, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGURÐAR SIGURÐSSONAR frá Þingeyri. Una Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson og börnin. ÞORKELL GUÐMUNDSSON Blómvallagötu 13, lézt í Landsspítalanum 6. þ.m. Jarðarförin ákveðin föstud. 14. júní kl. 1,30 frá Fossvogskirkju. Fríða Lárusdttir, Ásta Þorkelsdóttir, Ragnar Þorkelsson, Aðalheiður Þorkelsdóttir, Margrét Þorkelsdóttir. Frænska mín GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR fyrrum saumakona, er andaðist 4. þ.m. í Elli og hjúkrunarheimilinu Grund verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikud. 12. þ.m. kl. 10,30. Jarðarförinni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Hallgrímur Halldórsson, Grettisgötu 55 6. Kveðjuathöfn um manninn minn ÁSGEIR JÓNSSON frá Gottorp, fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. þ.m. kl. 10,30 f. h. Jarðsett verður í heimagrafreit að Gottorp, Vestur-Húnavatnssýslu miðvikudaginn 12. þ.m. kl. 3 e.h. Kveðjuathöfninni verður útvarpað. Ingibjörg Björnsdóttir. Hjartans þakkir flytjum við öllum, er veittu okkur samúð og hluttekningu með kveðjum og minningargjöf- um, við fráfall eiginmanns míns JÓNS HALLDÓRSSONAR sem andaðist 1. þessa mánaðar. Fyrir mína hönd barna, barnabarna og tengdabarna. Eggertina Sigurðardóttir. Móðir og tengdamóðir okkar, sigríður sigurðardóttir Miklubraut 7, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 12. júní, kl. 3 e.h. Sigurður Sveinbjömsson, Óskar Sveinbjörnsson, Erla Sveinbjörnsdóttir, Júlíus Sveinbjörnsson, Jóna Ágústsdóttir, Ingólfur Jónsson, Þóra Kristjánsdóttir, Inga Ingimundardóttir. Útför systur okkar, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR REVKHOLT fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. júní kl. 3 eftir hádegi. Ásmundur Guðmundsson, Helgi Guðmundsson. Volksivagen 1958 Tilboð óskast í V.W. sendibifreið með gluggum í því ástandi sem hún er eftir veltu. Bifreiðin er til sýnis að Höfðatúni 4 Reykjavík. Tilboðum merkt- um: V.W. — 5653“ sé skilað á afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtudagskvöld. Afgreiðslustarf Reglusamur og röskur maður óskast til afgreiðslu- og lagerstarfa, nú þegar eða síðar. Tilboð ásamt uppl. um aldur og fyrri störf, sendist blaðinu merkt: „Lager — 5683“ fyrir föstudag. Útgerðarmeiiii - Skipsstjórar Útvegum ALÚMÍNÍUM-skiIrúm í fiskilestar. Við viljum sérstaklega benda á, að öll lengri skilrúms- borð eru mjög sterkbyggð, fyrir síldarhleðslu. ICrlstján G. Gíslason hf. Framtíðar-atvinna Handlaginn maður ekki yngri en 25 ára óskast sem fyrst við glerafgreiðslu. Algjör reglusemi áskilin. Uppl. í skrifstofu Ludvig Storr, Laugavegi 15. GLERSLÍPUN og SPEGLAGERÐ H.F. Klapparstíg 16. SíldarstúBkur Óskum að ráða nú þegar síldarstúlkur til Sunnu Siglufirði og Sunnuvers Seyðisfirði. Kauptrygging og fríar ferðir. Uppl. í síma 1-15-74 og á skrifstofu ísbjarnarins Hafnarhvoli og 1-52-62 frá kl. 7—9 e.h. Verzlunarstarf Rösk og áreiðanleg stúlka óskast til afgreiðslustarfa í sérverzlun í miðbænum. Vinna hálfan daginn kemur til greina. Tilboð ásamt uppl. um aldur og fyrri störf, sendist blaðinu merkt: „Verzlun — 5640“ fyrir laugardag. ekkert heimili án húsbúnaðar litið á húsbúnaðinn hjá húsbúnaði Pétni Sigfússon Minning laugavegi 26 simi 209 70 DAG verða jarðneskar leifar vinar míns, Péturs Sigfússonar, fyrrv. kaupfélagsstjóra á Borð- eyri, bornar til hinztu* hvílu. Verður útför hans gerð að Ein- arsstöðum í Reykjadal í Þingeyj- arsýslu. Þótt alllangt sé síðan Pétur heitinn dó, eða í september sl., þá er útför hans fyrst gerð núna. Pétur lézt út í DenveT í Banda- ríkjunum og var bálför hans gerð úti, en að eigin ósk hans eru nú jarðneskar leifar hans fluttar heim á Frón til að hvíla í ís- lenzkum reit meðal vina og vandamanna. Ég, sem þessar lín- ur rita, kynntist þessum ágæta manni 'fyrst meðan hann var kaupfélagsstjóri á Borðeyri og héldust vináttubönd okkar allt fram á hinztu stund. Mér er því bæði Ijúft og skylt að minnast hans nú, þegar hann er allur, enda hefi ég hvergi séð það gert fyrr. Pétur var kvæntur heiðurskon unni Birnu Bjarnadóttur frá Húsavík og eignuðust þau hjón sex börn, sem öll eru á lífi. Eru börn þeirra hjóna þessi: Bjarni, bóndi á Fosshóli, Sigríður María, gift í Bandaríkjunum, Hulda, gift í Reykjavík, Sigfús kvænt- ur og búsettur í Bandaríkjunum, Sigurður Már, kvæntur í Kópa- vogi ‘og Þórarinn, ógiftur í Reykjavík. Auk barna sinna ólu þau hjónin upp tvö fósturbörn, Sigríði Birnu Bjarnadóttur og Heimi Bjarnason, lækni á Djúpa- vogi. Það eru margar ánægjustund- irnar, sem rifjast upp fyrir mér úr samvistum mínum við þessi elskulegu hjón og leyfi ég mér að senda þeim mínar beztu þakk ir fyrir, jafnframt því sem ég votta eftirlifandi konu, bömum og fósturbörnum þeirra mínar al- úðarfyllstu samúðarkveðjur við fráfall og útför Péturs heitins. Guð blessi minningu þessa mæta manns. Á. J. SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA Innbyrtu 150 punda gammflyðru Akranesi, 5. júní. — í síðasta róðri vb. önnu bar svo við, er þeir voru að draga fyrstu netin af fyrstu þorskanetatrossunni, að þeim varð litið út fyrir borð- stokkinn. Sáu þeir þá, að teinarn ri tóku að titra óvenjulega mik- ið, enda ekki að kynja, þvi nokkrum augnablikum síðar skaut sprellifandi og spretthörð gammflyðra hausnum upp úr sjónum. Sjómennirnir ráku upp stór augu, því þeir hafa ekki átt þvi að venjast, að stórar flyðrur láti ánetjast. Þeir voru snarir í snúningum og eftir augnablik dansaði stór- iúðan spriklandi á dekkinu. Hún vóg 150 pund. Rúðirnar borga 17 krónur fyrir kílóið. Flyðran var því 2550 kr. virði — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.